Barnadagurinn - 19.04.1934, Blaðsíða 8

Barnadagurinn - 19.04.1934, Blaðsíða 8
8 BÁRNA OAGURINN 1984. KOL SALT KOKS REYNSLA sýnir, að það borgar sig best að kaupa kol, koks og salt hjá oss. ÞEKKING vor á vörum þeim, er vér seljum, er kaupendunum trygging fyrir gæðum þeirra.-----------: VISKA þeirra er mest, sem vita, hvað þeir vilja. — Komið og skoðið vörur vorar, hinar nákvæmu vog- ir og hin fullkomnu afhending' artæki.----------------- VILJI menn kaupa kol, koks eða salt, þá er einfaldasta leiðin og hin skynsamlegasta að snúa sér beint til vor. --------------- h|f KOL & SALT SÍMNEFNI: KOLOSALT SÍMl: 1120 (FJÓRAR LÍNUR) Elzta og stærsta kola- og saltverzlun landsins OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOHIH ooooooooooooooooooooooooooooooBH 00 Kexverksmiðjan FRÓN Reykj avík framleiðir allar tegundir af kaffibrauði, einnig AÍalorkex, 4 tegundir. Kremkex, 4 — Ennfremur: Jarðarberja-sultu og Blandaða sultu í 1 og2punda glösum og 5 kg. dúnkum. Sími 3 6 84. SímnefniKEX. oooooooooooooooooooo oooooooooooooooooooooo „Bamadagurinn", framh. af síðu 7. strax inn í meðvitund. allra — einnig barnanna — sem sá hátíðisdagur, þegar menn ættu ekki að sjá í skildinginn. Það voru heldur engar smáupphæðir, sem inn komu þennan fyrsta „Barnadag“, þær voru taldar í hundruðum þúsunda króna. Og það leið heldur ekki á löngu, áður en farið var að halda „Barnadaginn“ alls staðar í landinu. Tekjur „Barnadagsins“ eru nú orðnar engu þýðingar- minni fyrir hina frjálsu velgerðarstarfsemi, heldur en styrkirnir frá ríki og bæjarfélögum, og oftar en einu sinni hefir rausnarleg hjálp af þeim tekjum bjargað velgerðar- stofnunum, sem hafa verið að því komnar að gefast upp sökum fjárskort. Auk þess hefir það ekki sjaldan komið fyrir, að rausn „Barnadagsins“ hefir þvingað smátæka þing- menn og bæjarfulltrúa, til þess að reka af sér slyndruorð og sýna svo litla rausn líka í framlögum. Fjölda margar stofnanir reikna árlega styrkinn af „Barnadags“-fénu, sem aðal-tekjur sínar. — Það yrði of langt mál að telja allar slíkar stofnanir upp, eg vil aðeins nefna: „Barnajöturnar“, „Mjólkurdropann", Vinnustofurnar, Skólabarnaheimilin, „Jólasveinana“ (félög í skólum, sem sjá börnum fyrir föt- um), Úti-böðin, „Garðbörnin“, og Sumarleyfis-setrin — þar sem þúsundir barna njóta sólar og lofts og sjóbaða í sumarfríinu — allt stofanir, sem starfa — oftast með sjálf- boðaliðs vinnukrafti — fyrir börnin. Það er þess vegna gott, þegar einhver brennur af löng- un til að grípa inn á einhverju sviði, þar sem þörf er á, að geta sagt í fullu trausti: „Það getur vel gengið, því það verða sjálfsagt einhver ráð með að fá styrk af „Bama- dags“tekjunum. . . .“ Það eru dásamlega drjúgir peningar það — þrátt fyrir allt. Eg er ekki í vafa um, að hin áhugaríka „Barnadags“- nefnd hér á íslandi, með tímanum muni fá sama hamingju- samlega árangur og sú sænska, nefnilega að reynzla henn- ar verði sú, að margir vilji hjálpa til, allir hafi vilja, til að gefa — og gefa með glöðum hug. Estrid Falberg Brekkan. Hækkandi sól. Við íslendingar lifum langa vetur en stutt sumur, og þess vegna fögnum við sumrinu í einlægni og með eftirvænt- ingu og meira og heitar en flestar aðrar þjóðir. Og við eig- um sumardaginn fyrsta og fögnum honum. Engir fagna þó sumrinu eins og börnin, enda er það mjög eðlilegt. Það er eðli barna að fagna nýjungum. Þau fagna húmkyrð haustsins, snjó og stjörnudýrð vetrarins, hækkandi sól og vaxandi degi vorsins, en mest fagna þau þó langdegi sumarsins með starf og síungt líf, blómum skrýdda bala og berjalautir. Og þótt með sanni megi segja, að hver árstíð hafi sína fegurð, veiti ný viðfangsefni og hrópi á æskuna til starfa, þá sameinar enginn árstími þetta eins vel og yndislega og sumarið. Og það er hlutverk okk- ar fullorðna fólksins að ganga í lið með sumrinu, hjálpa náttúrunni til að örfa það bezta, heilbrigðasta og þroska- vænlegast fram til starfs og dáða hjá sérhverju barni. Ekkert er dýrmætara en æskan, því að æskan er fram- tíðin. Börnin, sem nú fagna þessum nýja sumardegi, eru

x

Barnadagurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnadagurinn
https://timarit.is/publication/869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.