Barnadagurinn - 19.04.1934, Blaðsíða 5
BARNADAGURINN 1934.
5
r
Avarp
frá Steíngrími Arasyní.
Barnadagurinn
guðar nú á glugga þinn, Reykvíkingur. Hann vill „klappa
undurþýtt, eins og barn á vanga“, höfuðstaðarbúa, — 60
þúsund vanga, — til þess að minna á málefni hinna ungu og
ósjálfbjarga, þeirra, sem jafnvel eru ómálga eða ófæddir.
Skygnumst um í heimi þeirra. Mörg þúsund hrein og
saklaus barnsaugu stara á okkur. Heill her af spurning-
armerkjum. — Hver drenglyndur maður verður að svara
spurningum reykvíkskrar æsku, þær eru skýrar, einfaldar
og ákveðnar:
„Eigum við að fá að njóta gjafa Guðs með ykkur hin-
um? Fáum við dálítið af sólskininu, græna graslendinu og
hreina loftinu, sem landið okkar er svo auðugt af ? Eða á að
setja okkur hjá? Eigum við að vera dæmd til að lifa æsku-
lífi okkar á óhreinni, þröngri, fjölfarinni borgargötu, þar
sem lífi, heilsu, siðgæði og menningu er búinn sífeldur
voði?“
Það getur oft oltið á smámunum einum, hvort barn
verður hraust eða heilsulaust alla æfi. Fjölmörg börn í
Reykjavík eru á takmörkunum milli þess að vera heil og
vanheil. Sum eru sjúk, án þess að nokkurn gruni það. Hinir
feitu og fölu vangar eru sjúkdómseinkenni. Ekkert barn
sem þannig lítur út, er heilbrigt, jafnvel þó að það hvorki
kvarti né finni til. Mjög oft er orsökin skortur á hreinu
lofti, sólskini og fjörefnaríkri fæðu. Fárra mánaða eldi í
hreinu lofti, sójböðum og glöðum æskuleikjum á grær.u
túni, getur bjargað barni frá því að verða vesalingur sér
og öðrum til æfilangs böls og byrði. Er ekki nokkuð í söl-
urnar leggjandi. Borgar það sig ekki, að fórna góðum húsa-
kynnum á grænu túni með leiktækjum og þar að auki nokk-
urri fjárupphæð, til þess að tryggja bórnunum þá aðbúð,
sem leggi grundvöll að heilsu og siðgæði nýrrar kynslóðar?
Bamavinafélagið Sumargjöf
hefir starfað að velferðarmálum barna þau tíu ár, sem liðin
eru frá stofnun þess. Margt hefir það á stefnuskrá sinni,
sem lítið eða ekki hefir enn verið sinnt. Stafar það einkum
af féskorti.
Félagið leitar ekki á náðir bæjarbúa nema á einum
hinna 365 daga ársins, þ. e. sumardaginn fyrsta. Þann dag
óskar félagið að mega helga börnunum einum. Það er ekki
nema einn barnadagur á ári, þá hefir enginn opinbera f jár-
söfnun nema Sumargjöf. Hver góður drengur sýnir þá
samúð og skilning að láta börnin fá að eiga þann dag ein
óskiftan.
Sumardagurinn fyrsti.
Barnavinafélagið hefir gert sumardaginn fyrsta að há-
tíðisdegi höfuðstaðarins. Aður en félagið var stofnað,
gerðu margir sér þá engan dagamun. Nú hefir hinn æfa-
gamli og þjóðlegi siður verið tekinn upp aftur, að fagna
sumri með viðhöfn og hátíðabrag, svo sem mest má verða.
Líf og starf félagsins er undir því komið, að það verði
fengsælt þennan eina dag ársins, því að það fær engan op-
inberan styrk, en verður að gefa nálega helming bama
Framh. á síðu 6.
i
börnin
nægilegt
vítamín?
V ítamín-mj örlíki
Olívenerað smjörlíki tekur fram
öllu öðru til steikingar.
Það er næst smjöri í allar kökur.
Blái borðinn er bragðbetri en ann-
að smjörlíki; það viðurkenna allir.
Blái borðinn er hreint jurta-smjör-
líki, í honum er engin dýrafeiti.
Það eru beztu meðmælin.
Eru börnin
yðar hraust
og útlits-
góð?
Fá þau
nægilegt
vítamín?