Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2004, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2004, Blaðsíða 17
16 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ2004 Sport DV DV Sport MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ2004 17 • Sol Campbell hefur nú loksins tjáð sig um markið sem hann skoraði á síðustu mínútu leiksins gegn Portúgölum en Urs Maier dæmdi af. Og Campbell er æfur. „Ef þetta hefði gerst hinum megin á vellinum hefði markið staðið. Nú þegar ég er búinn að horfa á mynd- bandsupptökur af markinu er ég enn sannfærðari um að það var fullkomlega löglegt,“ segir Camp- bell og bætir við að ósigurstil- finningin sé enn til staðar og verði það í einhvern tíma til viðbótar. „Það versta var ekki að sjá samherja mína brenna af spyrnum sínum í vítakeppninni heldur að sjá þetta mark mitt dæmt af. Leikurinn hefði aldrei átt að fara alla leið í víta- spyrnukeppni." • Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins, segir að versta minning sín frá Evrópukeppninni sé ekki sú að falla úr keppni gegn Portúgölum heldur að hafa misst unninn leik niður í tap gegn Frökk- um í fyrsta leik. „Vítaspyrnu- keppnin var vissulega vond en það eru þessar þrjár mínútur gegn Frakklandi. Þær voru algjört brjál- æði,“ segir Eriksson. Hann telur þrjá leikmenn hafa staðið upp úr fyrir England í keppninni. „Sol Campbell var eins og steinn í vörn- inni og enginn komst framhjá honum. Hann gat líka orðið hetjan okkar gegn Portúgal og hefði líklega með réttu átt að vera það. Allir sáu hvað Wayne Rooney kann fyrir sér þrátt fyrir að vera svona ungur en mér fannst Ashley Cole einnig eiga frábært mót,“ segir Eriksson. • Zinedine Zidane kveðst ekki enn vera búinn að ákveða hvort hann leggi landsliðsskóna á hilluna eftir slælega frammistöðu Frakka á EM. Zidane hafði gefið í skyn að EM yrði hans síðasta verkefni með lands- liðinu og þannig myndi hann fylgja í fótspor Marcels Desailly sem er hættur með landsliðinu. „Ég veit ekki hvað ég geri. Ég er ennþá að hugsa minn gang,“ segir Zidane. „Við leikmennirnir eigum allir jafn mikla sök á þessu slaka gengi. Þetta landslið gæti verið komið á aldur en ég held það samt ekki. Það gæti verið kominn tími á mig og fleiri. Við sjáum til hvað verður," segir Zidane. Talið er að Zidane muni bíða þar til nýr landsliðsþjálfari verður ráðinn og þar hefiir nafh Jeans Tigana verið títtnefnd, að hluta til vegna þess að hann er í miklum metum hjá Zidane. Miian Baros, Tékklandi mimMt V »i :■ Markaskoraranum fagnað Pavel Nedvedstekkur í fangið á Milan Baros eftir að sá síðarnefndi hafði bætt við öðru marki fyrir Tékka. Baros er nú markahæsti leikmaður EM og hefur skorað fjögur mörk í fimm leikjum. Baros gæddi vínarM Tékkir eru komnir í undanúrslit EM eftir að hafa slegið út Dani með öruggum hætti, 3-0, í gærkvöldi. Það var frábær spilamennska í síðari hálfleik sem tryggði Tékkum sigurinn og áttu Danir sér þá ekki viðreisnarvon eftir að hafa verið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Milan Baros skoraði tvö stórkostleg mörk eftir að Jan Koller hafði náð forystunni. Tékkar mæta Grikkjum í undanúrslitunum. „Fyrsta mcirkið var það mikilvægasta því það gaf okkur byr í seglin og braut niður Danina," sagði Milan Baros eftir leikinn. „Þetta var frábær leikur fyrir Tékkland. Við erum komnir í undanúrslit og ég er mjög ánægður. Danir spiluðu vel og gerðu okkur erfitt fyrir en við mörðum sigur," sagði Baros og bætti við að liðið myndi ekki vanmeta Grikki í næsta leik. „Þeir unnu Frakka og spiluðu mjög vel. Það verður allt öðruvlsi leikur en í kvöld, en erfiður," sagði Baros. Andlausir í fyrri hálfleik Danir mættu mun frískari og ákveðnari til leiks og var furðulegt að sjá hversu andlausir Tékkarnir voru. Hreyfanleikinn og leikgleðin sem var svo áberandi í leik Tékka í riðlakeppninni var á bak og burt, en hafa ber í huga að Danir voru mjög skipulagðir í sínum leik og greinilegt að Morten