Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2004, Page 24
24 MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ2004
Fókus DV
Summer Make Good er
þriðja Múmplatan. Hinar
Plötudómar
tvær íyrri, Yesterday Was
Dramatic, Today Is OK og
Loksins erum við engin voru
báðar frábærar. Það er
margt gott á Summer Makes
Good lika. Tónlistin er að-
eins dýpri og alvarlegri en
áður. I staðinn fyrir einfalda
og melódíska raftónlist eru
komnar flóknari útsetningar
og meira af hefðbundnum
hljóðfærum. Það eru fjöl-
margir gestahljóðfæraleikar-
ar og oft er verið að hlaða
lögin töluvert. Summer
Make Good er ekki jafn heil-
steypt og fyrri plötumar, en
hljóðheimur Múm er ennþá
einstakur og hér em nokkur
mjög flott lög. Að vísu finnst
mér krútt-hvíslsöngurinn
hennar Kristínar vera ofnot-
aður. Múm á sér aðdáendur
út um allan heim. Sveitin
var í tísku, en er ekki lengur.
Þessi plata ætti að falla í
kramið hjá þeim sem vom
ekki bara að hlusta á hana af
því að það þótti kúl...
Trausti Júlíusson
Fleetwood Mac Rumours Deluxe Editon «fJ£ #
Warner/Skífan
Rumours kom upphaf-
lega út árið 1977 og þótti
mikill eðalgripur. Það er
eitthvað fullkomið við þetta
tæra og hljómfagra popp-
rokk. Lög eins og Dreams,
Don’t Stop og Go Your Own
Way þekkja allir, en platan í
heild er fyrirtak. Ekkert vont
lag. Sú útgáfa sem er hér til
umfjöllunar kom út í vor.
Þetta er viðhafharútgáfa,
tvöföld og inniheldur auk
uppmnalegu plötunnar
sem búið er að endurvinna
hljóðið á, 18 önnur lög,
pmfuupptökur og lög ffá
gerð plötunnar sem ekki
náðu á hana á sínum tíma.
Og svo em tvær djamm-
sessjónir úr hljóðverinu.
Eins og tíðkast á svona út-
gáfum fylgir vandaður bæk-
lingur þar sem saga plöt-
unnar er rakin. Þetta er
mjög vel unninn pakki, flott
endumýjun á flottri plötu.
Trausti Júlíusson
Það styttist í að bandaríski rapparinn 50 Cent komi fram fyrir
okkur íslendinga í Egilshöll. 50 Cent er hluti af G-Unit krúinu, en
annar meðlimur þess, Lloyd Banks, var að senda frá sér sína
fyrstu plötu, The Hunger For More. Hún fór beint á topp Billboard-
listans í síðustu viku. Trausti Júlíusson tékkaði á kappanum.
Lloyd Banks„f<j
efast um aö ég vderi
aö rappa (dag ef
50 Cent væri ekki á
svæðinu."
Það virðist allt breytast í gull sem
rapparinn 50 Cent kemur nálægt.
Hann átti langmest seldu plötu ársins
í Bandaríkjunum í fyrra. Fyrsta plata
hljómsveitar hans, G-Unit, fór ekki
jafn vel, en seldist samt í yfir tveimur
milljónum eintaka. Einn af meðlim-
um G-Unit var að senda frá sér sína
fyrstu sólóplötu. Hún kom út hjá
plötufyrirtæki 50 Cent og það var ekki
að því að spyrja: Hún fór beint í fyrsta
sæti bandaríska vinsældalistans. Plat-
an heitir The Hunger For More og er
með Lloyd Banks. Hann sagði þegar
hann var spurður út í þessar góðu
móttökur. „Ég bjóst nú ekkert endi-
lega við þessu, en 50 Cent vissi þetta.
Hann var búinn að segja mér að þetta
mundi gerast." En hver er þessi Lloyd
Banks?
