Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2004, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004
Fréttir DV
Snjórinn kostar
740 milljónir
Reykvíkingar munu
greiða Malbikunarstöðinni
Höfða hf. tæpar 740 millj-
ónir króna fyrir hálkuvarnir
og snjóhreinsun gatna á ár-
unumn 2004-2008. Höfði
átti lægsta tilboðið í verkið.
Ákveðið var að taka tilboð-
inu eftir skoðun á fjárhag
Malbikunarstöðvarinnar
Höfða og Vélamiðstöðvar-
innar ehf. sem einnig bauð
í verkið.
Harðirá
Úlfarsfelli
Fulltrúar R-list-
ans vísuðu frá til-
lögu sjálfstæðis-
manna í skipulags-
og byggingamefnd
Reykjavíkur um að
fresta skipulagi
byggðar við Úlfars-
fell um óákveðinn tíma.
Sjálfstæðismenn vildu að í
staðinn yrði hafist handa
við að skipuleggja önnur
íbúðasvæði, til dæmis
Geldinganes. Til vara vildu
sjálfstæðismenn að strax
yrði byrjað að skipuleggja
umferðartengingar við Úlf-
arsfell og Stekkjabrekkur.
R-listamenn sögðu meðal
annars að aUs ótímabært
væri að hefja uppbyggingu
á Geldinganesi áður en
Sundabraut yrði lögð.
Kennarar eða
sveitarfélögin
ofhörð?
Eggert Skúiason,
foreldriog fyrrverandi fréttamaöur.
„Nei, ég held að það sé hvorki
hægt aö ásaka kennara né
samninganefnd sveitarfélag-
anna fyrir hörku. Sveitarfélögin
eiga að eyða eins litlum pening-
um og mögulegt er og kennarar
vilja fá mannsæmandi laun fyrir
vinnuna sína. Það vantar hins
vegarað einhver taki málstað
okkar foreldra. Því segi ég; loka
samninganefndirnar inni, upp á
vatn og brauð, þar til lausn
hefur fundist."
Hann segir / Hún segir
„Nei, ég held að ekki sé hægt
að kenna einum fremur en
öðrum um aö ekki hefur
samist enn. Málið er þaö að
beinar launakröfur kennara
eru 30-35 þúsund krónur og
því spyr maður; er samfélagið
tilbúið til að taka á sig allt að
35% hækkun?Á hinn bóginn
er ég á því að það þurfi að
hækka verulega yngstu kenn-
arana og þá sem eru að byrja
en við verðum að vera í stakk
búin til að taka þá hækkun á
okkur."
Guðný Sverrisdóttir,
sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi.
Fjölskylda Bjarka Hafþórs Vilhjálmssonar, sem lést í átökum viö lögreglumenn í
Keflavík, fékk ekki skipaðan réttargæslumann til að gæta hagsmuna Bjarka við
rannsókn málsins. Anna Þorbergsdóttir, móðir Bjarka, var marin eftir átök við
lögreglumenn þegar henni var meinað að sjá lík sonar síns. Hún íhugar að kæra
lögregluna fyrir líkamsárás.
Fópii með mig eins
og hryðjuvepkemann
Þann 10. seþtember lést Bjarki Hafþór Vilhjálmsson, 33 ára ör-
yrki, eftir átök við tvo lögreglumenn. Lögreglan í Reykjavík rann-
sakar málið. Móðir Bjarka hyggst kæra lögregluna fyrir líkams-
árás. Hún segir lögregluna hafa meinað henni aðgang að líki
sonar síns og tekið á sér. Fjölskyldan bað um réttargæslumann
til að gæta hagsmuna hins látna við rannsóknina en var hafnað.
„Ég skrapp
út í búð og
þegar ég kom
heim voru
lögreglubílar
úti um allt,"
segir Anna j
Þorbergsdótt-
ir, móðir hins _____________
látna. „Ég Karl Hermannsson yf-
vildi sjá hvað irlögregluþjónn (
væri í gangi Keflavlk Kannaöist ekki
en þá stukku viö aö tögregian heföi
lögreglumenn beitt móöurina haröræði.
og tóku á mér.
Ég var marin á eftir."
Anna segist hafa drifið sig inn í
hús en þá hafi blasað við henni
ófögur sjón.
íhuqar að kæra
íhuga að kæra lögregluna fyrir lík-
amsárás. Mér finnst þeir hafa stað-
ið sig illa í rannsókninni. Það eru
sex vikur síðan sonur minn lést en
það er ekkert að frétta. Ekkert."
