Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2004, Síða 3
DV Fyrst og fremst
MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ2004 3
Dreymir um bæjarins bestu
Ragnar Harðarson
pípari Iröðinni fyrir
framan Bæjarins bestu.
Veitingastaðir koma og fara en alltaf er jafn löng röð fyrir
framan bæjarins bestu. Þrátt fyrir að bensínstöðvarnar bjóði
upp á nýtísku pylsur með
Skyndimynd
kartöflusalati og pepperóní
stendur bæjarins besta ávallt
fyrir sínu. Matseðillinn sá sami. Ein með öllu eða ein með öllu
nema hráum.
"Það er ekkert varið í þessar bensínstöðvarpylsur," segir
Ragnar Harðarson pípari sem stendur í langri röð fyrir framan
litla pylsuvagninn í hjarta miðborgar Reykjavíkur. Ragnar seg-
ist vera að gera það sama og aðrir í röðinni, „bara að bíða eftir
pylsu," segir hann.
Aðspurður um hvernig pylsu hann ætli að fá sér segir Ragn-
ar: ,Ætli það verði ekki ein með öllu nema hráum," segir hann
og brosir.
Röðin mjatlast áfram. Ilmurinn fær munnvatnið til að fljóta.
“Þetta eru bestu fermetrar bæjarins," segir Ragnar og bend-
ir á svæðið í kringum pylsuvagninn. „Ég á mér þann draum að
eignast þessa fermetra. Eignast pylsuvagninn og geta sjálfur af-
greitt pylsur í landann."
Röðin er loks komin að Ragnari pípara. Hann segist hafa
unnið mjög lengi sem pípari en ber starfinu ekki svo góða sög-
una. Enda á hann sér draum um bæjarins bestu. Bestu fermetra
bæjarins.
Spurning dagsins
Hvað ætlaðirðu
að verða þegar þú yrðir stór?
Er ekki orðin stór
"Fyrst spyr ég; er ég orðin
stór? Þegar ég var minni vildi
ég verða, búðarkona, dans-
kennari, gröfustjóri og
leikkona."
Vala Þórsdóttir leikkona
''Fram að
menntaskóla-
árum ætlaði ég
að verða kvik-
myndaleik-
stjóri. Eftir það
rithöfundur."
Ágúst Borg-
þór Sverrisson rithöfundur
"Frá fjögurra og upp í sjö ætlaði
ég að verða trommuleikari. Frá
átta og upp í ellefu ætlaði ég að
verða steinasafnari, með við-
komu í söngkonu (ótrúlegt
óraunsæi). Frá
tólfog upp í
fimmtán ætl-
aði ég að verða
Nóbelskáld
(ennþá meira
óraunsæi). Við
sextán ára ald-
ur hætti ég við það og ákvað að
gerast iðjuleysingi og eilífðar-
stúdent."
Kristín Svava Tómasdóttir
nemi
''Slökkviliðs-
maður, síðan
geimfari.
þegar ég kom
svo fyrst fram
á sviði í Foss-
vogsskóla 12
ára í Flörpu-
lokum, og mæmaði: Ég er mað-
urinn hennar Jónínu Jóns.þá
fann ég fyrstfyrirlönguninni að
gerast söngvari."
Magnús Guðni Magnússon
tónlistarmaður og nemi
"Mig langaði
alltaftil þess
að verða
Súperman eða
Flulk en hætti
náttúrlega við
þegar ég varð
eldri, enda
fattaði ég að hvorugt starfið var
álausu."
Jón Aðalsteinn Bergsveins-
son kokkur
Flestir enda í öðrum störfum en þá dreymir um sem börn. Sumir
vilja verða löggur.slökkviliðsmenn, hárgreiðslukonur eða
búðarkonur en aðrir vilja verða ruslabílstjórar.
Hetjusögur
11. september
Hope og eitt
afkvæmanna
Predous Lapti
vatn í sprungu.
Þaö var ekki mannfólkiö sem þjáðist þegar
hryðjuverkamenn geröu árás á tvíburaturnana
i New York 11. september 2002. Björgunarmenn
björguðu 150 dýrum úr rústunum og þau sem
iengst lifðu voru kettir, sem kemur varla á óvart
þar sem þeir hafa eins og kunnugt er niu iif.
Ein kisan varhin kafloðna Precious - af
persneskum ættum -
sem var bjargað úr
rústunum eftirað
hafa hírst þar inni-
iokuð í átján daga.
Hún hafði að sjálf-
sögðu ekkert haft
að éta en hélt lífí
með þvi að iepja
vatn sem seitlaði
niður í sprunguna
þarsem Preáous
sat föst. Hún hafði orðið
fyrir meiðslum á auga, brennst á loppunum og
lungun voru illa farin eftir þau ókjör afryki sem
hún andaði að sér í prisundinni en að öðru leyti
bar hún sig vel og komst til fullrar heilsu á nýj-
an leik.
Precious bjó á sjöundu hæð i húsi við hlið
annars tvíburaturnsins og þegar hann hrundi
brotnuðu allar rúður í íbúðinni, miklar
skemmdir urðu og kötturinn feyktist út. Preci-
ous hafði aldrei farið út fyrir hússins dyr á æv-
inni og eigendurnir bjuggust ekki við að sjá
hana framar á lifí. Það var svo leitarhundur
sem vakti athygli manna á einhverju í rústun-
um og þegar aðvargáð heyrðist ákaft mjáim i
innikróuðum kettinum.
Undirrústum veitingahúss i öðrum turnin-
um fannst hálfum mánuði eftir hrunið óþekkt
Hope var
vör um sig
fyrst eftir
björgunina
flækingslæða
sem leitað hafði
skjóls i pappa-
kassa fullum afservíettum. Þar hafði kisan
fætt þrjá kettlinga. Þeir voru við hestaheilsu og
höfðu greinilega fengið nóg að bita og brenna
frá móður sinni en hún var hins vegar orðin
mjög horuð og illa á sig komin. Með hjátp dýra-
lækna tókst þó að bjarga lifí hennar en það var
talið hæpið I fyrstu. Kisan var skirð Hope eða
Von og kettlingarnir fengu nöfnin Freedom,
Amber og Flag. Saga þeirra og Precious ernúi
Ameriku talin til hetjusagna frá hörmungar-
deginum ll.september.
HEIÐARLEGUR.
NAPÓLUON BÓNAPAim: 1709-1821.
>eire
eðqa
Rektorinn og
sagnfræðingurinn
Magnús Þorkeit Bernharðsson hefur undanfarið iðulega gefíð álit
sitt i fjölmiðlum um málefni er tengjast isiömskum ríkjum en hann er sagn-
fræðingur að mennt.
Faðir Magnúsar Þorkels er séra Bernharður Guðmundsson sem viða
hefur komiö við innan kirkjunnar enernú rektor Skálholtsskóla. Móðir hans
er hins vegar Rannveig Sigurbjörnsdóttir félagshjúkrunarfræöingur. Hún er
dóttir herra Sigurbjarnar Einarssonar biskups og Magneu Þorkeisdóttur.
Islamsfræðingurinn er þvi ekki aðeins prestssonur og dóttursonur eins
biskups, heldur og systursonur annars biskups (Karts Sigurbjörnssonar) og
þriggja guöfræöinga til viðbótar (Árna Bergs, Einars og Björns Sigurbjörns-
sona).
ITSONOR aftur á íslandi
þýsk gæði - sannreynd í 125 ár
TÚNA5TOOW«ht|SlúphoWÍOd| I06R**íív*| H«${wwwJcnutod)nii