Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2004, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 Fréttir DV Kveikt í hjá dómurum Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins var í fyrrinótt kallað út vegna elds sem laus var í dómarahúsi við skeiðvöll Hestamannafé- lagsins Harðar í Mosfells- sveit. Talsverður eldur var í húsinu þegar slökkvilið kom á vettvang en vel gekk að slökkva eldinn, sem líkur benda til að hafi verið af völdum íkveikju. Dóm- arahúsið er talið því sem næst ónýtt eftir eldinn. Boðskort í brúðkaup til sölu Dularfullur gestur hefur auglýst boðskort í brúðkaup vinar síns til sölu á netinu. Sú skýring fylgir með að hann geti ekki þolað brúðina. Selj- andinn sem gengur undir nafninu Twinklydog á eBay- vefnum segir að boðskortið, sem gildir fyrir tvo, sé tæplega 20.000 kr. virði. Hann kemur frá Aberdeen og segir á eBay: ,Ætti að verða góð veisla. En ég vil ekki fara ... brúðurin er algjör beygla." Ein- hverjir spéfuglar hafa þegar boðið 10 milljón pund í boðskortið. Hífðu óvart elgíl5mhæö Línuflokkur í Alaska sem var að strengja raflínur milli mastra að Teko Pogo- gullnámunni hífði elg upp í 15 metra hæð af slysni á dögunum. Að sögn Fair- banks Daily News lágu lín- urnar á jörðinni er forvitinn 600 kg elgur kom að þeim og festi horn sín. Verka- mennirnir sem voru að hífa línurnar upp sáu ekki elg- inn þar sem þeir voru bak- við hæð og tókst elgurinn á loft með línunum. Það var ekki fyrr verkamennirnir sáu elginn danglandi í lín- unum að honum var slakað niður aftur. _. _.jddur i siðbunu sumarfríi í Borgarfirði eystra. Fjölskylda konunnar á hér hús," segir Runólfur Ágústs- son, rektor Landsíminn Við- skiptaháskólans í Bifröst.„Flér er dásamlegt að vera og hlusta á brimið sem varmikið í gærkvöldi. Helsti munurinn á Borgarfirði eystra og hinum syðra er helstur sá að hér lifa menn á sjónum á meðan Borgfirðingar syðra stíla upp á annað. Lifið hér er með öðrum hætti. En ég er að halda suður á ný. Fer um helgina." í dag mætir Máni Andersen fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur til að bera vitni í máli þar sem Annþór Kristján Karlsson, handrukkari og vinur Mána, er ákærður fyrir hrottalegar barsmíðar. Máni var sjálfur handrukkari en hefur snúið við blaðinu. Hann segist þó enn telja að fólk eigi að borga sínar skuldir. Fáir menn setji blett á handrukkarastéttina. menn knmn vnndu stétt hendrnkknrn" Máni Andersen fyrr- verandi handrukkari Segir að fólk eigi að borga skuldirsínar. 8ÉI Handrukkarinn Annþór Kristján Karlsson mun mæta fyrir Hér- aðsdóm Reykjavíkur í dag. Hann á yfir höfði sér dóm vegna hrottafenginnar árásar á Birgi Rúnar Benediktsson, sem lá mjaðmagrindarbrotinn uppi í rúmi á meðan Annþór lamdi hann ítrekað með stálröri. Tveir félagar Annþórs, Ólafur Valtýr Rögnvaldsson og Máni Andersen, voru á staðnum. Ólafur Valtýr hefur þegar borið vitni en Máni mun mæta fyrir dóm í dag. „í þessu máli held ég að Annþór hafi gengið of langt,“ segir Máni Andersen sem féllst á að segja DV frá sinni reynslu af heimi handrukkar- ans. Hann var sjálfur handrukkari á sínum tíma en hefur að eigin sögn snúið baki við þeim heimi. Hann vinnur nú úti á landi í byggingar- vinnu og er einn efnilegasti júdó- kappi íslands. „Jú, ég var að keppa um síðustu helgi," segir Máni sem gekk vel á mótinu. Vann gullverðlaun. DV hafði samband við Mána eftir að nafn hans birtist á dóplistanum fræga. Máni segist aldrei hafa verið í eiturlyfjabransanum. Fólk á að borga sínar skuldir „Það er erfitt að tjá sig um þetta. Fortíðin bítur alltaf í bakið á manni," segir Máni sem er einn þeirra manna sem eru á dóplista Björns Sigurðssonar. „Ég viðurkenni að ég var einu sinni í því „Fólk getur ekki bara fengið lánað, hvort sem það eru eiturlyf eða annað, og ekki borgað." að rukka en ég er hættur í þeim biss- ness. Ef ég væri í