Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2004, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 12.JÚLÍ2004
Fréttir DV
Stúlka hjólar
fyrir bíl
Ekið var á stúlku á hjóli
á Hofsvallagötunni á laug-
ardaginn. Stúlkan snerist í
loftinu og lenti um þrjá
metra frá bílnum. Hjólið
endaði hinum megin við
götuna. Kona á þrítugsaldri
steig út úr bílnum og hélt
utan um litlu stúlkuna á
miðri götunni. Vegfarend-
um var brugðið og vinkona
stúlkunnar grét. Tveir lög-
reglubílar lokuðu götunni á
meðan sjúkraflutninga-
menn breiddu teppi yfir
stúlkuna sem var í losti en
með meðvitund. Hún
kvartaði undan eymslum í
hálsi og baki og baðst af-
sökunar á að hafa hjólað of
hratt.
Fjölnir sigraði
á Landsmóti
Skákdeild Fjölnis sigraði
á skákmótinu á Landsmóti
U.M.F.Í. og náði sínum
fyrsta titli aðeins sex vikum
eftir stofnun. Tómas
Björnsson náði 8
>/2 vinningi úr
níu skákum. Ró-
bert Harðarson
hlaut 71 /2 vinning
af 9 og Bjarni
Hjartarson og
Ingvar Ásbjörns-
son, 13 ára nemi
úr Rimaskóla,
voru með 4 sigra
í 7 skákum. Hrafn Jökuls-
son tefldi fjórar skákir á
föstudeginum, sigraði
þrisvar og gerði eitt jafnt-
tefli. Efstir á mótinu voru
Fjölnismenn með 27 vinn-
inga af 36 mögulegum.
(HSK) Skarphéðinn var í
öðru sæti með 25 vinninga.
Njóta nýbúar
sannmœlis á
Islandi?
Georg Lárusson
forstjóri Útlendingastofnunar
Það hljóp heldur betur á snærið hjá trúbadornum Bjarna Tryggva þar sem hann
var að spila á Dubliner í Hafnarstræti á fimmtudagskvöldið. Þar gekk inn hópur
rússneskra auðkýfinga sem hreifst svo mjög af tónlistarflutningi Bjarna að honum
var kippt upp í einkaþotu þeirra og flogið með hann á tónlistarhátíð á írlandi. Þar
er hann enn.
Rússneskir auðkýtingar keyptu
íslenskan trúbador i Hafnarstræti
Hann þurfti að klípa sig í handlegginn. Trúbadorinn Bjarni
Tryggva var að spila á írsku kránni Dubliner í Hafnarstræti þeg-
ar ijórir rússneskir auðmenn gengu þar inn. Höfðu verið í viku-
ferð um landið og langaði til að heyra lifandi tónlist í Reykjavík.
Dubliner varð fyrir valinu og þar sat Bjarni Tryggva á kolli sínum
með gítar og söng. Úti á flugvelli beið einkaþota nýríku Rússana.
Það skipti engum togum að Rúss-
arnir urðu svo hrifnir af söng og spili
Bjarna Tryggva að þeir tóku hann
með sér í einkaþotuna þegar þeir
héldu cif landi brott seinna um
kvöldið: „Hvað kostar þú? Hvað viltu
mikið?" hrópuðu þeir yfir bargólfið
til Bjarna sem svaraði með tvö þús-
und dollurum. Þar með voru við-
skiptin gerð. Þetta var á fimmtudag-
inn.
Það var syrpa með þekktustu lög-
um Pink Floyd í flutningi Bjarna
Tryggva sem gerði útslagið. Sérstak-
lega þegar „Wish You Were Here“
hljómaði um krána í Hafnarstræti.
Þá ærðust Rússamir í fögnuði og
vildu hreinlega slá eign sinni á ísl-
enska trúbadorinn, menntaða neta-
gerðarmanninn að austan.
Nýríku Rússamir flugu með ísl-
enska trúbadorinn til Dublin þar
sem þeir ætluðu á Oxygen-tónlistar-
hátíðina þar sem U2 og Bono vom
aðalnúmerin. Ekki svo að skilja að
rússnesku auðmennirnir æduðu að
koma Bjarna Tryggva þar á svið. Þeir
vildu bara hafa hann með til að leika
fyrir sig í þotunni og svo í veislum
sem þeir ráðgerðu að halda á tónlist-
arhátíðinni.
Rússarnir vom fjórir saman á ferð
og með þeim eiginkona eins þeirra.
Heimsóknin á Dubliner var loka-
hnykkurinn í sjö daga ferð um ís-
land. Leiðsögumennirnir sem fylgdu
þeim em enn að ná sér eftir ferðina
en aldrei fyrr hefur sést annars eins
viðbúnaður og flottheit í jafn stuttu
ferðalagi hér á landi. Rússamir fóm
til Vestmannaeyja og út í Bjarnarey.
Þeir fóm á Vatnajökul og gistu í tjald-
búðum sem þar var slegið upp með
salemum og sturtum Þá fóm þeir í
Skagafjörðinn, í flúðasiglingu og á
hestbak, og svo var flogið á Búðir á
Snæfellsnesi þar sem snæddur var
hádegisverður. Um kvöldið var það
svo Dubliner og þar hófst lífsævintýri
trúbadorsins Bjarna Tryggva.
