Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2004, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2004, Page 16
J 6 MÁNUDACUR 26. JÚLÍ2004 Fréttir DV Borgarastyrjöld hefur geisað í Súdan um áratuga skeið. í Darfur hafa íbúar verið ofsóttir árum saman. Nú ofsækja arabískir múslimar i norðurhlutanum kristna blökkumenn í suðurhluta landsins. Kallað er á al- þjóðlegt friðargæslulið og aðstoð hjálparsamtaka. Neyðin er gífurleg. íslendingar bregðast misjafnlega við. Ranöi krossinn hjálpar í Súdan en friðnrgæslan bíðnr átekta Móðir með barn Loksins hefur umheimurinn beint augum aö ástandinu íSúdan. Stjómvöld í Súdan segjast hafa aukið öryggi og neyðaraðstoð í Darfur að undanförnu. Þau hafa undanfarið verið beitt þrýstingi af Bandaríkjastjórn og stjómvöldum í Evrópuríkjum vegna ástandsins í landinu. Bandaríkjaþing hefur samþykkt ályktun þar sem ásandinu í Darfur er lýst sem þjóðarmorði. Alþjóða Rauði krossinn er með einhverjar umfangsmestu aðgerðir í einu landi í Súdan. Khalil Ibrahim, leiðtogi Réttlætis- og jafnréttishreyfingarinnar JEM í Súdan segir að hreyfingin taki ekki þátt í friðarviðræðum við súdönsk stjórnvöld fyrr en þau hafi afvopnað Janjaweed, vígahóp araba. Þeir hafa á undanförnum mánuðum drepið um þrjátíu þúsund manns og hrakið allt að eina og hálfa milljón manna frá heimilum sínum, að mati Sam- einuðu þjóðanna. JEM og Súdanska frelsishreyfingin, SLM, hófu upp- reisn í fyrra og sökuðu stjórnvöld í Kartún meðal annars um að styðja arabíska vígahópinn með vopnum. Um helgina átti Mustafa Osman Is- mail, utanríkisráðherra Súdan, fund með Ben Bot, utanríkisráðherra Hollands, og sagði meðal annars að stjórnvöld hafi þegar handtekið hundrað háttsetta liðsmenn Janja- weed og þeir bíði nú dóms. Mustafa Osman Is- Þórir Guðmunds- mail, utanrfkisráð- son, upplýsinga- herra Segirstjórn- fulltrúi Rauða völd hafa handtekið krosslslands „Þeg- hundraö háttsetta ar rigningarnar bæt- tiösmenn Janjaweed. ast ofan á það verður ástandiö skelfiiegt. Haft er eftír háttsettum breskum hershöfðingja að Bretar getí sent allt að fimm þúsund manna herlið til Súdan og Alexander Downer, utan- ríkisráðherra Ástralíu, sagði að Ástr- alar væru tilbúnir til að leggja til mannskap í alþjóðlega ffiðargæslu- sveit á vegum Sameinuðu þjóðanna. Athygli umheimsins á ástandinu vaknaði eftir að fjölmiðlar fóru æ oft- ar að birta myndir af sárþjáðum kon- um og bömum í flóttamannabúðum í nágrannaríkinu Chad þar sem tugir þúsunda manna búa við ömurlegar aðstæður. í síðustu viku urðu breskir hjálparstarfsmenn að yfirgefa búð- irnar í Farchana og Bredjing eftir að átök brutust út í búðunum. Þeir hafa nú snúið til baka. Þrír íslenskir sendifulltrúar „í Súdan á sér nú stað einhver stærsti mannúðarvandi í heiminum í dag" segir Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða kross ís- lands. „Þar er alþjóða Rauði kross- inn með einhverjar umfangsmestu aðgerðir í einu landi. Rauði kross ís- lands er með þrjá sendifulltrúa í Súdan og eru þeir að vinna í heil- brigðismálum og við að útvega hreint vatn. Þarna hefur orðið manntjón af völdum styrjaldar- ástands og þúsundir manna eru á vergangi. Það þarf að aðstoða fólkið, sérstaklega núna því rigningartím- inn er nýhafinn. Hann hefur gífur- lega slæm áhrif á allan aðbúnað fólksins sem hefur verið í flótta- mannabúðum við illan kost mánuð- um saman. Þegar rigningarnar bæt- ast ofan á það verður ástandið skelfilegt. Það er mikilvægt að koma hreinu vatni til fólksins og vera við- búin vegna farsótta sem geta bloss- að upp með engum fyrirvara. Það er áhersla Rauða krossins í Súdan þessa dagana" segir Þórir. Að sögn Arnórs Sigurjónssonar, sem fer með málefni íslensku ffiðar- gæslunnar hefur engin beiðni um aðstoð komið inn á borð utanríkis- ráðuneytísins. Alþjóða Rauði krossinn „iSúdan á sér nú staö einhver stærsti mannúðarvandi í heim- inum í dag." Móðir og barn í flóttamannabúðum í Chad Sameinuðu þjóðirnar segja allt að eina og hálfa milljón manna á vergangi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.