Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2004, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2004, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2004 Fréttir DV Kveiktu í Ölfusárbrú í gærmorgun um kl. 04.30 barst lögreglunni á Selfossi tilkynning um eld á Ölfusárbrú. Þegar lögreglan kom á staðinn var eldur á vesturakrein brúarinnar. Á brúargólfinu var bensín sem líklega hefur verið hellt á gólfið og síðan kveikt í því. Plast á brúarhandrið- inu skemmdist vegna hit- ans. Ekki er vitað hver þar- na var að verki en lögreglan lýsir eftir upplýsingum. Árni Oddur í stjórn Flug- leiða Á hluthafafundi Flug- leiða hf í gær var Árni Odd- ur Þórðarson verðbréfasali kosinn í stjórn fé- lágsins í stað Jóns Helga Guðmunds- sonar sem nýverið sagði sig úr stjórn- inni. Einnig var á fundinum samþykkt heimild til stjórnar félagsins um aukn- ingu hlutafjár með útgáfu nýrra hluta. Heimildin nær til tæplega 923 milljóna króna að nafnvirði í heild og hafa núverandi hluthaf- ar forgangsrétt að um 75% aukningarinnar. í ræðu stjórnarformanns kom fram að tilgangurinn með heimild til aukningar hluta- f\ái væri ekki síst sá að veita félaginu tækifæri til ytri vaxtar. Greining KB banka segir frá. Þakplötur fuku víða Björgunarsveitarmenn í Vestmannaeyjum stóðu í ströngu við að festa þak- plötur á húsum í bænum ásamt því að fergja og festa þakhlutana sem fuku af IMEX-húsinu á þriðja tím- anum í gær. Björgunarfélag Hornaíjarðar var kallað út eftir að tilkynning barst um að þak væri byrjað að losna af húsi í bænum og björg- unarsveitirnar Hérað frá Egilsstöðum og Ársól á Reyðarfirði voru að störfum íFagradal frá kl.ll til 14 í gær og aðstoðuðu nokkra til byggða. Glórulaust veður var á þessum slóðum og ekkert ferðaveður. Þá lá nær allt innanlandsflug niðri vegna veðursins. Aðalmeðferö í líkfundarmálinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur i gær. Framburður Grétars Sigurðarsonar og félaga stangast í meginatriðum á. Fjöldi vitna kom fyrir rétt í gær. Þar á með Natascha Elizabeth, sem Grétar eyddi með nóttinni áður en Vaidas lést, á Hótel Sögu. Natascha segir að umrædda nótt hafi hún verið grunlaus um hvað raunverulega var að gerast. Grétar eyddi nóttinni pegnr Vaidas dn með Natöschu Natascha Elizabeth bar vitni í líkfundarmálmu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hún blandaðist óvænt í málið þegar nafn hennar kom fram í yfirheyrslum yfir Grétari Sigurðarsyni. Grétar eyddi nóttinni með Natöschu á Hótel Sögu þegar Vaidas Jusevichius lá í dauðateygjunum. Natascha segir að umrædda nótt hafi hún verið grunlaus um málið sem átti eftir að vekja óhug þjóðarinnar. „Nei, ég gat ekki ímyndað mér að eitthvað þessu líkt væri í gangi,“ sagði Natascha í samtali við DV í gær. Hún hafði fyrr um daginn mætt í héraðs- dóm og borið vitni. Á leiðinni út úr salnum fékk hún stingandi augnaráð frá Heiðveigu Þráinsdóttur, unnustu Grétars. Enda vissi enginn um sam- band Natöschu og Grétars fyrr en Grétar viðurkenndi að hafa eytt nótt- inni með Natöschu í yfirheyrslum sem birtust á síðum dagblaðanna. Örlagarík nótt Fyrir réttinum í gær sagðist Natascha ekki hafa tekið eftir neinu óvenjulegu við Grétar þessa nótt. Hann hafi „ekki verið í símanum meira en venjulega", sagði hún. Hún sagði einnig að Grétar hefði keyrt hana í vinnuna eldsnemma um morg- uninn og þá hefði hann talað við ein- hvem í símann. Natascha minntist einnig á að Grétar hefði orðið fyrir raflosti fyrr í vikunni. Heiðveig Þráinsdóttir, unnusta Grétars, sagði fyrir réttinum í gær að nóttina sem Natascha og Grét- ar eyddu á Hótel Sögu hefði hún talið að Grétar væri á sjúkrahúsi að ná sér eftir raflost. Góðir vinir „Ég hafði þekkt Grétar í um tvö ár,“ segir Natascha. „Við vorum bara vinir en fórum aðeins lengra þetta tímabil sem atburðimir gerðust. Mér þótti mjög vænt um Grétar en ég tala ekki við hann í dag. Ég gæti aldrei verið vinur einhvers sem fer á bak við mann." Natascha segir að hún hafi alltaf vitað að Grétar væri viðriðinn ólög- lega hluti. Hún hefði umgengist fólk í þessum heimi ff á því hún var ungling- ur. Natascha er samt aðeins 18 ára gömul. Hún er alin upp á íslandi en faðir hennar nefndi hana í höfuðið á rússneskri prinsessu. „Hann sagði að ég væri prinsessan hans,“ útskýrir Natascha. Benda hvor á annan í héraðsdómi í gær sögðu