Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2004, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2004, Side 15
DV Fréttir MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ2004 15 Dansað um alla Norður- Ameríku Þessa dagana óma trumbur, bjöllur, skelja- sláttur og söngur um gjörvalla Norður-Ameríku. Afkomendur frumbyggja álfunnar halda nú flestir trúar- og danshátíðir « sínar, powwow. Þar bera þeir klæði að hætti forfeðra sinna og þakka skaparanum hringrás lífsins, uppskeru og frjó- semi með dansi, söng og hljóðfæraslætti. Hátíðirnar eru misstórar og umfangs- miklar, sums staðar fara þær fram í leikfimisölum framhaldsskóla, annars staðar safnast margar ættir saman í menningarmið- stöðvum þjóða sinna. Annars væri 12. kvintillis ídag Þrátt fyrir tvær miklar leiðréttingar á tímatali okkar í Vesturheimi síðan Júlíus Sesar var og hét telja menn nú víst að kappinn hafi fæðst 12. júlí fyrir 2104 árum. Þá var þessi mánuður sá fimmti á árinu og hét það bara. Þegar Ses- ar varð allsráðandi í Róma- veldi lét hann taka til í tímatalinu sem eftir það kallast júh'anska tímatalið. Það var svo leiðrétt nær okkur í tíma og rúmi og heitir gregoríanska tíma- talið. Eftir að óvildarmenn Sesars höfðu unnið á hon- um, var nafrii fæðingar- mánaðar hans breytt og fimmti mánuðurinn varð að júlímánuði honum til heiðurs. Með sex vinstri fætur Þegar býflugur hafa fundið fjársjóð af frjódufti eða öðru matarkyns fljúga þær heim í bú eftir aðstoð. Sumar vita hvar mestar matarbirgðir búsins eru geymdar. Þær stíga þá dans til að koma leiðarlýsingu áleiðs. En það er eins með býflugumar og mennina, ekki fæðast allir dans- snillingar. Nýjar rannsóknir sýna að sumar býflug- ur eru svo kloss- aðar og lftt færar í danslistinni að matur týnist í búinu og ffjóduftsleið- angrar lenda í villum. Sér- fræðingar segja sumar bý- flugnanna svo slæma dans- ara að engu sé líkara en þær hafi fæðst með sex vinstri fætur í stað þriggja. Páfi skilar guðsmóður Páfinn ætlar að skila ómetanlegri, rúss- neskri helgimynd frá 16. öld, Guðsmóður frá Kazan, til rúss- nesku réttrúnaðar- kirkjunnar. Hún hefur hangið í Vatíkaninu í nokkur ár en talið er að með því að skila Rússum Guðsmóðurinni frá Kazan vilji páfi bæta samskipti rómversk-kaþólsku kirkj- unnar og rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar. Tæpu ári áður en forseti Haítí, Jean-Bertrand Aristide, hraktist frá völdum lýsti hann andatrú landa sinna opinbera og viðurkennda. Sagt er að 70% íbúa Haítí séu kaþólskir, 30% mótmælendur - en 100% íbúanna aðhyllist andatrú forfeðranna, vúdú. Jean-Bertrand Aristide, fyrrum forseti Haítí, var ekki fyrstur stjórnarherra að hampa vúdú-trúnni sem barst til Haítí með svörtum þrælum. Lengi aðhylltist lágstéttarfólk vúdú mest. Á fjórða áratug 20. aldar tóku menntamenn á Haítí að hylla vúdú sem þjóðartrú eyjarskeggja. Einræðisherrann Duvalier studdi trúarbrögðin til mótvægis við kaþólskuna sem hann hafði illan bifur á. Auk þess taldi hann stuðning við vúdu tryggja sér vin- sældir meðal alþýðunnar. En það dugði ekki til. Dæmigerð trúarathöfn þeirra sem aðhyllast vúdu hefst á kaþólskri bæn við tré í miðjum húsagarði. Síðan taka þrír menn að berja bumbur, takturirm segir til um hvem andanna er verið að ákalla. Söfiiuður dansar kringum tréð, hraði bumbu- sláttarins og dansaranna eykst jafiit og þétt. Prestur safnaðarins dregur upp tákn í sandinn á jörðunni og hellir rommi yfir þau til heiðurs öndunum. Safiiaðarmeðlimur fellur í trans í trylltum dansinum og kippist til en er síðan hjálpað á fætur. Dansinn heldur áfram en nú er eins víst að sá sem féll í trans sé ekki hann sjálfur heldur hafi einhver guð- anna tekið sér bólfestu í honum. Hann verður „hestur" andans. Slíkt er mikill heiður og sæmd. Anda- og fjölgyðistrú Vúdú merkir andi og telja sumir mannffæðingar trúarbrögðin eistu forfeðra- og náttúmtrúarbrögð mann- kyns. Þau minna um margt á gyðing- dóm og kristni, en eiga sér ekki helga texta, samkunduhús eða kirkjur, hvað þá tignarstiga sérfróðra embættís- manna. Skipulag