Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 2004 Fréttir DV Kisa með blá augu í Kattholti er þessi síamsblandaða kisudama og bíður eftir að að ein- hver, sem langar í kisu og vill tryggja henni gott heimili, komi og sæki hana. Hún er með blá augu, afar Ijúf og aðeins átta mánaða. Þeir sem eru tilbúnir til að taka hana að sér og njóta hennar næstu árin eru vel- komnir f Kattholt. ' M Laugavegsganga ^ HRFI á laugardag Laugardaginn kemur verður árleg Laugavegs- ganga HRFÍ. Lagt verður af stað frá Hlemmi kl 13, gengið niður Laugaveg og áfram niður að Ráðhúsi Reykjavíkur. Nú er um að gera að mæta og ganga saman ( miðbænum með hundana. Því fleiri því betra en með því sýnum við hve við erum virk, svo ekki sé talað um fjöldann. Muna eftir pokunum og auðvitað að hafa hundana í taumi. Bergljót Davíðsdóttir skrifarum dýrin sín og annarra á miðvikudögum í DV. I HAUSTTILBOÐ r Full búð af nýjum vörum fyrir hunda, ketti og önnur gæludýr. 30% afsl. af öllum vörum i Mán. föstd. 10-18, laugard. 10-16, sun 12-16. Tokyo, Hjallahrauni 4. Hfj. S. 565 8444 m«ir atiswer iilFJÖLSKYLDU-OC HÚSDÝRA6ARDURINN Opið alla daga frá kl. 10-17 SENDING AF FJJGLABÚRUM Kid 541 fiskaburasett með loki Ijosi hreinsara hitara. og m DYRARI Dýrarikið Grensásvegi s:5686668 • Dýrarikið Akure) Þátttakendur tilbúnir að ganga út af Hvuttadögum Óttuðust sýkingu frá Dalsmynni Þátttakendur ætluðu að ganga út Margt var um manninn á Hvuttadögum um helgina en þátttakendur vildu ekkistanda viö hlið fulltrúa Dalsmynnis og með því samþykkja að hvolpafram- leiðsla væri þeim þóknanleg. Sesselja í þvl mikil hræsni og siðferðilr „Sannleikurinn er sá að Sesselja hafði samband fyrir um mánuði og óskaði eftir bás á Hvuttadögum. Ég sagði að því miður væri það ekki mögu- legt þar sem hún tengdist sterklega Dalsmynni og því sem þar færi fram," segir Jón ísleifsson, framkvæmdastjóri Hvuttadaga. Sesselju var vísað frá að kröfu annarra þátttakenda við upphaf hundasýningarinnar Hvuttadaga. Þrátt fyrir afsvar Jóns hafði Sesselja mætt á Hvuttadaga á bás sem var pant- aður á öðru nafni. Jón segir að vissulega hafi verið erfitt að vísa Sesselju ffá en hann hafi ekki átt annan kost í stöðunni. „Hún vissi fullvel að hún var ekki velkomin og okkur datt satt að segja ekld í hug að hún myndi láta sjá sig þar sem við vor- um búin að hafna því að hún yrði með,“ segirhann. Unnur Hagalín hundaáhugakona segir að þegar ljóst hafi verið að ædaði sér að kynna langhunda á Hvuttadögum hafi aðrir sýnendur orð- ið mjög órólegir, ekki síst vegna ótta við smit því hundar á Dalsmynni hafi orð á sér fyrir alls kyns sjúkdóma. „Flestir sem voru þama eru rækt- endur sem leggja alla sína alúð við hundarækt og virða siðareglur. Því felst tvískinnungur að standa þegjandi og kynna sína hunda við hlið Sesselju sem vinnur og tengist Dalsmynni. Það sam- ræmist ekki þeirri baráttu sem menn standa í gegn hvolpaframleiðslu," segir Unnur. Sesselja hafði ekki tíma til að ræða við DV þegar eftir því var leitað. „Alnæmi" í kisum ekki greinst hér Feline Immunodeficiency Virus í köttum, sem hegðar sér eins og Aids I mönnum, hefur ekki greinst hér á landi. Sjúkdómur sem lýsir sér eins og alnæmi hefur greinst í köttum víða um heim en hans varð fyrst vart í Kaliforníu 1986. Helga Finns- dóttir dýralæknir segist ekki vita til að veirusjúkdómsins hafi orðið vart hérlendis en hann smitast