Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2004, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2004, Blaðsíða 13
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER2004 73 Sigmundur Guðmundsson ritar mennta- málaráðherra til að fá opinbera rann- sókn í framhaldi af greinaskrifum fórn- arlambs í prófessorsmáli. Míræðingiir vill rannsókn ó dómara Sigmundur Guðmundsson, stærðfræðingur sem vinnur við Há- skólann í Lrrndi í Svíþjóð, hefur skrifað Þorgerði Katrínu Gunnars- dóttur menntamálaráðherra bréf í tilefni af grein Guðrúnar Lilju Hólm- fríðardóttur um prófessorsmáhð. Guðnin Lilja tjáði sig í fyrsta sinn um málið í grein í Morgunblaðinu í síðustu viku. Sigmundur telur grein- ina gefa tilefni til opinberrar rann- sóknar á nokkrum þáttum prófess- orsmálsins. Þar ber Guðrún Lilja Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttar- dómara, stjórnendur Ríkisútvarps- ins og Högna Óskarsson geðlækni þungum sökum. „Fyrir okkur flest er það gersamlega ómögulegt að gera sér grein fyrir sannleiksgildi þessara ásakana,“ segir Sigmundur í bréfinu til Þorgerðar sem hann sendi líka á alla alþingismenn. „Það er okkur jafnframt óskiljanfegt hvernig þeir sem sökunum eru bomir geta starf- að áfram í þágu almennings án þess að ásakanimar verði afsannaðar." Sigmundur segist ekki í vafa um að ef nokkuð slíkt kæmi fram í fjöhniðl- um í Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð og á Englandi, en hann hefur búið í þessum löndum síðustu 20 árin, hefðu þær verið teknar mjög alvarlega og „tafarlaust rannsakaðar til þess að komast að sannleiksgildi þeirra". „Það er mín skoðun að það sé skylda íslenskra stjómvalda að sjá th þess að skipuð verði opinber rann- sóknarnefnd sem fái það hlutverk að komast að því hvort áskanir Guð- rúnar Lilju séu sannar eða ósannar," segir Sigmundur. Hann spyr Þor- gerði hvort hún sé sammála þessari skoðun sinni en tekur ffam að hann tengist máhnu á engan hátt og hafi engra hagsmuna að gæta, „annarra en þeirra að mér er umhugað um að íslendingar geti í framtíðinni talist til siðmenntaðra þjóða“. I Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Fékk bréf | -f stærðfrxðingi íLundiþar sem hún er hvött I til að beita sér fyrir opinberri rannsókn á ávirð- | ingum fórnarlambs iprófessorsmálinu. Lögmenn flýja f rá Jackson Stjörnihögfræðingurinn Steve Cochran vih ekki lengur vera með í lögfræð- ingahópi Michaels Jackson og hefiir haldið á brott eins og nokkrir aðrir úr hópn- um. Jackson, sem er ákærð- ur í 28 hðum fyrir að mis- nota börn, segir þó að CocJiran muni áfram gefa lögfræðingum sínum góð ráð. Lögfræðingar Jackson em á hhminháu kaupi en þeir óttast að missa virð- ingu sína eftir því sem mál- inu miðar áfram fyrir rétt- inum í Santa Monica. Aðeins hrein- armeyjarí skólann Skóh nokkur í Perú sætir nú rannsókn yfir- valda eftir að stjóm skól- ans gerði þá kröfu að ah- ar stúlkur sem sóttu um skólavist yrðu að sanna að þær væm hreinar meyjar og skha inn vott- orði þess efrhs. Móðir einnar stúlkunnar við Santa Rosa de Trujhlo- skólann í Tmjhlo kvart- aði th lögreglunnar vegna krafa skólans. „Þeir vhdu fá vottorð um að stúlkan væri hrein mey og vottorð um að hún hefði ekki neytt eit- urlyfja," segir frændi stúlkunnar. Bæði móðir- in og dóttirin munu hafa lagst í þunglyndi vegna þessara krafa. Bandarísku alríkislögreglunni, FBI, hefur gengið vel i ár að finna grafreiti mafíunnar á ýmsum stöðum í New York-borg. Grafreitir mafíunnar finnast Bandarísku alríkislögreglunni hefur gengið vel í ár að finna graf- reiti mafiunnar á ýmsum stöðum í New York. Sá síðasti í röðinni fannst við Ruby St. í Queens -hverfinu, en hann thheyrði Gambino-fjölskyld- unni. Þar hafa þegar fundist líkams- leifar tveggja glæpamanna sem th- heyrðu Bonanno-fjölskyldunni en tahð er að þeir haJB verið myrtir í átökum innan þessara tveggja mafíufjölskylda. Auk líkamsleifanna fundust per- sónulegir munir sem sýna að menn- irnir tveir vom Phhip (Phh Lucky) Giaccone og Dominick (Big Trin) Trinchera. Athyghsvert er að árið 1981 fannst lík Alphonses (Sonny Red) Indehcato á svipuðum slóðum John Gotti FBI gerir sér vonir um að finna líkJohns Favara, nágranna hins alræmda mafíuforingja Johns Gotti i Queens. en hann var skotinn niður ásamt þeim Phil Lucky og Big Trin þetta ár. FBI gerir sér vonir um að