Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2004, Blaðsíða 18
V
18 MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ2004
Sport DV
* Hollendingar hafa loksins náð að losa sig við vítaspyrnudrauginn sem fylgt hefur
liðinu á stórmótum síðustu ára. Liðið sigraði Svía í vítaspyrnukeppni 5-4 og var
það Arien Robben sem skoraði sigurmarkið eftir að Edwin van der Saar hafði
varið frá Olaf Mellberg, fyrirliða Svía.
Hollendingar komust á laugardaginn í undanúrslit
Evrópukeppninnar eftir að hafa sigrað Svía í vítaspyrnu 5-4.
Leikurinn var æsispennandi og hefði sigurinn getað fallið
hvorum megin sem var í hefðbundnum leiktíma og
framlengingu. f vítaspyrnukeppninni kom það í hlut fyrirliðans
Olafs Mellbergs að vera skúrkur Svía, en hann lét Edwin van der
Sar verja frá sér fyrstu spyrnuna í bráðabana. Arien Robben
skoraði örugglega úr næstu spyrnu og tryggði Hollendingum
sæti í undanúrslitum. Álögum Hollendinga í vítaspyrnukeppni
hefur þar með verið létt, en liðið hefur fallið úr leik eftir
vítaspyrnukeppni á síðustu fjórum stórmótum sínum
Þetta var sögulegur sigur fyrir
Hollendinga því loksins náöi liðið að
losna undan álögunum sem hafa
verið á því í vítaspyrnukeppnum
síðasta áratug, en alls fjórum
sinnum hafði hollenska liðið fallið
úr keppni á stórmóti eftir að hafa
beðið lægri hlut í vítaspyrnukeppni.
Var ekkert stressaður
„Þetta var stærsta stund lífs
míns," sagði Robben í samtali við
fjölmiðla eftir leikinn. „Þetta er rosa-
lega stór keppni en ég var samt
ekkert svo stressaður, frekar viss um
að skora ef eitthvað var. Ég hugsaði
með mér að ég myndi skora," sagði
Robben og bætti við að það væri
mikill léttir að vítaspyrnudraugur
Hollendinga væri á bak og burt.
„Loksins náum við að vinna á
vítaspyrnum. Við börðumst allt til
enda og vorum jákvæðir. Mér fannst
við eiga sigurinn skilinn. Edwin (van
der Saar) fær allt mitt hrós því hann
varði góða spyrnu Mellbergs á
meistaralegan hátt," sagði Robben,
sem hræðist ekki Portúgala, sem
Hollendingar mæta í undanúrslit-
unum. „Af hverju ættum við að gera
það. Við höfum verið vaxandi í
keppninni og erum með bullandi
sjálfstraust".
Ótrúleg tilfinning
Þjálfari Hollendinga, Dick Advo-
caat, var einnig í sigurvímu. „Víta-
spyrnukeppni er bara eins og lottó,
og loksins unnum við. Það er mikill
léttir og heppnin var með okkur.
Andrúmsloftið í hópnum er stór-
kostlegt, og aUir eru tilbúnir að fórna
sér fyrir hvern annan," sagði
Advocaat.
Ruud van Nistelrooy, sem átti
mjög góðan leik fyrir HoUendinga og
skoraði úr fyrstu spyrnu liðsins í
vítaspyrnukeppninni, tók í sama
streng. „Þetta tók ótrúlega á taug-
arnar. Ég vissi að ég myndi taka
fyrstu spyrnuna og ég var ákveðinn í
því að byrja á marki. Það myndi
veita liðinu sjálfstraust tU að klára
dæmið. Það tókst og sú tilfinning að
vera kominn í undanúrslit EM er
ótrúleg.
Þjálfarar Svía, Lars Lagerback og
Tommy Soderberg, voru mjög von-
sviknir í leikslok, en gátu borið
höfuðuð hátt. „Liðið stóð sig mjög
vel, bæði í vörn og sókn. Við héldum
einbeitingu aUan leikinn og lékum
tU sigurs," sagði Soderberg.
