Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2005, Blaðsíða 32
rJ &IL L IJUj\ U L Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^jiafnleyndar er gætt. r-1 r-í r \ H 550 5090 SKAFTAHLÍÐ24, 705 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMISSOSOOO • Bjöm Bjamason byrjar árið með látum á vef sínum og send- ir íslenskum sjónvarpsmönnum sem fást við þáttastjórn glósur. Eftir að hafa lýst yfir aðdáun sinni á Bemard Pivot í Frakkalandi, Tim Sebastian með Hardtalk í BBC og Tim Russert í Meet the Press í NBC í Bretlandi, segir Björn þættir þeirra á allt öðru og hærra plani en umræðuþættir í íslensku sjónvarpi og er raunar merkilegt eftir um 40 ára starf- rækslu íslensks sjónvarps, hafi enginn stjórnandi sjónvarpsum- ræðna hér komist með tærnar, þar sem menn af þessum toga hafa hælana." Ekki einu sinni Ólafur Teitur Guðnason né Illugi Gunnarsson ná að milda geð Björns hvað þetta varðar... : „Em Var ekki hægt að spila hann hratt? Ræða Halldórs alltof löng Setti Rúv í uppnám á gamlársdag Áramótaræða HaUdórs Ásgríms- sonar forsætisráðherra olli mönnum á Ríkissjónvarpinu vandræðum. Áætlað var að ræðan yrði fimmtán mínútna löng og þéttskipuð dagskrá kvöldsins sett saman samkvæmt því. Þegar upptökum á ræðunni var lokið kom hins vegar í ljós að Hall- dór hafði farið nokkrar mínútur framyfir ákveðinn tíma sem kom öllu í uppnám. Menn minnast þess að þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra hafi þetta einnig komið fyrir en þá hafi Davíð einfaldlega stytt ræðuna og tekið upp aftur. HaUdór var aftur á móti ekki fáanlegur til þess og var ræðan langa því send út óstytt. Þetta varð til þess að stytta þurfti aðra dagskrárliði kvöldsins og var að lok- um ákveðið að skera fréttaannál fréttastofunnar niður tU þess að koma til móts við þarfir forsætisráð- herrans. FréttaannáUinn var hins vegar löngu tUbúin þegar þetta kom upp og því þurfti að kaUa út tækni- menn á gamlársdag til að klippa annálinn upp á nýtt sem kostaði stofnunina talsvert af yfirvinnutímum. Vandræðunum var þó ekki lokið því forsætisráð- ýywr herra hafði sett fram þá kröfu að lagið ísland erland þitt yrði spUað að lokinni ræðu hans. Fram að þessu hefur Js- land ögrum skor- ið fengið að hljóma á eftir áramótaávarpi forsætisráð- herra en HaU- Markús Örn Antonsson Útvarpsstjórinn þurfti að splæsa inokkra yfirvinnutíma svo að tækni- menn stöðvarinnargætu stytt dagskrána vegna langrar ræðu forsætisráðherrans. dór gat engan veginn sætt sig við lagaval Ríkissjónvarpsins. Það þurfti því að kaUa út annan tækni- mann á buUandi yfir- vinnukaupi tll þess að myndskreyta lagið j , með viðeigandi ■ r y hætti því ekkert myndband var til við lagið. Undanfarið hefur verið rætt um að skipta um þjóðsöng og hafa lög eins og ísland ögrum skorið og /s- land erlandþittvenö nefnd í því sambandi. Telja margir að með þessu hafi HaUdór verið að taka óbeina afstöðu með ísland er land þitt sem nýjum þjóð- söng íslands. Halldór Ásgrímsson Hélt alltoflanga ræðu og neitaði að stytta hana. Enginn eldur íEngihjalla Undanfarin ár hafa áramótin hjá íbúum við Engi- hjalla í Kópavogi verið nokkuð við- burðarík. í fyrra þurfti að kalla á slökkvilið vegna smávægilegs bruna sem upp kom í kjölfar flugelda, svo dæmi sé tekið og fengu húsverðir blokkanna sig fuUsadda af sprengingum íbúanna og ákváðu því að setja strangar regl- ur um notkun skotelda fýrir þessi áramótin. Hengt var upp veggspjald með tUmælum til íbúa þar sem á MMI iyirpreimíma. VifthWhroekki OiAkruim híngað né l *r tmt o% I fym. stóð: „Stop, stop. Engar flugeldar, engin blys, engin stjörnuljós í sorp- rennuna. Við höfum ekki áhuga á að fá slökkvuliðið nú í ár eins og í fyrra. Hús- vörður.“ Sam- kvæmt upplýs- ingum eins íbúa EngihjaUans munu áramótin hafa gengið vel fyrir sig að þessu sinni og ekki þurft að kalla til slökkvflið né lög- reglu. Kraftlyftingamenn vilja sögu Kraftlyftingamenn á ís- landi hafa lengi beðið eftir því að saga kraftlyftinga á íslandi Uti dagsins ljós. Þegar hefur stutt ágrip af sögu íþrótt- arinnar verið rituð af fyrsta formanni Kraftlyftinga-sam- bandsins, Ólafi Sigurgeirs- syni, og vonast menn tU að heU bók komi út áður en langt um líður. Kraftlyftingar voru fyrst stundaðar hér á landi í kringum árið 1960 eft- ir að sleggjukastarinn Þórður B. Sigurðsson hafði keypt réttu græjumar í Bandaríkj- unum. Síðan þá hefur margt breyst og í dag em kraftakarlarnir okkar með þeim þekktari í heiminum. Kraftlyftingamenn em á þeirri skoð- un að löngu sé orðið tímabært fyrir ritglaða þjóð á borð við íslendinga að gefa út sögu þeirra og sýna þannig kempum á borð við Jón Páh Sigmars- Mátulega sver Ólafur Sigurgeirsson mælir ummálið á tröllinu goðsagnakennda.Jóni Páli Sigmarssyni. syni, Magnúsi Ver og Hjalta Úrsus verðskiUdaða virðingu. Nú er jafnvel stefrit að því að sagan komi út fyrir næstu jól án þess að nokkuð hafi ver- ið ákveðið í þeim efrium. VERÐ SEM FRAMKALLAR ÁNÆGJU janúar bjóðum við framköllun á stafrænum myndum fyrir aðeins 35 kr. stk. 50 myndir eða fleiri eru framka eegar laðar. LATTU HAGSTÆTT VERÐ AUKA ÁNÆGJUNA AF JÓLAMYNDUNUM. Hagamel 67, sími: 552 4960, ulfarsfell@simnet.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.