Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2005, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 Fréttír J3V Fullur og lyginn Rúmlega tvítugur karlmað- ur missir ökurétt- indin í eitt ár og á að greiða 130 þúsund króna sekt fyrir að hafa ekið dauðadrukk- inn. Það var að morgni laugardags í júní síðastliðinn sem maðurinn ók bíl úm planið hjá Esso við Lækjargötu í Hafnar- firði. Sprungið var á einu dekki bflsins. Starfsmenn bensínstöðvarinnar gerðu lögreglu viðvart. Þegar lög- reglumenn komu á staðinn bað maðurinn þá að lána sér felgulykil. Hann sagði að ókunnur maður að nafni Magnús hefði ekið bflnum. Vitni og myndbandsupp- tökur leiddu annað í ljós. Slagsmál og pústrar um alla borg Á nýársdagsmorgun og fram undir hádegi fékk lögreglan í Reykja- vflc fjölmargar tilkynn- ingar um slagsmál og pústra milli manna um alla borg. Margar til- kynningar um mjög há- vaðasama nýársfagnaði bárust einnig til lögreglu á nýársnótt. Síðustu til- kynningar um slflca fagn- aði bárust um hádegi á nýársdag er öflugustu samkvæmisljónin hnigu loks i valinn eftir nýárs- djammið. Fjórirmánuðir fyrir grasrækt Ríflega hálfþrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að eiga 79 kannabis- plöntur og 31 gramm af kannabis. Maðurinn bjó í Hafnarfirði þegar upp komst um brot hans fyrir tveimur árum. Héraðsdómur Reykja- ness taldi rétt að dómurinn yrði skilorðsbundinn þar sem maðurinn hefði ekki snert áfengi og fflcniefni í eitt og hálft ár, hefði stofnað fjölskyldu og væri kominn í nám. Kristján Þór Júlfusson 1 bæjarstjóri Akureyrar. „Ég hefheyrt fólk fárastyfír því aö veöriö hafi veriö slæmt en ég segi aö þetta sé gott veöur," segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akur- eyri.„Ástæðan erað okkur vant- --------------------- Landsíminn snjó í Hlíðarfjall. Svo lítill snjór hefur verið hér undanfarin ár að menn hafa rætt um að framleiöa snjó með vélum. Akureyri hefur komiö vel undan síðasta ári. Það hefur fjölgað verulega síðustu fimm ár. Við erum orðin 16.300 manns. Við sendum landsmönnum öllum bestu kveðjur og von um gæfu, frið og farsæld á nýju ári." Orkuveita Reykjavíkur hækkaöi verð á heitu vatni þegar hitabylgja gekk yfir landið sumarið 2003. Þegar vindur blæs og snjó kyngir niður lækkar verðið ekki. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarmaður í Orkuveitunni, vill að heita vatnið lækki sem fyrst en Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir hitann hafi hækkað að meðaltali. Heita vatnið lækNan ekki í vetrarkulda „Ef menn hækka gjaldskrána út af heitu veðri hljóta menn að lækka hana í kuldakasti," segir Guðlaugur Þór Þórðarson alþing- ismaður. Sumarið 2003 tilkynnti Alfreð Þorsteinsson stjórnarfor- maður Orkuveitu Reykjavíkur að verð á heitu vatni myndi hækka um 5% vegna góðs tíðarfars. Þrátt fyrir kaldan vetur hefur verðið hins vegar ekki lækkað og seg- ir Guðlaugur Þór, sem situr í stjórn Orkuveitunnar, að menn verði að vera samkvæmir sjálfum sér. „Ég bíð bara eftir tillögu á næsta stjómarfundi þar sem verðið verður lækkað aftur. Ef menn æda að halda sig við svona reglur verður það að ganga í báðar áttir,“ segir Guðlaugur Þór. Hann útilokar ekki að bera sjálfur ffam til- lögu um lækkun verðs á heitu vami. Enda kalt í veðri og næsti stjómar- fundur á miðvikudaginn. • Kalt í nóvember Guðmundur Þóroddson, forstjóri Orkuveitunnar, segir nóvember eina mánuðinn í þrjú ár sem er kaldari en meðaltalsmánuður. „Það gemr vel verið að ef kólnar munum við lækka verðið aftur. En það þarf að vera kaldara en meðai- tal tfl að við lækkum," segir Guð- mundur. „Ef kuldaskeið rennur upp