Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2004, Blaðsíða 19
DV Áramótablað FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 7 9 a árs að minnast þess sem liðið er og horfa þá til framtíðar. Nafntogaðir stjörnuspekingar og spámenn hnsir orðið til að velta sér uppúr Völvuspá Vikunnar í gegnum tíðina, einkum með það fyrir augum að >ti stjörnuspekingur þjóðarinnar, sagðist í samtali við DV ekkert hafa velt fyrir sér árinu 2005 og það sama fáeinu prósent sem ekki væru nákvæm en ónefnd væru þau atriði sem rétt reyndust. að Hermann ætlar aðeins að tjalda til einnar nætur, það er að vera ein- ungis þennan eina vetur með þátt sinn. Spaugstofan er að syngja sitt síð- asta sem fyrirbæri í sjónvarpi. Ára- mótaskaup þeirra mun ekki hljóta góðar viðtökur og það mun bitna á geði þeirra þegar þeir einhenda sér í að loka sínum ferli í sjónvarpi. Þetta er þeirra síðasta ár. Það mun svo renna upp fyrir landsmönnum að þeir eru á förum og munu þeir þá kvaddir sem sannir sigurvegarar. Vonir þeirra Stöðvar 2 manna um að Sveppi og félagar nái að fóta sig á nýjum vettvangi munu bregðast hrapallega. Þeir munu ekki ná að halda sfnu striki á Stöð 2 ög í lok næsta árs mun liggja fyrir að nýjum þætti þeirra verður ekki fram haldið. Þeir munu þá halda hver í , sína áttina: Pétur Jóhann j hverfur aftur í útvarpið, Auðunn Blöndal mun ganga til liðs við Huga , vin sinn á Popptíví en l Sveppi mun snúa sér í | auknum mæli að leik- 1 húsinu og að ferli sín- ' um sem skemmti- kraftur. Agnari Jóni Egilssyni tekst það sem engum hefur áður tekist, sém er að festa í sessi íslenska sjónvarps- sápu. Það kemur yfirmönnum á Stöð 2 ánægjulega á óvart og munu þeir leggja kapp á að fleiri þættir verði framleiddir. Nýr þáttur Huga Halldórssonar og Eyvindar Karlssonar á Popptíví gerir það mjög gott meðal ungs fólks og nær að halda í við vinsældir 70 mínútna. Idol stjörnuleit heldur sínu striki. Ný Idolstjarna, stelpa að austan, verður krýnd sem arftaki Kalla Bjarna og mun hún eiga gæfuríkari fr amtíð á því sviði en forveri hennar. Hún mun þó aldrei ná að skína eins skært og þær stjörnur sem fyrir eru á sviði dægurtónlistar. Aðrir þátttak- endur munu hins vegar gera það gott á þessu sviði. Idol stjörnuleit þrjú verður ýtt úr vör seint á næsta ári en þá verður breyting í starfslið- inu. Bubbi Morthens mun að öllum líkindum hverfa af þeim vettvangi og sennilega mun Páll Óskar taka stöðu hans. Þá er óvíst hvort kynn- arnir verði áfram í óbreyttri mynd. Miklar hræringar verða í útvarps- málum Norðurljósa. Þar mun út- varpsstöðvum fækkað og þær sam- einaðar öðrum. Verður settur auk- inn metnaður í að keppa við Ríkisút- varpið. Valtýr Björn og Hans Bjarna- son munu hverfa af öldum ljós- vakans, en ekki langt því þeir munu stjórna nýjum íþróttaþætti á Sýn. Breytingar • verða á þætti Völu Matt, eins konar afturhvarf, en hún mun þó halda sínu striki með vin- sælasta þátt Skjás eins. Hún mun annað hvort leita til Friðriks Weiss- happel eða Kormáks Geirharðsson- ar sem munu taka sig vel út á skján- um sem aðstoðarmenn Völu. Litlar sem engar breytingar verða á dagskrá Skjás eins að öðru leyti en því að hausttrompið þeirra, Sunnu- dagsþáttur Illuga, Katrínar, Guð- mundar