Rússarnir sem hér um ræðir em
ekki af þeirri gömlu gerð sem drekk-
ur flösku af vodka á dag og lætur slag
standa. Að sögn þeirra sem til sáu
vom Rússarnir mjög vel á sig komn-
ir, stunduðu ísklifur á Vatnajökli og
kunnu góð skil á flestum íþrótta-
greinum. Þeir vildu eingöngu snæða
hollan mat og þá helst af lífrænum
toga. Áfengi umgengust þeir sem
listform. Nýríku Rússarnir eru hluti
af stómm hópi milljarðamæringa í
Moskvu en hvergi í heiminum munu
jafn margir miUjarðamæringar vera
búsettir og einmitt þar. Um það var
einmitt fjaUað í rússnesku útgáfunni
af fjármálatímaritinu Forbes en rit-
stjóri blaðsins var sem kunnugt er
myrtur fýrir utan ritstjórnarskrifstof-
ur blaðsins á föstudaginn. Þotan
sem Rússarnir komu í hingað tU
lands og lenti á ReykjavíkurflugveUi
mun vera sú stærsta og glæsUegasta
sem þar hefur lent; í raun fljúgandi
höU með öUum þægindum.
Bjarni Tryggva hafði samband
við kunningja sína hér heima á ís-
landi síðdegis í gær og var í skýjun-
um. Sagðist aldrei hafa lent í öðru
eins og var að búa sig undir veislu
kvöldsins þar sem hann átti að vera
aðaltromp rússnesku auðkýfing-
anna í VlP-partíi Oxygen-tónlistar-
hátíðarinnar.
Bjarni Tryggva hefur víða farið
með tónlist sína og kom fyrst fram í
kjölfar Bubba Morthens. Að mati
tónlistarfræðinga hafði Bubbi betur
með góðum melódíum en Bjarni
Tryggva var ekki með síðri texta og
þarf þá töluvert tíl. Bjarni Tryggva
hefur á undaförnum árum verið tU
sjós og var nýbúinn að taka gítarinn
úr skápnum á ný
þegar nýríku Rúss-
arnir komu honum í
opna skjöldu á
kránni í Hafnar-
stræti á fimmtu-
dagskvöldið.
BjarmTryggva
trúbador Vissiekki
hvaöan á sig stóð
veðrið þegar rúss-
nesku auðmennirnir
gengu inn á krána
og vildu fá hann með
til Irlands.
Vatnajökull Þar
slógu Rússarnir upp
tjaldþorpi með sturt-
um og salernum.
Dubliner i Hafnar-
stræti Á dauða
sínum átti Bjarni
Tryggva von en ekki
þvi að rússneskir auð-
kýfingar kæmu þar
inn og byðu honum
gull og græna skóga.
Skagafjörður
Flúðasigling og
útreiðar.
Vatnajökull Heil
tjaldborg reist
með salernum og
steypiböðum.
o
Snæfells-
nes Hádeg-
isverður á
Búðum.
Til Dublin Með
Bjarna Tryggva
og gitarinn hans
um borð.
Reykjavfk Hér lenti glæsilegasta
einkaþota sem sést hefur á Reykja-
víkurflugvelli og héðan fór hún viku
siðar. Heimsóknin f Dubliner var
hrein tilviljun.
Vestmannaeyjar Rússarnirfóru
út i Bjarnarey og reyndu meðsér í
Iþróttum og lífsleikni.
Já, að flestu leyti að mínu
mati, en þó þyrftum við að
standa okkur beturí íslensku-
kennslu til handa þeim.
Hann segir / Hún segir
Nei, það finnst mér alls ekki.
Mér fmnst ennþá bera mikið á
fáfræði um þeirra hagi. Nýbú-
ar eru fólk sem hafa öll slna
sögu og slna menningu sem
Islendingar eru alls ekki nógu
opnirfyrir.
Valgerður Matthíasdóttir
arkitekt
Fingralangur faðir Skeljagrandabræða staðinn að verki í Hagkaupum
Flóttabíll Sívars bilaði á ögurstundu
Sívar Sturla Bragason, faðir
Skeljagrandabræðranna, sem eru
margdæmdir og landsþekktir of-
beldismenn og þjófar, var staðinn
að verki í yfir utan verslun Hag-
kaupa í Skeifunni á laugardag.
Sívar hafði gerst fingralangur í
versluninni og fyllt þar plastpoka
af aUs kyns DVD-diskum og geisla-
diskum. Hann lét það ekki aftra sér
þótt þjófabjöllur hringdu þegar
hann yfirgaf verslunina með
nokkra starfsmenn á hælunum út
á bílaplan. Þar beið hans að sögn
flóttabill.
Vinkona Sívars var við stýrið.
Samkvæmt heimildum DV stóð
bíllinn á sér og komst parið því
hvorki lönd né strönd.
Lögreglan í Reykjavík kom
skömmu síðar á staðinn og voru
Sívar og konan handtekin. Þýfið
var tekið af þeim en í pokanum
voru DVD-diskar og geisladiskar
að verðmæti um 50 þúsund króna.
Sívari og konunni var sleppt að
lokinni yfirheyrslu og telst málið
upplýst. Sívar á baki langan saka-
feril, hefur oftsinnis hlotið dóma
fyrir líkamsárásir, þjófnaði, hótan-
ir, fjársvik, rán, skjalafals og fíkni-
efnabrot. Síðast var hann dæmdur
árið 2002 fyrir að stela videóspól-
um á myndbandaleigu og áfengis-
pela í ríldnu.
Hagkaup í Skeifunni Flóttabíll Slvars
Sturlu Bragasonar fékkst ekki I gang þegar
Slvar stökk út úr Hagkaupum undir glymj-
andi þjófavarnarflautum með plastpoka
fullan afþýfi og hugðist forða sér með lags-
konu sinni sem sat undir stýri og beið þess
albúin aö aka á vit frelsins með fenginn illa.
Skeljagrandabróðir
Stefán Logi Slvarsson er
fastagestur I Héraðsdómi
Reykjavíkur vegna lík-
amsrárása og þjófnaða.
Faðir Stefáns er einnig
liðtækur glæpamaður og
dæmdursem slíkur.