Barnadagurinn - 19.04.1934, Blaðsíða 2

Barnadagurinn - 19.04.1934, Blaðsíða 2
DB 2 BARNADAGURINN 1934. Kaupíélag Reykjavikur Bankastræti 2. — Sími 1245. Hefir fjölbreytt úrval af matvörum, nýlenduvörum, hrein- lætisvörum, snyrtivörum, tóbaksvörum og sælgæti. Einnig all-mikið úrval af vasahnífum, eldhúshnifum, rakspeglum, ilmvatnssprautum o. fl. Kaupfélasjsbrauðgerðin, — Sími 4562 selur allskonar kökur og brauðvörur með lægsta verði bæjarins. 3óðar vörur. Sanngjarnt verð. Kaupfélag Reykjavíkur. Munið eflir Dýraljóðunum þegar þjer reljiH sumargjðf handa börnunum. Hæfileg sumargj öf ungum og öldruðum er góð bók frá Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar eða Bókabúð Austurbæjar B.S.E. Laugav. 34. --ÍL1Z3 DD CSC31=1 1=E£3C=3D Beztu innkaupin á Glervöru, Búsáhöld- um, Kristal og Vefnaðarvörum.-a D Munið eftir Edinborgar-Ieikföngunum. Leggið leið yðar um Hafnarstræti í EDINBORG. [ ac=ic=ac=ac=ic=3 dd =ai=ac=ac=ic=3D r Avarp. Barnavinafélagið Sumargjöf hefir nú tekið upp þá nýbreyttni að gefa út eigið blað sem málgagn- Reynsla undanfarinna ára hefir sýnt, að mikil þörf var á slíku málgagni fyrir félagið, einmitt fyrir þann dag og á þeim degi, sem það leggur undir sig allan bæ- innn, en það er sumardagurinn fyrsti — barnadagurinn — eins og kunnugt er orðið. 1 fyrsta lagi var þessa þörf, til þess að félagið geti á hagkvæman hátt Ibirt bæj- arbúum dagskrá hátíðahaldanna. 1 öðru lagi, til þess að ræða og fá rædd ýms áhugamál sín viðkomandi vel- ferð barnanna. Og í þriðja lagi, til þess að bera það mál fram til sigurs, að börnunum verði helgaður einn dagur á ári, og þar af hef- ir blaðið hlotið nafn sitt. „Barnadagurinn“ mun hafa þetta þrennt sem aðalmarkmið. Blaðið á að koma út aðeins einu sinni á ári og er gefið út í fleiri eintökum en hér er venja, eða um 8000. Séð verður um það, að sem flestir bæjarbúar fái að sjá blaðið. Til þess að gera kostnaðinn af útgáfu blaðsins minni, hefir verið leitað til auglýsenda með þeim óvenjulega árangri, að aðeins tvær neitan- ir hafa komið. Og blaðinu hafa borizt fleiri auglýsingar en hægt var að taka. — ViII „Barnadagurinn“ votta þessum ágætu mönn- um og firmum alúðarþakkir fyrir góðan stuðning og óska þeim mikilla viðskipta. Ósk er góð, ef hlýr hugur og framkvæmd fylgir. Vér höfuðstaðarbúar eigum nú einn slíkan óskadag í vændum — barnadaginn. Þá getum vér óskað og stutt að framkvæmd um leið. „Barnadagurinn“ vill, með þetta í huga, óska öllum, allt frá glókolli og upp í gráar hærur, gleðilegs sumars. ísak Jónsson.

x

Barnadagurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnadagurinn
https://timarit.is/publication/869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.