finna lík Johns Favara, nágranna hins al- ræmda mafíuforingja Johns Gotti í Queens. Tahð er að Gotti hafi látið myrða Favara eftir að hann keyrði yfir og 12 ára gamlan son Gotti, Frank, í umferðarslysi árið 1980 með þeim afleiðingum að hann dó. Favara var ekki tahnn ábyrgur fyrir slysinu en Gotti mun víst ekki hafa látið það aftra sér. Flestir þessa grafreita hafa fund- ist á Staten Island, sem einkum er þekkt fýrir það að Frelsisstyttan stendur á eyjunni. Á síðasta ári grófu FBI-menn upp gólfið á yfirgefnu bhaverkstæði við Jewett Ave. Þar fundu þeir lík Richards Perrino sem var tengdur mafíunni. Perrino var starfsmaður New York Post, en mafi'an lét myrða hann þar sem tahð var að hann læki upplýsingum í lög- regluna. í grein New York Dahy News um þessa grafreiti kemur fram að FBI telur að einn þeirra sé að finna fyrir utan borgina á landareign Phils Lamela sem tilheyrir DeCavalante- fjölskyldunni. Lamela á sorphreins- New York Á slðasta ári grófu FBI-menn upp gólfiðá yfirgefnu bilaverkstæði við Jewett Ave. Þar fundu þeir lík Richards Perr- ino sem var tenadur mafiunni._______ un í Marlboro-héraðinu og fleiri eignir, en þegar fyrrum mafíuforing- inn Vincent Palermo fór að vinna með FBI sagði hann þeim að eitt- hvað af þessum eignum væru not- aðar sem grafreitir. Talið er að þar „hvhi“ m.a. mafíuforingjarnir Jos- eph Garafano og John D’Amato. Hins vegar hefur uppgröftur FBI á svæðinu verið árangurslaus hingað th. ...vera kynbomba? „Takk fýrir hrósið. Það er bara fint. Mér finnst það að vera létt- klædd framan á karlablaði ekkert öðruvísi en önnur fyrirsætustörf. Svo lengi sem ég fæ vel borgað fyrir hlutina tek ég þá að mér. Ég er ekki berbrjósta framan á blað- inu né inni í því. Ég er bara í gegnsæjum topp. Það er mikhl munur þar á. Ég mundi kannski sitja fyrir berbrjósta fýrir mjög mikinn pening en ég mun aldrei sitja fyrir nakin." Ekkert að sýna mikið „Þegar ég var sautján ára tók ég þátt í Ungfrú íslandi og lenti í öðru sæti þar. Ég var líka vahn Nina Ricci-stúlk- an. I framhaldi af þessu fór ég sem fuhtrúi íslands í Queen of The World, lenti í topp tíu þar og vann netkosninguna. Þetta er svo sem aht sama tóbakið fyrir mér, hvort sem það er að sitja fýrir létt- klædd í svona blaði eða að taka þátt í fegurðarsamkeppni. Þessi bransi snýst bara um að mæta á svæðið og vera sæt. Ljósmyndarinn sem tók for- síðumyndina var mjög þægheg- ur, sá besti sem ég hef nokkur tíma unnið með. Það er frábært að vinna með góðu fólki. Ég er bara búin að fá jákvæð viðbrögð við því að ég sé ffaman á bOGb, enda er árið 2004 og fólk ekkert nojað lengur. Það geta náttúrlega ekki ahir verið sáttir við mann, en meðan vinir mínir og fjölskyldan eru það þá er ég sátt. Ég meina, það er ekki eins og ég sé að sýna mikið. Þú sérð jafnmikið þegar Alltof mikið súkkulaði „Módelferillinn byrjaði þegar ég var sautján og bauðst að taka þátt í Ungfrú íslandi. Mér finnst þetta bara mjög gaman. Ég er alls ekki spéhrædd og er mjög ánægð með líkama minn. Mað- ur á líka að vera það. Það er öll- um hollt. Ég er ekki nema nítján ára en mér finnst ég eiginlega orðin svo gömul, þetta líður svo hratt. Af hverju ekki að gera þetta meðan maður getur. Lík- ami minn verður ekki í toppástandi endalaust. Ég er dugleg að mæta í World Class, reyni að mæta alla virka daga. Ég reyni líka að borða hollt, en með misgóðum árangri því ég er mikill sælkeri og borða alltof mikið af súkkulaði." Enginn femínisti „Ég er enginn femínisti en ég er samt alveg sammála mörgu af því sem þær eru að segja. Mér finnst þær nú samt oft ganga of langt f þessu. Fólk má alveg vera fallegt í friði. Kynþokki selur og það er staðreynd. Þú sérð aldrei mynd af gömlum manni framan á glanstímaritum, hvort sem það eru karlablöð eða kvennablöð. Ég nýt góðs af því. Þegar ég sé mig léttklædda ffarnan á svona blaði líður mér bara eins og ég sé að horfa á mig í spegli. Og mér finnst það ekkert leiðin- legt." í í sund.“ , Alavis er ein af fallegustu konum landsins. lentiíöðrusæti í Ungfrú ísland,varvalinandlit Ricci og tók þátt í Queen og The World fynr ds hönd. Nú prýðir hún forsíðu karlablaðsins Kynþokki selur og það er stað- reynd. Þú sérð aldrei mynd af gömlum manni framan á glans- tímaritum, hvort sem það eru karlablöð eða kvennablöð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.