Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2004, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2004, Page 6
6 MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2004 Fréttir DV íslenskar hausaveiðar Norska ríkisút- varpið hefur greint frá því að íslending- ar séu á hausaveið- um í Noregi. Mála- vextir eru þeir að . Norðmenn henda þorskhausum í sjó- ______ inn en íslendingar vinna úr þeim verðmæti til að selja Nígeríumönnum. Fjöldi fyrirspurna hefur borist rannsóknafyrirtækinu Fiskeriforskning í Tromsö frá íslenskum aðilum sem vilja kaupa þorskhausa, samkvæmt því er kemur fram á skip.is. Vinsældir þorskhausa í Nígeríu má rekja til þess að margir íbú- anna hafa ekki efni á skreið. Þorskhausar eru þar vinsælar skírnar- og ferm- ingargjafir. Hérað hefur fengið nafn í skoðanakönnun um nafn á nýtt sveitarfélag á Héraði, sem fram fór jafn- hliða sveitarstjórnarkosn- ingum fyrir austan á laug- ardag var Fljótsdalshérað það nafn sem fékk flest at- kvæði. Kosið var um nöfnin Egilsstaðabyggð, Fljótsdals- hérað og Sveitarfélagið Flérað. Eiga lœknar að Þiggja gjafir frá lyfjafyrirtœkjum ? Dagur B. Eggertsson læknir og borgarfulltrúi „Það er eðlilegt að læknar stundi endurmenntun og framhaldsnám. Isumum til- vikum getur það verið í sam- starfi við lyfjafyrirtæki. Gjafir því tengdar eða boðsferðir geta keyrt úr hófi fram. Það er því eðlilegt að upþlýsingar um slíkt séu opinberar eða að minnsta kosti aðgengilegar þeim sem að læknarstarfa hjá." Hann segir / Hún segir „Nei. Læknar eiga ekki að þiggja gjafirsem eru líklegar til að hafa áhrifá starfið. Til dæmis utanlandsferðir sem eru kostaðar algjörlega af lyfjafyrirtækjum á ráðstefnum erlendis. Oft er þetta á gráu svæði en þá erum við komin yfir þessi mörk. Fræðibækur og slíkt eru annað mál en þaö er alltaferfitt að meta þetta." Þuríður Backman alþingismaður Björn Sigurðsson, sem birtir nöfn dópsala á netinu, glímir við fjölskyldu sína, lög- regluna, persónuvernd, dópsala og handrukkara. íbúar í blokk hans í Krummahól- um eru óttaslegnir. Björn segist sjálfur vera afslappaður og sáttur við lífið. Listinn sé hans líftrygging og hann muni birta fleiri nöfn ef handrukkararnir og dópsal- arnir láti hann ekki í friði. Fimm dagar eru síðan Björn Sigurðsson birti nafnalista yfir þekkta handrukkara og eiturlyfjasala á netinu. Síðan þá hefur lögreglan hótað að hefja opinbera rannsókn á málinu, Persónu- vernd segir lög brotin, hótanir hafa borist úr undirheimunum og fbúar í Krummahólum 6 óttast um öryggi sitt. Björn segist hvorki óttast handrukkara né dauðann. Eldfim umræða hefur skapast á netinu, meðal annars á vefsíðu Björns, um þennan einstaka gjörn- ing hans. Margir fagna framtakinu en sumir hafa uppi stór orð, vísa til persónuverndar og friðhelgi einka- lífs þeirra sem á listanum eru. Þá segist maður sem gagnrýnir birtingu listans ætla að komast að því hve mikið hann fái af peningum fyrir að gera út af við Björn. „Ég er mjög afslappaður," segir Björn og kveikir sér í sígarettu. Þrátt fýrir að tveir af strákum Björns séu á kafi í dópheiminum og hann sjálfur í hatrammri baráttu á móti „þessum mönnum" hefur hann aldrei komið nálægt dópi - eina sem hann er háð- ur, segir Björn, eru sígarettur. „Ég reyki yfir tvo pakka á dag,“ segir hann. Barátta föður og sonar Á heimasíðu Björns, dopsalar.tk, eru nöfn ýmsra manna sem eru misþekktir úr fíkniefhaheiminum. Sumir eru nú í fangelsi. Aðrir ganga lausir. En ekki eru allir sammála um gildi nafnbirtinga