og Ólafs Teits, verður blás- inn af. Sirrý mun sitja við sinn keip en aðaláherslan mun eftir , ,, sem áður verða á enska boltann. f | Hann mun hoppa og skoppa , áfram á Skjánum en það mun hins vegar valda eigendum sjón- varpsstöðvarinnar áhyggjum hversu h'tilli aukningu í áhorfi enski boltinn skilar. Áhrifaríkir aðilar inn- an stöðvarinnar munu halda þeim sjónarmiðum fram að þar hafi verið keyptur kötturinn í sekknum. ætla að koma liðinu á meðal sex bestu í heiminum og hann stendur við stóru orðin og gott betur. Dagur Sigurðsson landsliðsfyrirliði leggur landshðsskóna á hilluna eftir HM í Túnis. Guðjón Þórðarson hleypir nýju lífi í íslenskt íþróttalíf með stóryrt- um yfirlýsingum sem ekki eru öllum að skapi. Fjölmiðlafárið í kringum hann verður gríðarlegt og hann set- ur ákveðna fjölmiðla í bann áður en Landsbankadeildin hefst í maí. Fótboltalandsliðið heldur áfram að hrapa niður styrkleikalista FIFA og fer í fyrsta skipti niður fýrir 100 eftir stórtap gegn Króatíu í Zagreb. Gengið verður áfram lélegt og liðið tapar öllum leikjum sínum á árinu fyrir utan íjörugt jafntefli gegn Möltu á Laugardalsvelli. Eggert Magnússon segir að ekkert sé að marka þennan FIFA-lista og gerir nýjan þriggja ára samning við þá Ásgeir og Loga. Eiður Smári Guðjohnsen heldur áfram að slá í gegn með Chelsea og verður margfaldur meistari með félaginu í vor. Sögusagnir fara á kreik í sumar að ^ hann verði seldur iu félaginu sem ' i|; * síðan gengur eftir er Manchester United kaupir hann fyrir met- upphæð í kring- um verslunar- mannahelgina. fþróttir Fótboltalandslið- ið hrapar enn íþróttaárið fer gríð- arlega vel af stað þegar ungt handboltalandshð blómstrar í Túnis undir stjórn Viggós Sigurðs- sonar. Viggó sagðist Tónlist U2 kemur en Kalli Bjarni fer aftur á sjóinn Idolstjarnan Kalli Bjarni eyðir fyrstu vikum ársins í að syrgja dap- urt gengi sitt í jólaplötuflóðinu. Það tekur Kalla sérstaklega sárt að sjá að Jón Sigurðsson, sem varð í öðru sæti í keppninni á eftir honum, skuli hafa selt helmingi fleiri plötur. Kalli tekur örugga stefnu beint aftur á sjóinn, eins og hann reyndar vildi alltaf sjálfur. Hann heftir þó ekki gefið frægðardraumana upp á bát- inn og hugsar sér aftur tilifciiÉi** H hreyfings seint á’ árinu. Árið 2005 verður ekki eins gjöfult og árið sem er að líða með tilliti til gestakoma erlendra stórhljóm- sveita. Airwaves-hátfðin stendur fyr- ir sínu sem fýrr en tónleikahaldarar fara varlegar í að bóka bönd hingað. Þó rætist draumur margra íslend- inga þegar írska stórsveitin U2 treð- ur upp í Egilshöll snemmsumars. Tónleikarnir þykja takast stórkost- lega og Ragnheiður Hanson lýsir því fjálglega yfir í vikunni á eftir að hún muni bóka Rolling Stones næsta sumar. Kim Larsen kemur enn eitt skiptið en Rammstein hættir við á síðustu stundu. Birgitta Haukdal tekur aftur saman við félaga sína í íra- fári eftir stutt sóló- og dúkkustand. írafár gefur út plötu á haustmán- uðum eftir góðan ballrúnt um sum- arið. Platan nær ekki vinsældum fyrri platna og flestir telja líklegt að þetta verði síðasta platan þeirra. Fyrir utan Best of-plötuna að sjálf- sögðu. Jónsi er upptekinn í einkalíf- inu og strákarnir í í svörtum fötum