árið 2005 og kald- ara verður en á meðaltalsári hljótum við að lækka verðið." Hækkaö vegna hita Það var í ágúst 2003 sem Alfreð Þorsteinsson tilkynnti hækkun heita vamsins. „Ástæðuinar," sagði Alfreð, „em þær að það hefur dregið vem- lega saman í sölu á heitu vatni í tvö ár þannig að það er óhjákvæmilegt að fyrirtækið grípi til einhverra ráð- stafana til þess að bæta sér þennan tekjumissi." Hækkunin þótti nokkuð umdeild enda óalgengt í hagffæðinni að þeg- ar eftirspurn eftir vöm er lítil sé grip- ið til þess ráðs að hækka verðið. Þessi gremja þjóðarinnar kom svo í ljós í áramótaskaupinu þar sem Alffeð Þorsteinsson keyrði um götumar og reyndi að telja fólki trú um að ^ því væri í raun kalt - þó veðrið væri með besta ,,já| Ekki séð skaupið „Ég hef nú eldd séð skaupið og á eftir að skoða það,“ segir Alfreð Þor- steinsson. Hann segir einnig að hiti- stigið hafi að meðaltali h'tið breyst ffá hækkuninni árið 2003. „Hitastigið hefúr ef eitthvað er farið hækkandi. Það em svo sárafáir dagar og tímabil þar sem um löng kuldaköst er að ræða,“ segir Alfreð en býst ekki við því að heita vatnið verði hækkað frekar út af hitanum. „Nei, það stendur ekki tfl," segir hann. simon@dv.is Ég hef Aifreð Þorsteinsson „É nú ekki séð skaupið og á eftir að skoða það, “ segir stjórnar- formaður Orkuveitunnar. móú. Guðmundur Þór- oddsson, forstjóri Orkuveitu Reykja- víkur Útilokar ekki kuldaskeið árið 2005 jðlaugur Þór Þórðarson Vill sjá til- gu um lækkun heita vatnsins sem fyrst. Sprenging í erlendum endurlánum Gjaldeyrisstraumurinn til íslands 144 milljarðar Erlend endurlán í nóvember vom um 4 milljörðum króna meiri en í fyrri mánuði, leiðrétt með tflliti til gengisbreytinga. Síðasúiðna tólf mánuði hafa erlend endurlán vaxið um tæplega 144 milljarða króna og skapað gjald- eyrisflæði sem því nemur. Erlend endurlán em lán sem innlendir aðil- ar taka með mflligöngu íslenskra lánastofnana. Lánin em síðan tengd gengi krónunnar (með mismunandi gjaldmiðlavægi) og hækka eða lækka eftir hreyfingum þess. Greining KB banka fjaUar um málið og segir að þetta lánaflæði sé stærsti einstaki þátturinn í gjaldeyr- isstreymi til landsins og skiptir því mjög miklu máli fyrir skammtíma- gengi krónunnar. Ljóst er að tU Eldsvoði í Þjórsárdal Vélageymsla brann til kaldra kola Um klukkan tvö efúf hádegi á sunnudag var tilkynnt um eld í véla- geymslu að Ásólfsstöðum í Þjórsár- dal. Vélageymslan varð alelda á skammri stundu og um tíma var ótt- ast um fjós sem í voru nokkrir naut- gripir. SlökkvUið Gnúpverja og Hrunamanna kom á vettvang og slökkti eldinn og tókst að verja fjósið. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er um þrír metrar á miUi bygging- anna. Eldsupptök voru þau að verið var að gangsetja vélsleða með þeim afleiðingum að eldur kom upp í sleðanum og breiddist hann hratt út, enda hafði verið rétt nýbúið að fyUa á bensíngeyminn. í geymslunni var dráttarvél, önnur landbúnaðar- tæki og mikið af verkfærum. Slökkvi- Lán Ljóst er að til lengri tima litið mun lang- ur hali vaxtagreiðslna og afborgana setja kerfisbundinn veikingarþrýsting á gengi krónunnar. lengri tíma litið mun langur hali vaxtagreiðslna og afborgana setja kerfisbundinn vefldngarþrýsúng á gengi krónunnar, auk þess að gera þjóðarbúskapinn næmari fyrir erlendum stýrivaxtahækkunum. starf var erfitt vegna frosthörku og af þeim sökum þurfú að sækja vatn að Ámesi þar sem ekki var hægt að ná vatni úr nærUggjandi ám vegna ískrapa sem í þeim var. Vélageymsl- an brann nánast til kaldra kola ásamt því sem í henni var og brunn- ið gat.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.