Björns. Einn af þeim er Ómar Björnsson, sonur hans í Breiðholtinu. „Að gefnu tilefni kæri ég mig ekki um að unnustu minni sé kennt um að eiga sök á tilvist þessa lista frá föður mínum og mun ég íhuga að kæra þá sem það gera þar sem þessir listar koma hvorki henni né „Það er bara kominn tími til að eitthvað sé gert íþessum málum." mér við á neinn hátt [...] ÞAÐ VAR FAÐIR MINN SEM SETTI ÞESSA LISTA INN Á ÞESSA SÍÐU EKKI ÉG EÐA UNNUSTA MÍN,“ segir Ómar í lista af svörum á heimasíðu föður síns. Gremja Ómars er kannski skiljan- leg. Hann bætir við að hann hafi fengið símtal að næturlagi frá ein- hverjum sem hafi hagsmuna að gæta varðandi listann. Honum hafi verið hótað og íhugi að kæra ef þetta heldur áfram. Björn segir fjölskylduna ekki sátta við það sem hann gerir. Fjölskylda í dópi „Nei, fjölskyldan í heild er á móti þessu. Tveir synir mínir eru á kafi í þessum heimi en ég vil taka það skýrt fram að þeir eru ekki heimild- armenn að þessum lista. Þeir komu ekki nálægt honum og það er ekki sanngjarnt að þeir líði fýrir það sem ég er að gera,“ segir Björn. Hann heldur áfram: „Samband mitt við syni mína er samt ágætt. Ég hef samt alltaf verið á móti dóp- neyslu þeirra. Það er ekki hægt að lýsa því hvernig það er að sjá börnin Öryggiskerfi á stigaganginum íbúari blokkinni eru óttasiegnir vegna lista Björns. sín á kafi í þessum heimi. Eina sem ég er háður er tóbak. Það nægir mér.“ Lögreglan í Reykjavík hefur gert athugasemdir við að nöfn tveggja lögreglumanna eru á listanum. Björn segir þessa menn veita dópsölum upplýsingar. „Ég setti nöfn tveggja lögreglumanna inn á síðuna því ég veit hvað þeir gera,“ segir Björn. „Þetta eru samt bara tveir lögreglu- menn. í heild stendur löggan sig vel og ég hef h'tið út á hana að setja." Varðandi Persónuvemd segir Björn dópsöluhstann vera á erlendri síðu svo íslensk lög ná ekki yfir hana. Nöfnin líftrygging En af hverju treystir Björn ekki lögreglunni til að sinna sínu starfi. Upplifir hann sig sem sjálfskipaðan lögreglumann, einhvers konar Hróa Hött? Nei, guð minn góður," segir Björn og hlær. „Það er bara kominn tími til að eitthvað sé gert í þessum málum. Þau nöfn sem ég birti er bara h'till hluti af þessum heimi. Ég held ennþá nöfnum toppanna á ömggum stað. Það er mín líftrygging.“ Óg til að sanna mál sitt segir Krummahólar Hér býr Björn Sigurðsson, baráttumaður gegn dópsölum. Björn að dópsah í næstu blokk, sé nú hættur að dfla í hverfinu. „Þessi maður er á listanum," segir Björn. íbúar óttaslegnir Það fækkar í Viceroy-pakkanum. Björn fær sér kaffi. Með miklum sykri. Hann er nú kominn aftur í fasta vinnu en vill ekki gefa upp hver hún er. Segist vera að vinna við bfla eins og hann hafi gert nær allt sitt h'f. „Ég fór aldrei í framhaldsnám eins og sumir,“ segir Björn. „Vann bara mína vinnu og giftist fallegri konu. Við skyldum svo árið 1993 en hún heldur ennþá sambandi við mig. Hún hefur áhyggjur af því sem ég er að gera. Vill að ég hætti þessu." Og það em fleiri. íbúar í stiga- gangi Björns í Kxummahólum 6 em óttaslegnir. Björn segir eina konu á ganginum hafa komið í heimsókn og spurt hvað hún ætti að gera. Hann hafi róað hana með því að setja upp öryggiskerfi í stigaganginum. „Síðan ég setti upp síðuna hef ég fengið hótanir í gegnum síma. Þetta eru alltaf „private numbers" en manni gmnar svo sem ýmislegt. Ég er samt ekki óttasleginn. Þetta er slagur sem ég er tilbúinn að taka. Ég sé ekki eftir neinu." simon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.