Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2004, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 22. OKTÚBER 2004 Fréttir DV Ákæra konu og lögmann Hálfsextug kona og rúmlega fimmtugur lög- maður hennar hafa verið ákærð fyrir að reyna að skjóta milljónum undan skiptum í þrotabúi eigin- manns konunnar. í ákæru ríkislögreglustjóra segir að konan og lögmaðurinn hafi gefið út skuldabréf upp á tæpar 5,5 milljónir króna með veði í íbúð hjónanna vegna skuldar hjónanna við stofu lögmannsins. Upp- hæðin sem þau skulduðu lögmannsstofunni hafi á hinn bóginn aðeins numið tæpum 1,5 milljónum. Mis- muninum hafi átt að skjóta út þrotabúinu og skerða þar með rétt kröfuhafa. 800 milljóna aukaskattar Jón Ólafsson gæti þurft að borga nálægt 800 millj- ónir króna í skatta sam- kvæmt þvl sem útvarpið greindi frá í gær. í fréttinni var vitnað til þess að Ríkis- skattstjóri hefði lokið ákvörðun skatta og niður- staðan sýndi að Jón Ólafs- son skuldaði um 400 millj- ónir í skatta auk þess sem félög hans skulda. Heildar- talan stendur nú í um það bil 600 milljónum en enn er eftir að áætla á einhver félaga hans. Heildartalan gæti samkvæmt útvarpinu hækkað í um eða yfir 800 milljónir króna. Rannsókn skattayfirvalda stendur enn. Á sama tíma rannsak- ar Ríkislögreglustjóri meint skatta- og refsilagabrot Jóns Ólafssonar. Kormákur Geirharðsson veitingarmaður: „Ég eráleið niðurí Golfsam- band til að láta skrá hjá mér holu í höggi. Þetta gerðist á Saujana- golfvellinum Hvað liggur á? /' Malasíu þegar ég var þar nýlega í fríi. Mig hefur alltaflangað til að koTnast í„Hola i höggi klúbb- mn . Birgitta íris Harðardóttir Fjölskyldu hennar grunar manndráp en saksóknari ákær- ir mann fyrir aö hafa ekki kom- ið henni til bjargar / neyö, með þeim afleiðingum að hún iést. Eiður Örn Jónsson, þrítugur Reykvíkingur, er ákærður fyrir að koma Birgittu írisi Harðardóttur, 22 ára, ekki til hjálpar þegar hún lést af völdum eiturlyfja. Fjöl- skylda Birgittu heldur því fram að hún hafi ekki sprautað þessum banvæna skammti í sig sjálf heldur hafi hún verið drepin. Einhver annar sprautaði efninu i hana. Hún sprautaði sig aldrei sjálf. Systir okkar var drepin aí dópsölum „Þetla er mjög leiðinlegt," sagði Eiðnr Örn Jónsson þegar DV hafði samband við hann í gærkvöldi. Ríkissaksöknari hefur gefið út ákæru á hendur honum fyrir að hafa ekki komið ungri sttilku, Birgittu írisi Harðardóttur, til bjargar eftir að hún tók inn of stóran skammt af eiturlyfjum í liúsi þar sem Eiður Örn var gestur. Birgitta íris Idarðardóttir var 22 ára þeg- ar hún lést af völdum eiturlyfjanna sem samkvæmt systkin- um Birgittu var sprautað í liana af öðrum en henni sjálfri. Lögreglan í Reykjavík kom að Birgittu Irisi Harðardóttur látinni að kvöldi 25. ágúst 2003 og þá vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt með felldu. Lögreglan kannaði vettvang og kallaði til réttarmeinafræðing. I ljós kom að stúlkan hafði verið látin f íbúðinni í nokkrar klukkustundir án þess að Eiður hefði gert nokkra tilraun til að kalla til lögreglu eða sjúkra- lið. Það varðar við lög að koma ekki fólki í neyð til bjargar. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að sannað væri hann hefði ekkert aðhafst en það kom meðal annars fram í viðtölum við vitni. Stúlkan hafði neytt of mikils magns fíkni- efna en fjöldi ógæfufólks hafðist við í húsinu. Það að gefin sé út ákæra þýðir að ákæruvaldinu þyki rannsókn lögreglu nægilega undirbyggð. Eiður hefur oft komist í kast við lögreglu fyrir fíkniefnabrot og þjófnaði. Áttu von á ákæru „Við áttum í rauninni alltaf von á því að einhver yrði ákærður," segir Vilhjálmur Bergsteinsson, hálfbróðir stúlkunnar. Hann segir málið hafa verið tortryggilegt frá upphafi og kveðst ekki í nokkrum vafa um að systir hans hafi hrein- Helena Ósk Haröar- dóttir, systir Birgittu frisar, segist hafa fengið fjölmargar hótanir eftir að hún og aðrir úr fjölskyld- unni reyndu að kom- ast til botns í málinu sem hún segir mjög loðið i alla staöí. lega verið myrt. „Við höfum mjög áreiðanlegar heimildir fyrir því að hún hafi