Barnadagurinn - 19.04.1934, Blaðsíða 9

Barnadagurinn - 19.04.1934, Blaðsíða 9
BARNADÁGURINN 1934. y Hækkandi sól. íslendingarnir, sem bera merki þjóðar vorrar, þegar við, sem nú erum af bernskuskeiði hnígum til moldar. Hversu þeim farnast, hversu þeir bera merki okkar kæra íslands, hvaða sigra þeir vinna og hve glæsilega, fer eftir því hvaða rækt við leggjum við að duga þeim til heilbrigðs vaxtar og þroska. En hér í höfuðstað lands vors eru uppvaxtarskil- yrði barna mjög slæm. Börnin vantar holl og örfandi starfs- skilyrði. Æskan, framtíð Reykjavíkur, hrópar hástöfum á hvern einasta Reykvíking, og hróp hennar eru eins og töfrasprotar, sem vekja göfugmennið, hugsjónahetjuna og framkvæmdakappann í hverjum höfuðstaðarbúa, og allir hrífast með af fögnuði og ákafa barnanna. Þeir vilja hjálpa til að bæta vaxtarskilyrði hinna uppvaxandi Reykvíkinga. 1 dag sameinast allir um hag og velgengni hins þarfa og göf- uga fyrirtækis „Barnavinafélagið Sumargjöfin“. En það er þó ekki nóg, því að þótt „Sumargjöfin“ vinni þarft og gott starf, þá megnar hún ekki nógu. Æskuna í Reykjavík vant- ar holl útiverkefni, hana vantar rúmgóða útileikvelli, hana vantar útisundstað við sjó, hana vantar garða, þar sem hún getur unnið að hollri vinnu milli þess, sem hún herðir og æfir líkamskraftana við útiíþróttir, hana vantar skauta- svæði og skíðabrekkur fyrir vetraríþróttir nálægt bænum, þar sem væri skýli eða afdrep til að hvílast og hressa sig milli leikjanna. En æskuna vantar líka mjög tilfinnanlega vinnustöð, þar sem börnin geta fengið að læra alla algenga vinnu, og þar sem væri skýli eða afdrep til að hvílast í og hressa sig barnanna. Þar sem börnin geta varið tímanum við hollt starf við sitt hæfi, í stað þess að ganga iðjulaus og slæp- ast um götur og torg, læra að sóa tímanum, eða annað verra, sem af iðjuleysi hlýzt. Allt þetta og ótal margt fleira þarf að gera fyrir æsk- una, og allt þetta þarf að verða sérstakt áhugamál allra Reykvíkinga. Það eru heimtaðir nýir, góðir og hollir skól- ar fyrir börnin, og það er sjálfsagt og höfuðnauðsyn. Og nú hvíla þungar skyldur á foráðamönnum bæjarins að byggja nýja barnaskóla fyrir úthverfi bæjarins og vesturbæinn, og það verður að vera krafa allra sannra höfuðstaðarbúa, að skólarnir verði reistir og það fljótt og vel. En skólarnir eru ekki allt. Æskan er allt. Hún er starf okkar og metnaður, og vöxtur hennar og þroski eru minnisvarðar okkar hinna eldri. Reykvíkingar! Börnin elska hina hækkandi sól og vaxandi dag. Farið að dæmi barnanna. Bömin eru hinar hækkandi sólir mannlífisns og vax- andi dagur þess. Unnið þessum vexti með því að vinna fyrir hann, bæta kjör hans, skapa honum holl vaxtarskilyrði. Tökum höndum saman og vinnum fyrir æskuna! Jón Sigurðsson yfirkennari. Styðjið starfsemi Sumargjafarinnar! Sækið skemmtanir barnadagsins! Kaupið merki dagsins! Pelar, púður. Barnasápur, svampar. ávalt fyrirliggjanði í miklu úrvali. Lyfjabúðin Iðunn. Laugaveg 40. Timburverzlunin Völundur h.f. Simi 1431 Reykjavík. Býður góð tímburkaup. Hvergi betra timbur. Hvergi betra verð Hvergi meira úrval. Selur allar venjuiegar tegundir af furu, oregonpine-Teak, Kross- spón, saum. Þakpappa og I n s u i t e veggplötur. Smiðar glugga, hurðir og lísta úr furu, oregonpine og teak. Kaupið vandað efni og vinnu. Það margborgar sig. TRYGGIR YÐUR ÆTÍÐ ÞAÐ BEZTA mi • BENSIN ■ BRENSLUOLÍUR OG SMURNINGSOLÍUR

x

Barnadagurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnadagurinn
https://timarit.is/publication/869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.