„Mamma kenndi mér allt"
Lloyd Banks heitir réttu nafni
Christopher Lloyd. Hann fæddist fyrir
22 árum í South Jamaica í Queens í
New York. Móðir hans er frá Puerto
Rico, en faðir hans er svertingi. Þau
voru ung og giftust aldrei. „Þegar ég
var hjá mömmufólki þá var ég alltaf
svarti sauðurinn, enginn bjóst við því
að það yrði neitt úr mér,“ segir Lloyd,
„en þegar ég var hjá pabbafólki var ég
engillinn, enda voru allir frændur
mínir afbrotamenn". Pabbi Lloyds
dvaldi töluverðan hluta af uppvaxtar-
árum hans í fangelsi. „Mamma
kenndi mér afit,“ segir Lloyd, „þegar
ég var í gaggó tók hún gúrku og sýndi
mér hvemig maður setur smokk á".
Lloyd var feiminn í æsku og faldi
það fyrst fyrir öllum þegar hann fór
að rappa. Þegar hann loksins þorði að
leyfa fólki að heyra í sér sló hann
hinsvegar strax í gegn í hverfinu.
Hann er undir áhrifum frá goðsögn-
um eins og Big Daddy Kane og Slick
Rick. Lloyd fór snemma að rappa inn
á mixspólur. Annar strákur í hverfinu
sem þótti góður var Tony Yayo (sem
er líka í G-Unit). Einn daginn mætti
Tony á fund Lloyds með vin sinn,
rappara sem kallaði sig 50 Cent. Þeir
spurðu Lloyd hvort hann vildi vera
með þeim í rapphljómsveit. Lloyd sló
til...
Konungur mix-teipanna
Þó að The Hunger For More sé
fyrsta plata Lloyds Banks þá er hann
ekkert að byrja í bransanum. Hann
hefur lengi verið mjög vinsæll rappari
á mixteipum og -diskum. Þetta em
hálfopinberar útgáfur sem em seldar
á götum úti, en ná ekki inn í venjuleg-
ar plötubúðir. Margir rapparar í New
York vekja á sér athygli í hipp hopp-
klúbbum eins og Freestyle Fridays og
Lyricist Lounge. Lloyd kom ekki fram
þar, en hann sló í gegn á mixspólu-
markaðnum. Fyrr á árinu var hann
valinn besti mixteip-listamaður árs-
ins 2003. Árið í fyrra var annars erfitt
fyrir hann. Hann missti bæði afa sinn
og föðurbróður og einn af sínum
bestu vinum sem var skotinn. Lloyd
var í London þegar honum bámst
fréttirnar.
Eminem, Snoop Dog og Nate
Dogg gestir
The Hunger For More er nokkuð
flott plata. Hún er bæði fjölbreytt og
grípandi. Hún er töluvert betri en G-
Unit-platan frá því í fyrra. Flest lögin
á henni em pródúsemð af lítt þekkt-
um pródúserum, en Timbaland á eitt,
Hi-Tek eitt og Eminem tvö. Lloyd ber
plötuna að mestu uppi sjálfur, en fé-
lagar hans í G-Unit, Tony Yayo og
Young Buck rappa í einu lagi hvor, 50
Cent er í tveimur og Eminem, Snoop
Dog og Nate Dogg koma við sögu líka.
í september
Það er ekki von á
nýrri White Stripes-
plötu á þessu ári,
en í september
gefa þau Jack og
Meg White út fyrsta
DVD-disk sveitarinnar. Á því
verða öh myndböndin þeirra,
tónleikar teknir upp í Blackpool
og heimUdarmynd um gerð
plötunnar Elephant sem flestir
helstu tónlistarfjölmiðlar völdu
bestu plötu ársins í fyrra.
