Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2005, Blaðsíða 10
1 0 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 Fréttir 0V Brynhildur er sterk leikkona, hæfileikarík og metnaðar- gjörn. Hún erákveðin og víð- sýn, finnur nýjar hliðar á öll- um málum og kann að nálg- ast hluti svo hún geti unnið með þá. Hún leggursig alla fram við það sem hún tekur sér fyrir hendur og er glaðleg og skemmtileg. Brynhildur á það til að vera of ákveðin, svo það jaðrar við þrjósku. Hún fæst ekki til að víkja frá þeim ákvörð- unum sem hún tekur. Hún er stundum ofdómhörð á sjálfa sig og umhverfi sitt. Hún er er lítillát þrátt fyrir að hafa gert stóra hluti. „Hún er dásamleg manneskja og ótrúlega klár." Edda Arnljótsdóttir, leikkona og vinkona. „Hún erein affáum manneskjum sem ég þekki sem getur bók- staflega allt. Efhún vill eitthvað þá leitar hún leiða til að ná þvi, hún nær ár- angri I öllu sem hún ætlar sér. Hún er ótrúlega hæfileikarlk og ferlega fyndin. Hún getur verið frekar gagnrýnin, bæði á sjálfa sig og aðra." Harpa Þórsdóttir, listfræðingur og vinkona. „Mér finnst hún einstak- lega gáfuð og skemmti- leg, falleg og hæfileikarlk manneskja og jafnframt er hún réttsýn. Hún er líka hógvær og það er kannski um leið hennar galli. Efhún vissi hvað hún er frábærætti hún ekki I vandræðum með að sigra heiminn." Atli Rafn Sigurðarson, leikari og eigin- maður. Brynhildur Guðjónsdóttir er fædd 26. sept- ember 1972. Hún lauk námi í leiklist við Guildhall School ofMusic and Drama vorið 1998. Brynhildur hefur leikið I nokkrum kvikmyndum, meðal annars Villiljósi, Reykjavlk Guesthouse og Monster. Hún er fastráðin við Þjóðleikhúsið og hlaut Grímuna fyrir leik sinn í titilhlutverki í söng- leikritinu um Edith Piaf. Eldsvoðar í Kópavogi Aðfaranótt nýársdags var tilkynnt um eld í und- irgöngum undir Reykja- nesbraut. Reyndist hafa verið kveikt í nokkrum hjólbörðum. Slökkvilið var kvatt á vettvang. Litlar skemmdir urðu vegna þessa. Síðdegis sama dag var tilkynnt um eld í bif- reið fyrir utan fyrirtæki við Smiðjuveg. Áður en slökkvilið náði að ráða niðurlögum eldsins hafði önnur bifreið til viðbótar brunnið og einnig urðu skemmdir á klæðningu hússins sem bifreiðarnar stóðu upp við. Verslunarmannahelgin fór í vaskinn hjá neonskiltagerðarmanni þegar lögreglan fann á honum hálft gramm af hassi. Hann sagðist hafa verið í fötum af stelpu, setti hassið upp í sig og sagði síðar að hann hefði haldið það vera nammi. U,-----------— Þjóðhátfð i Vestmannaeyjum Þjóðhátíðin 2003 var misviöburða- rík fyrir þá sem skemmtu sér þar. Einn lenti í fangelsi og reyndi að borða hassmola. Myndin er af þjóðhátíðargestum sem tengjast ekki fíkniefnamisferlinu. Sagði hassifi sælgæti og peyndi að horða bað Ótrúleg frásögn tæplega þrítugs neonskiltagerðarmanns af því hvernig hass komst í vasa hans bjargaði honum ekki frá því að vera dæmdur til greiðslu sektar fyrir fíkniefnamisferli í Héraðs- dómi Reykjavíkur á dögunum. Maðurinn var að skemmta sér á Þjóð hátíð í Vest- mannaeyjum í hittiðfyrra þeg- ar lögreglan tók hann grun- aðan um að hafa brotið rúðu í bókaversl- un. Hann reyndist hafa á sér hálft gramm af hassi, sem hann játaði við lögreglu eiga. í yfirheyrslu fyrir dómi breyttist frá- sögnin á þann hátt að Nammi að hann hefði lent í röð tilviljana- kenndra