eru því frekar rólegir á árinu. Stork- urinn kemur í heimsókn til Jónsa og konu hans og hann gefur sig allan í það hlutverk. Hljómsveitin Quarashi hættir á árinu. Eftir velheppnaða för til Jap- ans ákveður höfttðpaurinn Sölvi Blöndal að nóg sé komið og leysir sveitina upp. Sölvi og, Ómar félagi hans f einbeita sér því að námi en rappar-1 inn Tiny leggur drög ’ að sólóferli. Ekkert, heyrist þó frá honum á árinu” 2005. Kombakk ársins verður vafa- laust þegar Spilverk þjóðanna efnir til þriggja tónleika í Þjóðleikhúsinu í maí. Skemmst er frá að segja að miðar á tón- leikana selj- ast upp á nokkrum klukku- stundum en Egill Ólafs- son lætur ekki ginnast af gylli- boðum um fleiri tónleika. Þeir sem verða frá að hverfa geta þó huggað sig við að tónleikarnir eru gefnir út á geisla- diski og DVD-diski fyrir jólin. Þá kemur ballsveitin Sólstrandargæj- arnir saman aftur en það vekur tals- vert minni eftirtekt. Loks ber að geta þess að forseta- frúin, Dorrit Moussaieff, fær hljóm- sveitina Trabant aftur til að leika á Bessastöðum. SPAMAÐUR.IS hliða stjörnu krabbans árið 2005. Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) Veldu það sem vel reynist árið i » / 2005 eru einkunnarorð Ijónsins. u Hér glímir þú við fortíð (áína á einhvern máta. Kröfuharka þín er að sama skapi áberandi árið framundan og ef þú finnur enga útrás fyrir hana fyrir vorkomu verður þú andstyggilegur harðstjóri, væg- ast sagt. Þú birtist mjög stolt/-ur af sjálfinu í febrúar og telur þig fullfæra/-n um að sjá um þig sjálfa/-n. Þú birtist fyrri hluta árs einnig upptekin/-n af sjálri/sjálfum þér og þörf þín til að stjórna öðrum er mjög áber- andi. Mesta vandamál þitt er að þú væntir of mikils og gefur alls ekki nóg. I byrjun sumars yfirvinnur þú eigingirni þína og leyfir þér að bindast einlægum böndum. Gott jafnvægi birtist. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) ___ Breytileikinn gerir þig eirðar- J|n lausa/-n fyrri hluta árs og verður til þess að þú hrindir af stað svo- kallaðri umbreytingu á orku með réttu hugarfari fyrir vorkomu. Nýr kafli bíður þín en hefst þó eigi fyrr en gamlir siðir og úrelt viðhorf gleymast. ( byrjun nýs árs birtist reiði innra með þér sem þú ættir að huga betur að árið 2005. Stærsti vandi þinn á tilfinningasviðinu er að þú viðurkennir sjaldnast neikvæða lið- an þína. Annar vandi þinn er sá að þú ótt- ast að tjá tilfinningar þfnar. Þú kallar ef- laust erfiðar tilfinningar sem ólga innra með þér: stress, áhyggjur, þunglyndi, höfnun, pirring eða óvild og af því að þú óttast þessar tilfinningar hefur þú veitt þeim viðurkenndan farveg ef svo má að orði komast. Þérer ráðlagt að beina þess- um umtöluðu tilfinningum út á við en alls ekki inn á við. (marsbyrjun tjáir þú tilfinn- ingar þínar (reiði) jákvætt og hefur þar með örvandi áhrif á sjálfið og samhliða því birtist hérna merki um nauðsynlegar breytingar sem efla þig og hvetja til að takast á við sjálfið og endurmeta líf þitt (áherslur, viðhorf). Vogin (23. sept. - 23.okt.) Qörlögin ráða ríkjum árið 2005 þegar stjarna vogar er skoðuð. Atburðir framtíðar munu koma þér ánægjulega á óvart þar sem framtíðin færir þér vissulega betri tíma. Þegar þú ert heil/-l gefur