Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVMEBER 2004 Fréttir DV KB banki gefur2,5 milljónir „Við keyptum 600 miða fyrir 2,5 miUjónir króna," segir Hafliði Krist- jánsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs KB banka, um framlag bankans vegna styrktartón- leika fyrir krabba- meinssjúk börn. Bankinn, sem er aðalstyrkt- araðili tónleikanna, vill bæði létta veikum börnum lífið og gleðja viðskiptavini með boði á tónleikana. Þar verða stjörnur á borð við Kristján Jóhannsson, Jó- hann Friðgeir Valdimars- son, Diddú og Birgittu Haukdal. Hafliði segir að fyrir utan um 200 þúsund króna auglýsingkostnað sé þetta eini styrkur bankans til tónleikanna. Ekki séu styrktir einstakir listamenn. Málverka- fölsunarmál fellt niður Mál þar sem Pétur Þór Gunnarsson var dæmdur fyrir að falsa Kjarvalsmál- verk var fellt niður í gær. Lögmaður Péturs krafðist endurupptöku þar sem hann hefði ekki haft hug- mynd um málið. Guðrún Kjarval, tengdadóttir Jó- hannesar listamanns, höfð- aði mái gegn Pétri Þór og var hann dæmdur, að hon- um fjarstöddum, til einnar milljóna króna sektar. Hann var sakaður um að falsa og selja falsað Kjarvalsmálverk. Ekki kom til endurupptöku því í gær var málið fellt nið- ur og Pétur fær greiddan málskostnað. Pétur Þór hrósar sigri. „Þaö liggur á að bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi hlusti á raddir íbúanna," segir Þór Whitehead, prófessor og íbúi á Seltjarnarnesi.„Það liggur hins vegar ekkert á þeim fram- kvæmdum sem bærinn vill hendastí H Hvað liggur á? gjörbreyta ' ™ bæjarmyndinni og -bragnum. Bæjarstjórnin ætti að taka lengri tíma í að hlusta á raddir fólksins og hugleiða skipu- lagið í bænum." Fótboltastjarnan Scott Ramsay, sem varð dönskum hermanni að bana fyrr í mánuðinum, fær enn að mæta á æfingar með liði sinu í Keflavík. Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, segir liðsmenn styðja Scott allir sem einn. Beðið er eftir lokaniðurstöðum úr krufningaskýrslu Danans. „Hann er enn í liðinu og því frjálst að æfa með okkur." ■xr Fötboltamaðurinn Scott Ramsey fær enn að æfa með meistara- flokki knattspyrnuliðs Keflavíkur. Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildarinnar, segir hann velkominn á æfingar hvenær sem er. „Við stöndum ailir sem einn að baki hans,“ segir Rúnar Arnórsson um liðsmanninn Scott Ramsey, sem nýlega varð manni að bana á skemmtistað í Keflavík. Ekki fékkst staðfest hvort Scott hefði mætt á æfingar eftir að hnefi hans varð dönskum hermanni að bana. Að sögn liðsfélaga Scotts hafa þeir allir hringt í hann og veitt hon- um stuðning. „Hann er enn í liðinu og því frjálst að æfa með okkur,“ sagði liðsfélagi Scotts. Ekki viljaverk Dæmi eru um að íþróttamönnum hafi verið sparkað úr íþróttaliðum fyrir minni tilefni en að verða manni að bana. Nýverið var körfuknattleiksmaðurinn And- rés Már Heiðarson, sem leikið hefur með liði Snæfells, rekinn úr stjórn félagsins og vísað úr liðinu meðan rannsókn á meintum kynferðisbrot- um hans stendur yfir. Andrés er sak- aður um að hafa sent dónaleg sms-skilaboð til grunnskólastúlkna sem hann kenndi. Rúnar Arnarson segir það rangt að refsa Scott fyrir það sem hann gerði með brottrekstri úr liðinu. „Þetta er bara harmleikur og ekki viljaverk," segir hann. Scott í áfallahjálp Ásgeir Jónsson, lögmaður Scotts Ramsay, segir málið einnig mjög óvenjulegt. Hann sé nú kominn með öll gögn í hendur þrátt fyrir að enn sé beðið eftir lokaniðurstöðum úr krufningaskýrslum danska her- mannsins Flemming Tolstrup. „Það er mjög óvenjulegt að mað- ur látist eftir eitt hnefahögg," segir Ásgeir. „í þeim málum sem ég man eftir í fljótu bragði eru grófar líkams- árásir yfirleitt undanfari þess að menn látist. Annars bíðum við nú eftir krufningaskýrslunni. Þá liggur málið ljósar fýrir.