Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2004, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2004, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 Áramótablað UV Hér verða rifjaðar upp nokkrar fréttir sem líklega munu fara fram hjá vökulu en stöðluðu fréttamati haukanna sem nú keppast við að gera upp árið 2004. Fréttirnar sem lentu ekki á forsíðum eða útsíðum blaðanna né heldur fremst í fréttatímum stjónvarpsstöðvanna. Jakob Bjarnar Grétarsson telur þessi tíðindi þó síst ómerkilegri en hin sem meira er látið með í fréttaannálum. Jón Gnarr giftir sig Brúðkaup áramótanna var á gamlársdag fyrir ári. Þá gekk út- varpsmaðurinn og skemmtikraftur- inn Jón Gnarr í það heilaga. Sú heppna er nuddarinn Jóga og hefur hún helst unnið sér það til frægðar að vera vinkona Bjarkar! Dorrit fílaði ekki Ólaf Ragnar - í fyrstu Það vakti nokkra at- hygli í upp- hafi árs þegar Dorrit okkar fór í viðtal við vfðlésnásta dagblað ísra- els, Haaretz Daily. Það sem einkum vakti athygli íslendinga í viðtalinu var að þar kom fram að Dorrit líkaði ekki vel við Ólaf Ragnar Grímsson forseta í fyrstu. Svarthöfði, fastur pistlahöfundur DV, huggaði Dorrit með því að benda á að svo hafi því einnig verið með sig og reyndar landsmenn flesta. Gísli Marteinn svaramaður ^ Annað brúðkaup sem vakti athygli var þegar dóttir Ólafs Ragn- ars Grímssonar gekk í hjónaband. Tinna og Karl Pétur Jónsson kynn- ingarmeistari héldu brúðkaup sitt í upphafi árs 2004 og það vakti ekki síst athygli að Gísli Marteinn Bald- ursson sjónvarpsstjarna var svara- maður brúðgumans. Gísli Marteinn sjálfur gekk svo í hjónaband en það brúðkaup fór fram í kyrrþey í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði. Einstæður atburður í blaða- sögu heimsins DV gerði sér lítið fyrir og skráði sig rækilega á spjöld sög- unnar 6. janúar. Þá var . greint ffá því á forsíðu að lögreglan rannsakaði dularfullt hvarf nuddar- ans Pangs en á baksíðu sama tölu- blaðs fannst sá sami Pang og var þá á mynd í hópi landa sinna hjá Hjálp- ræðishernum. Þetta mál vildi flækj- ast rækilega fyrir mönnum því þegar frá þessu var greint var svo gerður hringur um rangan mann á mynd sem fylgdi fréttinni. "t Eirtn miði seldur á Opinberun Hannesar Frá því var greint 7. janúar að aðeins einn miði hafi selst á þrjár sýn- ingar sem fyrirhugaðar voru einn daginn á nýj- ustu mynd Hrafns Gunn- laugssonar, Opin- berun Hannesar, í Háskólabíói. Menn mundu ekki annað eins en Hrafn sjálfur var hinn brattasti og sagði þetta segja að menn hafi þá séð myndina í sjónvarpi eða tekið hana upp á myndband. Myndin hlaut svo eina stjörnu í kvikmyndarýni DV. Hallur undir Davíð Hallur Hallsson 'var áberandi á árinu, hann fór mikinn í taumlausri aðdáun sinni á Davíð Oddssyni í út- varpsþætti Ingva Hrafns Jónssonar og „hraunaði" yfir það sem hann kallaði Baugsmiðla. Því þótti mörg- um með ólíkindum ósmekklegt að Hallur, sem nánast var búinn að lýsa yfir stríði á hendur helmings fjöl- miðla á landinu, skyldi ráðinn af forsætisráðuneytinu til að kynna há- tíðarhöld vegna aldarafmælis heimastjórnar. Reis hold í Dýrafirði Þessi 111 fyrirsögn hlýtur að koma til álita sem fyr- irsögn ársins en þarna var frá því greint í viðtali við Jón Arsæl Þórðarsson sjónvarps- mann, sem þá hafði gert þátt um Hemma Gunn, að svo mikil hafi ork- an verið fyrir vestan að báðum reis hold. Þetta var skömmu eftir að Hemmi hafði verið við dauðans dyr eftir alvarlegt hjartaáfall. Mínusmálið mikla Hljómsveitin Mínus tók mikið pláss á síðum blaðanna en upphafið má rekja til afar frjáls- legs viðtals við hljóm- sveitar- meðlimi í enska tónlist- artímaritinu Bang. Þar var meðal annars talað um að stelpurnar á Vegamótum væru til í allt fyrir línu af kókaíni. „But the food is okey.