Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2005, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2005, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 Menning DV Gerður Helgadóttir myndhöggvari 1928- [1975 Ævi og störfum þess mikilvirka listamanns voru gerð skil f heimildarmynd Andrésar Indriðasonar fyrsl tvö kvöld ársins. Heimildarmynd um Gerði Helgadóttur myndhöggvara styrkti enn mikilvæga stöðu þessa frumherja í íslenskri myndlist og varpaði skýru ljósi á margbreytilegt fram- lag þessa merka listamanns. Flugur ÍGÆRbauð Tinna Gunn- laugsdóttir til j llS|É90jj'.- . • H hádegisverðar i leikhúskjallaran- tBfiSBr 1 umþarsemhún PgjpF 1 tók formlega við BSflI | starfi þjóðleik- IMm yt.JB hússtjóra. Baldursson henni gögn þar um. Tinna hafði reynd- ar þegar tekið við með nokkuð áber- andi hætti í ára- mótaviðhorfi í Morg- unblaöinu. Þar sagöi hún:„Skuldastað- an er aö mínu mati ískyggiieg og án þess að ég ætli hér og nú aö fara að boða sérstakar aðgerðir, þá er Ijóst að ég mun leita leiða á næstu vikum og mánuðum til að rétta afkúrsinn með einum eða öðrum hætti. Húsið sjálft er auk þess sorgiega illa farið og augljóst að nauðsynlegt viðhald má ekki bíöa ö//u lengur. Sama á við um ýmsar end- urbætur og nútímavæðingu hvað varðar aðstöðu og tæknibúnaði innan húss." Þau hafa þvíliklega verið brosmild hvort til annars. ÞAÐ var vitað að húsið væri illa farið, en almenningi og leikhúsfólki var hins vegar ekki Ijóst að fjárhagur hússins væri i bágu ástandi. Það verður þvi nokkurt tak fyrir Tinnu að taka til í fjárreiðum, tækjabúnaði - og leik- flokknum sjálfum, efmarka má síðustu sýningu leikhússins. EGNER-sjóðurinn veitti fyrir skömmu nokkrum leikurum hússins peninga- upphæð til endurmenntunar sem von- andi leiðir til einhvers þroska. Sá sjóð- ur var stofnaður afÞorbirni Egner og eru tekjur hans komnar til afhöfund- arréttargreiðslum dánarbús hans hér á landi. Þeir sem fengu tékka að þessu sinni voru þrír leikarar, sem reyndar taka allirþátt I sýn- ingunni á Dýrun- um í Hálsa- skógi sem hefur gengið við gríðar- lega aðsókn i yfír áttatíu skipti, þeir Atli Rafn Sigurðar- son (Lilli klifurmús), Pálmi Gestsson (Hérastubbur bakari) og Þröstur Leó Gunnarsson (Mikki ref- ur). Istjórn Egner-sjóðsins eru Stefán Baldursson fv. þjóðleikhússtjóri, Guð- rún Helgadóttir rithöfundur og Sigurð- ur Sigurjónsson leikari en hann er einmitt leikstjóri fyrrnefndra Dýra. IUNDIRBÚNINGI er IÞjóðleikhúsinu ný sviðsetning fyrir alla fjölskylduna, en I tilefni af200 ára afmæli H.C. Ander- sens býður Þjóðleikhúsið leikhúsgest- um á öllum aldri upp á sannkallaðan ævintýraglaðning, sprellfjöruga fjöl- skyldusýningu þar sem komið verður víða við íævintýrum hins ástsæla skáldsl Tónlist, leikur og gleði! Það eru þeir Hugleikshöfundar Ármann Guð- mundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason sem standa að sýningunni. Verkið sam- anstendur afsjö ævin- týrum H.C. Andersens en skáldlð hefði fagn- að 200 ára afmæll sinu á þessu ári. Leikstjórl erÁgústa Skúladótt- ir. Á nýársdagskvöld og annan í nýári frumsýndi Ríkissjónvarpið heimildarþætti eftir Andrés Indriða- son um ævi og störf Gerðar Helga- dóttur myndhöggvara. Þættirnir voru framleiddir af sjónvarpsstöð- inni en virðast hafa verið unnir að öllu leyti að frumkvæði Andrésar, sem samdi handrit, stýrði þeim og klippti. Þættirnir eru ánægjuleg við- bót við fátæklega umfjöllun um líf og starf íslenskra listamanna á liðinni öld. Helstu heimildir tvær Heimildarverk aðgengileg al- menningi um störf Gerðar og ævi eru einkum tvö: ævisaga hennar eft- ir Elínu Pálmadóttur blaðamann og vinkonu Gerðar, einstaklega falleg og hlý minning um aðdáun og vin- áttu, en þeim göllum búin að höf- undurinn stendur nánast við hlið listakonunnar frá þroskaárum hennar í París þar til yflr lýkur og