Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2004, Blaðsíða 21
DV Sport MÁNUDACUR 26. JÚLÍ2004 21 nista hlaup allra tíaa ilagt meh steranotkun „Við elskum þig Ben, en þú ert sekur." fengið þremur dögum áður. „Við elskum þig, Ben,“ sagði Letheren. „En þú ert sekur og átt þessi verðlaun ekki skilið". Ben Johnson, maðurinn sem hafði skakið veröldina með ótrúlegu meti og orðið þjóðhetja í kjölfarið, var orðinn að skúrki og valdur af einum mesta skandal í frjálsíþróttasögunni. Hann var dæmdur í nokkurra ára bann í kjölfarið en kom svo aftur með stormi og sagðist ætía að verða mesti spretthlaupari heims á nýjan leik. Sú endurkoma var svo jörðuð með því að Johnson féll aftur á lyfjaprófi og var dæmdur í ævilangt keppnisbann. vignir@dv.is Skotið hljóp af og einn maður leit út fyrir að vera byssukúlan sjálf. Ben Johnson skaust úr startholunum og var kominn með dtrúlega forystu eftir aðeins örfáar sekúndur. Carl Lewis, ðlympíumeistarinn sjálfur og sigurstranglegasti keppandinn, horfði í örvæntingu á eftir Ben Johnson sem hafði stungið hann af á augabragði. Kanadamaðurinn kom í mark á ótrúlegum tíma, 9,79 sekúndum, sem að sjáifsögðu var nýtt heimsmet. „Hlaupið verður búið einni sekúndu eftir að það verður ræst," sagði Ben Johnson í hrokafullum tón daginn áður en 100 metra hlaupið á ólympíleikunum í Seoul 1988 fór fram. Johnson stóð við stóru orðin eins og áðumefnd lýsing ber með sér og varð í kjölfarið sjálfkrýndur fljótastí maður heims. Strax komu upp efasemdir - þetta met væri í raun of gott til að vera satt. Johnson hlyti að hafa fengið einhverja hjálp í hlaupinu - hjálp sem kæmi frá einhverju öðm en mannlegum þáttum. Daginn eftir hlaupið, sunnudaginn 25. sept- ember, kom í ljós að Johnson hefði neytt ólöglegra lyfja. Sýni sem var tekið strax að loknu hlaupinu, sýndi inntöku steralyfsins Stanozolol. Á þriðjudeginum klukkan hálffjögur gekk Carol Anne Letheren á fund til Johnsons og hirtí af honum gullpeninginn sem hann hafði Heimsmeti fagnað Ben Johnson kemurl mark og lyftir hægri vísifingri til marks um hversé sá besti.Allt saman varþetta þó svindl. Hlaupið hefst Ben Johnson hefur strax náð umtalsverðu forskoti á keppinauta slna og Carl Lewis er þriðji á myndinni, langtáeftir. Þetta start Johnsons hefuroft veriö nefntþað besta afsínu tagi I sögunni. Hlaupið hálfnað BenJohnson hefuryfírburði og Carl Lewis (fjærstá myndinni) hefurgefíð möguleikana á að verja ólympíutitilinn upp á bátinn. Hlaupið var samt sem áður grlðarlega hratt og hljóp Lewis einnig undirþáverandi heimsmeti. DV telur niður að ólympíuleikunum í Aþenu með því að skyggnast í sögu leikanna sem fara nú fram í 28. sinn. Nú er komið að leikunum í Amsterdam árið 1928 og Los Angeles árið 1932. Ólympíuhetjan... Didrikson, som kemur frá Bandaríkjunum, gekk undir gælu- nafninu „gellan" vegna þess að hún þótti hinn fullkomni kven- mtiður, ítur.axin mjög og með geislandi framkomu. ,-\ ólymptu- leikunum í Los Angeles tók hún þátt í þremur frjálsíþróttagrein- unurn seiri var hámarkiö af fjölda greina sem taka mátti þátt i, Hún sigraöi í spjótkasti ng 80 rnetra grindahlaupi og hafhaði í öðru sæti í hástökki. Lilítiö óvénjuleg þrenning þarna á ferð, þvá ekkí oft serh líkamsbyggingin í spjótkast og spretthlaup fara vel saman. Didrikson var einnig liðtæk í kringlukasti, iartgstökkí og öörum spretthlaupum og hefði líklega unniö gull i þeim greinum hefði hún fengið að taka þátt í þeim. Keppni í sjöþraut hófst ekki fyrr en á Óí. I96-J og heföi Didrikson án efa urtnið þá grein meö fáheyrðum yfirburðum. F.ftir ÓL 1932 fékk hún nóg af frjáisum og ákvað að ieggja fyrir sig golílð. Hún varð íljótt sú besta í hcimi og vanrt hún alls 31 alþjóðleg golfmót ;i natstu árum. Á ferð í gegnum ólympíusöguna - ; dagar til 28. leikanna í VI 1928 VII 1932 17.maítil 12. ágúst 1928 FJÖLDIÞJÓÐA 46 FJÖLDIKEPPENDA 2883 2606 KARLAR, 277 KONUR FJÖLDIÍÞRÓTTA 14 FJÖLDIÍÞRÓTTAGREINA 109 ÞJÓÐIR MEÐ VERÐLAUN 33 Þjóðir með Bandaríkin 56 flestgull Þýskaland 31 Umsækjendur um leikana Amsterdam og Los Angeles. Los Angeles í Bandaríkjunum 30. júlítil 14. ágúst 1932 FJÖLDIÞJÓÐA 37 FJÖLDIKEPPENDA 1332 1206 KARLAR, 126 KONUR FJÖLDIÍÞRÓTTA 14 FJÖLDIÍÞRÓTTAGREINA 117 ÞJÓÐIR MEÐ VERÐLAUN 27 Þjóðir með Bandaríkin 103 flest gull Italía 36 Umsækjendur um leikana Einungis Los Angeles. VISSIRÞÚ? Þýskaland tók aftur þátt f ólympíuleikunum í Amsterdam árið 1928 eftir 16 ára fjarveru, eða allt frá því á leikunum 1912. A ÓL í Amsterdam voru konur í fyrsta sinn á meðal þátttakenda í frjálsíþróttakeppni. Áður höfðu þær aðeins tekið þátt í tennis, golfi, skautum, siglingum, sundi, skylmingum og bogfimi. (fyrsta skipti f sögunni var ólympíuloginn tendraður á turni innan aðalleikvangsins f Amsterdam sem hannaður var af Jan Wils. Ekki var slökkt á loganum fyrr en að leikunum loknum og hefur sú hefð tíðkast æ síðan. Ýmsar nýjungar voru í boði á ÓL f Los Angeles.Tímataka í 100 metra spretthlaupi var í fyrsta skipti mæld upp á 1/100 úr sekúndu, þjóð- söngvar og lyfting þjóðfána viö verðlaunaafhendingar var gert að sið og auk þess fór verðlauna- afhending fram nánast strax að lokinni grein en ekki f lok dags eins og áður. Vegna samgönguerfiðleika var fjöldi keppenda á ÓL f Los Angeles sá lægsti siðan 1904 þráttfyrlr frábærar keppnisaðstæður (öllum íþróttagreinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.