Barnadagurinn - 19.04.1934, Blaðsíða 13

Barnadagurinn - 19.04.1934, Blaðsíða 13
BARNADAGURINN 1934. 13 Hlutskífti veíkíaðra barna. Málefni veiklaðra skólabama hefir til þessa dags, verið algerlega vanrækt af hálfu hins opinbera. Samkvæmt skýrslum skólalæknanna hér í Reykjavík munu vera nálægt 150 börn á skólaskyldualdri, er sakir heilsubrests eSa ýmiskonar kvilla fá ekki notið skólavistar. mánuði, eða þolir ekki skólavist fyrst um sinn o. s. frv. Börn þessi eru innrituð í skólana að hausti, og er frá líður, kemur í Ijós, að þau þola ekki skólasetu, eða þá vinnu, sem skólinn krefst af barninu, og eðlilega er miðuð við starfsgetu hinna hraustu barna. Börn þessi eru tekin úr skóla á ýmsum tímum skólaársins að ráði skólalæknis, eða samkvæmt fyrirmælum þess læknis, er stundað hefir barnið í veikindum þess. Börnin hverfa heim úr skólanum með vottorð læknisins í hönd: Má ekki sækja skóla næstu tvo mánuði, eða þolir ekki skólavist fyrst um sinn o. s. frv. Bak við þessa fáorðu kveðju, er læknirinn, vegna heil- brigðismálanna í landinu, sendir heim á heimili veiklaða barnsins, er lengra mál, þótt óritað sé: Hið opinbera starf- rækir stofnanir frá 8—14 ára. Þessar stofnanir eru hinir almennu barnaskólar ríkisins. Þeim er ætlað að greiða götu barnanna til aukinnar menningar og hreysti. 1 þessu skyni er árlega varið 120,00—160.00 kr. frá ríkis- og bæjarfé- lögum (í Reykjavík um 160.00 kr.), til hvers barns, er í skóla gengur. En skilyrðið frá hálfu hins opinbera til þess að barnið fái notið þessa framlags er, að bai-nið sé hraust og geti sótt skólann. Ef barnið hefir ekki þrek eða heilsu til að færa sér í nyt þá fræðslu, er hinum hraustu börnum er í té látin, þá er ekkert hægt fyrir það að gera. Þannig hljóðar hin kalda kveðja, er þúsund ára sið- menningarríkið sendir hinum litlu, veikluðu þegnum sín- um, þrátt fyrir hinar gullvægu yfirlýsingar, að lög og regl- ur séu fyrst og fremst ætlaðar til að vernda rétt lítilmagn- ans í landinu. Hvert liggur svo leið hinna veikluðu skólabarna, og hver er aðbúð þeirra þann tíma, er þau geta ekki sótt skóla? Eðlilega heim á heimili barnsins. En sé svo skygnst eftir því, hver skilyrði þessi heimili hafa að bjóða hinu veiklaða barni, kemur í Ijós, að það er í langflestum til- fellum fátækustu heimilin í bænum, sem fátt eða ekkert geta látið þessum börnum í té af þeim lífsskilyrðum, er þau þarfnast, öllum öðrum fremur. En rökin, sem hér að lúta eru auðfundin, því eðlilega sækja barnasjúkdómarnir heim, fyrst og fremst þau heim- ili, þar sem örbirgð og skorturinn er fyrir. Hér eru skilyrðislaust brotin lög á veikl- uðuin skólabörnum. Eins og fyr er sagt, nemur kostnaður af rekstri barna- skólanna n.I. 160.00 kr. á hverju ári, á hvert barn hér í Reykjavík. Nú má það vera öllum ljóst, af því, sem að framan er sagt, að hin veikluðu börn njóta ekki þessa framlags og er það því sama og þeim sé ekki greitt það. Ríkið hefir hinsvegar viðurkennt réttarkröfur allra barna til almennrar fræðslu með fræðslulögunum frá 1907, og hefir tekið á sig gjaldabyrði til framkvæmda þeirra laga. Frh. á síðu 14. 7~r Hvannbergsbræður. Verzlunin Björn Kristjánsson Jón Björnsson & Co. V OR-vörurnar eru KOMNAR Fleiri vörur væntanleg- ar með næstu skipum. mm Bökunardropar Hdrvötn Ilmvötn Eínagerð Áfengisverslunar ríkisins. <o><oKKo><<Ko><o><o><<2

x

Barnadagurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnadagurinn
https://timarit.is/publication/869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.