Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2004, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2004, Qupperneq 15
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2004 15 Hvað ætlarðu að hafa í matinn? „Þar sem ég vinn vaktavinnu og er ekki alltafheima á kvöldmatartíma ætla ég íkvöld að elda lambalundirmeð gratíneruðum kartöflum, maísbaunum og sveppasósu," segirStefán Halldórsson, vaktavinnumaður og áhuga- maður um matreiðslu.„Rétturinn er fyrir fjóra og best er að snyrta sinarnar afkjötinu og krydda svo með krydd- blöndunni Best á lambið. Ég sker kartöflurnar í sneiðar og raða þeim íeldfast form og strái svo lauk, hvítlauk og sveppum yfir ásamt pela afrjóma. Þetta er látið krauma í heitum ofni f 40 mfnútur. Trönuber gegn herpes Trönuber eru talin geta virk- að vel gegn herpes-vírusnum sem hrjáir æðimarga nú um stundir. Lækningamáttur trönu- berja hefur löngum verið þekkt- ur og sýnt hefur verið fram á að efni í berjunum virka vel á sjúk- leika í blöðru og einnig hafa þau reynst ágætlega við magakveisu. Málið er þó ekki einfalt, því vís- indamennirnir, sem starfa í Tævan, vita ekki með hvaða hætti best er að inn- byrða berin. Þeir mæla ekki með berja- djús að svo stöddu en nýrra frétta af rann- sókninni er að vænta á næstunni. cLmiXa. cs. dJLámli QLÆSeC sara 553 3366 - wmtúQOJis DV hvetur fyrirtæki til að senda tölvubréf til að láta vita af góðum tilboðum, helst með myndum, á netfangið neytendur@dv.is. Neytendasíða DV birtist í blaðinu alla virka daga. Ellý „Ég, eins og flestir, lætbörnin mfn fá 100 kr. fyrfr laugardagsnamm- inu. Eða ég kaupi eitt- hvað óvænt handa þeim." Engin sérstök regia á þessum hlutum „Það er engin sérstök regla á þessum hlutum hjá okkur og við borgum ekki ákveðna upphæð í vasapeninga," segir Björgvin G. Sig- urðsson þingmaður en hann á fjög- ur stjúpbörn og eins árs dóttur. Eldri börnin eru á aldrinum 9 til 14 ára og segir Björgvin þau róleg í tíðinni hvað varðar vasapeninga. „Þau fá stundum peninga þegar þau þurfa að gera eitthvað fyrir utan hið hefð- bundna, svo sem að kaupa föt, nú eða tölvuleiki eða annan vaming þegar svo ber undir. Þetta er allt á „Börn sem eru vön að gera heimHisverkin gegn borgun eru fæst tilbúin að búa um rúmið sitt efþau vant- ar engan pening." óformlegum nótum og við tökum bara á hverju máli fyrir sig. Það er helst þegar ég veðja við krakkana að þau græða á mér - því ég tapa nán- ast alltaf." Sjálfur segist Björgvin ekki hafa alist við fasta vasapeninga og það hafi sennilega áhrif nú þegar hann er kominn í upp- eldishlutverkið. „Ég fékk oftast peninga fyrir því sem mig vanhag- aði um en það var ekki venja á mínu æskuheim- ili að borga vasa- peninga," segir Björgvin og bætir við að krakkarnir taki þátt í heimil- isstörfum eins og kostur er - án þess að fyrir það sé greitt. „Það er þá eitthvað alveg sérstakt ef það gerist." Krakkarnir fá verðlaun „Börnin mín fá verðlaun fyrir að sinna húsverkum og heimilisstörf- um en ekki vasapeninga," segir Ellý Halldórsdóttir, móðir þriggja barna. „Ég er svo heppin að eiga duglega stelpu sem er 9 ára en hún er þannig gerð að henni finnast húsverkin og heimilisstörfin sjálfsagður hlutur og gerir þau með ánægju, hvort sem það er að passa syst- ur sína, vaska upp, taka til eða sinna sínu. Svanhildur tilkynnir mér alltaf eð hún vilji ekki fá neitt fyrir. Stundum eru verðlaunin hennar fólgin í því að hún fær að horfa á eitthvað í sjónvarpinu sem hana langar að sjá því hún borðar ekki nammi. Ég, eins og flestir, læt börnin mín fá 100 kr. fyrir laugardagsnamminu. Eða ég kaupi eitthvað óvænt handa þeim. Þórarinn, sem er 10 ára, er sem betur fer ekki mikill ruslakarl og Halldóra, sem er 5 ára, er náttúru- lega bara 5 ára. Varðandi það að borga börnum vasapeninga fýrir að gera eitthvað á heimilinu, æ, veistu ég veit það ekki. Mér finnst enginn gera neitt lengur í þessu þjóðfélagi nema fýrir peninga. Maður hefur svo lítinn tíma og tíminn er pening- ar. En börnin eru hluti af heimilish'f- inu og þau verða að uppgötva að þau eiga að taka þátt í því. Mér finnst betra að verðlauna böm frek- ar en að borga þeim laun." uiiuiu wy ■ iuiiuwiu Þau fá verðlaun en ekki vasapeninga. bakvið peningana," segir Fríða. Hún viðurkennir að það geti verið stríð að koma krökkunum til verka. „Maður gerir samning, þú ryksugar alltaf á laugardögum og þú færð vissa upphæð fyrir á mánuði. Mér finnst að börn