“ Samkvæmir sinni rokkuðu ímynd sendi umboðs- maðurinn Máni leiðréttingu: „Mínusliðar hafa aldrei sagt að maturinn á Vegamótum sé góður." Þetta viðtal átti eftir að draga dilk á eftir sér og Mínusmenn lentu seinna á árinu í að forstöðumenn unglingaskemmtunar riftu við þá samningi. Þeir elduðu grátt silfur.við æskulýðsfulltrúann Árna Guð- mundsson í Hafnarfirði, meðal ann- arra. Trabantá Bessa- stöðum Þeir brutu blað drengirnir í hljómsveit- inni Trabant þegar þeir léku í veislu sem Ólafur Ragnar hélt til heiðurs myndlist- armanninum Ólafi Elíassyni. Það fylgdi svo sögunni að Dorrit var í feikilegu stuði og dansaði við alla. Leoncie-málin meiri Hvar á að byrja og hvar enda þegar indverska prinsessan er annars vegar? Hún kom rækilega mikið við sögu á ár- inu, stóð í ströngu og var áberandi á síðum DV. Henni tókst að stilla mönnum á borð við Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra (eins og fram kom í frétt með fyrirsögn- inni „Leoncie reið Markúsi Erni“) og Eirík Tómasson lögmanni STEF upp við vegg og þeir sáu sér þann kost- inn vænstan að boða hana á sinn fund. En einkum fengu þeir að finna til tevatnsins þeir Spaugstofumenn sem stálu til flutnings laginu frá- bæraÁst á pöbbnum án þess að geta höfundar og einnig kom tónlistar- maðurinn Jón Ólafsson við sögu en hann viðhafði, að sögn söngkon- unnar, ósiðlegt athæfi í pipar- sveinapartíi sínu þar sem hún dansaði nektardans. Heimastjórnarhátíð ungra hægrimanna í upphafi febrúarmánaðar var haldin hátíð í Þjóðmenningarhús- inu í tilefni heimastjórn- arafmælisins. Enn kom berlega í ljós, þegar raðað er á garðana, hvar hjartað slær í brjóstum stjórn- arherranna enda var veislan nefnd „Listahátíð ungra hægri manna“. Kynnir var Gísli Mart- einn, Rúnar Freyr Gíslason las ljóð og heimildarmynd um fyrir- bærið gerði svo Ólafur Teitur Guðnason sem svo ritstýrði umdeildri forsætisráðherrabók sem gefin var út af forsætisráðuneytinu. teg orðisins fyllstu Fá tíðindi vöktu meiri athygli í febrúarmánuði en fýrirætlanir Ruthar Reginalds, íýrrverandi barnastjörnu, um að fara í allsherj- ar yfirhalningu og lýtaaðgerðir að hætti bandarísku þáttanna Extreme Make- over. Þetta átti að fara fram fyrir opnum tjöldum í þættinum ísland í bítið. Ruth fór sínu fram á endanum eftir að hafa lent í mikl- um ólgusjó. Vekefnisstjórinn Hanna Kristín Didriksen guggnaði í fjölmiðlafári og lýtalæknirinn Rafn Ragnarsson sagði sig frá verkefninu eftir að landlæknir hafði ályktað sem svo að þetta bryti gegn siða- reglum lækna hvað varðar auglýs- ingar og lækningar. Þorfinnur selur Opinberun Hrafns í Berlín Þorfinnur Ómarsson var í deigl- unni á árinu. Hans síðasta verk sem forstöðumaður Kvik- myndastofnunarinn- ar var að ganga frá styrki til Hrafns Gunnlaugssonar og Opinberun Hannesar uppá 22 milljónir. Hann réðst síðan til starfa hjá Eddu, eða Björgólfi Guð mundssyni, og var þar meðal annars að leita eftir erlend- um kaupendum að myndinni - en Björgólfur keypti sýningarréttinn í Þýskalandi. innsíðufólk ársins Topp É listi Sundmerki Símans Síminn kynnti nýtt merki sitt í febrúar með pompi og prakt og fór miklum sögum af því hversu mikl- um fjármunum var varið í ímyndar- og útlitshönnun. Talað var um 400 milljónir. DV vakti svo á því athygli að hið nýja og rándýra merki væri sláandi líkt merki heimsmeistara- mótsins í sundi sem haldið var í Barcelona í fyrra sem og reyndar merki Nicorette. Símahrekkur á 200 þúsund Labbakútarnir Siggi Hlö og Valli Sport lentu fýrir dómstólum og voru dæmdir til að greiða Rúnari Svavars- syni 200 þúsund krónur í miskabæt- ur fýrir símahrekk í útvarpi. Rúnar sagðist hafa orðið fyrir slíku andlegu álagi að hann féll á lögfræðiprófi en atvikið átti sér stað árið 2002. ísdrottning í kröppum dansi Ásdís Rán Gunnarsdóttir lentí í kröppum dansi ,en hún vildi standa fyrir fegurðarsamkeppni meðal menntaskólameyja. Meðvitaðir og .«••**■*» feminískir SSfc - aðilar inn- an nem- endafé- laga stærstu skólanna settu sig á móti til- tækinu enda „urðum við svolítið kreisí þegar við fengum þetta í hendurnar," sagði Alma Joensen, formaður nem- endafélagsins í MH. ísdrottingin hélt þó sínu striki þrátt fyrir þetta. Dorrit J r„. ■ ” M f f i ■ L Morð setti strik í reikninginn Líkfundurinn í Neskaupstaðar- höfn setti allt á annan endann í febrúar- ’ ■■ mánuði en hann hafði ýmsar auka- verkanir. Þannig hafði spennusagna- höfundurinn Ævar örn lagt nokkra vinnu í morð- sögu sem svipaði til atvika á Austan- landi sem síðar urðu. Ástþór kvænist og selur brúðkaupsmyndir Ástþór Magnússon lét verulega að sér kveða á árinu en birtist fýrst í febrúar þegar hann kvæntist rúss- neska lögfræðingnum Natalíu Bene- diktsson og bjó sig í forseta- kosningarslag. Tímaritið Séð < heyrt keypti. brúðkaups- myndirnar á 70 þús-v und - og gerði góð kaup. \ >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.