Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2004, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2004, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 Sport DV Boltinn í klósettinu Guðjón Þórðarson hefur dvalið langdvölum á Englandi síðastliðin ár og hafa nokkur félög þar í landi fengið að njóta krafta hans. Nú er hann loksins kominn heim á nýjan leik og fagnar margur fþróttaáhuga- ' maðurinn þeirri breytingu. Freysi á Xinu 977 er einn af þeim sem ræður sér vart af kæti. í SJÓNVARPINU Llverpool-Chelsea Mikilvægur þynnkuleikur og úrslit gætu ráðist á því hvort liðið var rólegra í kampavininu og vindlunum á gamlárskvöld. Það segir okkur einfaldlega það að líklegt er að Chelsea tapi loksins leik. Lau. i.jan.M 12.45 Middlesbrough-Man. Utd Fyrrverandi læri- sveinn Fergusons, Steve McClaren, reynir að klekkja á sínum gamla læriföður. Það hefur gengið illa síðustu ár en allt er mögulegt þessum nýársleikjum, Lau. 1.jan.,kl. 15.00 Norwteh-Uverpool Leikmenn Liverpool mæta fullir sjáflstrausts, og skelþunnir, eftir sigurinn á Chelsea. Gamli óstöðug- leikinn lætur á sér kræla og Púllararnir fara heim með eitt stig eftir að hafa jafnað leikinn á lokamínútunni. Mán. 3.jan.,kl. 12.45 WBA-Newcastte Souness selur tvo sóknarmenn og kaupir sjö vamarmenn eftir að Newcastle fær á sig þrjú mörk gegn WBA. Það er náttúrulega ekki hægt. Mán. 3.jan.,kl. 22.30 Aston Villa-Blackburn Hér verður hart barist frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Fastlega má búast við því að annað liðið sigri leikinn en ef ekki þá verður jafntefli. Það er engin spurning. BOLTINN EFTIRVINNU FREYSI FRIKAR ÚT „Mér lýst bara bærilega á það því þá getur hann haldið áfram þessu skítaróli sem hann var kominn á. Var hann ekki annars að tapa og tapa? Hann heldur því náttúrlega áfram því enginn staður er jafngóður tU þess og Keflavík," sagði Freysi, ánægður með sinn mann. Vélbyssukjafturinn mildi hrífst af þjálfunaraðferðum Guð- jóns. „Þegar hann var í Vestur- bænum á sínum tíma átti hann það til að hóta leikmönnum sín- um með þeim hætti að ef þeir stæðu sig ekki þá myndi hann sofa hjá konunum þeirra. Og það sem betra er, þá beit hann í nefið á einum af sínum mönn- um. Þessi maður er náttúrlega snargeðveikur og ef þetta er rétt, þá á hann eftir að blása nýju lífí í fótboltann hér á íslandi, sem er gjörsamlega búinn að vera í kló- settinu síðan fleirihundruð- fimmtíuogeitt. Núna er þessi maður kominn til baka . og er með þvílíkt i mikilmennskubrjál- æði og telur sig vera að fara að sigra t heiminn, sem er náttúrlega , engan veg- t að fara að I sýnist á öllu að Gaui l telji sig | vera Baldur Hans þeirra Keflvíkinga," sagði Freysi, dularfullur í bragði. Freysi fullyrðir einnig að Guðjón sé vel í stakk búinn til að setjast að í Keflavík. „Hans aðferðarfræði byggist alfarið á ofbeldi og Keflavík er besti staðurinn til að reyna á þessa aðferðarfræði. Þar eru náttúr- lega upphafsmenn boxins fædd- ir fyrir utan alla slagsmálahund- ana sem þar er að finna. Maður getur ekki keyrt þarna í gegn án þess að verða barinn. Enda á Gaui Þórðar heima þarna, það er engin spurning. Það er því alveg skiljanlegt að hann hafi gengið framhjá frænkum sínum á Skag- anum og hætt við að þjálfa stúlknaflokk kvenna í knatt- spyrnu. Hann er alveg búinn að vera þar og ég meina, hver vill vera á Skaganum, er ekki Óli Palli þaðan?