Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 15.JÚLÍ2004 Síöast en ekki síst DV Hannes Hólmsteinn Sagöist ekki geta verið hofö- ingjasleikja, sitjandi við hlið Ólafs Hannibalssonar. Engin höfðingjasleikja Hannes Hólmsteinn Gissurarson botnaöi í Mogganum í gær sögu sem DV sagði um daginn um orðaskipti þeirra Ólafs Hannibalssonar þar sem þeir sátu í kafflstofu Þjóðarbók- hlöðunnar. Þar hafði Ólafur brugðist við tali Hannesar um að við íslend- ingar ættum að losa okkur við alla „höfðingja" (les: forseta, les: Ólaf Ragnar Grímsson) með því að spyrja hvað Hannes myndi þá gera því þá fngWTI væri heldur engin þörf fyrir U££B höfðingjasleikjur. Heimild- armaður okkar fyrir sögunni sem varð vitni að þessum orðaskiptum í Bókhlöðunni gat þess sérstaklega að Hannes hefði þá orðið kjaftstopp, en Hannes kveðst nú hafa svarað ðlafi: „Þú getur ekki haldið því fram að ég sé nein höfðingjasleikja. Þá sæti ég nú einhvers staðar annars staðar en hér hjá þér!“ • Raunir Framsóknarflokksins virð- ast ekki eiga sér nein takmörk. Hver flokkshesturinn af öðrum hefur stigið frarn og lýst andstöðu við framgöngu flokks- ins í meintri aðför að Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta íslands. Nú seinast vakti athygli þegar for- maður Framsóknar á Bifröst, Vigdís Hauksdóttir, lýsti harðri andstöðu sinni. Vígdís er systir Margrétar Hauksdóttur, eiginkonu Guðna Agústssonar varaformanns flokks- ins og er talið að skoðun hennar og mágsins séu ekki ólíkar... Síðast en ekki síst • Innan Sjálfstæðisflokksins vex þeirri skoðun fylgi að Davíð Odds- son forsætisráðherra eigi að slíta samstarfinu við Framsóknarflokkinn sem í raun sé algjör- lega ósamstarfshæf- ur. Vandi Davíðs er sagður sá að hann er með ráðgjafa sem ekki túlka raunveru- leikann. Það sé Davíð ekki gæfulegt að treysta á menn á borð við Hann- es Hólmstein Gissurarson prófess- or, Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóra flokksins, Jón Stein- ar Gunnlaugsson lögfræðing og Bjöm Bjamason dómsmálaráðherra í því andrúmslofti sem nú er... • Staða Davíð Oddssonar, fráfar- andi forsætisráðherra, er mjög snú- in í því ljósi að Framsóknarflokkur- inn er talinn bíða þess eins að fá þingrofsréttinn þegar og ef Halldór Ásgrfmsson fær forsætisráðuneytið. Undirliggjandi er að Halldór dreymi um að kasta Sjálfstæðisflokknum út og fara í samstarf með Samfylkingu og Vinstri grænum eða Frjálslyndum. Marg- ir Sjálfstæðismenn vilja því að Davíð grípi strax til sinna ráða og rjúfi þing og efni til kosninga... • Sjálfstæðismenn vilja trúa því að flokkurinn fengi ekki undir 30 prós- enta fylgi í skyndikosningum. Taktík Davíðs Oddssonar yrði sú að keyra á því að upplausnarástandið í samfélaginu væri forseta íslands að kenna og flokkurinn væri að bjarga málum. Flokkurinn myndi standa af sér slaginn en Framsókn sem nú mælist með rúmlega 7 prósenta fylgi sæti eftir í skítnum. Flott frammistaða hjá Hjálmari Hjálm-t arssyni f fslensku útgáfunni afShrek og svo er Grettir væntanlegur. É6 ÞARF Ab TAKA VIÐTAL VH) NOKKRA STJÓRNMÁLAMENN OG DATTÍ HUS AD TAKA PÁ Á SÁLFRÆÐINNI. ...OS SVO NETTAN 5VEITALÚKKS-GUONA MED SLETTU AF ÖÓRA FYRIR FRAMSÓKN. Tæplena níræðir bræður njóta ævikvöldsins Snldu vísi á 5-10 aura í miðbænum; nema tvö ár á milli okkar. Otti