þessu í dag myndi ég ekki geta keppt í íþróttum. Þetta er fortíðin og hún er að baki." Máni segist hafa leiðst út í þenn- an heim þegar hann var ungur og vitlaus. Áfengi hafi spilað stóran þátt. Handrukkununin hafi þó ekki verið tengd fylleríum heldur hafi þetta verið vinnan sem hann stund- aði til að fjármagna skemmtanir. „Mér finnst ennþá í dag að fólk eigi að borga skuldirnar sínar," segir Máni. „Fólk getur ekki bara fengið lánað, hvort sem það eru eiturlyf eða annað, og ekki borgað. Þetta er held- ur ekkert alltaf svo óheiðarlegur bransi. Það er ekkert óheiðarlegt við að fá mann til að innheimta skuldir fyrir sig. Sumir geta kannski ekki borgað lögfræðingi og hvert á gamla konan að leita sem hefur verið rænd aleigunni?" Síðustu daga hefur DV fjallað ítarlega um hrottalegar aðferð- ir handrukkara sem vfla ekki fýrir sér að beita fólk skefja- lausu ofbeldi. Að sögn fyrr- verandi handrukkara sem DV tók viðtal við fyrr í vik- unni eru jafnvel til dæmi þess að kærustum skuld- ara sé nauðgað eða fórn- arlömb neydd til að • hengja sig. Máni segist hins vegar ekki hafa ver- ið „þannig" handrukkari. Rússnesk yfirvöld gagnrýnd Milljónir barna búa á götunni í Rússlandi Mannréttindasamtök í Rúss- landi hafa gagnrýnt yfirvöld þar harðlega fyrir að gera ekkert til að bregðast við sívaxandi fjölda götu- barna í landinu. Telja samtökin að nú séu á milli 500.000 og 4,5 milljón barna í landinu sem hvergi eiga höfði að halla. „Hvert ár hverfa um 30.000 börn í Rússlandi og það hafur komist upp um ekki færri en 190 gengi af glæpamönnum sem stunda sölu á börnum," segir Leonid Tsjekalin, formaður samtakanna Börn eru framtíð Rússlands. Stærstur hluti af götubörnunum í Rússlandi eru ekki munaðarlaus. Oftast hafa þau flúið af heimilum sínum vegna ofbeldis, upplausnar eða alkóhólisma innan heimilisins. Götubörn Hvert ár hverfa um 30.000 börn í Rússlandi. ekki til og vilja aðgerðir strax til lausnar á því. Fyrrgreind samtök segja að yfir- völd láti sem þetta vandamál sé Mjög langt á ströndina Kona í Birmingham á Englandi bókaði flug til Spánar fýrir fjöl- skyldufríið og hótelgistingu í Þýskalandi. Konan, Christina Cooke, var á netinu í þrjár vikur þar til hún bókaði hótelherbergi sem hún hélt að væru á Costa Del Sol. En þegar fjölskyldan mætti til Benalmadena gátu þau hvergi fundið Avalon Hotelpark sem þau voru með bókuð herbergi á. Að lokum komust þau að því að hót- elið var í 1.600 km fjarlægð. Fyrir utan að tapa kostnaðinum við bókunina þurfti fjölskyldan að punga út töluverðri fjárhæð fýrir öðrum hóteh við ströndina. Hætti að rukka árið 2000 „Það eru fáir menn sem koma vondu orði á stétt handrukkara," segir Máni, sem var á sínum tfma náinn vinur Annþórs Kristjáns Karlssonar og þarf að mæta fyrir dóm í dag og bera vitni um aðferðir hans. í málinu sem um ræðir er Annþór ákærður fyrir hrottalega lflc- amsárás. 22 ára drengur sem lá mjaðmagrindarbrotinn uppi í rúmi var marghandleggs- brotinn þegar Annþór lamdi hann ítrekað með stáköri. Foreldrar drengsins halda því fram að leigusali hafi borgað Annþóri fýrir að sjá um verkið. Máni er ekki ákærður en er mikilvægt vitni. Hann var þriðji maðurinn á vettvangi. Stóð við dyrnar meðan barsmíð- arnar fóru fram. „Mér finnst margt af þessu ekki sniðugur leikur ef satt er. Ég hef þekkt Annþór frá því við vorum ungir og hef ekkert slæmt um hann að segja sem per- sónu. Hef alla tíð kunnað vel við hann. Mér finnst það samt slæmt ef satt er að hann hafi lamið Friðrik Þór. Ég get samt lítið tjáð mig um þetta mál. Minn framburður mun koma fram fyrir dómi í dag. Fyrir mína parta hef ég snúið við blaðinu. Hætti að rukka árið 2000. Það var trúin sem sneri mér á rétta braut," Segir Máni. En fyrir dómi í dag ber hann vitni vegna atburða sem áttu sér stað árið 2003. simon@dv.is mmk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.