Olsen, þjálfari liðsins, var búinn að kortleggja leik Tékka. Pavel Nedved var í gjörgæslu hjá Thomasi Helveg og komst aldrei í gang og þá er Thomas Rosicky hvorki svipur né sjón hjá því sem hann var í undankeppninni og langt frá sínu besta formi. Vissulega var mikið í húfi - sæti í undanúrslitum EM, en þrátt fyrir það var ekki að búast við eins varfærnislegri aðkomu að leiknum og raun bar vitni og þá er átt við bæði lið. Danir voru skynsamir og eins og þeim er tamt var mest sótt upp kantana í gegnum þá eldfljótu Jesper Grönkjaer og Martin Jorgen- sen. Vörn Tékka, og þá sérstaklega bakverðirnir, eru veikasti hlekkur Tékka og átti liðið í mesta basli með að stöðva fjölbreyttan sóknarleik Dana. Claus Jensen var kominn á miðjuna hjá Dönum og með hann innanborðs voru Danir manni fleiri gegn Thomas Galasek og Rosicky á miðju Tékka. Þetta útspil Olsens hitti beint í mark og til marks um það voru Danir með boltann næstum 70% af fyrri hálfleik. Þessi sterka vörn og miðja hjá Dönum bitnaði eðlilega eilítið á sóknar- leiknum og áttu þeir ekki, frekar en Tékkar, eitt almennilegt marktæki- færi í fyrri hálfleik. Voru það mikil vonbrigði, enda bjuggust flestir við stórskerrimtilegum leik hjá tveimur liðum sem hafa verið að spila hvað bestan sóknarleik í keppninni. Nýtt lið í síðari hálfleik Svo virðist sem Karel Bruchner, þjálfari Tékka, hafi lesið sínum leikmönnum pistilinn í hálfleik, því þeir hófu þann síðari með látum og pressuðu Dani. Á 48. mínútu upp- skáru þeir hornspyrnu og upp úr henni náði Jan Koller að skora fyrsta mark leiksins. Markið skrifast að mestu leyti á Thomas Sörensen í markinu því hann hikaði í úthlaupinu og skildi nærhornið á markinu eftir galopið. Jafngóður skallamaður og Koller er lætur slíkt tækifæri ekki úr greipum sér ganga heldur plantaði boltanum beint í samskeytin. Markið var einmitt það sem leikurinn þurfti og juku Danir sóknarkraft sinn í kjölfarið. Eins og mörg önnur lið væru vís til að gera voru Tékkar ekki á því að leggjast í skotgrafirnar, heldur héldu press- unni áfram. Afleiðingin var sú að leikurinn breyttist úr því að vera seinfær og niðurdrepandi í frábæra skemmtun. Þegar rúmur stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleik var komið að þætti Milans nokkurs Baros. Á rúmum tveimur mínútum skoraði Baros tvö frábær mörk, sín fjórðu og fimmtu í keppninni og er hann nú markahæsti leikmaður EM. Tékkar fóru einfaldlega úr fyrsta gírnum í fyrri hálfleik yfir í þann fimmta í þeim síðari og að sjálf- sögðu naut Baros góðs af því sem fremsti maður liðsins. Mörkin voru sem vænt kjaftshögg á Dani og dró úr trú leikmanna á að þeir gætu minnkað muninn. Leikmenn liðsins gáfust þó ekki upp, en það var einfaldlega við ofurefli að etja að þessu sinni - Tékkar voru magnaðir í síðari hálfleik og verða að teljast líklegir til að fara alla leið á EM með sömu spilamennsku. vignir@dv.is 8-liða úrslit EM í fótbolta Kóngurinn Milan Baros er á góöri leid með að verða leikmaður Evrópumótsins. Ileiknum gegn Dönum í gær var hann frábær og skoraði tvö glæsileg mörk og er Irann nú markahæsti leik- maður EM. jjj | jgj - £ '^íssBbW 3-0 (0-0) i Tékkland 3-0 Danmörk 1- 0 Jan Koller, skalli 49. 2- 0 Milan Baros, skot 63. 3- 0 Milan Baros, skot 65. Tolfraeðin: Skot Skot á mark Varin skot markvarða Skot innan teigs Horn Aukaspyrnur fengnar Rangstöður Gul spjöld Rauð spjöld Bolti innan liðs 42% 58% MAÐUR LEIKSINS Úrslitin ráðast í 8 liða únslitum í Portúgal' Það varléieg 'dekknlngogóþarfthik hkíThnmns'sö1 mark]ékka'leiknum9egn Dönum. Kollernáðiaðskora. 9 Þ h á ThomasSoren^n Imarkinu sem varð tilþessað Saetið guiitryggt Milan Baros skorarannað m^^~^ Poborsky sendi á Pavel Nedved, hann sendi glæsilega á Baros Karel sem kláraði með stæl. ir hafa lokið keppni Leikmenn Dana voru griðarlega vonsviknir i leikslok og r. „ ® JiLcrna,, I siðari hálfleik. Tékkar voru einfaldlega numen of <•

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.