Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2004, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2004, Síða 29
DV Fókus MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ2004 29 Borgaði nektar- dansmær fyrir að þegja Bryan McFadden úr West Life borg- aði nektardans- mær fyrir að segja ekki frá ástarfundi þeirra i dómsal. Dansmærin heldur þvf fram að hún og Bryan hafi elskast nóttina áður en hann gekk í það heilaga með Kerry úr Atomic Kitten. Nektardansmærin sagði sögu sína f slúðurblaði og ætlaði að sanna að hún færi með rétt mál eftir að Bryan sakaði hana um að Ijúga. „Við erum mjög ánægð," sagði lögfræðingur hennar eftir að þau höfðu sæst á upphæðina. Leitar uppi ovirka dópista Það fyrsta sem ofurfyrir- sætan Naomi Campbell gerir þegar hún kemur á nýjan stað er að leita upp næsta stuðningshóp fyrir óvirka eiturlyfjaneytend- ur. Frá þessu sagði fyrir- sætan f viðtali við London Guardian. Auk þess sagði hún að ónefndur breskur fatahönn- uður væri kynþáttahatari sem Campbell sagðist aldrei ætla að vinna fyrir svo lengi sem hún lifði. I viðtalinu kemur einnig fram að Campbell sem þykir með- al fegurstu kvenna heims hafi aldrei verið boðin borgun fyrir kyn- mök og að hún hafi engar áhyggjur yfir því að fegurð hennar fölni. Nelly hatar Bandaríkin Söngkonan Nelly Furtado segir Bandarfkin á góðri leið að verða fas- istaríki. Söngkonan hataði að búa f landinu og flýtti sér heim til Kanada um leið og hún gat. „Mér líkar ekki ^amerfskur Iffstfll," segir söng- konan um leið og , hún dásamar Kanada. „Hérna er málfrelsið al- gjört og ungt i fólk er hvatt að j mynda sér sfnar eigin skoðanir." Nelly segir fjölmiðlana hafa ráðist harkalega á einkalff hennar sem sé eitt- hvað sem myndi aldrei gerast f heimalandi henn- ar. Ásthildur Einarsdóttir er vissulega fegrunarsérfræðingur en hún er líka grasalæknir. Á morgun ætlar hún að kenna áhugamönnum að tína jurtir í nágrenni Hafnarfjarðar á veg- um Náttúrlækningafélags Reykjavíkur Sama starfið í fjölskyldunni frá 18. öld Vissulega er fremur algengt að í sumum fjölskyldum gangi störf og embætti nánast að erfðum. En í fjöl- skyldu Ásthildar Einarsddttur virðist það bókstaflega reglan. Hún er dótt- ir Ástu grasalæknis og lærði af henni. Ásta lærði af Erlingi föður sínum Fil- ippssyni og hann af mömmu sinni. Svona geturÁsthiidur rak- ið þetta langt á 18. öld og veit að kunnáttan hefur gengið í ættinni í enn fleiri aldir. „Mamma var húsmóðir með þrjú böm þegar hún tók við af afa,“ segir Ásthildur, „þá var gamli maðurinn á níræðisaldri. Fram að þeim tíma var ekki ljóst hvort nokkur myndi taka við af honum, þetta er nefnilega ansi mikfl vinna." Fræðin síast inn Ásthildur hefur ekki hugmynd um hvenær eiginlegt nám hennar í grasaffæðunum hófst. „Sjálfsagt bara þegar ég var krakkagríslingur, þetta einhvem veginn síast inn í mann ómeðvitað. Fyrir nokkmm árum var ég t.d. með unga dóttur mína í grasagarðinum í Laugardal. Var þar að kenna eilítið um grös og grasasuðu. Fólk spurði um eitt og annað og dóttir mín, sem varla hafði verið að læra því ég hafði ekki verið að kenna henni nokkum skapaðan hlut meðvitað, hún svaraði hverri einustu spumingu, hárrétt og vandræðalaust. Náminu lýkur hinsvegar aldrei, við emm afltaf að leita nýrra leiða og með- ferða við nýjum kvillum, útvortis jafnt sem innvortis." Ásthfldur hafði grasafróðleikinn fyrir sjálfa sig í byrj- un, „svo fór maður að sinna vinum og vandamönnum, það spurðist út og áður en ég vissi var ég komin á fullt út um allt." Ekki leyndarmál Ásthfldur segir fólk leita