þú og það veitir þér gleði. Það er kærleikur. Þér reynist einstaklega auð- velt að ná félagslegum samböndum og leyfir þér að sýna á þér jákvæða hlið sem lítt hefur sést undanfarið ár (2004). Þú hef- ur að sama skapi mjög gaman af veislu- höldum árið framundan og ferð mikið út. Þú getur endalaust rætt um helstu áhuga- mál þín: listir, fólk, félagsfræði, fegurðina, siðfræði og fieira merkilegt. Þér er mikið i mun að lynda vel við fólkið þitt en í maí lendir þú í einhvers konar þrætum vegna hugsjóna þinna (í starfi) og ert því vöruð/varaður við að gerast þrætugjörn/- gjarn í byrjun sumars 2005. Sporðdreki (24. okt. - 21. nóv.) Yfir áramótin reynir þú að skipuleggja nútíð þína jafnt sem framtíð því þú trúir því að ef þú gætir ekki eigin hagsmuna þá geri það enginn. Dulræn/-n ert þú árið framundan og skynjun þín að sama skapi háþróuð og þú skynjar með öllum skyn- færum á óskiljanlegan máta oft á tíðum. ( byrjun árs elskar þú af heitri tryggð og þú dáist að elskhuga þínum þegar hann hvísl- ar í eyra þér hve innilega hann þráir návist þina og atlot. Breytingar birtast sporð- drekanum þegar laufin falla árið 2005 og samhliða þeim er áríðandi að þú vitir að mikilvægasta auðlind þín er tími þinn. Það hversu mikinn tíma þú leggur í vinnu eða verkefni (í haustbyrjun) og hversu mikið af þér þú leggur í þann tíma, ákvarðar að miklu leyti framhaldið. Þú ferð hæglega yfir mörkin oft á tíðum árið 2005 og í stað þess að vernda sjálfa/-n þig notfærir þú þér aðra í eiginhagsmunaskyni en það tef- ur einungis fyrir þér. Alltof oft birtist þú fólki hrokafull/-ur, afbrýðisöm/-samur og krefjandi þegar þú ert í rauninni að fela óöryggi þitt. Bogamaður (22. nóv. - 21. des.) /Ástvinur verður á vegi þínum fyrri hluta árs 2005 þar sem þú launar honum með gleði í hjarta. Þér er ráðlagt að setja þér það markmið að gefa náunganum af þér árið framundan en því meira sem þú gefur því meira verð- ur sjálfsöryggi þitt í eigin garð og annarra. Fjölhæfni þín er áberandi árið framundan en þú gætir haft tvær atvinnur eða átt í tveimur samböndum samtímis. Þú heldur einbeitingu þinni út árið með því að spyrja sjálfið stöðugt: Hvers vænti ég af sjálfri/sjálfum mér? Annars kemur hér fram skyndilegt áhugaleysi á fjölskylduböndum með komu vorsins í skiptum fyrir gjörólíka félaga og Hfsstíl. Steingeit (22.des.-19.jan.) y Lánið leikur við þig árið 2005. »Q Heilsa þín og hamingja vex með hverjum deginum. Þú ert full/-ur lifsþorsta og nærð árangri með því að sigr- ast á hinu ósigranlega. Sumarið framund- an finnur þú (sífellu að elskhuga þínum og ættir að venja þig af því. Stöðugur ótti þinn við að verða særð/-ur birtist einnig fyrri hluta árs. Þú ert fær um að styðja hugboð þín árið framundan með áþreifan- legum sönnunum. En af einhverjum ástæðum ættir þú ekki að ganga að fyrsta boði í máli sem tengist þér veturinn 2005, jafnvel þótt fyrsta boð sé það sem þú hafðir ávallt vonast eftir. Láttu sem þú sért dálítið vonsvikin/-n og biddu um tíma til að hugsa það til enda en hafnaðu aldrei boðinu umsvifalaust, sama hversu óásætt- anlega það hljómar þegar þú heyrir það fyrst. Hvað um ræðir hérna veist þú best sjálf/-ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.