skortir því fjarlægö og þekkingu til að setja Gerði í sitt alþjóðlega sam- hengi. Rit Guðbjargar Kristjánsdótt- ur listfræðings um Gerði bætir aftur úr þeim skorti, en Guðbjörg veitir nú forstöðu Listasafpi Kópavogs sem ber nafn Gerðar og geymir flest verka hennar. Klassískur skóli og uppreisn Saga Gerðar var eins og margra listamanna af hennar kynslóð ævin- týri líkust: fýrir undursamleg áhrif forgöngumanna í hópi íslenskra listamanna réðist Gerður til utan- fara á unga aldri, hvött áfram af kennurum sínum í Handíðaskólan- um og með meðmæli Kurt Zier uppá vasann. í sögulegri sýn var hún eins og margir samtíðamenn hennar sem sóttu listnám á árunum upp úr stríði sannur brautryðjandi, þessi hópur sýndi mikla hugdirfsku og sjálfsaga þegar hann braust inn í listaskólakerfi beggja vegna hafsins og menntaði sig eftir klassískum skólum í aðskiljanlegum greinum lista og hlýddi svo kalli tímans og skipaði sér í raðir formtilrauna- manna þess tíma. Skortur á vitnum Heimildir Andrésar fyrir mynd hans voru eingöngu sóttar í fýrr- nefnd rit, en að auki var myndin skreytt aragrúa ljósmynda úr fórum fjölskyldu Gerðar og gögnum úr safnkosti Gerðarsafns. Örfáir sam- tímamenn Gerðar voru kallaðir til og greindu frá samveru sinni með henni. Var ljóður á heimildagildi verks Andrésar að ekki skyldu þeir örfáu samverumenn hennar frá þroskaárum hennar í París kallaðir til: Hörður Ágústsson, Thor Vil- hjálmsson, Hjörleifur Sigurðsson, svo dæmi séu nefnd. Ekki var annað ráðið af myndffá- sögn Andrésar en að Gerður hefði einangrast talsvert frá samtíma- mönnum sínum íslenskum eftir að hún fluttist frá París, en fyrir þann Sigga í Dvergnum Fórnarlamb í gulri peysu Á miðvikudagskvöldið opnar Birta Guð- jónsdóttir I gallerli sinu, Galleríi Dvergi, á Grundarstignum myndlistarsýningu stöllu sinnar, Siggu Bjargar. Kallar Sigga sýning- una Lappir, línudans og fórnartamb igulri peysu. Verður sýningin opin fimmtudaga til sunnudags klukkan 17-19 og eftir sam- komulagi efkallað er á opnun I slma 865 8719, og stendur til 23.janúar. Sýningarýmið Gallerí Dvergur er staðsett í kjallara bakhúss að Grundarstíg 21,101 i Reykjavik, og hefur starfað með hléum síö- an 2002 og þar hefur staöarhaldarinn Birta Guðjónsdóttir myndlistarkona komið fyrir átta einkasýningum ungra myndlistar- manna, erlendra sem og innlendra. Sigga Björg er fædd árið 1977 og stund- aði nám I myndlistardeild Listaháskála Islands og slðan framhaldsnám í Glasgow School ofArt I Skotlandi. Hún hefur sýnt verk s/n i Skotlandi, Kina, á Englandi og Islandi. Nú slðast sýndi hún I CCA Miðstöð samtímalistar I Glasgow i haust á samsýningunni Noonday Demons, ásamt nokkrum Islenskum myndlistarkon- um og I Norræna húsinu á sýningunni Vetrarmessa. Framundan hjá henni eru svo sýningarþátttaka á vegum Bowiearts I London, I Ástrallu og I Japan. Sigga Björg býrog starfari Glasgow. Um verk sín skrifarSigga Björg svohljóö- andi:„Verkin mín eru um það sem gerist þegar einhver gerir eitthvað við einhvern, eða eitthvað kemur fyrir einhvern, en stundum er einhver einfaldlega að gera eitthvað eða hugsa um eitthvað annað... Ég bý til kringumstæður fyrir verur/- skepnur, sem lita út eins og fólk eða dýr en þurfa ekki endilega að vera annað hvort. Þær eru einfaldlega til, til þess að sýna ákveðið hugarástand... ° Sigga er með verk sln til sölu á listavefn- um retitle.com sem er alþjóðlegur kynning- arvefur listamanna og hýsir auk hennar verk eftir Gerningaktúbbinn. tíma tilheyrði hún stórum hópi ís- lenskra myndlistarmanna sem hafði þar aðsetur um langa hríð og varð áberandi í framgöngu nútímalista á íslandi og tengdi okkur á mikilvægan hátt við menningarlíf Vesturlanda með beinum og ljósum og saman- burðarhæfum hætti, rfkari hætti en nokkur annar hópur í þann tíma. Sterkir stofnar Nú var það kunna frá ritum Elín- ar