Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2004, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2004, Blaðsíða 16
76 FÖSTUDAGUR22. OKTÓBER2004 Sport DV f/y wirates Eiður Smári Guðjohnsen var í fínu formi á miðvikudagskvöldið þegar Chelsea bar sigurorð af rússneska liðinu CSKA Moskvu, 2-0, í meistaradeildinni. Hann skoraði annað markið og lagði hitt upp en markið var hans fyrsta fyrir liðið síðan í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar gegn Manchester United 15. ágúst. Með fullt hús stiga eftir þrjá leiki Fjögur lið eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í riðlakeppni meistaradeiidar Evrópu. ítölsku félögin Juventus, Inter Milan og AC Milan hafa öll unnið sína þrjá leiki sem og enska úrvalsdeiidar- liðið Chelsea. Þessi félög ættu að geta verið nokkuð ánægð með sig og örugg um að komast áfram í sextán liða úrslit keppninnar því öll félög sem hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í riðlakeppninni hafa komist áfram frá því að meistaradeildin hóf göngu sína í núverandi mynd. Juventus hefur unnið alla sína leiki á hefðbundinn ítalskan hátt, 1-0, þar sem sterk vöm hefur verið í fyrirrúmi. Leikmönnum Bayem Múnchen, Maccabi Tel Aviv og Ajax hefur ekki tekist að opna vöm Juventus og það hefúr komið þeim í þessa góðu stöðu. AC Milan, sem á titil að verja, hefur skorað heldur meira en í fýrra þegar þeir unnu flesta leitó, 1-0, en þeir þurftu þó aö fara aftur í gamla farið gegn Barcelona á miðvikudaginn. Sigur, 1-0, og sigurmarkið frá Úkraíninuann- inum Andriy Shevchenko var kunnugleg sjón. Inter Milan hefur farið á kostum og miðað við spilamennsku liðsins gegn Valencia verður f það að teljast líklegt til ; m afreka í meistaradeildr / ; inni. Jose Mourinho, sem stýrði Porto til r c i sigurs í meistara- * deildinni ífyrra, "iihvA hefúr leitt Chelsea til þriggja sigra í fyrstu þremur leikjunum. Mourinho virðist hafa einhver galdratök á öðrum liðum í meistara- deildinni, nokkuð sem gerir Chelsea að einu af sigur- stranglegri liðum keppninnar. Fyrsia mark Eiðs -• síðan í ágúst Framherja vantar hjá Chelsea Jose Mourinho, knattspymu- stjóri Chelsea, ber sig illa þessa dagana vegna framheijavand- ræða hjá félaginu. Mourinho, sem hefur aðgang að digmstu sjóðum knattspyrnuheimsins, er í dag aðeins með tvo leikhæfa framherja. Annar þeirra er að sjálfsögðu okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen en hinn er Serbinn Mateja Kezman sem hefur hreinlega verið ævintýralega slakur það sem af er og ektó skorað mark. Didier Drogba, helsti markaskorari liðsins, verður frá næstu fimm vikur vegna meiðsla í nára og Rúmeninn Adrian Mutu er eins og kunnugt er á leiðinni í bann eftir að hafa orðið r uppvís að neyslu ' kókaíns. Mourinho vill y t gjaman fá Carlton .f ■ Cole til baka frá | -■ Aston Villa, r,*B 6^ þarsem fp? hann er í láni, en hann geturektó komið til liðsins fyrr en í janúar , þegarleik- mannamarkaðurinn opnar á nýjan leik. Ástandið er orðið svo j slæmt að Mourinho íhugaði að láta þýska varnarmanninn Robert Huth spila frammi A * gegn CSKA Moskvu Eiður Smári Guðjohnsen hafði ekki skorað fyrir Chelsea í rúma tvo mánuði þegar hann skoraði annað mark liðsins gegn CSKAMoskvu í meistaradeildinni á mið- vikudaginn. Blaðamaður enska blaðsins The Sun hélt að hann væri á eiturlyfjum þegar hann horfði upp á Eið Smára skora, svo hissa var hann, en fyrirliði íslenska landsliðsins lagði einnig upp hitt mark liðsins fyrir John Terry. Eiður Smári hefur mátt þola töluverða gagnrýni að undanförnu fyrir markaleysið en hann sýndi mitólvægi sitt fyrir liðið á miðviku-daginn. Hann er annar tveggja framherja liðsins sem er heill og sýndi mikilvægi sitt svo um munaði gegn CSKA Moskvu. Hann lagði upp fyrra mark-ið fyrir John Terry og skor-aði það Eiður Smári Guð- johnsen Fagnarhér i marki slnu gegn CSKA Moskvu að hætti hússins.Á neðri mynd- inni sést hann skora markið sitt i leiknum með skalla án þess að Igor Akinfeev, markvörður CSKA komi nokkrum vörnum við. Mourínho hefur nú stýrt liðum sínum, Porto í fyrra og Chelsea nú, í fjórtán leikjum í roð an taps. síðara með glæsi-legum skalla undir lok fyrri hálfleiks. Hann lét þó ektó þar við sitja og var næstum búinn að skora sjálfs- mark rétt áður en hann skoraði annað mark liðsins. Peter Cech, hinn tékkneski markvörður Chelsea, bjargaði hins vegar glæsilega eftir að boltinn hafði skotist af Eiði Smára og kom í veg fyrir sjálfsmark íslenska landsliðsfyrirÚðans. Vildi ekki tala um Mutu Mál Rúmenans Adrians Mutu, sem varð, sem frægt er, uppvís að neyslu kókaíns á dögunum, vofði yfir allri umfjöllun um leitónn en Jose Mourinho, þjálfari Chelsea, neitaði að tjá sig um það mál eftir leikinn. „Það væri ektó sanngjarnt gagnvart þeim leikmönnum sem spiluðu leildnn og stóðu sig eins og hetjur að ég færi að ræða um mann sem spilaði ektó einu sinni,“ sagði Mourinho sem sýndi enn einu sinni hvers hann er megnugur í meistara- deildinni. Hann hefur nú stýrt liðum sínum, Porto í fyrra og Chelsea nú, í fjórtán leikjum í röð án taps í meistaradeildinni en síðasta tap liðs í meistaradeildinni undir hans stjórn var 1. október á síðasta ári í heimaleik Porto gegn Real Madrid. Síðan þá hefur hann unnið tíu leitó og gert fjögur jafritefli. Tvö stig í viðbót Chelsea er komið með annan fótinn í sextán liða úrslit keppninnar eftir þrjá sigra í fyrstu þremur leikjunum og þarf nú aðeins tvö stig til viðbótar til að tryggja sig áfram. oskar&dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.