Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2004, Side 53

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2004, Side 53
I>V Helgarblað LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2004 53 Rekinn fyrir áramót „Auðvitað kemur þetta á óvart," segir Jón Þórisson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri íslandsbanka, en Bjami Ar- mannsson kallaði Jón á teppið skömmu fyrir hádegi í gær og sagði honum upp á þeim forsendum að óleys- anlegur ágreiningur væri á milli þeirra um stefau og áherslu í rekstri bankans. „Ég átti að ekki von á þessu. Hann kallaði mig inn til sín skömmu fyrir hádegi og tilkynnti mér þetta," segir Jón sem hefur unnið fyrir bankann frá stofaun hans, en áður starfaði hann fyrir Iðnaðarbankann. Samtals hefar Jón starfað fyrir bank- ana í 20 ár, nú síðast sem aðstoðarforstjóri og stað- gengill forstjóra. Sunnudags- þátturá föstudegi Sunnudagsþátturinn á Skjá einum verður í beinni útsendingu á gamlársdags- morgun klukkan 11.30. Meðal gesta verða Jón Gnarr, Jón Ásgeir Jóhann- esson, Sigurður G. Guð- jónsson, Steinunn V. Ósk- arsdóttir, Geir Haarde, Þórey Edda Elísdóttir, Hreiðar Már Sigurðarson, Silja Aðalsteinsdótrir, Kári Stefánsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson og margir fleiri. Sjálfur Mugison mun sjá um tónhstarflutning í þættinum auk þess sem umsjónarmenn þáttarins ætla að taka lagið. Kista bróður Jesú fölsuð Fjórir forngripasalar og einn þekktur fornleifasafa- ari voru í gær ákærðir fyrir að falsa kistu sem talin var innihalda bein Jakobs, bróður Jesú. Á kistunni var áletrunin „Jakob, sonur Jósefs og bróðir Jesú“. Aukkist- unnar fannst steintafla sem einnig er tahn fölsuð, en hún uppgötvaðist ásamt kistunni í október árið 2002 og var seld fyrir nokkrar mihjónir dollara. Það var ísraelska fornleifastofaunin sem komst að þeirri niður- stöðu að hlutirnir væru falsaðir. DV næst 3.janúar. DV í dag er áramótablað. Næst kemur blaðið út mánudaginn 3. janúar. DV óskar lesendum sínum ánægjulegra áramóta og farsældar á nýju ári. Einstæö móðir með fjögur börn var nýflutt til Svíþjóðar þegar næstyngsti sonur hennar greindist með hvítblæði. Drengurinn hefur verið mikið inni á sjúkrahúsi en fékk að koma heim um jólin. Tók þá ákvörðun að vera sterk Ivrir börnin sín „Það hræðilegasta sem maður heyrir í lífinu er að eitthvað sé að barninu sínu,“ segir Birta Magnúsdóttir, móðir hins tveggja ára Hinriks, sem nýlega greindist með hvítblæði. „Það er ekki hægt að lýsa því hvernig manni líður sjálfum þegar maður fær fréttirnir. Maður verður bara dofinn. Þetta er náttúrulega gífur- legt sjokk. Orðin krabbamein og hvítblæði eru orð sem maður vill helst ekki heyra." Birta var nýflutt til Gautaborgar í Svíþjóð með strákana sína fjóra, sem eru eins árs, tveggja, fimm og níu ára þegar hún fékk þær fréttir að Hinrik, sá tveggja ára, væri með hvítblæði. „Hann var búinn að vera slappur og fystarlaus og ég hélt að það væri flensan. En svo var hann mjög þrótt- laus en hann hefur alltaf verið svo kraftmikill. Því fór ég og lét athuga hann og fékk þessar fréttir." Mikið inni á spítala Hinrik bytjaði fljótlega í lyfja- meðferð og er mikið inni á sjúkra- húsi í rannsóknum. „Hann er farinn að missa hárið, það byrjar svo fljótt þetta ferli. Við höfum verið með annan fótinn á spítalanum síðan þetta gerðist," segir Birta. „Maður veit í raun aldrei hvenær maður þarf að hlaupa af stað með hann. Hann getur fengið sýkingu hvenær sem er. Ég má ekki vera í lest eða strætó þannig að við tökum alltaf leigubíl. Það er mikill þeytingur á okkur." Fjölskyldan hélt upp á jólin þó að þau hefðu verið mikið á spítalanum. „Móðir mín hefur verið hjá mér síðan þetta gerðist. Hún hefur verið mér einstak- lega mikil hjálp og það var gott hafa um jólin. Þetta voru yndisleg jól en líka dáh'tið skrítin. Við fengum náttúrlega ekki mikinn tíma til að undirbúa þau, ég tók korter í að versla inn eitthvað smott- erí. Hin- rik „Maður veit í raun aldrei hvenær maður þarfað hlaupa afstað með hann. Hann get- ur fengið sýkingu hvenær sem er." fékk að koma heim en við förum reglulega með hann á spítalann í rannsóknir og lyfjagjöf. Hann hefur verið hitalaus og hefur fengið að sofa hér heima síðustu daga. En það er allur gangur á því.