Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2004, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ2004
Fréttir DV
Ragnheiður
ók á rollu
Sá óvenjulegi atburður
varð í Dýrafirði um helgina
að forvarnarfulltrúi trygg-
ingafélagsins VÍS ók á rollu.
Ragnheiður Davíðsdóttir,
sem beitt hefur sér mjög í
slysavörnum fyrir VÍS og
umferðaröryggismálum al-
mennt, var að flýta sér að
ná í flugvél á ísafirði þegar
rolla hljóp í veg fýrir bifreið
hennar með þeim afleið-
ingum sem fyrr greindi.
Mun þetta vera í fyrsta sinn
sem forvarnarfulltrúi trygg-
ingafélags ekur á búfénað á
landsbyggðinni. Litlar
skemmdir urðu á bifreið
Ragnheiðar en rollan
drapst.
Banaslys í
Mosfellsbæ
Karlmaður um tvítugt
lét Kfið í bílslysi á Vest-
urlandsvegi í Mosfellsbæ
í fyrrinótt. Slysið varð við
hringtorgið við Varmá.
Virðist maðurinn hafa
misst stjórn á bflnum
með þeim afleiðingum
að bíllinn hentist út af
veginum, steyptist niður
undirgöng og hafnaði á
göngustíg. Maðurinn
kastaðist út úr bflnum og
var mjög mikið slasaður
þegar að var komið.
Hann var úrskurðaður
látinn eftir komuna á
slysadeild Landspítalans.
TÚdrög slyssins eru
ókunn en lögregla rann-
sakar málið. Ekki er
hægt að greina frá nafiii
hins látna að svo stöddu.
Hannesog
Hárið
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson hélt partí á
heimili sínu eftir
frumsýningu
söngleiksins
Hársins á föstu-
dagskvöldið.
Meðal gesta í
samkvæmi
Hannesar voru
Rúnar Freyr
Gíslason, leikstjóri verksins,
og ftú hans. Gísli Marteinn
Baldursson, sjónvarpsstjar-
na og frú hans, Sigurður
Kári Kristjánsson alþingis-
maður og frú hans auk
fleiri hsta -og skemmti-
krafta úr Sjálfstæðisflokkn-
um.
Hátt í 20 íslendingar hafa lagt út stórfé til þess að leysa út arf í Þýskalandi. Kristinn
Gunnarsson, fyrrum forstjóri og varaþingmaður, lofaði fyrir tveimur árum margföld-
um hagnaði þeim sem legðu fjármagn í „risalottó“. Enginn hefur fengið krónu til baka.
Áttræöur forsQóri
ílækti tugi í svikamyllu
Forstjóri á eftirlaunum hefur fengið fjölda þekktra íslendinga til
að leggja stórfé í fjárfestingu til að leysa út arf sem hann sagði að
sér hefði tæmst í Þýskalandi. Forstjórinn, sem er rúmlega átt-
ræður, lofaði þeim sem lögðu fé af mörkum að þeir myndu fá allt
að áttfaldan hagnað af fjárfestingunni. Nú, tveimur árum síðar
bólar ekkert á peningunum og margir hafa afskrifað fjármuni
sína.
Forstjórinn, Kristinn Gunnarsson,
er þekktur fyrir að hafa verið vara-
þingmaður Alþýðuflokksins á árun-
um 1953 til 1956. Hann sat um tíma á
Alþingi en tók aldrei til máls. Hann
sat í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og var
um skeið forseti Bæjarstjórnar. Krist-
inn var þekktur innan sjávarútvegsins
fyrir að hafa umboð fyrir Atlas-fiski-
leitartæki á árum áður. Um tíma var
hann forstjóri Bæjarútgerðar Hafnar-
fjarðar.
Fyrir rúmum tveimur árum hóf
forstjórinn áttræði að safna pening-
um á meðal útgerðarmanna undir
þeim formerkjum að honum hefði
tæmst arfur frá vini sínum, auðjöfri í
Þýskalandi.
Kristinn útskýrði íyrir mönnum að
hann þyrfti að fá fyrir erfðafjárskatti
áður en hann næði að leysa út arfinn.
