Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2004, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2004, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ2004 Fréttir DV Lást í eldsvoða Tæplega níræð kona lést í eldsvoða í íbúð hennar við Sundlaugaveg í gærmorg- un. Slökkvilið var kailað að húsinu um klukkan sex og var konan þá látin. Svo virðist sem eldurinn hafl komið upp í svefnherbergi hennar. öðrum íbúum hússins varð ekki meint af. Lögreglan rannsakar elds- upptökin en ummerki benda til að kviknað hafi í út frá rafmagnsteppi sem konan notaði til að hlýja sér. Hún hét Nína Þórðar- dóttir og bjó ein í íbúðinni. í lífshættu eftir bíl- veltu Erlendur karlmaður um flmmtugt er í lífs- hættu eftir bílveltu í Vatnsskaröi á laugar- dagskvöldið. Fjórir voru í bílnum ásamt mannin- um en meiðsli þeirra voru ekki alvarleg. Slysið bar að með þeim hætti að ökumaður missti stjórn á bflnum þegar hann ók frá fOeifarvatni í átt að Hafnarfirði. Missti hann stjóm á bflnum í brekku sem þar er með þeim afleiðingum að hann fór út af veginum og valt. Við þetta kastað- ist einn farþeganna út úr bflnum sem síðan lenti ofan á honum. ökumað- ur er gmnaður um ölvun. Báru bakveik- an ferða- mann Bakveikur ferðamaður kallaði eftir aðstoð björg- unarsveitar um ellefuleytið á laugardagskvöldið. Mað- urinn var á göngu um einn og hálfan kflómeter frá Hrafntinnuskeri þegar hann kallaði eftir aðstoð. Kenndi hann til eymsla í baki og treysti sér ekki til að ganga lengra. Flugbjörgun- arsveitin á Hellu var send á vettvang og fann hún manninn um sjöleytið í gærmorgun. Þurftu björg- unarsveitarmenn að bera manninn um kflómeters leið að bifreið þeirra sem flutti manninn til aðhlyn- ingar. Lögreglan og víkingasveitarmenn lokuðu af götur á Akureyri þegar Leó Magnús- son vopnaðist veiðirifíli og hugðist skjóta dópsala á Aðalstræti 2. Lögreglan segir Leó hafa skotið nokkrum sinnum upp i loftið en umsátrinu lauk með handtöku Leós. Unnur Huld Sævarsdóttir, móðir drengsins, segir hræðilegt hvernig fikni- efnin hafi náð valdi á syni sinum. „Það er eins og hann hafi verið heltekinn, einhver ill öfl náð hon- um á sitt vald,“ segir Unnur Huld Sævarsdóttir móðir Leós Magnússonar sem gekk berserksgang á Akureyri um helgina. Leó vopnaðist veiðiriffli og ætíaði að drepa dópsalann sinn sem á heima á Aðalstræti og gengur undir nafninu Krummi. Lögregl- an og víkingasveitin brugðust skjótt við, lokuðu svæðinu og ríkti umsátursástand á Akureyri þar til lagt var hald á Leó. “Hann var fullur örvæntingar," segir Unnur og tekur fram að mikill sársauki fylgi því þegar bömin manns lenda í svona ógæfu. „Ég horfði á þetta gerast. Hann hringdi sjálfur á lögregluna. Þetta var hróp hans á hjálp." Stríðsástand á Akureyri Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni telst málið upplýst. Leó hefur verið sleppt úr haldi en at- burðir helgarinnar eiga trúlega eftir að draga dilk á eftir sér. Myndir sem birtust af Leó með veiðiriffilinn í hendi drógu upp dökka mynd af at- burðunum og mikil skelfing greip um sig í bænum; svo mikil að sumir segja að stríðsástand hafi rflct. Unnur Huld segir hins vegar ástæðu vera fyrir öllu. Sonur hennar sé ekki ilmenni og hafi aldrei gert svona hluti áður. Hann sé hins vegar fastur í klóm fíkniefna og þau virðist svipta hann rökrænni hugsun. “Ég er bara þakklát fyrir að hann skaðaði ekki sjálfan sig og aðra," segir Unnur. „Það er skelfilegt að missa börnin sin í þessa undir- heima. Ég veit að honum líður hörmulega yfir þessu." Hringdi sjálfur í lögregluna Sjónarvottar að umsátrinu á Ak- ureyri um helgina segja að mesta mildi hafi verið að ekki fór verr. Sig- urður Hlöðversson myndatökumað- ur fyrir sjónvarpsstöðina Aksjón seg- ir atburðarrásina hafa verið einna líkasta bandarískri bíómynd. Leó hafi miðað bæði á lögreglumenn og hann sjálfrm með kfldnum á rifflin- um og þá hafi ekkert annað komið til greina en að stökkva í skjól. “Hann hringdi hins vegar sjálfur í