Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2004, Qupperneq 20
20 MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ2004
Sport DV
f
Shaq er a
leiðinni til
Miami Heat
ShaquiUe O’Neal vildi í burt frá Hollywood og honum hefur nú orðið að ósk sinni sam-
kvæmt fréttum bandaríska fjölmiðla um helgina. í annað sinn á ferlinum skiptir þessi 216
sentimetra miðherji um heimilli milli vestur- og austurstrandarinnar. Sumarið 1996 fór
hann frá Orlando Magic á Flórída til Los Angeles Lakers og sumarið 2004 fer hann aftur til
baka á Flórídaskagann en nú til nágranna Orlando í Miami Heat. Það kostar hvorki fleiri né
færri en þrjá leikmenn og valrétt í fyrstu umferð til að fá Shaq til Heat en Miami-menn létu
samt verða af skiptunum. Shaq segir ekkert um málið en umboðs-
maðurinn kjaftaði frá öllu í gær.
Heitustu fréttirnar úr NBA-deildinni
í körfubolta eru þær að Los Angeles
Lakers hafi orðið við ósk miðherjans
síns stóra og stæðilega, Shaquille
O'Neal og ætli að skipta honum til
Miami Heat. Shaq sjálfur brosti
bara þegar hann var spurður út í
málið í gær en hann gaf það út á
dögunum að Miami Heat væri eitt
af liðunum sem hann sætti sig
við að spila fyrir en Los Angeles
Lakers væri hinsvegar ekki á
þeim lista.
k
Bless, bless Lakers
Shaquille O 'Neal mun að
öllum líkindum spila með
liði Miami Heat í NBA-
í staðinn fyrir Shaquille O’Neal
fær Los Angeles Lakers þrjá leik-
menn Miami Heat, þá Lamar Odom,
Caron Buder og Brian Grant auk
þess sem þeir fá til viðbótar einhvern
af valréttum Miami Heat í fyrstu um-
ferð nýliðavalsins á næstu árum. Sá
valréttur gæti vissulega orðið mjög
dýrmætur.
Umboðsmaður O'Neal staðfestí
þessar fféttir við bandaríska blaðið
Washington Post en hann sagði að
allir aðilar að skiptunum höfðu sam-
þykkt þau og aðeins eigi eftir að stað-
festa þau hjá NBA-deildinni. Samn-
ingurinn getur klárast í fyrsta sinn á
miðvikudaginn þegar það verður
fyrst leyfilegt að semja við leikmenn í
deildinni.
Stórt bros frá Shaq
„Ég get ekki sagt neitt um þetta
mál í dag,“ sagði Shaq aðspurður um
málið en bandarísku blaðamennirn-
ir voru fljótir að nefna stórt bros
hans sem fylgdi í kjölfarið. O'Neai
hefur ekki enn hitt Pat Riley, forseta
Miami Heat, en tengsl hans við Lak-
ers eru öllum körfuboltaáhuga-
mönnum kunn enda gerði hann LA-
liðið mörgum sinnum að meisturum
á níunda áratugnum.
Það er ljóst að Miami-liðið er að
fórna miklu til að fá Shaq til liðs við
sig. Heat missir þrjá góða menn og
dýrmætan valrétt auk þess sem þeir
þurfa að punga út um 59 milljónum
dollara til Shaq fyrir þau tvö ár sem
hann á eftir af samningi sínum. Þetta
gerir um 4,2 miiljarða íslenskra króna
á aðeins 24 mánuðum. Það fýlgir ekki
sögunni hvort Shaq fái nýjan samn-
ing hjá Miami en ein af ástæðum þess
að kappinn vildi ekki leika áfram fyrir
lið Lakers var að þeir vildu hann ekki
áfram að hans mati, það er buðu
honum ekki feitan samning l£kt og
Kobe.
Liðið í fyrsta sæti
Umboðsmaður Shaq sagði samn-
ingamálin skipta engu máli í þessum
skiptum. „Shaq vildi fara til félags þar
sem liðið er sett í fyrsta sæti en ekki
einstakir leikmenn. Ég og hann erum
sannfærðir um að Pat Riiey og
eigandinn Micky Arison séu búnir að
búa til þá körfuboltaumgjörð sem
„Shaq vildi fara til
félags þar sem lið-
ið er sett í fyrsta
sæti. Ég og hann
erum sannfærðir
um að Pat Riley og
eigandinn Micky
Arison séu búnir
að búa til þá körfu-
boltaumgjörð sem
Shaq vill enda feril
sinn í."
Shaq viil enda feril sinn í,“
sagði Perry Rogers, umboðs-
maður O'Neal, í viðtali við
Washington Post í gær en
Shaq hefur barist um
sviðsljósið við Kobe
Bryant á undanfömm
árum.
Það má bú-
ast við því að
Lakers-menn hafi frekar viijað skipta
Shaq til austurstrandarinnar en tii
helstu andstæðinga sinna á vestur-
ströndinni en fjölmörg lið vom á eftir
Shaq og sagan segir að Lakers hafi
fengið 18 til 19 tilboð í kappann.
Shaq skoraði þó „aöeins" 21,5 stig
að meðaltali með Lakers á síðasta
tímabili sem er það lægsta á hans ferli
en hann er með meðaltöl upp á 27,1
stig, 12,1 frákast og 2,6 varin skot á
þeim tólf tímabilum sem hann hefur
spilaðíNBA.
Margir hafa í framhaldinu spáð
deildinni næsta vetur.
Bryant til að fá boltann á réttum
tíma og því verður fróðlegt að sjá
hvort hann nái yfirburðum sínum
aftur eða hvort ferill eins besta mið-
herja NBA-deildarinnar frá upphafi
sé á hraðri niðurleið. Miami Heat er
tilbúið að taka áhættuna og Shaq
sjálfur hefur margt að sanna.
ooj@dv.is
a. í «
■ í
að
hann sé
búinn að
missa yfir-
burði sína
inn í teig,
yfirburði sem
gerðu Lakers-lið-
ið óstöðvandi á ámn-
um 2000 til 2002.
öll árin varð Lakers meistari og
O'Neal kosinn besti leikmaður úr-
slitanna. Á tímabilinu í fyrra lækkaði
meðalskor hans hinsvegar um 21%,
var 27,5 tímabilið 2002 til 2003 en að-
eins 21,5 í fyrra. Þegar rýnt er betur
ofan í tölfræðina þá var Shaq ekki að
hitta verr í fyrra, hann var að taka
færri skot og tilkoma Karl Malone og
Gary Payton hafði ömgglega eitt-
hvað með það að gera auk þess að
Kobe var ekki ailtof duglegur að láta
stóra manninn fá boltann.
Aftur í bílstjórasætinu
Hjá Miami Heat er Shaquille aftur
kominn í bílstjórasætið og þarf ekki
að treysta á menn eins og Kobe
Miami er að fórna
miklu til að fá Shaq.
Heat missir þrjá góða
menn aukþesssem
þeir þurfa aðpunga út
um 59 milljónum doll-
ara fyrir þau tvö ár
sem hann á eftir af
samningi sínum.