eigi að hafa föst verk á heimilinu. Og þá gera þau sér grein fyrir að það stendur eitthvað á bakvið peningana. Við foreldrarnir þurfum að fara út og vinna fyrir pen- ingunum og böm verða að læra að þau þurfa að hafa fyrir hlutunum. Ég er alfarið á móti því að börn eigi að fá borgað fyrir allt sem þau gera. Þau verða að skilja þegar maður segir við þau: Nú verður þurrkað af í dag og þú átt að hjálpa mér. Stundum virk- ar nefnilega ekki að segja: Viltu? vegna þess að lífið er ekki val." Bjorgvin ásamt Guðrúnu Rögnu Tapar oftast I veðmál- um við krakkana en upphæðirnar eru jafnan lágar. Þrusustuð að spila með KA Barn vikunnar að þessu sinni er sprækur strákur á Akureyri, Ragnar Ágúst Bergmann Sveinsson. Ragnar er alveg að verða sex ára og er tiltölulega nýfluttur til Akureyrar. A heimasiðu Ragnars, sem vistuð er á Barnaland-vefn- um, má glöggt sjáaðhann kann vel við sig á Akureyri. Er byrjaður að spila með KA og Barn vikunnar hafði þetta að segja um fót- boltamót í ágúst si.:„Þetta var þrusu- stuð og ég bætti mig með hverjum leiknum eða það sagði alla vega Öggi og mamma min." Ragnar skrifar lika um söngieikinn Fame sem hann sá í Smáralindinni. og Jonsi stoou sig oest ao hans mati og sjálfur kveðst hann bú- inn að fá sér diskinn til að geta hlustað á lögin. Heimasiðan ber þess einnig merki að Kóngulóarmaðurinn er í upp- áhaldi en stutt mun síðan ofurhetjan leysti Bangsimon afhólmi. Konur segja frá NIKK Vetrarstarf Menningar- og friðar- samtaka íslenskra kvenna hefst í kvöld með almennum félagsfundi í Snarrót, Garðastræti 2. Þar munu Unnur María Figved og Margrét Guðmundsdóttir segja frá NIKK, kvenna- ráðstefnunni sem haldin varíjúní. Auk þess munu Guðrún Hannesdóttir og María S. Gunnarsdóttir segja frá Social Fomm sem fram fór í London um liðna helgi. Fundurinn er öllum opinn og hefst klukkan 20. Samkvæmt greinarhöfundinum Robert Greene gefa karlmenn nánast aldrei upp hina eiginlegu orsök fyrir skilnaði og vita konurnar því oft ekki hvaðan á þær stendur veðrið. Eftirtalin tíu atriði gefa konum hugmynd hvað er í gangi þegar kærastinn eða eiginmaðurinn hefur dregið sig íhlé, stofnar til ástæðulausra rifrilda og skemmir visvítandi sambandið. lOástæðurþess að karlar vilja skilnað Fantasíurnar horfnar: Karlmenn elska aö fantasera en tilþess þarfnast þeir ákveöins frelsis. I byrjun þekkir maöurinn kærustuna ekki svo vel og getur þvl Imyndaö sér margt. Efhann hins vegar kynnist henni ofhratt eyöi- leggst öll spenna og karlmaðurinn verður eirðarlaus. Lélegt kynlíf: ótrúiega oft ástæöan fyrir sambandsslitum. I staö þess aö taka á vandamálinu freistast margir til aö halda framhjá, sökkva sér í klám eða skilja. Framinn: Staöa karlmannsins breytist stöðugt og hin fullkomna kona er mismunandi eftir timabilum. Eina stund- ina þarfnast hann konu sem er góö Irúm- inu á meðan hann gæti ekki tekið hana meö sér á ráöstefnur. Köfnun: I fyrstu fannst honum æðislegt hvað hún varhrifm afhonum. Þegar mesta hrifningin er liðin hjá upp- lifir hann hana sem fulla örvæntingar. Gelding: Karlmenn elska aö vera viö stjórnvölinmEfeiginkonan erlbetri stööu og þénar meira líöur honum eins og hann hafi veriö geltur. Honum finnst hann vera konan en hún karlmaöurinn I samband- inu. Vitlaus samsetning: Kærastan erekki eins og hann hélt hún væri. Efhann getur ekki breytt henni gefst hann upp. Æskuljóminn harfinn: Menn laðast ekki bara aö unglegum konum. Þeir vilja einnig aö kærastan/konan sé ung I anda. Efkonan er ofalvarleg llður mönnum oft e/ns og þeir búi með karlmanni og fara að llta á aörar konur, oftastyngri. Ofmikið drama: Karlmenn vilja drama upp aö ákveönu marki. Þeir vilja halda spennu og margir vilja krydda sambandið meö rifrildum. En eftir þvlsem sambandiö þróast vilja þeir flestir róleg- heit. Eiginmaöur konu sem býr til vesen úr öllu llður eins og henni sé sama um hann. Sama um allt: Karlmennfara fljótt aö líta i kringum sig efkærastan er hættað hugsa um sig nema þeir séu I svipuðum sporum. Efeiginkonan hefur bætt á sig, gengur bara I íþróttafötum og sefur I náttfötum missa þeir oft áhugann. Einhver önnur: f festum tiivik- um þegar menn falla fyrir konu voru þeir þegar farnir að líta I kringum sig. Þegar eitthvaö vantar I sambandið gera þeir sig ósjálfrátt tiltæka fyrir aöra konur og nota nýja skotið sem afsökun til að komast út úrgamla sambandinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.