Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Page 9
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 24. NÚVMEBER 2004 9
Tvöfaldir Stuðningssamtök foreldra barna sem
Japanir þjást af ofvirkni hylma yfir trúnaðarbrest
Fjöldi ferðamanna
hérlendis frá Japan
hefur tvöfaldast frá ár-
inu2001, eðaúrum
3.000 manns og í rétt
rúmlega 6.000 í ár.
Talið er að tekjur af
þessum ferðamönn-
um nemi um 500
milljónum króna á ári.
Þetta kemur fram í
Stiklum, vefriti viðskiptaskrif-
stofu utanríkisráðuneytisins.
Segir að Japanir kaupi yfirleitt
mikla þjónustu og hafi áhuga
á landi og þjóð. Þá komi þeir
mikið utan hefðbundis ferða-
mannatíma. Hérlendis eru
þeir einkum í leit að norður-
ljósunum á vetuma.
Kortanotkun
íjafnvægi
Heildar kortavelta
innanlands nam 45,9
milljörðum króna í októ-
ber samkvæmt Seðla-
bankanum. Kortavelta
innanlands í október
stóð þannig í stað að
raungildi miðað við
sama mánuð í fyrra.
Þrátt fyrir sveiflur hefur
kortavelta einkennst af
miklum vexti síðustu
misseri sem endurspegl-
ar mikinn vöxt einka-
neyslu. Greining íslands-
banka segir frá.
Þaggað niður í
félagsmönnum
Umræðuvef á heima-
síðuADHD samtakanna,
stuðningssamtaka for-
eldra barna sem þjást af
athyglisbresti og ofvimi,
hefur verið lokað.
Ástæðan em umræður
um trúnaðarbrest í
stjórn samtakanna.
í fyrradag mátti lesa
tilkynningu þess efnis að
grafalvarlegur trúnaðar-
brestur hefði komið upp
innan stjórnar ADHD; í
kjölfarið hafi félagsmenn gagnrýnt
samtökin of harkalega á umræðu-
vefnum og honum því verið lokað.
DV lagði inn fyrirspurn um máhð
en þá var tilkynningin tekin af síð-
unni. Ingibjörg Karlsdóttir, formað-
ur samtakanna, vill þagga málið nið-
ur.
„Við erum félag sem treystir á op-
inbera styrki. Öll neikvæð umræða
getur skaðað okkur," sagði Ingibjörg
þegar DV hafði samband við hana í
gær. Aðspurð af hverju tilkynningin
um átökin innan stjórnarinnar hefði
verið tekin af síðunni sagði hún mál-
ið einfaldlega leyst.
„Það vom bara mistök að láta
Heimasíða ADHD samtakanna Stikla á
umræöuvefhefur veriö tekin afsíöunni.
þetta hanga þarna inni,“ sagði Ingi-
björg.
í tilkynningunni, sem nú er horf-
in, vom félagsmenn ávíttir fyrir
harðvítugar umræður á heimasíð-
unni sem gætu „skaðað“ félagið. Þar
sagði einnig að trúnaðarbresturinn
væri „grafalvarlegt mál“ og að félag-
ið hefði leitað til lögfræðinga ÖBÍ
eftir hjálp.
Ingibjörg Karlsdóttir sagði trún-
aðarbresti geta komið upp í öllum
stjórnum. Málið væri búið og ekkert
meira um það að segja.
Viðbrögð Jóns Baldvins Hannibalssonar sendiherra við mál-
sóknum tengdasonar hans, Marco Brancaccia. draga dilk á
eftir sér. Jón Baldvin sagði að Marco hefði hótað að drepa sig
og Bryndísi Schram.
Neitar að hafa hótað Jónl
Jm Bahhrm km4up
Marco Brancaccia, barnsfaðir Snæfríðar Baldvinsdóttur, hefur
höfðað meiðyrðamál gegn fyrrverandi tengdaföður sínum, Jóni
Baldvini Hannibalssyni sendiherra í Helsinki. Ástæðan er að Jón
Baldvin sagði í júlí síðastliðnum að Marco hefði hótað að drepa
sig og Bryndísi Schram sendiherrafrú.