og Runólfur eru tæplega ní- ræðir bræður. Þeir eru hressir og bera aldurinn vel. Hlæja hátt hvor að öðrum og hafa alltaf verið bestu vinir. Otti safhar merkjum í derhúf- una sína og gengur um í skræpóttri silkiskyrtu, honum hefur alltaf þótt gaman að vera öðruvísi. Runólfur hefur allt annan stfl, er glæsilegur húmoristi. „Ég seldi Vísi í átta ár á tíu aura,“ segir Otti Sæmundsson, 86 ára, sem var blaðasali á árunum 1930 til 1938, eða frá því að hann var 12 ára þangað til hann varð 20 ára. „Mað- ur hafði ágætt út úr þessu, ég fékk þrjá aura fyrir blaðið," segir Otti og bróðir hans Runólfur sem er tveim- ur árum eldri bendir á það að Vísir hafi kostað fimm aura þegar hann byrjaði sem blaðasali og launin hafi einungis verið einn aur. Bræðumir em enn við hestaheilsu og eld- hressir húmoristar með meim. „Við höfum alltaf verið besm vinir enda ekki nema tvö ár á milli okkar,“ segir Otti sem starfaði megnið af starfsævi sinni við hjól- barðaviðgerðir. „Það þótti óðs manns æði þegar ég byggði hús uppi í Skipholti 5, fólk spurði mig hvort ég væri klikkaður að ætla að reka hjólbarðaverkstæði uppi í sveit,“ segir Otti sem sá fyrir sér ört vaxandi borg og byggði stórhýsi í Skipholti árið 1950, sem þá var í út- jaðri borgarinnar. „Reksturinn varð blómlegur í Skipholtinu þrátt fyrir hrakspárnar, enda byggðist borgin hratt á þessum ámm, ég hætti ekki fyrr en ég varð 78 ára,“ segir Otti sem hefur skipt um hjólbarða á fleiri bflum en nokkur núlifandi íslendingur. Runólfur starfaði hins vegar um allan bæ og var boðin vinna í Argen- tínu eftir að hann útskrifaðist úr Verslunarskólanum. „Ég var alltaf á leiðinni að taka við ákveðnu starfi í Argentínu," segir Runólfur dularfull- ur á svipinn. „Svo braust stríðið út og Hitler kom á endanum í veg fyrir það að ég kæmist þama suður eftir," segir Runólfur sem hefur selt bíla og trakt- ora í hundmða tali, en hann var lengi í ffemstu röð sölumanna í bfla- og traktorabransanum. „Ég hef unnið á 40 stöðum um ævina, en aldrei sótt um starf, manni var bara boðið á milli starfa og fór að sjálfsögðu þangað sem launin vom rnest," segir Runólf- ur sem býr á Skólavörðustíg og er á leiðinni með besta vini sínum og bróður í kaffi á Vesturgötunni. „Það er ágætt að vera gamall, við höfum verið heppnir með heilsuna, við emm báðir búnir að missa eiginkonur okk- ar, ég missti mína í fyrra og hann sína ári fyrr. Svona er gangur lífsins, þetta er erfitt en eitthvað sem maður gerir ráð fyrir að gerist þegar maður er kominn á þennan aldur,“ segir Otti og þeir bræður leiðast niður Banka- strætið á daglegri göngu þeirra um miðbæ Reykjavíkur. freyr@dv.is Lárétt: 1 léleg,4 veiki,7 vont,8æsa, 10 viður- eign, 12 svei, 13 blað, 14 muldur, 15 hestur, 16 dreifa, 18 kvenmanns- nafn,21 vanhirða,22 girnd, 23 heiður. Lóðrétt:1 henda,2tré, 3 kúbein,4 patta,5 hratt,6 kvendýr,9 póll, 11 rangt, 16 vatnagróð- ur, 17 blóm, 19 hlóðir, 20 hraði. Lausná krossgátu !SB 07 '9is 61 'S9J L l 'jss 91 'jBnjo 11 'ine>js 6 '4)19 '119 S 's>|?jis?ujs y 'uipíjnepi e 'dso z 'a>|s i W9JQ91 lujps zz 'usXj ZZ '14*J9 17 'eis? 81 '?j}s 9 l 'J9f SL'ineit'l 'jne| e l 'ssn z i '4019 01 'edsa 8 'liuæ|s L 'U9S P '49|s L M9J93 Veðrið vindur +ia Nokkur vindur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.