Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2004, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2004, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2004 Síðast en ekki síst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Sméri Egilsson Ritstjórar: illugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjóri: Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- ar. auglysingar@dv.is. - Dreifing: jui dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um Bengalílóa 1 í hvaða heimsálfu er hann? 2 Úr hvaða hafl gengur hann? 3 Við hvað er hann kennd- ur? r 4 Hvaða jarðskorpuflekar mætast undir honum? 5 Hvað heita eyjarnar syðst í flóanum? Svör neðst á síðunni Uppreisn Gabríels 1800 Gabríel Prosser var heit- trúaður svartur þræll í Henricosýslu í Viriginíufylki í Norður-Ameríku. Hann átti sér draum um sjálfstætt ríki svartra í fylkinu og alda- * mótaárið 1800hafðihonum tekist að safna saman þús- und manna „her“ svartra þræla og létu þeir til skarar skríða í ágústlok. Vopnaðir byssum, sverðum og kylfum héldu þeir fótgangandi til Richmond- borgar en stormur og úrhelli drógu nokkuð úr þeim mátt um leið og vegir og brýr sóp- uðust burt. Þrælamir neydd- ust til að leysa upp her sinn og áður en þeir náðu að sameinast á ný sendi James Monroe fylkisstjóri 600 her- menn á eftir þeim. Fjöldi þræla var handtekinn, þar á meðal Gabríel og 34 af helstu fylgismönnum hans. Þeir voru leiddir fýrir dóm- ara, dæmdir sekir og hengd- ir í september árið 1800. Stríðið Málið » Inflúensa og flensa Inflúensa er bráðsmitandi veirusjúkdómur, venjulega með sótthita, höfuð- og bein- verkjum, oftastkölluð flensa. Spánska veikin sem hér gekk 1918ogdró hundruð manna til dauða var inflúensa. Á lat- ínu merkir influentia áhrif, samanber enska orðið influence.Ámiðöldum töldu stjörnuspekingar víst að vökvi streymdi frá stlomum og öðrum himin tunglum útif geimnum tiljarðar og hefði áhrifá fólk, fénað og gang heimsmála.Á Itallu þýddi in- fluenza sýkingu og smit á 16. öld, Frakkar gerðu orðið að influence og Englendingar tóku við þvl og stytta stund- um í flu. Þjóðverjarog Danir tóku ítölsku orðmyndina óbreytta til sín og þaðan kom húntilokkará 19.öld. 1. Asíu. 2. Indlandshafi. 3. Bengal, land- svæði við óshólma Ganges og Brahmapútra. -* 4. Indlandshafs- og Evrasíuflekarnir. 5. Sri Lanka, Andaman- og Nicobareyjar. Arvoldugraafla Máttúruöflin eru ekki síður voldug en máttur mannkyns til eyðingar um- hverfisins. Strendur heimsins eru orðnar svo þéttbýlar, að tugþúsundir liggja í valnum eftir flóð af völdum jarðskjálfta. Á sama tíma eru mannanna verk að leiða til hækkunar á yfirborði sjávar í kjölfar jökla- bráðnunar. Hér á Islandi ber okkur skylda til að taka þátt í að hjálpa þeim, sem eiga um sárt að binda vegna flóðbylgjunnar í Indlandshafi. Það er hluti af siðferðilegum skuldbindingum okkar gagnvart mannkyninu í heild. Af sömu ástæðu þurfum við stöðugt að eiga aðild að föstu hjálparstarfi í Afríku. Hins vegar eigum við ekki að taka í mál að taka þátt í að hreinsa til eftir hemað og ofbeldi Bandarfkjamanna sums staðar í þriðja heiminum. Þeir verða sjálfir að hreinsa til eftir sig, til dæmis í Fall- uja, sem þeir hafa jafnað við jörðu. Við höfum nægum verkefnum að sinna annars staðar. Frétt ársins er, að þátttaka Islendinga í ofstæki og grimmd Bandaríkjamanna er orðin öllum ljós. Okkar menn em farnir að leika hermenn í Afganistan með fyrirsjáanleg- um afleiðingum. Núverandi forsætisráðherra er eini vestræni stjómmálamaðurinn, sem segir, að íraksstríðið gangi vel. Maður ársins er Usama bin Laden, fyrir að vera enn á lífi, fyrir að hafa hrakið Banda- ríkjaher frá Sádi-Arabíu, fyrir að hafa ein- angrað Bandaríkin í heiminum og fyrir að