“ Að sögnÁsgeirs fær Scott Ramsay enn hjálp. Hann hafi fengið áfalla- hjálpar - hver sem setji sig í hans ennhlutiafhópnum. Knattspymulið spor sjái að þetta var hræðilegt slys. Keflavíkur stendur sam- Skellti á blaðamann Sjálfur vildi Scott Ramsay ekki tjá sig um málið. Hann vildi ekki svara spurningum um hvort afbrýði- semi hefði verið orsök hinnar banvænu líkams- árásar og sleit sambandi við blaðamann þegar hann var spurður nánar út í málið. Sökum vetrarrikis utandyra æfir Keflavíkurliðið inni yfir veturinn. Og maðurinn sem yfir höfði sér réttar- höld íyrir alvarlega líkamsárás sem varð °!anni Scott Ramsay fót- an boltamaður Vill ekki bana, tjá sig um líkamsárás- er ina banvænu. an. simon@dv.is Stofnfjáreigendur Sparisjóös Hólahrepps verjast í dag Óttast að kaupfélag ræni banka Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hólahrepps á Sauðárkróki reyna að verjast því sem þeir kalla bankarán. í dag á að halda stofnfjáreigendafund í sparisjóðnum þar sem tillögur koma fram um að breyta nafni sjóðsins og þrefalda stofnfé. Valdabarátta hefur lengi staðið um Sparisjóð Hólahrepps milli gömlu stofhfjárfestanna annars veg- ar og aðila tengda Kaupfélagi Skag- firðinga hins vegar. í gær var stjórn- arfundur í sjóðnum þar sem tillög- umar vom blessaðar. „Stofnfjáraukningin þýðir aðeins eitt, það á að bola gömlu stofnfjáreig- endunum út,“ segir Valgeir Bjarna- son sem situr í stjóm Sparisjóðsins. „Lidu stofnfjáreigendurnir hafa ekki bolmagn til að taka þátt í þessari aukningu. Kaupfélagið og stjórnend- ur þess hafa hins vegar nægjanlegt fjármagn til að kaupa sinn hluta,“ segir hann en stofnfjáreigendum verður boðið að kaupa hlut í sam- ræmi við eign sína. Valgeir og hans menn em undrandi á því að sparisjóðasam- bandið standi alfarið með kaupfé- lagsmönnum gegn gömlu stofnfjár- eigendunum. I gær seldi Kaupfélagið stóran hlut í sjóðnum til stjórnenda Kaupfélagsins og maka þeirra. Einnig keyptu tveir sparisjóðir hlud. „Það er okkar álit að þama sé þetta fólk að nota kaupfélagið sem skálkaskjól til að ná yfirhöndinni í sparisjóðnum og geta síðan farið með hann að vild sinni. Fyrir okkur er þetta ekkert annað en rán og við ef- umst um lögmætí þessa gernings í gær,“ segir Valgeir og bíður niður- stöðu stofnfjárfundarins í dag. Sparisjóður Hólahrepps hrepptí stóran bita fyrir fjómm árum þegar hann fékk það verkefni að sjá um innheimtu fyrir íbúðalánasjóð. Mikill fengur þykir vera í sjóðnum því bankaleyfi kostar 5 milljónir evra sem fellur kaupfélagsmönnum í skaut. Fyrrum sparisjóðsstjóri íCristján Hjelm barðist gegn því að breyting- arnar yrðu gerðar á sjóðnum, en hann var látinn fara í sumar. SparisjáO á 8 milljónii' í Státraðasparisjóðistjóraiwm og græéa háffaa mBljarð \ STRáKAHÖPAR NAUBGA JAFNT ; DRERIGJUM SEM STÚLKUNI fynt o ocmtfma égl ammias framuadan Oriýrur.tu >i»t a»h PoUnndr. Forsíða DV 29. júnf StofnfjárfundurSpari- sjóðs Hólahrepps fjallar um yfírtöku kaupfé- lagsmanna á sjóðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.