Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2004, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2004, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2004 Sport DV '/ < Hvert fer Rice? Ein helsta goðsögnin í sögu NFL, Jerry Rice, mun að ölium líkindum hafa vistaskipti í dag. Hann hefur verið á mála hjá Oakland Raiders síðustu fjögur ár eftir glæstan 16 ára / feril /A*! hjá San Francisco 49ers. Rice er kominn í frystinn hjá Raiders ogfær lítið að spila og viUþvf komast að hjá Uði sem hefur einhver not fyrir hann. Seattle og Detroit eru taidir vera lfklegir áfanga- staðir. Rice er orðinn 42 ára og hefur leikið f 20 ár í NFL-deUd- inni. Khan snýr aftur Helsta von Breta í boxinu, Amir Khan, er byrjaður að æfa á ný eftir ólympfuleUcana en hann hyggst keppa aftur í desember. Khan veður í tUboðum um að gerast atvinnumaður en hefur hingað tU staðist freistingarnax og mun þvf keppa sem áhugamaður eitthvað áfram. Fyrir það fær hann drjúgan skUding en samt ekki helminginn af því sem hann fengi ákvæði hann að gerast atvinnumaöur. Khan er 17 ára. Vieira meiddur Fyrirliði Arsenal, Patrick Vieira, er meiddur og mun ekki leika með gegn Panathinaikos í Meist- aradeUdinni á morgun. Hann tognaði á ökkla gegn Aston Villa um síðustu helgi en stefnir að því að geta spUaö gegn Man. Utd. um næstu helgi. Brassinn Edu mun því spUa með hinum unga Fabregas á miðjunni á morgun. Hvað gerir Souness? Framherjinn Craig BeUamy, hjá Newcastle, var aUt annað en sáttur þegar Graeme Souness kippti honum af veUi gegn Charlton á laugardag. Hann lét nokkur vel vaUn orö íjúka sem gætu reynst honum dýrkeypt. Souness sættir sig nefnilega Ula við aUt kjaftæði og mun því skoöa máUð gaumgæfilega áður en hann tekur á því. BeUamy segist að sjálfsögðu hafa veriö ósáttur við skiptinguna en neitar því að hann vUji komast frá félaginu. Hann eigi tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við félagið og þann samning ædi hann að virða. t M fe: Meistaradeildin í knattspyrnu fer aftur í fullan gang í kvöld með átta leikjum. Flestir stðrleikimir fara reyndar fram á miðvikudag en það er þó nokkuð um athyglisverðar viðureignir í kvöld og við munum hér skoða hvaða leikir em í boði í kvöld og hvað er að frétta úr herbúðum félaganna. Liverpool á heimaleik gegn spænska félaginu Deportivo la Coruna sem hefur mætt Man. Utd. ansi oft síðustu ár í þessari keppni. LeUonenn Liverpool spUuðu tvo ólíka hálfleiki um helgina gegn Fulham - voru með allt niðrum sig í fýrri hálfleik en léku eins og kóngar í þeim síðari og sigruðu 2-4. Þónokkur meiðsl eru í herbúðum enska liðsins en Steven Gerrard, Vladimir Smicer og Antonio Nunez munu klárlega ekki leika og þeir Harry KeweU og Steve Finnan eru tæpir. Finnan er eitthvað slappur í maganum, greyið, og KeweU á í basU með ökklann á sér. Gengi Deportivo í vetur hefur ekki verið upp á marga fiska en vann sinn fýrsta heimaleik á leiktíðinni um helgina. Það voru einnig gleðitíðindi fyrir félagið að fram- herjinn Diego Tristan spUaði sinn fýrsta leik í vetur. Gamla brýnið Mauro SUva verður aftur á móti garri góðu gamni vegna meiðsla og tæpt er að Lionel Scaloni og Enrique Romero verði með. Evrulaust í Mónakó? f hinum leUc A-riðUsins tekur