ráða hjá sér í bylgjum frekar en stöðugt. „En vissulega er áhugi fólks á öllu upp- mnalegu og náttúrulega stöðugt að aukast. Og þótt læknavísindin séu stórkostleg og geti á köflum gert kraftaverk, þá em það oft litlu hlut- irnir sem fara fram hjá okkur. Tfl mín leitar töluvert af fólki sem er að gef- ast upp, því finnst það ekki fá nægan eða nógu skjótan bata. Ég fer ætíð fram á að læknar þess séu látnir vita af mínum gerðum, grasalækning- ar em ekki og eiga ekki að vera leyndarmál neins." Lækningin „Það má nota gjörvalla flór- una til lækn- inga, uppbyggingar og hressingar," fúll- yrðirÁsthildur. „Sumir taka fljótt við meðferðinni, hjá öðmm tekur hún lengri tíma. Ég sýð ótal jurtir og blanda þeim svo saman í ákveðnum hlutföllum. Og hlutföllin geta verið breytfleg á sama sjúklingi, dag frá degi. Og það er merkfleg vitneskja og forn að um leið og dregur úr Iflcam- legum þjáningum, fer fólki að líða betur andlega. Á morgun ætla ég að kenna fólki að þekkja og tí'na jurtir í te og krydd, mér finnst gott að safna þessu í bréfpoka og eiga á vísum stað sér tfl hressingar og jafnvel heilsu- bótar," segir Ásthfldur Einarsdóttir grasalæknir. Enn er allt á huldu um fulltrúa næstu kyn- slóðar í grasa- lækn- ingum. Asthildur Einarsdóttir ] grasalæknir Veitekki hvenær grasanámið hófst, ífjöiskyidunni siast fræöiri inn ómeðvitað i æsku. ___Sc*í*0* Ekkert hippití hopp Ég hef nú séð flestar myndir þeirra Coen-bræðra (á eftir að sjá Intolera- ble Cruelty) og hef fundist bara ein þeirra vera vond en það vom hin ómannúðlegu leiðindi The Man Who Wasn't There. Restin hefur verið hin hressilegasta og hafa mér fundist þeir bestir þegar þeir fara út í slapstick- húmorinn eins og í Raising Arizona, The Hudsucker Proxy og Oh Brother Where Art Thou? Þannig að mér fannst það gleðiefni að þeir fóm þá leið með The Ladykillers, endurgerð á klassískri gamanmynd með Sir Alec Guinnes og Peter Sellers í aðalhlut- verkum, en ég hef því miður ekki séð frummyndina þannig að ég get ekki borið þær saman. En það ætti ekki að koma að sök. Tom Hanks leikur prófessor Dorr sem leiðir hóp manna sem leigja her- bergi af gamalli ekkju tfl þess að nota kjallara hennar til að grafa göng í nærliggjandi spilavíti og ræna þaðan ágóða dagsins. Dorr hefur sérvalið hvem meðlim, kínverska gangasér- ffæðinginn „Hershöfðingjann", tæknisérfræðinginn Garth, kraftajöt- uninn Lump og innanhúsmanninn The Ladykilers The Ladykillers er sýnd í Há skólabíói. Leikstjórar: Joel og Ethan Coen. Að- ’ alhlutverk: Tom Hanks, , Irma P. Hall, J.K. Simm- ons, Marlon Wayans. Omar for 1 bio Gawain sem vinnur í spilavítinu. En hlutimir ganga ekki alveg eins og ætl- að var og brátt gera þeir plön um að ganga frá þeirri gömlu. Mikið þarf Hanks að fara að leika í fleiri grínmyndum. Hann sannar hér að hann hefúr engu gleymt síðan hann lék í meistaraverkinu The Bachelor Party og fer hreinlega á kostum sem hinn hámenntaði snobbhundur Dorr en Irma P. Hall á hinsvegar þessa mynd algjörlega. Það er alveg ótrúlegt hvað þessi gamla kona getur verið fyndin bara með því að hrista hausinn og dæsa smá. Mfldl snilld og mikið grín þar á ferð. J.K. Simmons er frábær að vanda og Tzi Ma er helvíti góður sem Hers- höfðinginn og segir varla orð í mynd- inni. Sá eini sem ég var ekki alveg sáttur við var Ryan Hurst sem Lump, ekki alveg sannfærandi og eiginlega of heimskur til að maður kaupi það. Myndin er nokkuð hressileg út í gegn. Hún er ekki eins myndrænt ýkt eins og Oh Brother... eða Hudsucker Proxy heldur em það frekar persón- umar sem fara svohtið