hafa breytt þjóðskipulagi Bandaríkjanna í eins flokks fasisma. Það er ekki lítið afrek eins manns í einu af staðföstu ríkjunum. Álfa ársins er hins vegar Evrópa, sem höktir leiðina fram eftir vegi með nýjan gjaldmiðil, sem er að ýta fárveikum dollar til hliðar sem heimsmynt, sem er búin að setja sér góða stjómarskrá í anda félagslegs markaðsbú- skapar, sem er búin að taka inn tíu ríki Austur-Evrópu af löngum biðlista. Náin framtíð mannkyns mun í auknum mæli einkennast af spennu milli Evrópu, sem hefur valið sér félagslegan markaðsbúskap, og Bandaríkjanna, sem hafa valið sér stefnu dólgaauðvalds. I þessari barátm mun sú stefna hafa betur, sem hefur ekki peninginn í öndvegi, heldur manninn, reisn hans og drauma. Á þessu ári hefur ísland færst örlítið í átt frá Evrópu til Bandaríkjanna með steftiu hinna þúsund sára, sem velferðinni hafa verið veitt. Rfldsstjómin og atkvæðavélar hennar á þingi hafa fjarlægzt ókeypis skólavist og heilsu- gæzlu, ofsótt öryrkja og breytt skattalögum í þágu hinna ríku. Þetta er líka árið, þegar fslandsgreifinn kom frænda sínum og berserki sínum í Hæstarétt, reyndi að koma upp séríækum fjölmiðlalögum og heimsótti glæparnanninn Kuchma í Úkraínu. Jónas Kristjánsson Fyrst og fremst En er það svar, sem við getum sættokkurvið?Sumirvilja ekkikaupa egg, sem hænur innilokaðar íbúrum verpa heldur einungis egg, sem hæn- ur sem ganga um frjálsar verpa eins og t.d. á Sólheimum íGrímsnesi. Getum við Vesturlandabúar ekki sagt með sama hætti: við kaupum ekki leikföng - eða fiugelda - sem framleidd eru með þrælkun barna í verksmiðjum? Þetta er kannski umhugsunarefni fyrirþjóð, sem er gersamlega að tapa sér íneyzluæði. Eða er henni kannski alvegsama?" NEI, VIÐ V0NUM AÐ ÞJÓÐINNI sé ekki sama, ekki alveg að minnsta kosti. Við hljótum reyndar að vara við því að Auschwitz sé notað í þessum samanburði; útrýmingar- búðirnar þar eru eiginlega ekki sambærilegar við neitt, þótt við skiljum vissulega hvað Mogginn er að fara. Og Sólheimahænurnar eru líka frekar óþægilegt dæmi, þó enn höfum við samúð með tilraunum leiðarahöfundar til að finna eitt- hvað sambærilegt. ÞAÐ ER BARA EKKI svo auðvelt. Því röksemdin sem leiðarahöfundur nefnir sjálfur - en hafnar síðan - altso að skárra SÉ fyrir fátækt fólk í Kína að fá eitthvað kaup en ekki neitt, henni er nefiiilega ekki alveg svona auð- svarað. Og spuming hvort það verði börnunum í Kína til hagsbóta að við hættum að kaupa flugeldana þaðan. Mun það hvetja Kínverja til að láta af barnaþrælkuninni eða einungis gera kjör barnanna enn erflðari? ÞETTA ERU ALLT SAMAN erfiðar spurningar en lofsvert af leiðara- höfundi Moggans að velta þeim upp. Nú hefur verið tilkynnt að forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sé á leið í heimsókn til Kfna. Margir hafa agnúast við tíðum heimsóknum kínverskra pótintáta til íslands síðustu misser- in og viljað sem minnst vita af þeim körlum vegna ástands mannrétt- indamála í Kína. Spurning hvort við viljum eitthvað frekar að okkar maður sé að heiðra Kínverja með heimsókn sinni? Við eigum að minnsta kosti kröfu á því að Ólafur Ragnar útskýri fyrir okkur nákvæmlega og í smáatriðum hvemig hann ætlar að segja kínversk- um ráðamönnum skoðanir okkar á manméttindamálum þar í landi, þar á meðal á bamaþrælkuninni. í framhjáhlaupi, einhvers staðar inn á milli skeleggra ræðuhalda um „útrás" íslenskra fýrirtækja til Kfna, eða af alvöru og þunga? SÍÐAN SEGIR f LEIÐARANUM: „Hvers vegna er útilokað að keppa við Kín- verja íverði?