Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2005, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 Fréttir 0V Gleymdi að læsa barnum Um miöjan dag á gaml- ársdag var lögreglu tilkynnt að veitingastaður í austur- borginni væri ólæstur og opinn en engin inni. Haft var sarhband við eiganda staðarins sem brá nokkuð við fréttina. Hann kom síð- an óðara á staðinn og lok- aði. Gleymst hafði að læsa þegar starfsfólk yfírgaf staðinn. Ekki er vitað til þess að neinn hafi notfært sér sjálfsafgreiðsluna á þessum stað. Allt óskipt til hjálpar- starfs „Allar fjárgjafir eru undanteknar skatti," segir Þórir Guð- mundsson, upplýs- ingafulltrúi Símans. Fólk hefur ír sKatu, iuð- hringt til að spyrja hvort eitthvað sé tekið af þeim þúsund krónum sem fólk leggur til þegar hringt er í söfnunarsíma Rauða krossins, 907- 2020. „Þær þúsund krón- ur sem koma inn renna óskiptar til hjálparstarfs. Hvorugt símalyrirtækið tekur nokkuð fyrir þetta, sem er mjög rausnarlegt af þeim." Ofbeldisbrot flest á Austurlandi Samkvæmt tölum embættis ríkislögreglu- stjóra var tíðni ofbeldis- brota á íslandi haést á Austurlandi árið 2003. Á Austurlandi voru tveir flokkar yfir meðaltali; sér- refsilagabrot og ofbeldis- brot önnur en kynferðis- brot. Fíkniefnabrot eru færri þar en annars staðar og á Austurlandi var einnig lægsta hlutfall kynferðis- brota. Fæst fíkniefnabrot voru á Norðurlandi en flest á höfuðborgarsvæðinu. Minnstu munaði að áramótin byrjuðu Qórum mínútum of seint hjá Ríkissjónvarp- inu vegna mistaka í útsendingu á gamlársdag. Klipptu Evu Snlan út á namlárs „Það er auðvitað leiðinlegt þegar svona gerist,“ segir Eva Sólan, þula hjá sjónvarpinu. „En það er ekki svigrúm fyrir mistök á svona kvöldum og það lá beinast við að sleppa kynningum þulunnar til að vinna upp tapaðan tíma.“ Á gamlársdag er dagskrá Sjón- varpsms vandlega tímasett. Ára- mótakveðju Sjónvarpsins lýkur með því að ártalið 2004 hverfur af skjánum og ártalið 2005 kemur inn við fyrstu klukknaslög Dómkirkj- unnar. Þetta þarf vitanlega að ger- ast klukkan tólf á miðnætti. Á gamlársdag gerist það hins vegar að vMað var á spólum og áramóta- ávarp Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra fór í gang klukkan átta í stað ávarps Halldórs Ásgríms- sonar forsætisráðherra. Starfsmenn í útsendingu brugð- ust fljótt við og gátu lagað mistökin en þau ollu þó því að útsendingin varð fjórum mínútum of sein. Og það gengur eklci þegar dagskrárlið- urinn klukkan tólf verður að vera nákvæmlega á slaginu. Því var kall- aður inn annar útsendingarstjóri sem sá um að klippa niður allt sem mátti sleppa úr dagskránni til að vinna upp þessar fjórar mínútur sem glötuðust. Evu Sólan sleppt Það voru kynningarnar á milli dagskrárliða með Evu Sólan sem urðu að missa sín. Hefðin er að þulur á gamlársdag séu með léttar kynningar og sprelli svolítið á milli dagskrárliða. Eva Sólan segist hafa undirbúið sig vel fyrir kvöldið og verið nokkuð spennt. „Auðvitað var það svolítið sárt að geta ekki verið með kynningarnar, þetta er svo skemmtilegt kvöld fyrir okkur þulurnar, það er meiri léttleiki." Var hin glæsilegasta íslendingar eru nokkuð óvanir því að horfa á dagskrá án þess að viðkunnalegar þulur segi frá því sem gerist næst. Eva segist hafa heyrt það frá fólki að það hafi verið „Auðvitað erþað svolítið sárt, þetta er svo skemmtilegt kvöld fyrir okkur þul- urnar, það er meiri létt- leiki." frekar óundirbúið fyrir kveðju Mark- úsar Arnar þar sem kynningu þulunnar vantaði á undan. „En ára- mótin hófust á réttum tíma, það skiptir mestu máli og ég sætti mig við að hafa ekki verið með." Aðspurð segist Eva hafa verið hin glæsilegast á gamlársdag. „Já, ég var í kjól og með uppsett hár og allt, sem gerist mjög sjaldan" DV fékk mynd af Evu í ára- mótaklæðnaðinum og fær því þjóðin að sjá eina glæsilegustu þulu landsins eins og hún átti að birt- ast á gamlársdag. tol&dvJs Sjd einnig baksiðu. Eva Sólan, þula hjá Sjón- varpinu ásamt Halldóru Birtu á gamlárskvöld Erhér íáramótakjólnum sem áhorf- endursáu aldrei. Ómerkilegur maður horfir á sjónvarp Nú er Svarthöfði ekki mjög fynd- inn maður. Og hefúr sáralítið vit á því hvað er grínaktugt. Enda hló hann yfir áramótaskaupinu. Á því eru vonandi einhverjar sálrænar skýringar. En það er ekki gaman að tala um spaug á svona degi. Vinnuárið er ný- hafið. Það ér alveg pottþétt ekki fyndið. Eftir að áramótaskaupinu lauk á gamlárskvöld og ríkisútvarpssstjór- inn var tekinn við með sitt einkenni- lega þus stóð Svarthöfði upp úr hægindastólnum og sté út á sval- irnar. Á meðan blys skáru í augu og reykur fyllti vitinn strengdi Svart- Svarthöfði höfði sitt fyrsta nýársheit í lífinu. Mörgum þykir það vísast ómerki- legur atburður að ómerkilegur mað- ur sem nýstaðinn er upp frá inn- lendu skemmtiefhi í íslenska ríkis- sjónvarpinu skuli fara með heit- strengingar í svalagættinni á gaml- árskvöld. Og þeir hafa kannski rétt fyrir sér. Aðrir vita á hinn bóginn ekkert betra en að fá að vita um leyndarmál samborgaranna. Hvað þeir eru að Hvernig hefur þú það? „Ég er að jafna mig á alveg dásamlegri nýársveislu sem haldin var á veitinga- staðnum Friöriki V.hérá Akureyri. Ég held að ég hafi aldrei áður upplifað matar- veislu sem var elduð afjafnmikilliástúð og þessi." Skúli Gautason leikari. hugsa, ef nokkuð. Svoleiðis er Svart- höfði líka. Skyldu nágrannarnir vera hættir að drekka og jafnvel komnir í löngu tímabæra megrun? Ætlar Magga frænka að skilja við karlinn og fá sér appelsínugulan og grænan páfagauk sem segir ojbara þegar hann er klip- inn í stélið? Eða skyldi Magga ein- faldlega hafa heitið því að halda manngarminn út eitt árið enn? Og fara annan hring í Rínardalnum í sumar. Svörin við þessmn spmningum liggja ekki á lausu. Eitt er þó víst. Svarthöfði ætlar ekki að luma á sínu áramótaheiti sem hann kom sér nið- ur á korteri áður en Óli úti á enda kveikti í gámatertunni sinni. Og heitið er: Að vera ómerkilegm. SvarthöfOL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.