yfir um. Kom mér það nokkuð á óvart hversu róleg- ir þeir vom með myndavélina. Handritið er ágætt, frekar einfalt og endirinn var svolítið teygður en ekkert sem fór í taugarnar á manni. Ég mæli algjörlega með henni. Bravó. Omar öm Hauksson Stjörnuspá Árni Samúelsson, eigandi Sambíóanna, er 62 ára í dag. „Maðurinn ' stendur frammi fyrir ákvörðun sem hann ætti ekki að draga á lang- inn. Honum er ráð- lagt að leysa sjálf- an sig úránauð hins þekkta og ganga óhikað inn í hið óþekkta," segir í stjörnuspá hans. Árni Samúelsson VV Vatnsberinn ao.jan.-is.febr.) vY ----------------------------------------- Leyfðu þér að upplifa án þess að vera treg/ur gagnvart þeim sem þú elskar og virðir. Komdu hugsunum þín- um og tilfinningum frá þér á skýran hátt vikuna framundan. H Fiskarnir(?9. febr.-20. mars) Þú ert minnt/ur á að lang- rækni ætti ekki að eiga huga þinn um þessar mundir. Hættu að vera háð/ur árangri og þú getur eignast allt sem þú þráir en það sama á við um fyrrnefnda Íangrækni. Ekki láta slíka líðan eyða tíma þínum eða þrótti. MWm(21.mrs-19.aprll) Sumarið sýnir þig sannan vin félaga þinna þar sem hreinskilni, sjálfskönnun og virk hlustun á vel við. Þú virðist velja öfgar í verkefni sem tengist þér hér og átt það jafnvel til að varpa allri gætni hér og gerir einhvers- konar uppreisn. T Ö NaUtÍð (20. apríl-20. maí) Ekki búast við að fólkið hér í kringum þig sé fullkomið eða viti ósjálfrátt hvað þú þráir því þú ert fær um að heilla hvern sem verður á vegi þínum og ættir ekki að leyfa tilfinning- um eins og hroka, hégómleika eða óréttlæti að hafa áhrif á þig á nokkurn hátt vikuna framundan. I Tvíburarnirp?. mal-2ljúni) *-*■ Leyfðu þér að vera einlæg/ur, áhyggjulaus og kær gagnvart þeim sem þú unnir. Þér hefur verð gefinn sá eigin- Íeiki að vera þolinmóð/ur og ættir þú að nýta þann hæfileika næstu daga. Krabbinnp2jún/-j2jii//)__________ Ekki nota reiðina sem valda- tæki og hættu að flýja eigin tilfinningar og sjá, orka þín margfaldast og innra jafnvægi þitt eflist til muna. Atburðir sumars einkennast af umburðalyndi og ánægju hjá stjörnu krabbans. Ljónið/a .júlí-22. ágúst) Ekki sóa kröftum þinum í leit að völdum. Ef þú kýst að vera ónæm/ur fýrir gagnrýni náungans og óttast ekki ögranir ert þú fær um að nota mátt ást- arinnar í þágu vaxtar og allsnægta. Meyjan ql ágúst-22. sept.) Hættu að þóknast öðrum. Þú ættir að læra að ákveða þig og standa fast á þínu um þessar mundir sér í lagi. O VogÍn (23.sept.-23.okt.) Þú ættir að læra að meta þig að verðleikum og ekki hika við að þróa með þér meira sjálfsálit í framtíðinni. Þú ert eigingjörn/eigingjarn gagnvart elsk- huga þínum og þér virðist þykja það miður en ættireingöngu að nýta þenn- an eiginleika jákvætt þegar ástin umlyk- ur þig (júl(. Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0v.) Gættu þess vel sem þér er trú- að fyrir og ræktaðu vináttu þína við vini þína. Að sama skapi er stjarna sporð- dreka minnt á að láta hverflynda félaga ekki gera sig vansæla af einhverjum ástæðum. Bogmaðurinn(22ni)r.-27.<te.j Lífsorka bogmanns birtist mjög mikil hér en þú virðist eiga það til að dreifa eigin kröftum í að setja hlutina í samhengi og grafast stöðugt fyrir um staðreyndir mála. Þú ert fær um að gera kraftaverk með þinni óhemjulegu orku. / Steingeitin (22.des.-19.jan.) ^ Stjarna steingeitar virðist forð- ast aðstæður sem kunna að reynast óþægilegar hérna af einhverjum ástæð- um því þú birtist hér ákaflega við- kvæm/ur og sárnar oftar en ekki af minnsta tilefni. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.