“ sagði Freysi, vél- byssukjaftur og útvarpsmaður I á Xinu 977. Það gengur lítið hjá Wayne Rooney að skora með Man. Utd þessa dagana en hann bætti aldeilis úr því fyrir jólin þegar hann og kærastan, Coleen McLoughlin sem oft er kölluð feita kryddið, fóru í rómantíska ferð til Parísar. Skötuhjúin voru greinilega mjög ástfangin í þessari rómantískustu borg í heimi því þau fóru nánast ekki út úr svítu sinni og lokuðu sig inni á henni í heila 36 tíma og Rooney „skoraði" hvert glæsimarkið á fætur öðru. Samkvæmt fréttum frá Frakk- landi fóru þau aðeins út af hótelinu í 6 klukkutíma. Ekki vitlaus ákvörðun að nýta svítuna vel því nóttin kostaði litlar 126 þúsund krónur. Starfsfólk glæsihótelsins, Georg V í París, sagði að „ónáðið ekki- skiltið” hefði nánast ekki farið af herbergishurð parsins. Hasarinn var svo mikill að þau mættu ekki einu sinni í kvöldmat á heitasta staðnum í París - L'Avenue. Þess í V Tgff' stað pöntuðu Þau kjúk- linga- vængi og ost- borgara upp á hótelherbergi. Ef þau aftur á móti hefðu farið á staðinn góða þá hefðu þau meðal annars getað fengið sér „foie gras de canard“, en fyrir fáfróða er rétt að geta þess að það er andalifur. Það hefði verið fínn forréttur en Boltinn eftir vinnu hefði mælt með því að parið fengi sér „belle tranche de foie de veau, jus au balsamique" í aðalrétt, en það rann ljúflega niður er Boltamenn voru þar síðast. Fyrir þá sem eru ekki sleipir í frönskunni er rétt að geta þess að það er nautavöðvi í balsamic. Steinliggur! Hvað um það. Rooney vildi frekar rækta rómantíkina uppi á svítu með ostborgara í annarri og flösku af Cristal-kampavíni í hinni, en það er uppáhaldsdrykkur feita kryddsins, en flaskan af því eðalvíni kostar rúmar 30 þúsund krónur. Annars þurfti parið upp- haflega að fresta ferð- Rooney þurfti að sofa úr sér drykkjuna frá því í jólaboði Man. Utd. Þau fóru beint upp á hótel og stungu ekki út nefi fyrr en tíu tímum síðar er þau fóru á huggulegt veitinga- hús. Það var eini almennilegi mat- urinn sem þau borðuðu í París. Tólf tíma törn tók við eftir mat- inn en síðan kíktu þau á París í nokkra klukku- tíma og gerðu sér meira að segja lítið fyrir og keyptu túrista- ferð um borgina á spottprís. Reiðtúrarnir virtust hafa tekið sinn toll hjá Rooney því hann geispaði allan tímann og það leyndi sér ekki að hann var illa sofinn. Talsmaður parsins sagði að þau hefðu verið himinlifandi með ferðina og að hún hefði blásið nýju lífi í ástarlíf parsins sem hefur gengið í gegnum mikið á árinu, en á árinu komst upp að Rooney hefði sængað hjá ekki færri en 60 vændiskonum og sumar þeirra voru meira að segja eldri en móðir hans. mm um nokkra klukkutíma þar sem * Viva gay Paris Rooney er enn að bæta Kollu upp fynr framhjáhaldið með vændis konunum. Leikmenn Liverpool eru öruggir með kynhneigð sína og sýna það í verki Skemmtu sér konunglega á hommabar „Þeir voru allir mjög indælir og tóku því bara vel þegar aðrir karlmenn reyndu við þá." höfðu greinilega fengið sér of margar margarítur. Dudek gerði sér lítið fyrir og steig trylltan dans með leðurstrákunum sem voru ekki hrifnir af töktunum. „Hann er skelfilegur dansari. Knattspyrnumenn hafa engan ryþma. Þeir eru alltof stífir," sagði barþjónn staðarins sem sá dansinn og sagðist ekki hafa hlegið svona mikið lengi. ferðinni var strákunum hleypt inn og er inn var komið hópuðust að þeim karlmenn í leðurklæðnaði sem gerðu sitt besta til að afklæða 1 stjörnurnar. „Það mættu flestir leikmenn liðsins," sagði starfsmaður staðar- ins. „Þeir voru allir mjög indælir. Stóðu við barinn og nutu sín í botn. Þeir tóku því bara vel þegar aðrir karl- menn reyndu við þá.“ Steven Gerrard, Harry Kewell og Jerzy } Dudek fóru mikinn í klúbbnum og Karlmennirnir sem klæðast búningi Liverpool eru öruggir með kynhneigð sína og munar ekki um að skemmta sér á hommabörum enda mega þeir vart koma nálægt öðru kvenfólki en konunum sínum samkvæmt nýjustu fréttum. Liverpool lagði New- castle um daginn og leikmenn félagsins mál- uðu bæinn rauðan eftir leikinn. Þeir byrjuðu á því að fá sér feita steik og fóru síðan á vinsælan homma- klúbb, Garlands. Dyraverðir staðarins þekktu leikmennina ekki í fyrstu og hleyptu þeim ekki inn. Eftir að þeim var sagt hverjir voru á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.