“ Frestar náminu Birta segir Hin- rik bera sig vel þrátt fyrir að líf hans hafi umturn- ast á innan við mánuði. „Hann er auðvitað þreyttur á þessi flandri fram og til baka, en fyrir utan lyfjagjafirnar og rann- sóknirnar líður honum ekki illa. Bræður hans finna eðli- lega fyrir þessu og það er Hinrik litli Greindistmeð hvltblæði 9.janúar. Móðir hans er einstæö fjögurra barna móðir og segist ætla að takastá við veikindi sonar slns eins vel og hún getur. spenna í þeim. Það er erfitt fyrir þá að vita að eitthvað sé að litla bróður sínum og sjá hann svona veikan og með slöngur út úr brjóstkassanum." Birta segist ætla að vera áfram í Svíþjóð. Hún verður að fresta nám- inu sínu í bih en segist ætla að ná tökum á sænskunni sem fyrst, sér- staklega svo hún geti skilið læknana á sjúkrahúsinu en hingað til hefur hún notið hjálpar túlks. Eftir áramót fara eldri strákarnir í skóla og hún vonast til að fá gæslu fyrir þann yngri. „Vinkona mín ætlar líka að vera mér innan handar," segir Birta sem vill vera sem mest með Hinriki meðan hann tekst á við erfiðan sjúkdóm. Það eru erfiðir ri'mar framundan hjá fjölskyldunni. Birta segir lækn- ana hafa gert henni grein fyrir því að þetta sé ferli sem geti staðið í allt að tvö og hálft ár. En hún lætur bilbug á sér finna. „Ég h't ekki á þetta sem óyfirstíganlegan hlut. Fólk hefur lent í þessu áður og það er ekkert hægt að leggjast niður og gráta og stinga hausnum í sandinn. Ég tók þá ákvörðun að vera sterk fyrir börnin mín og mamma og fjölskyldan stendur með mér. Maður tekst bara á við svona hluti og hefur trú á hægt sé að komast yfir þá.“ Safna fyrir bíl Fjölskylda Birtu hefur stofaað sjóð til að hiálpa henni í gegnum erfiða tíma. Ásta María Eggertsdótt- ir, frænka Birtu, segir að það liggi helst á að safaa fyrir bíl handa fjölskyldunni svo hún geti komist á milli staða með Hinrik og séð um heimilishald. „Það er oft talað um hversdags- hetjur," segir Ásta. „Birta er skýrasta dæmi sem ég þekki. Við viljum allt gera til að létta henni lífið og hjálpa henni að takast á við þetta." Þeir sem vilja hjálpa fjölskyld- unni geta lagt inn á reikning 115-05-68700, kt. 561298- 2469. Hua hin Áfangastaður nemendanna er þúsund klló- metra frá flóðasvæðunum. Fjölbrautaskólanemar í skemmtiferð til Taílands Foreldrar óttast um nemendur í Asíuferð Eins og kom fram í DV í gær þá stefnir hópur nemenda í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja á að fara í ferð til strandbæjarins Hua Hin sem er rúma 200 km sunnan Bankok. Ekki er enn vitað hvort allir nemendurnir fari. „Við erum skít- hrædd við að leyfa krökkunum okk- ar að heimsækja þessar slóðir en eftir fund með foreldrum og nem- endum í gærkvöld tók ég ákvörðun um að leyfa dóttir minni að fara. Ég veit að enn eru þrír ekki búnir að ákveða sig,“ segir Auður Vilhelms- dóttir, móðir BjargarÁsbjarnardótt- ir nemanda í fjölbrautaskólanum. „Við hefðum aldrei leyft dóttur okk- ar að fara nema við værum búin að fá grænt ljós frá utanríkisráðuneyt- inu og Rauða krossinum." Tómas Þór Tómasson, sölufulltrúi Lang- ferða, var viðstaddur fundinn í gær. „Foreldrar voru frekar áhyggjufullir og spurðu mikið af spurningum, en þegar svolítið var liðið á fundinn og þegar ég var búinn að fullvissa for- eldra um að allt væri í góðu lagi á þessu svæði þá held ég að flestir foreldrar hafi tekið þá afstöðu að leyfa krökkunum að fara. Upphaf skjálftans eru tæp 1000 km frá svæðinu sem krakkarnir verða á og það er allt normalt á þessum slóðum." Stofnar samtök ■ þunglyndra Valgeir Matthías Pálsson, sem ætlaði að stofaa samtökfyrir fólk sem hefur átt eða á við offituvanda að stríða, hefur nú ákveðið að stofna samtök fyrir ungt fólk sem þjáist af þunglyndi. Hörð viðbrögð voru við frétt- um þess efais að Valgeir ætl- aði að stofaa samtökin fyrir offítusjúklinga. Margir höfðu sam- band við Valgeir og gagnrýndu hann meðal annars fyrir að ætla að bjóða upp á hamborgara og fransk- ar á góðu verði á stofafundinum sem í kjölfarið var aflýst. Valgeir hefur nú ákveðið að stofna ný sam- tök fólks sem glímir við þunglyndi. Fundurinn verður haldin á Sólon miðvikudaginn 5. janúar klukkan átta um kvöldið og hægt verður að t kaupa kók og kaffi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.