Hann lýsti því þannig að örstutt væri í
að arfurinn, sem fólst í skipasmíða-
stöð og fasteignum henni tengdri,
losnaði og menn yrðu rfkir. Þessu til
sönnunar sýndi hann pappíra um
viðkomandi fasteignir.
Kristinn hefur á sér gott orðspor og
menn treystu honum gjaman án þess
að spyrja um smáatriði. Þess vegna
voru margir fúsir til þess að leggja
fram fé í von um ofsagróða. Sam-
kvæmt frásögn Kristins átti hann í
vændum hundruð mflljóna frá þess-
um vini sínum, en þurfti fyrst að
greiða lögffæðikostnað. Allt að 20
manns lögðu fram fjármuni í þessu
skyni og tóku sumir bankalán til að
standa straum af útgjöldunum. Nú,
tveimur árum eftir að Kristinn tók að
safna peningum til að leysa út arfinn
bólar ekkert á endurgreiðslu. DV hefúr
rætt við marga þeirra sem létu glepjast
en þeir vilja ekki segja sögu sína opin-
berlega af skömm yfir því. „Ég fjárfesti
í góðri trú enda kemur maðurinn vel
fyrir. Hann sagði mér að einungis
myndu líða nokkrir dagar áður en ég
fengi áttfaldan hagnað. Ég hef afskrif-
að peningana rnína," segir eitt fómar-
lambanna sem telur að dæmi séu um
að einstaklingar hafi lagt yfir fimm
milljónir króna í púkkið. Á meðal fjár-
festanna sem lögðu Kristni til fé gekk
fj árfestingarævintýrið undir nafninu
„Risalottóið" og menn göntuðust
gjaman með að stutt væri í það. Þeim
gamanmálum hefur nú linnt enda
enginn lottóvinningur þrátt fýrir að
tugir milljóna króna hafi farið um
hendur Kristins. Sumir heimildar-
manna telja að hann hafi náð á annað
hundrað milljónum.
Svikabanki á Mön
Flestir þeirra em sannfærðir um
að Kristinn hafi látið blekkjast af
afrískri svikamyllu. Hann er sagður
hafa lagt trúnað á að hann væri að
gera viðskipti í gegnum banka á net-
inu sem væri á eyjunni Mön í írlands-
hafi. Sá banki átti að heita Express
Tmst Bank og hafa veffangið express-
bankonline.com. Sá banki hefur
aldrei verið til og finnst hvergi í dag.
Fjármálaeftirlit eyjunnar Manar gaf í
tvígang út sérstaka viðvömn í fyrra
þar sem fram kom að bankinn sem
nefndur var sé hvergi til á skrá. „Ex-
press Trust Bank" finnst hvergi í fyrir-
tækjaskrá eyjunnar Manar.
Þá segir fjármálaeftirlitið að sá
sem er skráður forráðamaður Express
Bank Tmst, Dr Fred N. Douglas, sé
ekki til í þeirra skrám og enginn af
þeim titlum sem hann skreyti sig, fái
staðist. Sömu sögu er að segja af öðr-
um skráðum forráðamanni Patrick
Piers Toilet, sem er skreyttur með
fögmm titlum. Þar kemur ffarn að sá
sem sé skráður fyrir vefsíðunni, sé
skráður í Kalifomíu. Fjármálaeftirlitið
á Mön skorar á fólk að gæta ítr-
ustu varúðar í samskiptum
við þá sem koma fram í
nafrii Express Tmst
Bank. Þeir sem hafa
þegar greitt peninga
til þessa svika-
banka em
hvattir til að
hafa tafar-
laust sam-
band við
lögreglu.
Lögregl-
an í málið
DV náði
sambandi
við Kristin
Gunnars-
son í gær til
að inna
hann eftir
arfinum en
hann brást
ókvæða við. „Ég
hef ekkert við
þig að tala,“ sagði
hann og sleit sam
talinu. DV hefur
heimildir fyrir því
að lögreglan í Reyk-
javflc hafi komist á
snoðir um málið og
reynt að stöðva það
í vetur. Athygli efna-
hagsbrotadeildar
Rfldslögreglustjóra
hefur einnig verið vakin
á málinu og hvort menn
hafi verið sviknir í við-
skiptum. Heimildir DV
herma að Kristinn hafi farið í
fjölmargar utanlandsferðir
ásamt helstu fjárfestunum en
ekkert bóli á arfi þýska auðjöfurs-
ins og fjöldi manns eigi um sárt að
binda. Meðal þeirra em útgerðar-
menn, forstjórar og bankastjórar sem
trúðu Kristni.
kgb@dv.is
rt@dv.is
Kristinn Gunnarsson Lýsti því aö hann
hværi einkaerfingi auðjöfurs í Þýskalandi.
