Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Qupperneq 23
J3V Helgarblað LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 23 Gjörningaklúbburinn kallar sig á ensku The lcelandic Love Corporation. Þar eru þrjár og hafa um ára- bil unnið saman að myndlist, hittust fyrst í Myndlistar og Handíða skólanum og hafa síðan farið víða og sýnt í nafni klúbbsins. Á fimmtudag opnuðu þær nýja sýningu í gallerí i8 á Klapparstígnum. Það voru nýjustu verk þeirra á boðstólum, viðförull gerningur á teipi, ljósmyndir, teikningar og stór ný verk. Starfar þú við almannaþjónustu og viltauka þekkingu þína og hæfni? Sumarið fór í stórsókn á evrópu- markaði. Þær stöllur sóttur heim frægustu og erfiðustu listamessu álf- unnar í Basel og fengu þar sinn eig- in bás undir þeirri deild messunnar sem kallast Statements. Þangað er valinn hópur listamanna og voru þær stöllur einar af sautján mynd- listarmönnum sem þar fengu inni. Þykir það nokkur heiður, en lista- kaupstefnan í Basel er virtasta kaup- steftia myndlistanna í heiminum. Stærsta og nýstárlegasta verkið á sýningunni í i8 er veggverk unnið úr lakkrís: „Það eru ýmsar týpur af lakkrís, reimar, rúllur, rör og fylltur lakkrís, allt saman frá Appolló-lakk- rís,“ segir Eirún Sigurðardóttir sem er þriðjungur af klúbbnum. Vinkon- ur hennar eru þær Jóm' Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir. „Verkið er vísun í Stjörnunótt eftir Van Gogh. Við vit- um ekki alveg hvað það heitir, en Stúlkurnar að starfi á síðasta ári Frá sýningu klúbbsins I New York I vetur. það kemur í ljós.“ Þá er á sýningunni hamur gerður úr gömlum sokka- buxum og fylgir honum heklaður höttur. Við spyrjum hvort að hann sé fyrir smávaxnar konur eða há- vaxna karla. „Það er one size fíts all“, svara Eirún að bragði. „Við erum alltaf að hverfa til hannyrða, sem áður voru stundaðar af öllum kon- um, en nú er hætt, því miður." í glugganum á i8 verður til sýnis myndband af gerningi sem þaær hafa ferðast með síðastu misseri. Þá munu þær sýna ýmislegt annað smálegt. Þá er til sýnis amerískur örn í þeirra útgáfu Þessar ungu konur hafa verið á fartinu síðustu misseri og geta ekki slakað á: þeirra bíða sýningarstörf í erlendum stór- borgum. Fyrst er gerningahátíð í Stokkhólmi með leikhúsi í bland, þá er meiri gern- ingar í Sankti Pét- ursborg og loks verkefni um tré fyrir jól í Búda- pest. Það verður því nóg að gera. „Stöðugur þeyting- ur," segir Eirún. Sýningin opnaði á fimmtudagskvöld og verður opin frá 11 til 17 á miðvikudögum til föstu- dags, laugardaga frá 13. :• Starfsmennt Fræðslusetrið Starfsmennt er samvinnuvettvangur fjármálaráðuneytisins og ýmissa stéttarfélaga ríkisstarfsmanna um starfsþróun, endur- og símenntun. í þessum málaflokkum þjónustar Starfsmennt bæði starfsmannahópa og einstakar stofnanir. Eftirfarandi verkefni og námskeið verða meðal annars í boði á haustönn 2004: Starfsnám stuðningsfulltrúa, grurín- og framhaldsnám Nám fyrir starfandi stuðningsfulltrúa. Umsjón með náminu hefur Framvegis - miðstöð um símermtun og Símenntunarmiðstöðvar víða um land. Rekspölur I og Rekspölur II Almennt starfsnám. Umsjón með náminu hefur Fræðsluver GG. Framrás 1, Framrás 2 og Framrás 3 Einkum ætlað fólki í skrifstofustörfum og tengdum störfum í almannaþjónustu. Umsjón með náminu er í höndum Endurmenntunar HÍ, Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, Fræðslunets Austurlands, Fræðslumiðstöðvar Þingeyinga, o.fl. Vandað til verka Nám fyrir stjórnendur, verkstjóra og leiðbeinendur á vernduðum vinnustöðum. Samstarfsaðili er Samtök um vinnu og verkþjálfun. Umsjón er í höndum Starfsmenntar. Járnsíða Nám og þjálfun fyrir starfsmenn sýslumannsembættanna. Verkefnið er í undirbúningi. Nánar kynnt síðar. Félagsliðanám Nám fyrir starfandi stuðningsfulltrúa. Samstarfs- og umsjónaraðili er Borgarholtsskóli. Nám fyrir hjúkrunar- og móttökuritara Nám fyrir starfandi hjúkrunar- og móttökuritara. Samstarfs- og umsjónaraðili er Fjölbrautaskólinn við Ármúla. Nám fyrir umsjónarmenn fasteigna Nám fyrir starfandi umsjónarmenn fasteigna. Samstarfs- og umsjónaraðili er Iðntæknistofnun. Ráðgjafi að láni Greining og áætlanagerð á sviði starsþróunarmála sem unnin eru með ákveðnum hópi stofnana. Skýrt og skorinort - starfsmannasamtöl og notkun þeirra Námskeið fyrir starfsmenn stofnana sem tekið hafa þátt í verkefni Starfsmenntar Ráðgjafi að láni. Umsjón með námskeiðunum hefur Þekkingarmiðlun ehf. Allar frekari upplýsingar er að fá hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík. Símanúmer: 525-8395. Netfang: smennt@smennt.is. Heimasíða: www.smennt.is. Stéttarfélag í almannaþjónustu /fi») Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar i Kjölur Fjármálaráduneytið Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, Starfsmanna- félag Dala- oq Snæfellssýslu, Starfsmannafélag Húsavíkur, Starfsmannafélag Fjarðabyggðar, Starfs- mannafélag Olafsfjarðar, Starfsmannafélag Seltjarnarness, Starfsmannafélag Skagafjarðar, Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi, Starfsmannafélag Akraness, Starfsmannafélag Hafnarbarðar, Starfsmannafélag Kópavogs, Starfsmannafélag Vestmannaeyja og Starfsmannafélag Garðabæjar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.