Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2004, Blaðsíða 12
12 MÁNUDACUR 12. JÚLÍ2004 Fréttir DV Tekur ekki mark á úr- skurði Forsætisráðherra ísra- els, Ariel Sharon, tekur ekki mark á úrskurði Alþjóða dómstólsins um að aðskiln- aðarveggurinn á Vestur- bakkanum sé ólöglegur. Sharon segir úrskurðinn einhliða og litaðan af póli- tík. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvetur ísraelsmenn til að fylgja alþjóðalögum og hlíta úrskurðinum sem væri að sínu viti afar skýr. ísraelsmenn væru og ábyrgir fyrir velferð palest- ínsku þjóðarinnar. Ur- skurður Alþjóða dómstóls- ins verður tekinn fyrir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á næstunni. Ákærð fyrir kynferðisbrot Lynndie England, sem komst í heimsfréttirnar þegar myndir birtust af henni þar sem hún niðurlægði og tók þátt í pynt- ingum á íröksk- um föngum, hef- ur nú verið ákærð fyrir kynferðisbrot og fyrir að hafa grófar klámmyndir í fórum sínum. Kynferðis- brotin kváðu ekki tengjast meintum glæpum Eng- lands á föngunum í Abu Ghraib í Bagdad. Hún situr nú í varðhaldi í Bandaríkj- unum ásamt fjórum kolleg- um sínum sem hafa verið ákærðir fyrir misþyrmingar á föngum. Einn samstarfs- maður Englands hefur þeg- ar verið dæmdur í ársfang- elsi eftir að játað á sig pynt- ingar. England á von á barni með yfirmanni sín- um, Charles Graner, en hann hefur einnig verið ákærður í pyntingarmálinu. „Hér er mikil og góð stemn- ing eins og alltaf. Veörið hefur leikið við okkurog aðsóknin verið mjög góö það sem afer sumri/'segir Helgi Svein- björnsson í Dýragarðinum i Slakka í Biskupstungum.„Ég er hættur í garðyrkjunnni og hefbreytt gróðurhúsunum í 350 fermetra púttvöll og 250 fermetra minigolfvöll og svo erum við með 60 fermetra leikherberqi þar sem meðal Landsíminn er ■■TMnrTMI—I hægt að spila biljarð. Nú ætl- um við að hafa opið allt árið og höfum opnað veitingasölu þar sem fólk getur fengið sér að borða og drukkið léttvín og bjór. Því miður erum við ekki með nein lömb I sumar vegna riöuveiki en páfagauk- arnir, kettlingar og hvolpar vekja mesta aðdáun ungu kynslóðarinnar." Félög og atburðir á landsbyggðinni geta fengið styrk úr ríkissjóði með tilstilli Byggðastofnunar. Seinast styrkti stofnunin eilífðarvél, fasanaeldi og gervihnatta- sjónvarp á Raufarhöfn. Bjartsýnisfólk á Husavík styrkl aí Byggðastofnun Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks var einn af þeim við- burðum sem Byggðastofnun veitti beinan styrk úr ríkissjóði á síðasta ári, en keppnin fékk 200 þúsund úr vasa stofnunarinnar. Byggðastofnun, sem er einmitt á Sauðárkróki, veitti fjölda verk- efna styrki á síðasta ári og nam kostnaðurinn við styrkveiting- arnar 27 milljónum króna. Meðal þess sem Byggðastofnun styrkti í fyrra var Bjartsýnisfélagið Verðandi á Húsavík og Skagfirskir rósavettlingar í Árborg, samkvæmt ársskýrslu stofnunarinnar fyrir 2003. Bjartsýnisfélagið Verðandi er ekki finnanlegt í símaskrá. Aðspurð- ur um félagið segir Aðalsteinn Þor- steinsson, forstjóri Byggðastofnun- ar, segir að félagið sé eins og nafnið gefur til kynna: „Þetta er einhver fé- lagsskapur sem hefur verið settur á fót til að skapa jákvæða umfjöllun um Þingeyjarsýslur og innan þeirra. Honum er ætlað að vekja athygli að því sem vel er gert innan Þingeyjar- sýslna," segir hann. Bjartsýnisfélagið stendur meðal annars fyrir kjöri á 12 „görpum“ í Þingeyjarsveit, það er Þingeyingum sem standa sig vel með einum eða öðrum hætti á einhverju sviði. Fé- lagið fékk 150 þúsund í rekstrar- kostnað af starfsemi þess frá Byggðastofnun, rétt eins og í hitteð- fýrra. „Margt af því sem við styrkjum nú höfum við styrkt í mörg ár,“ segir