Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 Fréttir DV Terturvalda slysi og tjóni Rétt upp úr miðnætti á gamlárskvöld barst lögreglu tilkynning um slys á Skóla- vörðuholti vegna flug- elda. Þar hafði maður brennst í andliti þegar hann stóð yfir „tertu" og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysa- og bráðamót- töku. I Graf- arvogi voru feðgar að kveikja í „tertu" úti í garði og sprakk hún með þeim afleiðingum að hluti hennar fór í tvo glugga. Annar glugginn brotnaði svo parkett og gluggatjöld skemmdust en gluggaumbúnaður á hinum glugganum sviðnaði. Handónýtir þingmenn Magnús Kristinsson, stórútgerðarmaður í Vest- mannaeyjum, skaut föstum skotum að þingmönnum Suðurkjördæmis í áramóta- þætti Eyjamanna á sjón- varpsstöðinni Eyjagull. Þá sagði hann að Lúðvík Berg- vinsson og Guðjón Hjör- leifsson, þingmenn Vest- mannaeyja, ættu að skammast sín fyrir að Hjálmar Árnason, þing- maður af Reykjanesi, skyldi hafa haft frumkvæði að utandagskrárumræðu um samgöngumál. Loks greindi Magnús frá því að hann hafi verið að vinna með Árna Johnsen, fyrrverandi þingmanni, að jarðganga- málum síðustu misseri. Mike Pollock tónlistarmaður. Hvað liggur á? "Ekkert í augnablikinu. Ég er aö jafna mig á áramót- unum. Ofsnöggar hreyfingar geta valdið slysum." Þorsteinn Júlíusson smiður biðlar til íslenskra stjórnvalda að veita konu hans ferðamannaáritun svo þau geti yfirgefið hamfarasvæðin á Sri Lanka. r Islendingup nersl fyrir brottflutningi eiginkonu sinnar trá flóðasvæðinu máh til þess að það slyppi, en að- eins tveir metrar skyldu á mifli flóð- öldunnar og hússins. Samféiagið er lamað af ótta og harmi. „Við flúð- um inn í land í gær [fyrradag] vegna sögusagna um nýjan jarðskjálfta. Ég tók bara veskið og vegabréfið og rauk út. Konan mín var lafhrædd. Það sem mér finnst alvarlegast í þessu er að það kom aldrei viðvör- un þegar flóðaldan kom." Þorsteinn segir að Nelum hafi brugðið verulega við að upplifa hörmungarnar í heimalandi sínu. „Hún hefur flúið oftar en ég og mér þætti hræðilegt að þurfa að skilja hana eftir. Ef Útlendinga- stofnun gefur henni grænt ljós getur hún komið með mér þann 18, en annars verður hún eftir," segir Þorsteinn Júlíusson, smiður Að minnsta kosti 50 þúsund manns létust við strönd Sri Lanka þegar flóðbylgja vegna jarðskjálfta út af Indónesíu skall á eyjunni í síðustu viku. Þorsteinn Júlíusson, smiður frá Akureyri, kvæntist konu sinni nokkrum dögum áður en flóðbylgja náði upp að heimili hans. Þau vilja komast burt, en ekki er útlit fyrir að hún komist til Evrópu næstu sjö mánuðina nema íslensk stjórnvöld grípi inn í. „Hún er búin að vera logandi hrædd og hefur flúið upp í land nokkrum sinnum frá því flóðbylgj- an kom," segir Þorsteinn Júhusson sem staddur er á flóðasvæðunum á Sri Lanka og beðið hefur íslenska utanríkisráðuneytið um að hleypa eiginkonu hans, Nelum Jayanthi Lusena, tfl íslands. Þorsteinn er niðurbrotinn vegna yflrvofandi að- skflnaðar frá konu sinni. „Það er al- gert panikk-ástand á Sri Lanka. All- ir nágrannar okkar flúðu eftir að flóðbylgjan kom og harmurinn er ógurlegur. Ástandið núna minnir mig helst á þegar snjóflóðin voru á Vestfjörðum. Ég get ekki borið þetta saman við neitt annað," segir Þorsteinn. Verður að fara Þorsteinn er búsettur í Dan- mörku um þessar mundir en er ís- lenskur ríkisborgari. Horfur eru á að dönsk yfirvöld veiti konu hans ekki ferðamannapassa fyrr en eftir sjö mánuði. Þorsteinn á pantað flug frá Sri Lanka 18. janúar, og segist verða að fara frá landinu þá. „Ég verð að fara heim þann 18. Ég get ekki beðið hér í einhverja mánuði í viðbót, því ég hef ekki efni á að eyðileggja flugmiðann og kaupa nýjan. Ég verð að fljúga heim á þessum," segir Þorsteinn, sem hef- ur í hyggju að stofna fjölskyldu með konunni sinni. Tveimur metrum frá flóðinu Þorsteinn og Nelum voru hárs- breidd frá því að lenda f flóðbylgj- unni miklu sem kostað hefur á ann- að hundrað þúsund fólks h'fið. Þau gengu í hjónaband 18. desember síðastliðinn og því má segja að hveitibrauðsdagamir hafi tekið snöggan endi. „Við vorum bara heima þegar fyrsta flóðið kom um tíuleytið um morguninn. Það sem kom mér mest á óvart var að sjá ógnarkraftinn í þessu. Svo komu nokkrar bylgjur á eftir. Flóðbylgjan kom alveg upp að húsi. En það sem bjargaði okkur var að húsið stendur svo hátt," segir Þorsteinn. Það varð þeim til láns að heimili þeirra er nægilega langt yfir sjávar- ^ m4 V / ' ~ Frá Sri Lanka Flóöbylgjan lagði mörg svæöi á Sri Lanka I rúst. Yfir 30 þúsund fórust. „Það er algert panikk- ástand á Sri Lanka." frá Akureyri, og biðlar tii stjórn- valda að leyfa konunni hans að komast til íslands frá hamfara- svæðunum á Sri Lanka. jontrausti@dv.is Gifting Nelum og Þorsteins Nel- um starfaöi / slgarettuverksmiðju þegarþau kynntust en þau ætla sér betra llfsaman en það. Nelum og Þorsteinn gengu Ihjónaband 18. desember. Rúmri viku slðar dundu ósköpinyfír. ÞREKHO I I C ELANP SPA & FITNESS S. 561 5100 WWW.ISF.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.