Barnadagurinn - 19.04.1934, Blaðsíða 11

Barnadagurinn - 19.04.1934, Blaðsíða 11
BARNADAGURINN 1984. 11 Frelsi •— ábyrgð — sjálfsstjórn. mönnum, sem ekki geri annað en að ganga ruddar götur venju og hefðar og telji það sína helstu skyldu að hlýðn- ast yfirboðurum sínum. Gamla stefnan ber þeirri yngri á brýn stjórnleysi, agaleysi, ábyrgðarleysi, segir að hún sé að koma heiminum í öngþveiti og upplausn. Vitur maður hefireinusinni sagt, aðmaðurætti að leita að sannleikanum í því, sem andstæðingarnir segja um mann, í stað þess að reiðast ádeilum, á þann hátt gætu þær orðið til hins mesta gagns. Eg held, að þeir, sem vinna fyrír umbótastefnur, ættu að fara eins að, og sný eg nú máli mínu að hmni nýrri uppeldisstefnu, sem eg hefi sjálf fylgt, líklega af eðlishvöt, frá því, eg fór nokkuð að hugsa. Allt uppeldi, bæði í skólum og heimilum, á að stefna að því, að gera barnið að írjálsum, hugsandi, skapandi rnanni, en jafnframt að manni, sem ekki lætur stjórnast af dutiungum sínum og blindum ástríöum, sem er umhverfinu til kvalar. Til þess að ná þessu takmarki, er barninu nauð- syniegc frelsi; freisi til að starfa og þroskast samkvæmt eðiisfari sínu, en ekki frelsi, til þess að áreita aðra og ganga á rétt þeirra. Þess vegna verður freisið til lítils nýtt, ef barnið lærir ekki jafnframt að bera ábyrgð á sjálfu sjer, og ef ekki yex upp í því sjálfstjórn, sprottin af skilningi í stað hlýðni. Reglur verða börnin að hafa, umgjörð, sem ytra líí þeirra lýtur, enda er það sannleikurinn, að þau óska þess sjáif, ef þau að eins læra að skilja, — af hverju. Jaíníramt verða þau að læra að skilja rétt annara, þeirra, sem með þeim eru og taka tillit til hans, annars verður lífið öllum óbærilegt. Afburða fræðurunum, hvort heldur eru kennarar eða íoreldrar, veitir ekki erfitt, að ná þessu tvöfalda marki: frelsi í ábyrgð og sjálfstjórn. En það verður vitanlega erfitt fyrir allan þorra manna, ekki sízt á sjálfum umbrota og breytinga tímunum, enda hefir sú orðið reyndin alls staðar. Frelsið hefir verið veitt, það var hægast, en hitt orðið út- undan, að koma barninu í skilning um nauðsyn sjálfstjórn- ar, þaðan stafa ásakanir eldri tímans. Síðastliðið sumar var eg á alheimsfundi í Ommen á Hollandi. Þar voru meðal annars mættir kennarar víðs- vegar að, frá flestum löndum Evrópu, hygg eg að þeir hafi flestir eða allir fylgt hinni nýju uppeldismálastefnu. — Einn daginn höfðu þessir kennarar fund með sér og ræddu vandamál sín. Kom þá einmitt fram hjá þeim öllum meira og minna, það, sem eg hér hefi gert að umtalsefni. Þeir voru farnir að reka sig á, að stjórnleysi vildi sigla í kjölfar írelsisins, og þeir voru farnir að skilja það, að viss regla verður að ríkja í lífi barnsins, annars verður sjálft írelsið að ófrelsi í framkvæmd. Jeg treysti því að frelsisstefna uppeldismálanna sýni sig að vera svo víðsýn, a ðhún læri af reynslunni, svo að frelsið veki í höndum hennar „unað eilífðarinnar", en verði ekki „einskis nýtt“, af því að hún kunni ekki með það að fara. Aðalbjörg Sigurðardóttir. Styöjið starfsemi Sumargjafarí r □ MM MM □ 0 □ H £3 H E 1 I E □ Stassano-drengurinn yann vegna þess að hann hafði fengið fjör og þol með því að drekka Stassaniseruðu mjólkina frá Mjólkurfjelagi Rejkjavíkur. n 0 □ 0 B 0 0 □ a □ Qefið börnunum Fí CORN flakes daglega. Fæst^alstaðar.

x

Barnadagurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnadagurinn
https://timarit.is/publication/869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.