ekki verið fær um að sprauta sig sjálf. Hún hefur verið sprautuð af einhverjum öðrum sem hefur gefið henni þetta mikla magn sem varð henni að bana,“ segir Vilhjálmur, sem hafði ekki gert sér grein fyrir því, frekar en aðrir í íjölskyldunni, hversu djúpt systir hans var sokkin í neyslu eit- urlyíja. Systurinni hótað Helena Ósk Harðardóttir, syst- ir Birgittu írisar, segist hafa fengið fjölmargar hótanir eftir að hún og aðrir úr fjölskyldunni reyndu að komast til botns í málinu sem hún segir mjög loðið í alla staði. Hún vísar til þess að rannsókn málsins hafi ekki verið lokað og að fjöl- skyldan hafi ekki ennþá fengið eigur Birgittu úr vörslu lögreglu, nú rúmu ári eftir dauðsfall henn- ar. „Ég reyndi að finna út hvað gerst hafði og var margsinnis hót- að af einhverju liði sem tengdist dópheiminum. Þeir hótuðu mér limlestingum og sögðu mér með- al annars hvar þeir gætu fundið barnið mitt,“ segir Helena Ósk. Hún segir húsið hafa verið hátt og Iágt i__ en kallað var á sjúkrabíl. Var einn í húsinu Eiður Örn mun hafa verið einn í húsinu þeg- ar lögreglan kom á stað- inn klukkan 20.30, en þá hafði Birgitta íris verið látin í um það bil fimm klukkustundir. Fjölskylda Birgittu frisar segir málið tengjast undirheimunum og við- skiptum með fíkniefni. Lögreglan hefur rannsakað málið af kappi frá því stúlkan fannst látin fyrir rúmu ári. Ákæran sem gefin hefur verið út beinist að því að Eiður Örn hafi ekki komið henni til bjargar þegar hún var í andarslitrunum, þrátt fyrir að hafa verið meðvitaður um ástand hennar. freyr@dv.is I Umboðsmaður setur samskiptareglur Fangelsismálastjóri vill leita á fólki Hótanasímtöl ekki í Kærasta grunuð um trúnaði m að fiytja dóp til fanga Samtöl og fundir umboðsmanns Alþingis og fyrirsvarsmanna stjórn- vaida eru ekki haldin í trúnaði. Þetta kemur fram í samskiptareglum um- boðsmanns við stjórnvöld. Umboðsmaður Alþingis hefur sett samskiptareglur í ffamhaldi af hótunarsfmtali Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, til hans eftir álit umboðsmanns um skipan hæstaréttardómara. Davíð hringdi í Tryggva Gunnarsson umboðsmann og hótaði honum þannig að um- boðsmaður sá ástæðu til að leita til Alþingis. Málið var tekið upp og for- sætisnefnd kom á fundi þar sem málin voru rædd. Þar var ákveðið að umboðsmaður setti sér samsldpta- reglur um samskipti við stjórnvöld. Davíð hélt því fram að um trúnaðar- Umboðsmaður Alþingis Hefur sett samskiptareglur i framhaldi af hótunarsímtaii Daviös Oddssonar. Davið sagði símtalið vera trúnaðarsamtal. samtal hefði verið að ræða og neitaði að ræða efnislega um það. í reglunum kemur ffam að telji fyrirsvarsmaður stjórnvalds nauð- synlegt að greina umboðsmanni frá einhverju sem óskað er eftir að trún- aður gildi um, skal almennt setja óskina fram skriflega og tilgreina ástæður. Dómsmálaráðuneytið fór ekki að lögum þegar það bannaði fanga að fá kærustu sína í heimsókn á Litla- Hraun. Fangelsið bannaði konunni að koma í heimsókn af því hún hefði áður smyglað fíkniefnum til fangans en fanginn kærði það. Þegar fangels- ismálastofnun og dómsmálaráðu- neytið sinntu ekki óskum hans, leitaði hann til umboðsmanns Alþingis sem skiiaði áliti um að ekki hefði verið far- ið að lögum. Umboðsmaður komst að því að meðalhófsregla stjómsýslu- laga hefði verið brotin sem þýðir að það hefði verið hægt að leyfa fangan- um að hitta kæmstuna án þess að þau snertust. Valtýr Sigurðsson fangelsismála- stjóri segir að vonandi heyri mál sem þessi sögunni til. „Við sögðum í bréfi Litla-Hraun Fangelsisyfirvöld máttu ekki banna kærustu að hitta fanga þótt hún væri grunuð um aö flytja til hans dóp. til umboðsmanns að þrátt fyrir áhersluna á að berjast gegn fíkniefna- neyslu fanga, þá erum við fylgjandi því að beita vægara úrræði en að banna gestum að hitta fanga," segir hann. Valtýr segir að í vinnslu sé frumvarp um fanga og þar verði tekið á þessum málum. „Það er til herbergi þar sem fólk getur hist án þess að snertast en svo kemur líka til greina að hægt sé að leita á fólki," segir hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.