lík- mennimir sína sögu. Frásagnir þeirra stönguðust á. Einn neitar sök, annar játar og þriðji kennir hinum um allt. Þrátt fyrir að Natascha hafi eytt nóttinni örlagaríku með Grétari segir „Mér þótti mjög vænt um Grétar en ég tala ekki við hann í dag. Ég gæti aldrei verið vinur einhvers sem fer á bak við mann." hún megnið af hennar vitneskju um málið komna eftir að það komst upp. „Þetta kom mér í opna skjöldu," segir Natascha. „í fyrstu vildi ég ekki átta mig á alvarleika þessa máls. En eftir því sem tíminn leið komst ég samt að því að ég vissi meira en ég hélt. Stundum kýs maður bara að loka augunum." En það er ekki það sem Natascha ætlar að gera. Líkfundarmálið svokall- aða verður lengi í minnum haft fyrir þá gríðarlegu fjölmiðlaumfjöllun sem málið fékk. Grétar lýsti sinni hlið í blaðaviðtölum og kærasta Grétars, Heiðveig Þráinsdóttir, opinberaði sína hlið málsins og fyrirgaf Grétari allt. Ekki fórnarlamb Natascha segist hins vegar ekki vera neitt fómarlamb. „Ef maður um- gengst svona fólk getur maður alltaf búist við einhverju. Ég ætla ekki að væla út af þessu og segja hvað þetta hafi verið hræðilegt. Þetta kennir manni bara ákveðna hluti en það er undir þér komið hvort þú vilt meðtaka þann lærdóm." Natascha segir að í dag sé hún að gera upp við fortíðina. Hún er í fastri vinnu og stefnir á nám næsta vor. „Ég hef gengið í gegnum margt," segir Natascha en kærasti hennar framdi sjálfsmorð fyrir um ári. Hann var enn eitt fómarlamb þessa heims. „Sér- staklega hef ég komist að því að fortíð- in bankar alltaf upp á. Annað hvort lokar þú augunum fyrir henni eða sættir þig við hana og reynir að gera betur næst." simon@dv.is Natascha Elizabeth Segist vera að gera upp við fortiðina. — Grétar Sigurðarson stakk líkið áður en því var varpað í Norðfjarðarhöfn Jónas Ingi ber við sakleysi og sífelldum göngutúrum Jónas Ingi Ragnarsson sat fastur við sinn keip í héraðsdómi í gær og neitaði að hafa haft vitneskju um að Litháinn Vaidas Juicievicius hafi borið fíkniefni innvortis við komuna til landsins né heldur að honum hafi ver- ið kunnugt um að lát Vaidasar, hvað þá að hafa vitað af líkinu, sem Tómas Malakauskas og Grétar Sigurðarson hafa báðir vitnað um að hafi verið í bíl sem Jónas keyrði hálfan hringveginn á þriggja daga tímabili. Grétar viður- kenndi að hafa stungið lrkið áður en því var varpað í höfnina. Aðspurður um hvort hann hefði Hvað liggur á? ekki tekið þátt í að koma líkinu út úr bílnum lrkt og Grétar vitnaði um, sagði Jónas: „Nei ég var í gönguferð í Fossvoginum þegar það mun hafa gerst.“ Og af hverju? „Þeir reyktu báð- ir mikið og það fór í mig," sagði Jónas sem segist hafa spurst fýrir um líðan Vaidasa eftir að úr gönguferðinni var komið og þá fengið þau svör að Vai- dasi heilsaðist betur. Hann var þá lát- inn. Jónas fór í fleiri gönguferðir í tengslum við málið því hann ber að hafa sömuleiðis rétt úr fótunum á göngu meðan að lfki Vaidasar var komið í höfhina í Neskaupstað. í sumar kom ffam krafa ífá Sveini hans Zilvinas Kikilas, sem sakfelldur var nýverið, 297 grömm af kókaíni í 80 hylkjum innvortis við komu til lands- ins. Dómari tekur afstöðu til þess, að loknum munnlegum málflutningi í dag, hvort sakbomingunum hafi verið kunnugt um lífshættulegt ástand Vai- dasar en ekkert gert. helgi@dv.is „Það sem liggur á mér eru samningamálin við grunnskólakennara," segir Birgir Björn Sigurjónsson formaður samninganefndar sveitarfélaganna.„Við leggjum okkur fram um að finna lausn. Við erum sest niöur aftur, sem er betra en undanfarnar vikur. Fimmta vikan er að hefjast, og það er langur tími í verkfalli. Við stöndum nú frammi fyrir flóknari úr- iausnarefnum en áður." Andra Sveinssyni, lögmanni Jónasar Inga, um að gagna yrði aflað um heilsufVaidasar fyrir komuna hingað til lands. Dómari varð ekki við þeim kröfum í sumar en í gær gekk Sveinn Andri talsvert hart fram í því að fá svör við þeirri spumingu hvort Vaidas hefði í raun lifað dópinnflutninginn af ef ekki hefði verið fyrir samgrón ingana í iðr- um hans. Til samanburðar við Vaidas, semvarmeð 61 hylki inn vortis, hafði landi hmmonninaarnir í Líkfundarmálinu Jónas Ingi Ragnarsson, Grétar ^gurðarson^TórnasMalakauskas i Héraðsdómi i gær. Tveir Hfndu hafajátaö sök í meginatriðum en Jónas /ng/ nedar staðfastleg .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.