lögregluna," segir Sigurður. „Égheld að hann hafi sjálfur viljað hjálp." Byssan sem Leó notaði var læst í kassa á heimili fjölskyldunnar. Unn- ur Huld vill taka það fram að hún hafi verið kyrfilega læst í kassa og alls ekki legið á glámbekk. „Það er bara svo að ef þú ætíar þér eitthvað þá gerirðu það,“ segir Unnur sem hefur fylgst með málinu í fjölmiðl- um um helgina. Hún vill taka fram að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Fjölskylda í sorg „Það er svo auðvelt að dæma menn af æsilegum myndum sem birt- ist í sjónvarpi en það gleymist oft að hugsa um fólkið í kring sem eru einnig fómarlömb í svona málum," segir Unnur. „Hann á yngri systídni og þetta hefur gríðarleg áhrif á alla fjöl- skylduna. Ég hef verið í sjálfshjálpar- hópi foreldra sem eiga böm í fflóúefri- um. Það em ótrúlega margir sem eiga um sárt að binda. Fflaflefnin em svo sterkt afl og bömin svo vanmáttug." Unnur segir son sinn hafa farið í meðferð en því miður hafi hann aft- ur leiðst á ógæfubraut. “Það er svo mikilvægt að fólk í þessari stöðu fái hjálp þegar það kemur aftur út í samfélagið," segir Unnur. „Að það finni að það eigi sér viðreisnarvon. í tilfelli sonar míns þarf hann auðvitað að vera ábyrgur gjörða sinna og horfast í augu við mistökin sem hann gerir.“ Unnur segir fyrirgeftiinguna mik- ilvæga á smndum sem þessum. „Ég vil að hann geti horfst aftur í augun við lífið eins og aðrir; að hann eigi möguleiki að komast frá þessu. Maður elskar alltaf bömin sín og hann þarf meira á ást að halda nú en nokkurn tíman áður.“ simon@dv.is „Maður elskar alltaf börnin sín og hann þarf meira á ást að halda nú en nokkurn tímann áður Unnur Huld Sævars- dóttir, móðir Leós “Hann hringdi sjálfur á lögregtuna. Þetta var hróp hans á hjálp." Leó Magnusson Vopnaðist veiðriffli og rfkti umsátursástand á Akureyri um helgma. Áfengisuppreisn Morgunblaðsins Svarthöfði hefur gaman af því að fá sér í glas endmm og eins. Finna hvernig bjórinn vætíar í gegnum svartan hjálminn. Hann var því að vonum glaður þegar Morgunblaðið tók sig til og gaf banni við áfengis- auglýsingum fingurinn í laugardags- tímariti sinu um mat og vín. Á íslandi er vín nefhilega tabú. í ferðum sínum um stórborgir heims gat Svarthöfði rennt svörtum hönsk- unum í gegnum hin ýmsu tímarit og ákveðið í samráði við Svarthöfðu hvaða vín hentaði best með kvöld- matnum. Hér heima á vín ekki heima á síðum dagblaðanna. Aðeins 'lh -'w Svarthöfði í verslunum rfldsins. Uppreisn Morgunblaðsins er því í raun uppreisn gegn stjórnvöldum. Gegn afturhaldsseggjum sem halda að boð og bönn séu rétta leiðin. Loksins heyrðist sjálfstæð rödd Moggans sem prédikaði frjálshyggju en ekki afturhaldssemi. Þetta varð Svarthöfða ljóst með- an Svarthöfða stóð við eldavélina og undirbjó kvöldmatinn. Á næstöft- ustu síðu tímaritsins var auglýsing Hvernig hefur þú það? Ögmundur Jónasson alþingismaður:„Ég hefþað eins gott og hugsast getur. Það er ekkert til betra en fslenskt sumar og efmaður ákostá því að nýta sér það til útivistar kemst maður ekki mikið nær almættinu. Um helgina fór ég I útreiðartúr í Borgarfirði ásamt fornvinum mínum og grillaði með fjölskyldunni. Isvona tíð geri ég það helst að hlakka tilnæsta dags.“ um Stowells Pays Du Gard kassavín sem er miðjarðarhafslegt, létt og ávaxtaríkt með mildrí endingu - hæfir vel léttri matseld og kostar að- eins 3.290 krónur í áfengisverslun ríkisins. Á annarri síðu var auglýsing um domain Laroche hvítvín sem er víst nákvæmlega eins og Chablis Chardonnay á að vera. Svarthöfði þykist nú reyndar vera fróður maður en þessar auglýsingar vöktu þorsta hans í meiri fróðleik og það sem meira var gat hann nú skellt sér í rfldð og vitað nákvæmlega hvað hann ætlaði að kaupa. Um kvöldið drukku Svarthöfða hjónin svo Laroche Chaplis hvítvín og fundu finlegan ilminn af perum og eplum, með vott af steinefnum. „Skál fyrir Mogganum," sagði Svart- höfða og brosti. Kvöldið rétt að byrja. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.