saman á ný
Detroit-sveitirn
ar MC5 og The
Stooges em oft
kaUaðar forfeður
pönksins. Stooges 5' ( v c
em að spUa út um
aUt þessa dagana,
(vom t.d. á Hróarskeldu) og nú
hafa MC5 komið saman á ný líka
og spUa á tónleikaferð um Evr-
ópu í haust. Það em þrír upp-
mnalegir meðlimir í hinni end-
urstofriuðu sveit; Michael Davis,
Wayne Kramer og Dennis
Thompson, en Nick HeUacopter
og Evan Dando koma í stað
Freds Smith og Robs Tyner sem
báðir dóu úr hjartaáfalli.
styðja Kerry
Tom Wáits, The
Flaming Lips, R.E.M.,
/.* —David Byme, Blink
3 182, Yeah Yeah
' i ' Yeahs, Death Cab For
Cutie, Fountains Of Wa-
yne og Sleater-Kinney em á
meðal Ustamanna sem hafa gefið
lög á safríplötuna Future
Soundtrack For America sem
gefin er út til styrktar forseta-
framboði Johns Kerry. Dave
Groltl og Liz Phair vom á meðal
þeirra sem komu fram til styrktar
Kerry á fjáröflunarsamkomu í LA
I síðustu viku.
plata
Hljómsveitin
Cowboy Junkies
frá Toronto í
Kanada er skipuð
systkinunum Margo,
Michael og Peter Timmins og
Alan Anton. Fyrir tæpum 20
árum gáfu þau út plötuna Trinify
Sessions sem var tekin upp á
einum degi í kirkju og sló ræki-
lega í gegn. Á næstunni er von á
nýrri plötu frá þeim, One Soul
Now, en á henni leita þau aftur í
upphafið. Einföld tónhst flutt af
þeim fjómm.
f é I y
. (-) OutKast - Rosés
Juliette rokkar
Finnur sig
2. (2) Scissor Sisters - Laura
3. (4) Lloyd Banks - On Fire
4. (I) TheHives-
Walk Idiot Walk
5. (7) Goldfrapp -
Strict Machine
6. (6) Tiga -
Pleasure From The Bass
7. (-) Block Party -
Little Thoughts
8. (7) Jay-Z- 99 Problems
9. (5) The Delays -
Stay Where You Are
10. (-) The Concretes -
You Can't Hurry Love
„Ég lifi fyrir svitann sem leikur af mér
þegar ég er á sviði," segir leikkonan Juh-
ette Lewis um tónlistarferilinn með
hljómsveitinni Juliette & The Licks sem er
á tónleikaferðalagi þessar vikurnar ásamt
Bad Religion og New Found Glory. Og
hún bætir við: „Mitt takmark er að gefa
aht mitt, alla orkuna sem ég bý yfir og
koma henni yfir til áheyrendanna."
Juliette er búin að leika í kvikmyndum
í 16 ár, (þ.á.m. Cape Fear, Husbands &
Wifes og Natural Born Killers), en hún
segir að þegar hún var yngri hafi hana
alltaf langað að vera rokksöngkona. Þegar
hún fór með vinkonu sinni Patty Schem-
el úr Hole á tónleika með Blondie þá fékk
hún hugljómun og fór að leita að með-
limum í hljómsveit. Auk Juhette, sem
syngur, og Patty, sem spilar á trommur,
eru gítarleikarinn Todd Morse og bassa-
leikarinn Paul 111 í hljómsveitinni. Fyrsta
í nýju hlutverki
platan þeirra Like A Bolt Of Lighming er
væntanleg í október. Juhette samdi flest
lögin á henni, en fékk hjálp m.a. frá Lindu
Perry. Hún segist vera undir áhrifum frá
Iggy & The Stooges, Blondie og Patty
Smith.
Hún þykir kraft-
mikil söngkona
(„mitt á milli Iggy og
Steven Tyler", sagði
blaðamaður LA
Times). Juhette
syngur eitt lag,
Hotride, á nýju
Prodigy plötunni
sem er væntanleg í
september. Liam
Howlett segir hana
hafa komið á óvart
og hafa gríðarlega
sterka rödd...
Juliette
Lewis Kraft-
mikilsöng-
kona.