Ástæðan ersú, aðlauna- kostnaður íKína erekkinema brotaf því, sem tfðkast hér á íslandi og ann- ars staðar á Vesturlöndum. Þess vegna er margvísleg framleiðsla flutt tilKína... Hvað felst íþví, að ódýrara sé að framleiða nánasthvað sem eríKína? íþví feist arðrán okkar Vesturlanda- búa á kínversku alþýðufólki. Nú fyrir jólin varfráþvískýrthvers vegna sum leikföng eru ódýr. Það er vegna þess, að þau em framleidd í bamaverk- smiðjum í Kína. Skýrt var frá því hvemig framleiðslunni er háttað. Böm vinna í leikfangaverksmiðjum sjö daga vikunnar. Vinnudagurinn er iangur ogþau fá aldrei frí. Þess vegna em leikföng frá Kína ódýr. Er alveg sjálfsagt að ríkar þjóðir Vesturlanda njótigóðs afhinum lágu launum íKína? Viljum við kaupa vör- ur, sem byggjast á bamaþræikun? Hefðum við keypt vörur, sem fram- leiddar hefðu verið í Auschwitz? Viljum við að velmegun okkarbyggist á fátækt ogþjáningum annars fólks? EINHVERJIR MUNU SVARA þessum spurningum á þann veg, að það sé betra fyrir þetta fátæka fólk að hafa einhverja vinnu og einhver laun en enga vinnu og engin iaun. Ódvra dótið frá Kína ÞAÐ ER NÚ BARA SV0 að við hér í þessum dálki birtum oftar kafla úr leiðurum Moggans þegar við erum ósátt við það sem þar stendur heldur en þegar við erum ánægð. En nú ger- um við breytingu á, sem gleður okkur þótt tilefnið sé raunar ekki gott. Ann- ar leiðarinn í gær fjallaði í byrjun um íslenskt fýrirtæki í flugeldafram- leiðslu sem nú er að leggja upp laupana vegna samkeppni við ódýra kínverska flugelda. Við eigum að minnsta kosti kröfu á því að Ólafur Ragnar útskýri fyrir okkur ná- kvæmlega og í smáatriðum hvernig hann ætlar að segja kínverskum ráðamönnum skoðanir okkar á mannréttindamálum þar í landi, þar á meðal á barnaþrælkuninni. Veit éq vel,sveinki Jón Arason var skemmtilegur ná- ungi. Þegar allir aðrir íslendingar höfðu geflst upp á páfanum í Róm og hans af- látsbréfahyski stóð Jón kallinn staður eins geithafur og neitaði að ganga í takt við nýja tíma með Marteini nokkmm Lúther sem málað hafði bæinn rauðan íWittenberg. Upp úr þessu álitamáli kom svo mikill ágreiningur að skósveinar Lúth- ers neyddust til að rjúfa fr ekari útsend- ingar úr höfuðstað Jóns Arasonar. Var það gert með öxi. Þóttu sumum það blóðugt. Með í kaupunum fýlgdu synir Jóns sem Lútherunum fannst að einnig myndu taka sig miklu betur út höfðinu styttri. Svarthöfði Nú loks hefur þjóðin áttað sig til fulls á því hversu geysilegt materíal er fólgið í sögunni af Jóni Arasyni biskupi hinum þrálynda. Jafiibesti rithöfundur þjóðarinnar færði fýrst historíuna í skáldlegt letur. Eftirleikurinn hefur ver- ið auðveldur fyrir ríkislistamennina í leikhúsi þjóðarinnar. Útkoman er sögð vera frábært sjónarspil í stíl við þungu hnífasenuna hans Hrafits Gunnlaugs- sonar og hina víðfrægu sjónvarpsmynd um Snorra Sturluson og heita pottinn hans í Reykholti. Svarthöfði iðar í skinninu. Sérstak- lega hlakkar hann til að sjá dansana og heyra söngvana. Og meðtaka hina fjöl- skrúðugu búningaflóm. Hvemig skyldi böðullinn vera í tauinu? Sjálfur hefur Svarthöfði nýlega byrjað að frnynda sér þann mann vaflnn felubúningi með svarta hettu yfir höfði. Jón sjálfan sér Svarthöfði fýrir sér í appelsínugulum samfestingi, krjúp- andi niðmlútan og kaþólskan fram í fmgurgóma við aðgerðarborðið. Þegar Jón & synir vom hoggnir á Skálholti var það aðeins fámennur hópur útvalinna sem fékk að fylgjast með aðförunum. Sem er synd því ekk- ert er eins spennandi og opinber aftaka viilutrúarmanna sem nenna ekki að gangast undir skapalón valdhafanna. Og nú getum við öll farið og kíkt á sjóv- ið. Þökk sé Þjóðleikhúsinu og leikstjór- anum sem er flúinn til Noregs þar sem hann rennir sér eins og James Bond niður skíðabrekkur með vanþakkláta gagnrýnendur á hælunum. Og næst verður auðvitað alþjóðleg bíómynd með styrk frá iðnaðarráðu- neytinu: The Story of the Beheading of Jon Arason & Sons. Svarthöföi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.