Marco hefur teymi lögmanna á
sínum snæmm í Mexíkó og vonast
til þess að niðurstaða dómara verði
sú að handtökuskipun verði gefin út
í gegnum Interpol. Niðurstöðu
dómara í Mexíkó er að vænta innan
nokkurra vikna.
Hér á íslandi hefur Marco lotið í
lægra haldi í fjórgang í tilraunum
sínum í dómsölum til að endur-
heimta dóttur sína. Kennir hann ís-
lenska réttarkerfinu um, sem hann
segir að hygli Jóni Baldvini. Marco
hefur í bígerð mál fyrir Mannrétt-
indadómstól Evrópu, en það getur
tekið nokkur ár. ]ontrausti@dv.is
Orðrétt sagði Jón Baldvin í sam-
tali við DV þann 6. júlí: „Það síðasta
sem ég heyrði frá Marco var að ef
hann fengi ekki að sjá barnið myndi
hann koma til Finnlands og myrða
föður Snæfríðar og móður.“
Ofbeldi gegn Snæfríði?
Marco hefur sem kunnugt er
staðið í harðri forræðisdeilu við
Snæfríði vegna dóttur þeirra. Jón
Baldvin hefur flækst í málið með
þeim hætti að hann er sakaður um
að hafa hjálpað Snæfríði að yfirgefa
Mexíkó ólöglega með dótturina
með því að beita samböndum sín-
um í utanríkisþjónustunni. Jón
Baldvin var áður utanríkisráðherra
og sendiherra í Bandaríkjunum, en
sendiráðið í Washington er yfir
ræðismanninum í Mexíkóborg,
sem tryggði flutning Snæfríðar og
barnsins frá Mexíkó.
„Lögfræðingur minn á íslandi
hefur tilkynnt mér að réttarhöldin
byrji líklega 14. desember," segir
Marco. „Meiðyrðamáhð er byggt á
grein sem birtist í DV í júlí, þar sem
Jón Baldvin lýsti því ranglega yfir að
ég hefði hótað að drepa hann og kon-
Rannsókn lokið í Mexíkó
Saksóknari í Mexíkóborg hefur
lokið rannsókn sinni á meintu
barnsráni eða ólöglegu brottnámi
bams í tengslum við umkvartanir
Marcos. Það bíður dómara að
ákveða hvort Snæfríður, Jón Baldvin
eða Eduardo Rihan, heiðurskonsúll í
Mexíkóborg, hafi brotið mexíkósk
lög.
una hans. í sömu grein lýsir hann því
yfir að ég hafi beitt Snæfríði og dóttur
minni ofbeldi. Þetta verður gott tæki-
færi til að halda sannleikanum á lofti
í réttarsalnum."
Jón Baldvin Hannibalsson Sendi-
herrann I Helsinki fær lítinn frið fyrir
fyrrverandi tengdasyni sfnum.
Grein DV 6. júlf
DV hefur fjallað
um málsóknir
Marcos á hendur
Jóni Baldvini og
SnæfriÖi i sumar.
Baldvini lífláti og
fer í meiöyrðamál
Eitt irerð
þú mátt veljaA, B eða C
Ekki kaupa bíl þegar hægt er að leígja hann
___
AV'S
Frábær tilboð á bílaleigubílum erlendis - munið Visa afsláttinn.
Allar nánar upplýsingar um afgreiðslu og þjónustu Avis um allan heim er að
finna á www.avis.is og netfangi avis@avis.is. Bókunarsiminn er 591 4000.
FlokkurA
Flokkur C
VW Golf eða sambærilegur.
Kraftmikill og sportlegur.
• Nú getur þú valið
• Hvað viltu fá?
• Sveigjanlegra getur það ekki orðið
Verð pr. dag kr. 999,-
leigutími 30 dagar og þú mátt velja.
Innifaliö eru 1500 km, tryggingar og að sjálfsögöu allt viöhald.
Bókanlegt til 12. nóvember - takmarkað framboð.
Opel Corsa eða sambærilegur.
Lipur og þægilegur.
Toyota Yaris eða sambærilegur.
Skemmtilegur og notendavænn.
Flokkur B