Barnadagurinn - 19.04.1934, Blaðsíða 12
JBÁMÁDÁÖtÍRlNN 1934.
Í2
IÐNO.
elsta og víðkunnasta samkvæmis- og
skemtihúsið.
Gerið jafnan pantanir yðar með góð-
um íyrirvara.
Skrifstofutími hvern virkan dag kl.
4—6 síðd. — Sími hússins er: 2350
Við leiksýningar góðar veitingar uppi,
í leikhléunum.
Sælgæti og ávextir niðri.
ÆT
S JAFNARSÁPA.
t SJAFNAR-sápnm ern einnngis hreln og úblðnduð oliuefni. Notið
eingöngu SJAFNAR-sápur, þær erú
innlend framleiðsla
sem stendur fyllilega Jafnfætis bestu erlendum sáputegundum. Hvert
stykki sem selt er af SJAFNAR-sápum, sparar þjúðinni erlendan gjaid-
eyri og eykur atvinnuna í landinu. Það ,er þegar viðurkennt, að
SJAFNAR-sápan er bæði
ódýr og drjúg
SJAFNAR-handsápur gera húðina mjúka og eru tilbúnir fyrir hið
viðkvæmast* hðrund. Hver hyggin húsmóðir, sem vill fá hreinar og
blæfailegan þvott, notar eingðngn SJAFNAR-þvottasápa
Sápuverksmiðjan Sjöfn.
Rafhlöður.
Ending rafhlaðanna byggist alveg á meðferð
þeirra og réttri hleðsluaðferð.
Slíkrar varúðar er sjerstaklega gætt á hleðslu-
stöð okkar við Óðinsgötu 25.
Bræðurnir Ormsson.
Simar 1467 og 4887. Reykjavík. Pósthólt 867.
Líf try gging arf j elagið
ANDVAKA
Býður hagkvæmar
barnatryggingar —.
Spyrjist fyrir á skrif-
stofu fjelagsins. —
Lækjartoigi 1 Sími4250
framhald þjóðarínnar.
Bömin eru framhald þjóSarinnar.
Það er vel, að sú venja komist á, að sumardagurinn
fyrsti sé helgaður börnunum. Þau eru sá nýi gróandi, sem
tekur við af vetri ellinnar og hrörnunarinnar. Kynslóða-
skiftin eru eins og áraskiftin.
Og kynslóðin, sem ýmist finnur haustið nálgast, eða
veit að veturinn hlýtur að koma, óskar einskis fremur en að
sumar þeirrar jurtar, sem þá á að spretta úr grasi, verði
gott. Hún vill gera hvorttveggja, að gera þeirri jurt góðan
jarðveg og biðja forsjónina og guð um að gefa henni góða
veðráttu. Jarðveginn getur hún ráðið við, en hitt ekki. Og
jarðveginn reynir hún að undirbúa. Við þekkjum þraut-
seigju og natni góðra húsmæðra við kálgarðinn sinn. Við
þekkjum hvernig þær reita arfann. En samt getur starfið
orðið árangurslítið. Veðráttan getur spillt öllu — en þó
spillir hún aldrei eins miklu þar, sem arfinn er enginn. —
— öllum er annara um börnin sín, en nokkra jurt í
garðinum. Og öllum þjóðum er — eða, í það minnsta á að
vera, betur umhugað um börnin sín — hina næstu kyn-
slóð — en nokkuð annað, sem þeim hefir verið gefið til
að hugsa um, af því sem þeim er umhugað þessa lífs. En
þó merkilegt megi virðast, eru einstaklingarnir ekki á eitt
sáttir um þetta atriði, — þegar þeir koma margir saman.
Alþingi gefur út jarðræktarlög, farmennskulög og
ótal önnur lög, sem öll fjalla um hagsmuni lýðsins, þegar
hann er farinn að lifa sem sjálfstætt og uppkomið fólk.
En sé leitað til rótanna, þá verða fyrir leitandanum ákaf-
lega fá fyrirmæli um, hvernig þjóðfélagið eigi að fara að
því, að ala upp fólk, sem sé vaxið því, að kunna að not-
færa sér alla spekina í atvinnulöggjöfinni — og allri lög-
gjöf yfirleitt.
„Á skal að ósi stemma“ — og allt það, sem almenn-
ingsvald gerir til þjóðfélagsumbóta, ætti að gerast þannig,
að munuð sé þessi litla setning. Því aS öll þjóSfélagsumbót
sprettur upp af góSu bamauppeldi og umhyggjunni fyrir
því, að þeir hæfileikar, sem búa í hverri nýrri borgarasál,
fyrirfarist ekki, eða skaddist ekki á árunum sem líða þang-
að til, að hann er orðinn sjálfs síns ráðandi, sem kallað er.
Það eru ekki dægurþrasið og illindin, sem gera þjóð-
ina mikla. Það eru bömin, sem gera það.
Það eru ekki stjórnmálaafrek einstakra manna, sem
gera þjóðina mikla. Það eru bömin.
Því að enginn lifir nema sína æfi, — og hún er skömm.
— En listin er löng! Listin að lifa. Listin sú, að verða
þjóð. öll sönn menning er ekki sprottin af átaki einstakra
manna eða einstakrar kynslóðar. Hún er sprottin af þeirri
heilbrigðu erfikenningu, að ala upp hraust böm, sem beri
ávallt beztu einkenni þjóðarinnar fram á við, svo sterk, að
þau tortímist ekki, þó gefi á bátinn.
Það eru svona börn, sem geta gert smáþjóðina ís-
lenzku að stórþjóð. Og að því miðar sú starfsemi, sem hefir
helgað sér sumardaginn fyrsta.
Skúli Skúlason.