Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2004 11 Getur ropað stafrófið Söngkonan Ashlee Simpson segir að hún geti ropað starfróflð. Ashlee, sem hefur sinn eigin raunveru- leikaþátt á MTV- sjónvarpsstöðinni, segir að hún elski að sýna þennan hæfi- leika sinn. Uppá- haldsstafurinn henn- ar er G en erfiðast finnst henni að ropa stafinn S. í viðtali við New York Post segir söngkonan að systir sín, Jessica, geti einnig ropað stafrófið. Raunar mun Jessica gera þetta bet- ur en litla systir þar sem hún getur ropað hærra. Stjörnur sýna meira hold Stjömumar sýna nú meira af holdi sínu en nokkurn tíma áður er þær mæta á frumsýningar. Nektin hefur verið mæld nákvæmlega. Um 59 prósent af líkama stjarnanna er nakinn að jafn- aði við þessi tæki- færi. Það mun hafa verið Liz Hurley sem kom þessari nekt- bylgju af stað fyrir áratug síðan er hún mætti á frum- sýningu myndarinnar Four Weddings And A Funeral í mjög klæðalitlum öryggis- nælukjól frá Versace. Til samanburðar má nefna að á áttunda áratugnum sýndu stjörnurnar aðeins um 7 prósent af holdi við frumsýningar. Nakinn heið- urfyrirljóð- Tuttugu og átta konur í Chile fóm úr öll- um fötunum við fjölfarna götu í Santiago til að heiðra þekktasta ljóðskáld landsins. Nektin var afhjúpuð fyrir framan húsið þar sem skáldið Pablo Nemda bjó áður. Ljós- myndarinn Rene Alejandro Rojas tók mynd af uppá- tækinu og kallar myndina Munvich, sem mun þýða nakinn vfkingur. „Við höfð- um ekki leyfi fyrir þessu þannig að konumar urðu að vera mjög snöggar að afklæðast og klæðast á ný,“ segir Rojas við dagblaðið Las Ultimas Noticias. Galdrakíkir í staðinn fyrir bombur í þann mund er áramótin gengu í garð og flugeldasala stóð í sínum skammvinna blóma tók fréttastofa Stöðvar 2 afskaplega eftirminnilegt viðtal við mann sem skilgreindur var sem „flugeldafíkill". Sjónvarps- fólk fékk að skyggnast inn í heim ffkilsins og sjá tæki hans og tól sem hann notaði til að svala fíkn sinni. Myndatökufólk fékk að sjá fíkilinn fá fixið sitt með því að tendra í svo- kallaðri „flugeldaköku". Ekki leyndi sér á svip fíkilsins að fixið var ekki nema stundargaman. Hann þurfti meira. Enda var hann búin að kaupa meira. Miklu meira. Fíklinum var fylgt inníbílskúrsem var svo troðfullur af fúlgeldum að ekki sást til lofts. Hann sagði hálf skömmustulegur að hann eyddi miljónum í þessa fíkn sína. Aðstandendur flugeldafíkla hafa að vísu stofnað samtök í líkingu við Alanon og hittast reglulega á fund- um. Ég hef samt lausn sem er bæði fljótvirkari og ódýrari en stöðug fundasókn og sporavinna. Ég legg til að flugeldafíklar kaupi sér það sem var kallað í mínu ungdæmi „galdrakíkir". Það er kíkir sem er með speglum að innanverðu og marglitum plastbrotum sem mynda hin fegurstu mynstur þegar horft er í gegnum galdrakíkinn. Það eykur á upplifunina að beina kíkinum í átt að ljósgjafa og snúa honum rólega um leið og horft er á marglit mynstur myndast í sífellu. Þetta er áþekk reynsla og að sjá flugeld springa í kolsvörtum næturhimninum og ætti að koma í stað miljónaútgjalda urn hver áramót Kofl Annan á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hvert hneykslið á fætur öðru hefur dunið yfir Sameinuðu þjóðirnar á liðnu ári. New York Times greinir frá leynifundi sem Annan sat ásamt þungavigtarmönnum í utanríksmálum. Leynifundur til hjargar SÞ og Kofi Annan fram á og fékk samtal við Condo- leezzu Rice, komandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Að sögn New York Times segja yfirmenn SÞ að samtalið hafi verið jákvætt. Áður hafði öldungadeildarþingmaður- inn Norm Coleman kallað eftir af- sögn Annans vegna „Olíu fyrir mat”-hneyklisins. Yfirheyrslur sér- stakrar rannsóknarnefndar vegna þessa hneykslis hefjast síðar í þess- um mánuði. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hvert hneykslið á fætur öðru hefur dunið á SÞ á liðnu ári, þar á meðal „Olíu fyrir mat”-áætlun stofn- unarinnar í frak og ásakanir um umfangsmikinn vændisrekstur friðargæsluliða SÞ í Kongó. New York Times greindi frá því í gærdag að nýlega hafi Kofi Annan setið leynifund í íbúð á Manhattan ásamt þungavigtarmönnum í utan- ríkismálum. Markmið fundarins var að bjarga SÞ og eigin skinni Annans. Fjögurra tíma grill A fundinum var Annan griilaður í tæpa fjóra tíma og mátti hlusta á húðlausa gagnrýni viðstaddra á framgöngu sína í embætti síðastliðin tvö ár. Töldu fundarmenn að Annan væri að eyðileggja árangur sinn fyrstu Qögur ár sín í starfinu. Fundinn, sem haldinn var á heimili Richards C. Holbrooke, sendiherra Bandaríkj- anna hjá SÞ í valdatíð Clintons, sátu meðal annars John G. Ruggie pró- fessor við John F. Kennedy stjórn- málaskólann við Harvard, Leslie H.Gelb fyrrverandi formaður Al- þjóðaráðsins, Timothy E. Wirth for- seti United Nations Foundation og Kathy Buskin varaforseú þeirrar stofnunnar og Nader Mousavizadeh, fyrrverandi ráðgjafi Annans. Hneyksli Meðal þeirra stóru hneykslismála sem Annan hefur þurft að glíma við á Uðnu ári er „Oh'a fyrir mat“-áætlun SÞ fyrir írak. Stofnunin á yfir höfði sér málsókn vegna spillingar og mútu- mála sem upp hafa komið í tenglsum við áæúunina. Einnig komu fram á árinu sannanir þess efnis að friðar- gæsluliðar SÞ í Kongó hefðu staðið fyrir umfangsmiklum vændisrekstri auk nauðgana á konum og unglings- stúlkum. Þá hafa ýmis verkalýðsfélög starfsmanna SÞ lýst yfir vanúausú á yfirmenn ýmissa stofiiana innan SÞ. Þarf að lagfæra ýmislegt Á fundinum, sem haldinn var fyrir mánuði síðan, kom fram að mikil- vægasta verkefiii Annans í augna- blikinu er að lagfæra tengsl sín við Bandaríkjastjórn, en margir á bandaríska þinginu telja að SÞ hafi unnið gegn George Bush í baráttu hans til að verða endurkjönnn for- seú. Einnig þarf Annan að endur- meta og bæta tengsl sín við marga háttsetta menn innan stjómkerf- is SÞ sem hafa sakað hann um að halda hlífiskildi yfir þeim starfsmönnum sem sakaðir eru um afglöp í starfi. Kongó Sannanir hafa komið fram þess efnis að friðargæsluliðar SÞ í Kongó hefðu staðið fyrir umfangs- miklum vændisrekstri auk nauðgana á konum og ungiingsstúikum. Fundur með Rice Strax að fundinum loknum Annan Led Zeppelin á besta lagið í skoðannakönnun sem Virgin Radio stóð fyrir um áramótin kom fram að hið klassíska lag Led Zepp- elin, Stairway to Heaven, er talið vera besta popp- lag sögunnar. Viku áður hafði lagið verið valið besta rokklag sögunn- ar. Ahs tóku um 20 þúsund mans þátt í könnuninni. í öðru sæú kom lagið One með U2 og í þriðja sæti var Guns N’ Roses með lag sitt Sweet Child ‘O Mine. At- hygh vakti að Bíúarnir náðu ekki inn á topp tíu hstann nema einn þeirra, John Lennon, sem náði sjötta sæú með lagi sínu Imagine. Meet the Fockers á miklu flugi Meet the Fockers Það er einvalalið leikara i myndmm með Robert De Niro, Barbra Streisand Ben Stiller og Dustin Hoffman I I broddi fylkingar. ^ Aðsóknarmetin fjúka Kvikmyndin Meet the Fockers var vinsælasta myndin í Bandaríkjunum aðra helgina í röð og slær hún nú hvert aðsóknarmeúð á fætur öðru. Hún hefur þegar þénað jafnmikið og fyrirrennari hennar, Meet the Parents, gerði í heild sinni árið 2000. Efúr 12 daga eru tekjurnar af Meet the Fockers tæp- lega 164 mfllj- ónir dala en Meet the Parents þénaði 166 milljónir dala á einu ári. Það er ein- valalið leikara í myndinni með Robert De Niro, Barbra Súeisand, Ben Stiller og Dustin Hoffrnan í broddi fylkingar. Myndin sló tvö aðsóknar- met um síðustu helgi. Á gamlársdag halaði hún inn 12,2 mflljónir dala og sló þar með fyrra met myndarinnar Cast Away sem náði 8,5 miUjónum dala á þessum degi fyrir nokkrum árum. Og á nýársdag sló hún annað að- sóknarmet er hún tók inn 18 miUjónir doU- ara. Fyúa meúð átú Lord of the Rings: The Return of the King sem náði 12,8 miUjónum doUara á þess- umdegi. Powell pakkar saman Segist hættur í stjórnmálum Á sínum síðustu dögum í embætti utanrík- isráðherra Banda- ríkjanna hefur Colin PoweU úti- lokað að hann taki frekari þátt í stjórnmálum. í viðtalsþætti í sjónvarpi vestan- hafs á sunnudag, aðspurður hvort hann myndi sækj- ast eftir öðru póli- tísku embætti svaraði PoweU stutt og laggott „nei“. Fram kom í þ;_________ „Meet the Press" á NBC-sjónvarps- stöðinni að Powell hefur heldur ekki í hyggju að skrifa bók í náinni framtíð. „Ég er að leita að tækifærum þarna úti í lífinu eftir að ég læt af störfum," segir PoweU. „Ég trúi því að ég fái tækifæri til að þjóna al- menningi á ein- hvern hátt í einka- lífi mínu.“ Powell hefur oft verið nefndur sem mögulegur forseta- frambjóðandi í Bandaríkjunum en nú hefur hann sjálfur útilokað þann möguleika. _Iann segist þó ekki æúa að leggjast í híði það sem eftir er ævinnar. „Við sjáum til hvað ger- ist,“ segir hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.