prestastéttarirmar í vúdú er lauslegt mjög, andar og goð eru flest talin af afrískum uppruna en hafa samsamast kaþólskum dýrling- um gegnum tí'ðina. Guðinn Dambla er t.d. tengdur slöngum og birtíst stund- um í slöngulíki og er tilbeðinn bæði sem Dambla og heilagur Patrekur. Jámsmíðaguð frá Affíku, Ogun, er stríðsguð í vúdú og er þar runninn saman við heilagan Jakob, bróður Jó- hannesar guðspjallamanns. Gamal- mennið Legba gætir hliðsins miili þessa heims og andaheimsins, hann er einskonar starfsbróðir Lykla-Péturs. Fórnir og forfeður Sérhver andi og goð býr yfir ákveðnum eiginleikum, sumir eru kærleiksrikir og góðir, aðrir hættulegir og kröfuharðir. En öll eiga þau til að þreytast óskaplega, jafiivel örmagnast. Þá verða mennimar að fóma hænsnum, geitum, sauðfé eða naut- peningi svo andamir fyllist orku á ný. Dráp dýrsins er ekki aðalatriðið heldur verður að færa öndunum lífsorku. öndum ffamliðinna er fómað með kertum og mat við krossa í kirkjugörð- um, hlutir úr eigu þeirra geta einnig verið fullir af vemdaröndum einstak- linganna og ber að halda til haga. Frjáls vilji og val ekki til Við hér í Vesturheimi trúum á fijálsan vilja mannsins og frelsi ein- staklingsins. En heimssýnin á Haítí' er gjörólík okkar, andamir ákvarða líf hvers og eins í smáatriðum og þeir em stöðugt nálægir. Okkar sýn ákvarðast af efnislegum og snertanlegum raun- veruleika, á Haítí em andamir jafn raunverulegir og bömin, eiginkonan og hundurinn. Og með tilbeiðslu, dansi og fómum halda Haítíbúar tengslum við forfeður sína, eigin sögu, samfélagsins og alheimsins. Vúdú er lífsstíll og er talið að um 60 milljónir manna víðsvegar um veröldina aðhyllist þessi trúarbrögð. Vúdú i tiskuheimm- um Franskur fatahönn- uður leitaði óspart í vúdú á sýningu í Parfs í vetur. Vudú f myndlist Málverkið afDeva/ier- fjölskyldunni er troð- fullt af táknum tengd- um illsku einræðisher- ranna. Aristide og stjórn hans mótmælt Vúdú er líka notaðf pólitfskri baráttu á Haítí. Fjölþjóðleg menningar- og kvikmyndahátíð á Vesturbakkanum stendur í mánuð inn Rúnar sveltir sig í Ramallah Um helgina hófst mikil hátíð í nýreistri menningarmið stö ð Palestínumanna í borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagins ísland- Palestína, er staddur í Ramallah en segist ekki hafa fengið tækifæri til að sækja hátíðina. „Ástandið hér í borg- Sveinn Rúnar f Ramallah „Tími til kominn að utanrfkis- ráðherra Islands hug- leiði frekari aögerðir gegn stjórnvöldum f Israel, “ segir formað- ur Islands-Palestínu. inni er ágætt þessa stund- ina og ákaf- lega ánægjulegt að sjá þegar mannlíf hér er með eðli- legum hætti," segir Sveinn Rúnar við DV. „Fólk er að spóka sig og versla í bænum og böm að leik. Hér em menn þakklátir fyrir hvern svona dag. Sömu sögu er því miður ekki að segja frá öðmm byggðum hér á Vesturbakkanum, að ekki sé nú talað um Gaza-ströndina.“ Sveinn Rúnar hefur verið á Vesturbakkanum síðan um miðja síðustu viku. „Ég byrjaði á að taka þátt í hungurvöku tfl að mótmæla væntanlegum múr á veginum milli Jerúsalem og Ramallah. Hún fór fram í tjaldi við upprifinn veginn, þar vom mættir fulltrúar kirkju- defldanna í Jerúsalem, svo og þeir ísraelar sem ofbýður mannrétt- indabrotín og ofsóknirnar á her- teknu svæðunum. Við vomm þar þegar niðurstöðmnar bámst frá alþjóðadómstólnum í Haag og tókum þátt í fagnaðarlátunum,“ segir hann. Að sögn Sveins Rúnars eru þeir ísraelar ekki margir sem mótmæla hernáminu en þó æ fleiri sem láti sig varða og þoli ekki framkomu hers ísraela, yfirgang og mannrétt- indabrot á hernumdu svæðunum. „Af hverju erum við með stjórn- málasamband við ríkisstjórn sem virðir ekki alþjóðleg samkomulög og sáttir? Tími er kominn tO að ut- anríkissráðherra íslands hugleiði frekari aðgerðir gegn ísraelskum stjórnvöldum vegna ástandsins hérna, nú duga ekki lengur kurt- eisleg orð og diplómatísk tOmæli. Grípa þarf til refsiaðgerða gegn ísraelskum stjórnvöldum og Is- lendingar gætu farið þar fremstir í flokki, “ segir Sveinn Rúnar Hauks- son.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.