Hann vantaði aðeins peninga til að
areiða erfðafjárskatt og lögfræðikostnað.
Margir létu glepjast og hafa uppgötvað
mistökin; tveimur árum ofseint.
Ættarmótið ógurlega
Það byrjaði allt að fara úrskeiðis
eftir forréttinn. Þá var hringt á hér-
aðslækninn. Svarthöfði var á ættar-
móti. Fjölskylduhátíð í sveitinni.
Trikkið við að fara á ættarmót er
að fara ekki þegar manns eigin ætt
er með samkomur. Staðan er strax
þolanlegri þegar maður er bara
tengdur inn í viðkomandi familíu.
„Ert þú úr Breiðdal?" spyr staðar-
haldarinn á Ytri-Útnára þegar rak-
etta hefur kveikt í fyrstu heyrúllunni.
Þá er gott að geta sagt: „Nei ég er
bara tengdur inn í ættina; ég er
Svarthöfði."
Forsmekkurinn var súpukekkir í
&
Svarthöfði
skálum. Þá byrjaði ballið. Fyrsta
fórnarlamb ættarmótsins var borið í
salinn. Lítill snáði hafði skriðið upp
á háloft og lotið í lægra haldi fyrir
þyngdarlögmálininu. Lá æpandi á
parketinu og tmflaði félagsvist eldri
ættingjanna sem var nýhafin. Hringt
var á sjúkrabíl til að hægt væri að
halda spilinu áfram.
Úti á túni heyrðist neyðaróp um
svipað leyti og mexíkósku kótelett-
urnar voru að verða tilbúnar á grill-
Hvernig hefur þú það
„Ég hefþað bara mjög fínt."segir Jón Jósep Snæbjörnsson söngvari. „Fyrirþað fyrsta er
æðislegt veður og hljómsveitin mín, f svörtum fötum, var að spila f Njálsbúð á ekta sveitaballi
og það eru tvær mjög vel heppnaðar sýningar afFame afstaðnar. Nú er ég bara að dóla mér
með eiginkonu minni og vinum á Suðurlandi í rjómablfðu. Þannig að þetta er eins og
bestverðurákosið."
inu. Stebbi frændi hafði handleggs-
brotið móður sína. Hélt að hann
væri að ná í sprek í bálköstinn.
„Ég hélt að þetta væri trjágrein,"
sagði Stebbi frændi þegar hann var
spurður hvers vegna hann hefði
handleggsbrotið móður sína. Hann
var nýkominn af Vogi og lofaði að
fara þangað aftur. Sjúkrabfllinn með
strákinn var ekki farinn þannig að
hægt var að koma móður Stebba
með. Það þótti Svarthöfða lán í óláni
lflet og honum þótti það lán í óláni
að vera ekki af sömu ætt og eigin-
konan.
Grillið vJL
gekk svo
sem áta-
kalaust
fyrir sig. Þar til
fólk fór að henda kótelettun-
um ofan í heita pottinn.
Þeim var grýtt til baka af
miklmn krafti og brotnuðu
við það nokkrar rúður í sumarhús-
inu. Ein kótelettan var svo heit að
hún kveikti í gardínunum og sumar-
hús fjölskyldu konunnar var rjúk-
andi rúst skömmu fyrir miðnætti. Þá
var Svarthöfði löngu lagstur til hvflu í
skátatjaldinu sínu. Það síðasta sem
hann heyrði áður en hann hvarf inn í
draumaheiminn var hljóðið í þyrlu
Landhelgisgæslunnar sem sveimaði
yfir mótstaðnum. „Er læknir um
borð;" hrópaði einhver í ljósaskipt-
unum. Þá sofnaði Svarthöfði.
Svarthöfði