Monaco á móti Olympiakos. Monaco hefur ekki þótt leika sannfærandi fótbolta í vetur og varð að sætta sig við jafntefli gegn Metz um helgina. Didier Deschamps, þjálfari Monaco, hvíldi Javier Savi- ola þannig að hann verður ferskur í kvöld en Patrice Evra er aftur á móti stórt spurningarmerki þar sem hann varð að fara af veUi meiddur um helgina. Gengi Olympiakos heima í Grikklandi hefur aftur á móti verið gott þar sem það berst hatrammri baráttu við Panathinaikos á toppi deUdarinnar. Þar er Rivaldo klár í slaginn en Predrag Djordevic verður ekki með vegna meiðsla. Það gengur hvorki né rekur hjá stórliði Real Madrid þessa dagana en Uðið fær kjörið tækifæri tU að hysja upp um sig buxurnar í kvöld er það tekur á móti úkraínska Uðinu Dynamo Kiev. Enginn Beckham Enski landsUðsfýrirUðinn er með eymsh fyrir brjósti og verður því lfklega ekki með og sömu sögu er að segja af landa hans Jonathan Wood- gate sem er meiddur á læri. Nýi Gleði, gleði, gleði Juventus-strákarnir Mauro Camoranesi og Gianluigi Buffon voru kátir eftir leikinn gegn Maccabi i síöustu umferö sem þeir sigruöu. De Rossi gat ekki leikið um helgina en ætti að vera klár í kvöld. Markvörðurinn Ivan PelizzoU og miðjumaðurinn OUvier Dacourt geta aftur á móti ekki leikið vegna meiðsla. Rúmeninn Christian Chivu er stærsta spumingamerkið en hann er að verða klár og stefnir ótrauður á að ná þessum leik. Ajaxið hætt að virka í C-riðU tekur Ajax á móti ísraelska Uðinu Maccabi Tel-Aviv. Ajax hefur verið ólflct sjálfu sér í vetur og dapurt gengi Uðsins hélt áfram um síðustu helgi er það tapaði á heimaveUi gegn Heeren- veen, 3-1. Uppreisnarmaðurinn frá Túnis, Hatem Trabelsi, spUaði sinn fyrsta leik í átta mánuði um helgina en hann stakk af og neitaði að koma aftur þar sem Ajax neitaði að selja hann síðasta sumar. Vondu fréttirnar fýrir Ajax eru aftur á móti þær að undrabarnið Rafael Van Der Vaart verður vart með þar sem hann meiddist með hoUenska landsUðinu gegn Finnum. Framherjinn Mauro Rosales er einn- ig meiddur en markvörðurinn Maar- ten Stekelenburg verður væntanlega þjálfarinn, Mariano Garcia Remon, hefur reynt að hressa upp á leik Uðsins með því að gefa ungum leik- mönnum tækifæri. Santiago Solari á að verða klár í slaginn og sjúkra- þjálfarar félagsins vonast einnig tU að lappa upp á Michel Salgado sem meiddist í landsleikjunum í síðusm viku. LítU vandræði em aftur á móti í herbúðum Kiev-liðsins og ætti það að mæta tíl leiks með sitt sterkasta Uð. Framherjinn skemmtUegi, Maris Verpakovskis, mun leiða sóknarh'nu liðsins en hann er sjóðheitur þessa dagana og skor- aði tU að mynda tvö mörk um síðustu helgi. Hasar hjá Roma? Hinn leikur B-riðUs er viðureign Bayer Lever- kusen og AS Roma. Bæði þessi Uð hafa átt betri daga Leverkusen tapaði um helgina gegn Herthu Berlin, 3-1. Hanno Balitsch mætir tU leiks á ný eftir meiðsli en Radoslaw Kaluzny verður aftur á móti að hvUa í þetta skiptið eftir að hafa orðið fyrir skakkaföUum með pólska landsliðinu. Roma hefur öriítið verið að rétta úr kútnum upp á síðkastið og mæta Uðs- menn sprækir tU leiks eftir góðan sigur í ítölsku deUd- inni um helgina. Miðju- maðurinn Daniele IEMEIMS mobile s»\

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.