„Á síðasta heimsmeistaramóti
töpuðum við á guUmarki en nú í
vítaspyrnukeppni, svo að það er
ljóst að við erum að bæta okkur,"
sagði Lagerback.
Miðjumenn sænska liðsins,
Freddie Ljungberg og Kim KaU-
ström, gátu ekki leynt vonbrigðum
sínum. „Þetta er mjög sárt. Það er
ekki mikið hægt að segja," sagði
Ljungberg.
KaUström sagði það hræðUegt að
hafa tapað á vítum. „Við fengum
færin til að vinna en náðum ekki að
nýta þau. Mér finnst við ekki eiga
skUið að fara út úr keppninni. Mér
líður hræðUega," sagði KaUström.
Bæði lið fengu opin færi
Leikurinn byrjaði mjög rólega og
einkenndist fyrri hálfleikurinn af
mikiUi taugaspennu hjá báðum
liðum. Fjörið jókst hinsvegar eftir
því sem leið á, og var síðasti hálftími
hin besta skemmtun. Ekkert mark
leit þó dagsins ljós og því varð að
framlengja. I framlengingunni sáust
greinUeg þreytumerki á leik-
mönnum beggja Uða og var það
aðeins tU að gera leikinn opnari og
skemmtilegri. HoUendingar sóttu
meira og freistuðu þess að skora,
enda ekki hrifnir af því að fara í víta-
spyrnukeppni með hliðsjón af mar-
tröðum síðustu ára í slíkri keppni.
Svíar voru einnig hættulegir og átm
bæði Freddie Ljungberg og Henrik
Larsson skot sem höfnuðu í tréverki
HoUendinga. Sigurinn hefði getað
faUið hvorum megin sem var en
þegar yfir lauk var enn markalaust
og því varð að grípa tU vítaspyrnu-
keppni, og eins og áður segir var
heppnin hUðhoU HoUendingum í
þetta skiptið.
vignir@dv.is
8-liða úrslit EM í fótbolta
Svíþjóð (4) 0-0 (5) Hollland
Tölfræðin:
16 Skot 23
7 Skot á mark 9
9 Varin skot markvarða 5
7 Skot innan teigs 12
5 Horn 10
28 Aukaspyrnur fengnar 32
5 Rangstöður 3
2 Gul spjöld 3
0 Rauð spjöld 0
40% Bolti innan liðs 60%
MAÐUR LEIKSINS
Ruud van Nistelrooy, Hollandi
Strfðsdans stiginn Hollendingarfögnuðu
ógurlega eftir aðpeir höfðu tryggt sér sæti í
undanúrslitum EM. Hér stekkur Johnny
Heitinga upp á bak þeirra Arien Robbin, þess
sem skoraði sigurmarkið, Ruud van
Nistelrroy og Roy Makaay
Undirbúningur karlalandsliðsins í körfubolta fyrir Evrópukeppnina hófst um helgina
Siqurinn gefur strákunum sjálfstraust
LEIKIRNIR GEGN BELGUM
1. leikur Ísland-Belgfa 78-88
Fráköstln: 33-31
Tapaðir boltar: 26-19
Flest stig: Arnar Freyr Jónsson 13
Flest fráköst: Sigurður Þorvalds. 6
Flestar stoðsendingar: Arnar Freyr
Jónsson, Páll Axel Vilbergsson, Páll
Kristinsson, allir 3.
2. leikur Island-Belgfa 74-78
Fráköstin: 45-31
Tapaöir boltar: 30-23
Fleststlg: Helgi már Magnússon 16
Flest ffáköst: Hlynur Bærings. 10
Flestar stoösendingar: Hlynur
Bæringsson 7.