ekki við samfarir, heldur við blóðblöndun. Einkum eru það högnarsem lenda i slagsmálum við hvern annan sem verða fyrir barðinu á honum. Aðventukaffið á sunnudag Árlegt aðventukaffi og ganga Cavalierdeildarinnar verður í Sól- heimakoti á sunnudag eftir hádegi en ekki laugardag eins og fyrírhug- að var vegna Laugavegs- göngu Hunda- ræktarfélags- ins þann dag. I tilkynningu frá deildinni eru allir Cavalier- eigendur hvattir til að mæta í þessa síðustu göngu ársins meö góða skapið við Sólheimakot klukkan 14 á sunnudag og drekka saman aðventukaffi klukkan 15. Þeir sem ekki sjá sér fært að ganga á undan geta auðvitað komið aðeins í kaffið. Allir eru minntir á að koma með eitt- hvað gott með kaffinu og svo vita- skuld hundana sem ekki hafa síður gaman afað hittast. Feldurinn verður fallegri, hægðir betri og lyktarminni og hundurinn verður í fyrsta skipti á ævinni almennilega saddur þegar hann fær fæði sem er honum eiginlegt. ■ ■ J■ % ■ v ■ ■ ■■ Hrafæðið gerir hnndinn í fyrstn sinn saddnn Það halda margir að hundarnir hjá mér séu illa upp aldir því ég segi ekki nei við þá. En það er þeir þvert á móti því það er hægt að ala hunda vel með því að nota önnur orð en nei,“ segir Inga Róbertsdóttir hundaþjálfari og óforbetranleg hundakona á Akureyri. Inga hefur ekki farið troðnar slóðir hér á landi við hundaþjálfunina og heldur námskeið með svokallaðri „klikker“-aöferö. En það er ekki að- eins þjálíúnin sem er Ingu hugleikin því hún gefur sínum hundum einnig hráfæði en ekki hefðbundinn hunda- mat. „Þeir sem skipta yfir í Jtráfæðið verða þess fljótt varir hve hundinum líður betur á því. Feldurinn verður fallegri, hægðir betri og lyktarminni og hundurinn verður í fýrsta skipti á ævinni almennilega saddur þegar hann fær fæði sem er honum eigin- legt,“ bendir Inga á en hún heldur einnig úti, ásamt fleirum, heimasíðu með spjalli þar sem hægt er að leita ráða með klikkerþjálfun og hráfæði. Á spjallinu hjá Ingu og félögum hafa tæplega þrjátíu manns kynnt sig til leiks og þar eru allir undir eigin nafni. „Við vorum strax ákveðin í því þegar við fórum af stað með þessa síðu og spjallið að gera kröfu um að fólk skrif- aði undir eigin nafni. Töldum að þannig yrði fólk ábyrgara í skrifum sínum og minni líkur á að leiðindi sköpuðust. Sú hefur líka orðið raunin en spjallið er fyrst og fremst til að leið- beina fólki sem vill skipta um fóður og reyna sig með klikkerinn og vett- vangur til að bera saman bækur sínar. Vissulega er ekki hægt að svara öllu um þjálfún í tölvupósti en við reynum af fremsta megni. Oft er samt nauð- synlegt að vita meira um hundinn, sjá hann og fylgjast með hegðun hans til að geta orðið að liði," segir hún en Inga hefur verið með námskeið í þjálfunaraðferðinni hér sunnan heiða. Hún reiknar með að eftir ára- mót haldi hún næst námskeið í Reykjavík en vitað er að mikill áhugi er á að kynnast nánar klikkerþjálfun sem byggist á jákvæðri styrkingu og í raun nýrri hugsun í þjálhm á hund- um. „Hundar geta lært ótrúlegustu hluti og í raun meira en fólk getur ímyndað sér. Allt er þetta spurning um hvaða tíma við erum tilbúin til að gefa í það,“ segir Inga. Inga með Sunnu Og Mána Þau eru bæöi blendingar en Inga tók að sér Sunnu í haust og bjargaði henni undan nálinni. Hún skrifar á hundar.is um reynslu sína afað kenna Sunnu allt upp á nýtt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.