Fjölskylda Bjarka Hafþórs fór
fram á það við lögregluna að
Jóhannes Albert Sævarsson, lög-
fræðingur öryrkjabandalagsins,
yrði skip-
aður rétt-
argæslu-
maður Bjarka
Hafþórs. Því
því,“ segir Sigurbjörn Víðir Eggerts-
son aðstoðaryfirlögregluþjónn.
„Það eru ákveðin skilyrði sem
þurftu að vera fyrir hendi sem voru
ekki.“
Karl Hermannson, yfirlögreglu-
þjónn í Keflavík, kannaðist ekki við
það að lögreglan hefði beitt móður
Bjarka Hafþórs harðræði. Sömu
sögu hafði Sigurbjörn Víðir, sem nú
stjórnar rannsókninni, að segja.
Beðið eftir
krufninga-
skýrslu
Aðdragandinn
að dauða Bjarka
var sá að um morguninn þann 10.
september hafði lögreglan afskipti
af föður Bjarka, sem þjáist af heila-
bilun. Hann var úti á nærbuxunum
einum klæða. í kjölfarið fóru tveir
lögreglumenn heim til Bjarka sem
að sögn fjölskyldunnar var á sterk-
um geðlyfjum. Bjarki reiddist og
átök brutust út miUi hans og lög-
reglunnar.
Samkvæmt niðurstöðum.
fyrstu krufningar lést Bjarki1
Hafþór af hjartaslagi. Sig-
urbjörn Víðir segir að beðið '
sé eftir formlegri niðurstöðu úr ’
krufhingu.
simon@dv.is
Eg sá son minn liggjandi í gras- ekki talinn
inu. Hann var látinn," lagagrund-
■<£, segir Anna, sem segist j \ hafa fengið taugaáfall «f VAi á staðnum. „Ég völlur fyrir
%
Handsamaðir á hlaupum eftir líkamsárás í Menntaskólanum við Hamrahlíð
Tveir unglingar vopnaðir hnífi réðust að jafnaldra sínum
Tveir 17 ára drengir sátu fyrir og
réðust á jafnaldra sinn í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð um hádeg-
isbilið í gær. Samkvæmt upplýsing-
um frá lögreglu var annar árás-
armannanna vopnaður hnífi. Starfs-
fólk skólans kom þeim sem fyrir
árásinni varð til hjálpar og tókst að
koma árásarmönnunum, sem ekki
eru nemendur í skólanum, út.
Að sögn Sigurborgar Matthías-
dóttur, aðstoðarskólameistara við
MH, urðu starfsmenn skólans varir
við tvo menn sem veist höfðu að
nemanda í skólanum um hádegi í
gær og mun starfsfólk skólans þá
hafa komið drengnum til hjálpar.
Starfsmaður við skólann mun hafa
lent í deilum við árásarmennina
Á göngum skólans Árásarmennirnir tveir
munu hafa elt jafnaldra sinn aö kennara-
stofu þar sem starfsfólk skólans kom honum
til bjargar og vlsaöi árásarmönnum á dyr.
sem ýttu við honum.
„Þetta er auðvitað leiðinlegt mál,
það heyrir til algjörra undantekn-
inga ef svona gerist hér og þá aldrei
eins og þarna," segir Sigurborg sem
Náðust hér Verslunarmiöstööin Suöurver.
Lögregtan handsamaöi báöa árásarmenn-
ina viö Suöurver. Þeir hentu hnífi frá sér á
flóttanum.
segir engar sérstakar ráðstafanir
verða gerðar vegna árásarinnar
enda sé litið svo á sem þarna hafi
verið um undantekningu að ræða.
„Sá sem fýrir árásinni varð mun
kæra árásina, skóhnn mun því ekki
hafa aðkomu að kærunni enda
sluppu starfsmenn án sára,“ segir
Sigurborg aðstoðarskólameistari.
Mennirnir tveir sem voru valdir
að árásinni fundust skömmu síðar
við verslunarmiðstöðina Suðurver, í
nágrenni skólans, en lögreglumaður
sem vildi ná tali af þeim mun hafa
hlaupið þá uppi og handsamað.
Annar árásarmannanna mun hafa
gert tilraun til að henda frá sér
hnífnum á hlaupunum en lögreglu-
maðurinn fann hnífinn.
Málið er nú til rannsóknar hjá
lögreglu sem kvaðst ekki geta sagt til
um ástæður árásarinnar, ef ein-
hverjar væru, að svo stöddu.
helgi@dv.is