og Guðbjargar að þroski Gerðar sem listamanns varð fyrir dæmafáa fórnfýsi og elju aðstandenda henn- ar. Er þar fyrst að nefna foreldra hennar og eru bréfaskipti þeirra feðgina einstök heimild um hvernig Helgi hvatti hana á alla lund. Þá er hlutur samstarfsmanna hans ómældur í styrkjum þeirra til hinnar ungu listakonu. En merkilegastur er hlutur hennar sjálfrar: Gerði var ekki fisjað saman. Þar blandaðist saman óttúleg harka við mikla mýkt. Það er máski mestur akkur við mynd Andrésar hversu gott yfirlit hún dró saman yfir fjólbreytilegan feril Gerðar sem listamanns, hvernig hún hverfur af einu stigi á annað í formtilraunum sínum og hvernig hún á hverju efnis- og rýmisstigi tekst á við nýjar leiðir í formmótun og áferð. Samtímamyndskeið Myndin var skreytt tónlist Atla Heimis Sveinssonar sem túlkaði efniviðinn og gaf heldur hlutlausum sögumannstexta það drama sem líf þessa fíngerða hörkutóls bjó yfir. Myndin var að stórum hluta byggð upp af myndskeiðum frá þeim stöð- um sem Gerður dvaldi á: Flórens, París og nágrenni, Hollandi og Þýskalandi. Vekur það nokkra spurn hvers vegna var ekki leitað frekar að samtímamyndskeiðum, einkum frá Flórens og Parísarárunum og fyrstu heimsóknum hennar til Þýskalands. Mótunarár Gerðar eru ár mikillar eyðileggingar í Evrópu sem hafði gríðarlega mikið að segja fyrir form- hugstm myndlistarmanna þessa tíma. Það hefði sett hlutina í skýrara samhengi hefði þess verið freistað. Þá vakti nokkra furðu að engin myndskeið úr fórum Rískissjón- varpsins fylgdu myndinni: er ekkert til í fréttafælum RÚV frá öllum þeim sýningum sem Gerður stóð að hér frá 1966 til þess að hún deyr á besta aldri 1975. Hvar var RÚV öll þau ár? Móbil og guðspeki Við upprifjun komu mest á óvart í myndinni tilraunir Gerðar með svifverk, móbil, kíippimyndir henn- ar frá 1952 sem einhvers konar inn- gangur að glerverkum hennar og skissur frá námsárunum sem komu upp í kirkjulist hennar en standa sjálfstætt sem hliðargangur í þróun afstraktmálverksins á árunum fyrir 1950. Þá var merkilegt að heyra af tengslum hennar við skóla Gurdi- jeffs sem hafði víða áhrif í listhugsun á meginlandinu á þessum árum, meðal annarra á Peter Brook. Götótt myndlistarsaga Hin höfðinglega gjöf fjölskyldu Gerðar til Kópavogs mun um langan aldur veita almenningi aðgang að stærstum hluta verka hennar. Verk hennar eru fágæt á listamarkaði á íslandi og engin tilraun var gerð í myndinni til að greina hvort hún er óþekkt stærð í evrópsku samhengi. Ekki að það sé meginatriði, en öll myndlistarsaga Evrópu er ein heild og hlutur okkar í henni mun skilinn útundan nema til þess sé séð að okkar partur verði þar færður til bókar. En hvers má biðja. Meðan við erum ekki menn til að halda okkar eigin fólki fram fyrir okkur sjálf, er þess varla að vænta að við höngum inni í evrópsku samhengi. Mynd Andrésar var því þörf áminning að þess er þörf og því ber að þakka fyrir hana. Skáldspírukvöld # 26 / kvöld er boðað til skáldspiru- kvölds í tuttugasta og sjötta sinn og er það fyrsta spírukvöld ársins. Hefst það að venju á Kaffi Reykjavík. Þeir sem lesa upp í kvöld eru: Sigfús Bjartmarsson, Þóra Ingimarsdóttir, Úlfar Þormóðsson, Sindri Freysson og Jökull Valsson. Öll ætla þau að lesa upp úr nýútkomnum bókum, en einnig les Guðrún Heiður ísaksdóttir úr óbirtum verkum sinum. Gefst hér gott tækifæri fyrir þá sem áttu heimangengnt i asanum fyrir hátið Ijóss og friðar að gera sér bæjarferð og nema skáldskapinn beint í hjóðformi afvörum skáld- anna i huggulegu andrúmi miðju bæjarins á Kaffi Reykjavík. Aðgang- ur er ókeypis en veitingasalan verð- ur opin. »v" ■*Ví'*v' ESShÍI- rS w |f ■ *W' ■ A 1 f & y:, ’ j Sigfús Bjartmarsson 1 - j Sindri Frevssnn Jl Jökull Valsson I Andræðir i kveld. H Les úr Flóttanum. Les úrnýrrisögu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.