Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Síða 23
J3V Helgarblað LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 23 Gjörningaklúbburinn kallar sig á ensku The lcelandic Love Corporation. Þar eru þrjár og hafa um ára- bil unnið saman að myndlist, hittust fyrst í Myndlistar og Handíða skólanum og hafa síðan farið víða og sýnt í nafni klúbbsins. Á fimmtudag opnuðu þær nýja sýningu í gallerí i8 á Klapparstígnum. Það voru nýjustu verk þeirra á boðstólum, viðförull gerningur á teipi, ljósmyndir, teikningar og stór ný verk. Starfar þú við almannaþjónustu og viltauka þekkingu þína og hæfni? Sumarið fór í stórsókn á evrópu- markaði. Þær stöllur sóttur heim frægustu og erfiðustu listamessu álf- unnar í Basel og fengu þar sinn eig- in bás undir þeirri deild messunnar sem kallast Statements. Þangað er valinn hópur listamanna og voru þær stöllur einar af sautján mynd- listarmönnum sem þar fengu inni. Þykir það nokkur heiður, en lista- kaupstefnan í Basel er virtasta kaup- steftia myndlistanna í heiminum. Stærsta og nýstárlegasta verkið á sýningunni í i8 er veggverk unnið úr lakkrís: „Það eru ýmsar týpur af lakkrís, reimar, rúllur, rör og fylltur lakkrís, allt saman frá Appolló-lakk- rís,“ segir Eirún Sigurðardóttir sem er þriðjungur af klúbbnum. Vinkon- ur hennar eru þær Jóm' Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir. „Verkið er vísun í Stjörnunótt eftir Van Gogh. Við vit- um ekki alveg hvað það heitir, en Stúlkurnar að starfi á síðasta ári Frá sýningu klúbbsins I New York I vetur. það kemur í ljós.“ Þá er á sýningunni hamur gerður úr gömlum sokka- buxum og fylgir honum heklaður höttur. Við spyrjum hvort að hann sé fyrir smávaxnar konur eða há- vaxna karla. „Það er one size fíts all“, svara Eirún að bragði. „Við erum alltaf að hverfa til hannyrða, sem áður voru stundaðar af öllum kon- um, en nú er hætt, því miður." í glugganum á i8 verður til sýnis myndband af gerningi sem þaær hafa ferðast með síðastu misseri. Þá munu þær sýna ýmislegt annað smálegt. Þá er til sýnis amerískur örn í þeirra útgáfu Þessar ungu konur hafa verið á fartinu síðustu misseri og geta ekki slakað á: þeirra bíða sýningarstörf í erlendum stór- borgum. Fyrst er gerningahátíð í Stokkhólmi með leikhúsi í bland, þá er meiri gern- ingar í Sankti Pét- ursborg og loks verkefni um tré fyrir jól í Búda- pest. Það verður því nóg að gera. „Stöðugur þeyting- ur," segir Eirún. Sýningin opnaði á fimmtudagskvöld og verður opin frá 11 til 17 á miðvikudögum til föstu- dags, laugardaga frá 13. :• Starfsmennt Fræðslusetrið Starfsmennt er samvinnuvettvangur fjármálaráðuneytisins og ýmissa stéttarfélaga ríkisstarfsmanna um starfsþróun, endur- og símenntun. í þessum málaflokkum þjónustar Starfsmennt bæði starfsmannahópa og einstakar stofnanir. Eftirfarandi verkefni og námskeið verða meðal annars í boði á haustönn 2004: Starfsnám stuðningsfulltrúa, grurín- og framhaldsnám Nám fyrir starfandi stuðningsfulltrúa. Umsjón með náminu hefur Framvegis - miðstöð um símermtun og Símenntunarmiðstöðvar víða um land. Rekspölur I og Rekspölur II Almennt starfsnám. Umsjón með náminu hefur Fræðsluver GG. Framrás 1, Framrás 2 og Framrás 3 Einkum ætlað fólki í skrifstofustörfum og tengdum störfum í almannaþjónustu. Umsjón með náminu er í höndum Endurmenntunar HÍ, Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, Fræðslunets Austurlands, Fræðslumiðstöðvar Þingeyinga, o.fl. Vandað til verka Nám fyrir stjórnendur, verkstjóra og leiðbeinendur á vernduðum vinnustöðum. Samstarfsaðili er Samtök um vinnu og verkþjálfun. Umsjón er í höndum Starfsmenntar. Járnsíða Nám og þjálfun fyrir starfsmenn sýslumannsembættanna. Verkefnið er í undirbúningi. Nánar kynnt síðar. Félagsliðanám Nám fyrir starfandi stuðningsfulltrúa. Samstarfs- og umsjónaraðili er Borgarholtsskóli. Nám fyrir hjúkrunar- og móttökuritara Nám fyrir starfandi hjúkrunar- og móttökuritara. Samstarfs- og umsjónaraðili er Fjölbrautaskólinn við Ármúla. Nám fyrir umsjónarmenn fasteigna Nám fyrir starfandi umsjónarmenn fasteigna. Samstarfs- og umsjónaraðili er Iðntæknistofnun. Ráðgjafi að láni Greining og áætlanagerð á sviði starsþróunarmála sem unnin eru með ákveðnum hópi stofnana. Skýrt og skorinort - starfsmannasamtöl og notkun þeirra Námskeið fyrir starfsmenn stofnana sem tekið hafa þátt í verkefni Starfsmenntar Ráðgjafi að láni. Umsjón með námskeiðunum hefur Þekkingarmiðlun ehf. Allar frekari upplýsingar er að fá hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík. Símanúmer: 525-8395. Netfang: smennt@smennt.is. Heimasíða: www.smennt.is. Stéttarfélag í almannaþjónustu /fi») Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar i Kjölur Fjármálaráduneytið Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, Starfsmanna- félag Dala- oq Snæfellssýslu, Starfsmannafélag Húsavíkur, Starfsmannafélag Fjarðabyggðar, Starfs- mannafélag Olafsfjarðar, Starfsmannafélag Seltjarnarness, Starfsmannafélag Skagafjarðar, Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi, Starfsmannafélag Akraness, Starfsmannafélag Hafnarbarðar, Starfsmannafélag Kópavogs, Starfsmannafélag Vestmannaeyja og Starfsmannafélag Garðabæjar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.