Aðalsteinn. „Þetta er einhver félagsskapur sem hefur verið settur á fót að skapa jákvæða umfjöllun um Þingeyjarsýslur og innan þeirra Athygli vekur að Byggðastofnun styrkir nú fjölda héraðsfréttablaða um land allt. Vikudagur á Akureyri, Skarpur á Húsavík, Feykir í Skaga- firði og Bæjarpósturinn á Dalvík fengu öll 200 þúsund krónur. Þá fóru 200 þúsund í rekstur fjölmiðlasam- steypunnar Eyjasýnar í Vestmanna- eyjum sem rekur sjónvarpsstöð, fréttablað og vefmiðil. Dalabyggð fékk 500 þúsund til að kaupa ffamleiðslufyrirtæki, Reyk- dælahreppur fékk 150 þúsund í „Fluming fyrirtækis frá Reykjavík til Þingeyjarsveitar" og 400 þúsund fóru í sérstakt verkefni um Vestfirði á miðöldum. Auk þess styrkti Byggðastofnun endurhæfingu ör- yrkja á Húsavík. Nokkuð hefur dregið úr beinum styrkveitingum síðustu ár. í fyrra voru þær 44 milljónir en nú 27 millj- ónir. Aðalsteinn segir að markvisst sé dregið úr styrkveitingum: „Það hefur verið tap á rekstri þessarar stofnunar og þess vegna er h'tið svig- rúm. Svo vilja menn líka staldra við og íhuga hverju þetta hefur verið að skila að styrkja svona,“ segir hann, en tekur fram að margt merkilegt verkefnið hljóti styrk frá stofnun- inni. í fyrra styrkti stofnunin fasana- eldi á Austur-Héraði um hálfa millj- ón og frumgerð svokallaðrar „orku- slár“, sem er vél er framleiðir raf- magn með þyngd- araflinu einu saman. Ekkert varð af eilífð- arvéhnni þar j sem höfundur t hennar, Sigurð- ur Sigþórsson frá Austur-Hér- aði, lést frá smíði hennar. jontrausti@dv.is 1} 4L i ________m Aðalsteinn Þorsteinsson For- stióri Byggðastofnunar segir ao markvisst hafi verið dregið ur styrk- veitingum Byggðastofnunar vegna halla á rekstri hennar. Örn Báröur Jónsson sóknarprestur var harðorður í prédikun sinni í gær Jón Steinar ekki með hreina samvisku „Enginn - ég endurtek, enginn! - er með hreina samvisku [...] ekki einu sinni Jón Steinar," sagði örn Bárður Jónsson sóknarprestur í Nes- kirkju í predikun sinni í gær. Davíð Oddsson hefur sagt í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið að enginn vandi væri að fá vitlaus lögfræðiálit - eins og það sem Eirík- ur Tómasson háskólaprófessor lagði fyrir allsherjarnefhd Alþingis. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarl- ögmaður tók undir orð Davíðs en sagðist aldrei hafa sjálfur blandað eigin skoðunun við lögfræðiálit sín. Því er Örn Bárður ekki sammála. „Það er einfaldlega ekki hægt,“ segir Örn. „Hans lögfræðilegu niður- stöður eru alltaf htaðar af honum sjálfum. Það kemur nefnilega eng- inn að neinu máh eins og óskrifað blað. Þú ert sjálfur með þínar for- sendur hvort sem það eru ráðherrar, prófessorar eða prestar eins og ég.“ í predikun sinni minntist Örn Bárður sérstaklega á vígslubisk- upinn, Séra Bjarna Jónsson, sem að sögn Arnar hvatti fólk til að setja á kjörseðilinn, D fyrir Drottinn. „Eng- inn prestur hefur líklega verið jafii pólitískur og Bjarni Jónsson," segir örn Bárður í prédikuninni. „Slíkt mundi ég aldrei gera.“ Örn Bárður segir að nýleg könn- un Fréttablaðsins á fýlgi flokkanna sýni að þeir séu ekki á réttri braut. Davíð Oddsson gerði lítið úr mót- mælum sem örn Bárður stóð meðal annars fyrir og um tvö þúsund manns mættu á. Sagði Davíð þessar nokkur hundruð hræður ekki segja honum mikið miðað við þau þrjátíu þúsund sem skiluðu auðu í forseta- kosningunum. „Miðað við könnun Fréttablaðsins sýnist mér að okkar skoðun rými bet- ur við hjörtu fólksins,“ segir Örn Bárður. „Nú er mál að hnni; að menn hætti við þetta nýja frumvarp og leyfi okkur að kjósa um hið gamla. Stjóm- arskráin er kristaltær í þessu efni.“ simon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.