atvika sem ollu því að skyndilega hafði hann hass undir höndum. Þegar lögreglumaður yfirheyrði manninn ákvað hann að leggja áherslu á' mál sitt með því að slengja hassmola mannsins á borðið fyrir fram- an hann. Engan lögreglumannanna renndi í grun að maðurinn myndi hrifsa til sín molann og stinga honum upp í sig. Hlynur Bjarklund Sigurðsson lögreglumaður brá þá á það ráð að stinga fingrinum upp í manninn og krækja molanum út úr honum. Við það varð maðurinn mjög æstur. Þá var honum varpað hasslausum í fangaklefa. Þegar hann útskýrði tilraun sína til að éta sönnunargagnið fyrir héraðsdómi sagðist hann hafa haldið að hass- molinn væri nammi. Aldrei hefði hann prófað fíkniefni og því færi hann varla að gleypa þau. Vildi út Maðurinn sagið játningu sína hafa verið algerlega út í hött. Hann sagði fyrir héraðsdómi að hann hefði verið ölvaður og aðeins viljað sleppa frá lögreglunni. Þess vegna hafi hann játað - á algerlega fölsk- um forsendum. En héraðsdómur trúði honum ekki og dæmdi hann til að borga 28 þúsund krónur í sekt. Hann hafði játað fyrir lögreglu að hafa keypt eitt gramm af hassi á 1.500 krónur. „Ég svafhjá einhverrí sætrí stelpu og ég var í fötunum hennar þeg- arlögreglan tókmig." í fötum af stelpu í samtali við DV rekur maðurinn ófarir sínar til ástarævintýris sama kvöld og hann var gripinn með hassið. Hann segir aðstæður afar óvenjulegar í Vestmannaeyjum þegar Þjóðhátíð stendur yfir og því sé þrátt fyrir allt fyllilega mögulegt að hann hafi ekki átt hassið. „Það er kannski ástæðan fyrir því að ég endaði með hassmola á mér. Ég svaf hjá einhverri sætri stelpu og ég var í fötunum hennar þegar lögregl- an tók mig. Þess vegna var ég með þennan hassmola á mér, óafvit- andi,“ segir neonskiltagerðarmað- urinn, sem íhugar að áfrýja til Hæstaréttar. jontrausti@dv.is Ný rannsókn á rykmauraofnæmi leiddi óvænta hluti í ljós ísland er ryk- maurafrítt „Þetta er stórmerkileg niðurstaða finnst mér,“ segir Davíð Gíslason læknir sem fór fyrir rannsókn til að skýra rykmauraofnæmi á íslandi. Við rannsóknina kom í ljós að rykmaurar og ofriæmisvakar þeirra finnast ekki hér á landi. „Við áttum ekki von á þessu. Ég held að eina hugsanlega skýringin á þessu sé sú að þar sem við eigum nóg af heitu vatni og hitum húsin okkar vel er rakasúgið það lágt að rykmaurar þrífast ekki hér á landi. Rykmaurar lifa betur í rakamiklu umhverfi. Þó rannsökuðum við líka hús sem voru illa byggð þar sem við töldum að rakastig væri hærra en það fundust heldur engir rykmaurar þar. Það eru dæmi um rykmaura alls staðar í kringum okkur, til dæmis á Grænlandi og Færeyjum, en þeir virðast ekki vera hér á landi," segir Davíð. Það sem áður hefur verið tahð rykmauraofnæmi hér á landi er í raun ofnæmi fyrir einhverju öðru. „Það eru hluúr sem valda svipuð- um ofnæmisviðbrögðum og ryk- maurar, til dæmis heymaurar, en Rykmaur Öfugt við það sem áður var hald- ið þrlfast þeir ekki hér á landi. það kom í ljós að tveir þriðju þeirra sem talið var að væru með ryk- mauraofnæmi eru í raun með heymauraofnæmi. Annað sem veld- ur svipuðu ofnæmi eru rækjur, kakkalakkar og moskítóflugur," segir Davíð. Rannsóknin verður kynnt á ráðstefnu í Háskóla íslands um rannsóknir í h'f- og hehbrigðisvís- indum sem hefst í öskju í dag. toi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.