3. leikur Ísland-Belgía 77-76
Fráköstin: 44-40
Tapaðlr boltar: 20-16
Flest stig: Hlynur Bæringsson 23
Flest fráköst: Hlynur Bæringsson 14
Flestar stoðsendingar: Magnús Þór
Gunnarsson, Fannar Ólafsson, 4
íslenska karlalandsliðið í
körfubolta vann einn af þrem-
ur vináttulandsleikjum sínum
gegn Belgum um helgina.
Það var fyrirliðinn Pálf Axel Vil-
bergsson sem tryggði sigurinn í síð-
asta leiknum sem fram fór í Stykkis-
hólmi með þriggja stiga körfú um
leið og leiktíminn rann út. íslensku
strákarnir fögnuðu sigri en eiga mik-
ið verk fyrir höndum að vera tilbún-
ir fyrir alvöruna í haust. Sigurinn
gefur þó strákunum sjálfstraust fyrir
framhaldið.
Breyttur leikstíll
Það voru jákvæðir hluti í leik liðs-
ins. íslenska landsliðið sýndi betri
spifamennsku með hverjum leik, aUt
frá því að spila mjög Ula í fýrri hálf-
leik á fyrsta leiknum í að spila tU sig-
urs í seinni háifleik á þriðja feiknum.
Belgíska liðið telfdi ekki fram sínu
sterkasta fiði frekar en það íslenska
þó að fleiri lykUmenn hafi vantað hjá
Belgunum. Belgía er hinsvegar Á-
þjóð og ísland hafði ekki unnið
þjóðina í 17 ár þannig að sigurinn í
síðasta leiknum var mjög mikUvæg-
ur fýrir framhaldið ekki síst þar sem
íslenska liðið var svo nálægt sigri í
öðrum leiknum.
Þetta voru fýrstu alvöru lands-
leikirnir undir stjórn Sigurðar Ingi-
mundarsonar og hann er að breyta
mikið leikstfi landsliðsins frá þeim
leik sem liðið spUaði undir stjórn
fýrirrennara hans, Friðriks Inga
Rúnarssonar. Liðið spUar nú harðan
og grimman varnaleik og beitir
pressuvörn og reynir að halda hrað-
anum uppi í sókninni. Vörnin var
lengstum góð í öUum leikjunum
þremur en sóknarleikurinn var mis-
tækur og misjafti. Leikstjórn liðsins
var ekki nægUega góð oghittni skytt-
anna var ekki upp á það besta þó að
síðasti leikurinn hafi verið mun
skárri hjá þeim en þeir tveir fyrstu.
Vítanýting íslenska liðsins var mjög
slök, það er ekki nóg með að ís-
lenska liðið klUckaði á tæknivítum þá
nýttust aðeins 58,6% vítanna í þess-
um þremur leikjum og aUs fóru 36
víti forgörðum eða 12 að meðaltali í
leUc.
Mikið verk fyrir höndum
Hlynur Bæringsson var maður
helgarinnar, hann leiddi íslenska
liðið í stigum, fráköstum og stoð-
sendingum í þessum þremur leikj-
um og nýtti 60% þriggja stiga skota
sinna. Það er ekki nóg með að hann
smitaði út frá sér með ótrúlegum
karakter og miklum sigurvUja þá var
hann að leiða sóknarleUc íslenska
liðsins.
Það er ljóst á þessum leikjum að
Sigurður Ingimundarson á mikið
verk fyrir höndum að bæta leik liðs-
ins fýrir leUcina í Evrópukeppninni í
haust en að sama skapi sýndi liðið
framfarir og ef þeir halda áfram að
bæta sig í þeim vináttulandsleikjum
sem verða spUaðir fram að alvöru
leikjunum er engin ástæða tU að
vera svartsýnn. Sigurður er að búa til
nýtt hð sem nýjar áherslur og þess
vegna eru þessir fjölmörgu vináttu-
landsleikir sumarsins guUs ígUdi.
ooj@dv.is
V