Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2005, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2005, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 Fréttir DV mmm Hin 26 ára gamla Guðrún Guðmannsdóttir þarf að breyta hegðun sinni að mati lögreglunnar á ísafirði. Lögreglan segir að hún hafi verið kærð fyrir fjölda líkamsárása og hafi hótað lögregluþjónum. Hættuleg hreindýr Vegfarendum í nágrenni Hafnar í Homafirði stafar hætta af hreindýrahópum sem leitað hafa á láglendi vegna vetrarveðurs. í nokkmm tilfellum hafa hreindýrin farið í veg fyrir bíla og valdið hættu, sam- kvæmt fréttum samfé- lagsvefjar Hornafjarðar. Ekki er löglegt að skjóta dýrin á þessum árstíma, en að því kemur í ágúst næst- komandi. Umsóknir um skotíeyfi á hreindýr þurfa að berast fyrir 15. febrúar. í Austur-Skaftafellssýslu em á þriðja hundmð hreindýra. Lóðaskortur í Hveragerði Eftirspum eftir auglýst- um lóðum undir 65 íbúðir í Hveragerði var margföld miðað við framboðið. Alls bámst nærri 200 umsóknir. „Því blasir við að lóðaskort- ur muni aftur verða stað- reynd í Hveragerði strax í kjölfar úthlutunar bæjar- ráðs sem mun fara fram nú í janúar," segir á heimasíðu Hveragerðisbæjar. Haft er eftir Orra Hlöðverssyni bæjarstjóra að fæstir hafi þó átt von á slíkum við- brögðum.‘‘En þessi við- brögð eru í takti við annað sem við höfum verið að upplifa hér í Hveragerði undanfarin misseri," segir Orri þó. Tölvur í dulargervi Fartölvur em það allra eftirsóttasta sem óprúttnir þjófar komast í því það er er víst auðvelt að koma þeim í verð. Og þegar tölvurnar em orðnar fullar af kvik- myndum, glósum eða jafiivel persónulegum myndum er eins gott að passa upp á þær. Nú getur fólk fengið sér- hannaðan pítsukassa undir tölvuna sína, sem er höggheldur og sérhannaður fyrir fartölvur. Þú einfaldlega skellir tölvunni í kassann og getur nánast skilið hana eftir hvar sem er, svo framarlega sem enginn svangur þjófur er í nágrenninu. Hver annar ætti svo sem að stela pítsu- kassa? Kona gerir nppreisn gegn lögreglinini é Isafiröi Lögreglan á Isafirði þarf reglulega að hafa afskipti af 26 ára gam- alli konu í bænum sem ræðst á fólk, hótar lögregluþjónum og er með drykkjulæti nánast hverja helgi. „Hún er yfirleitt alltaf til staðar og tekur þátt í árásum, þótt hún sé ekki endilega alltaf höftiðpaurinn. Lögreglan er í vandræðum með hana um hverja einustu helgi,“ seg- ir önundur Jónsson, yfirlögreglu- þjónn á ísafirði, sem óskar þess að konan róist. Guðrún réðst á aðra konu nótt- ina eftir annan í jólum og veitti henni áverka. Hún ræðst yfirleitt á konur. „Hún ræðst á garðinn þar sem hann er lægstur, en samt er þetta ekki alltaf kynjabundið. Þessi kona hótar lögreglunni öllu illu ef hún gerir ekki eins og henni þókn- ast. Hún ætlast til þess að stjórna því hverjir eru handteknir og hverj- ir ekki,“ segir Önundur. Karlmenn kæra ekki Önundur yfirlögregluþjónn segir sjaldgæft að konur sýni mikla ofbeldishneigð. Hins vegar sé of- beldishneigð þeirra frekar dulin, öfugt við það þegar karlar eiga í hlut, að því leyti að kærur berast sjaldnar. „Þegar kona ræðst á karl- mann og meiðir hann er mjög al- gengt að kæran sé dregin til baka eða málið fuðri upp. Maður hefur oft horft upp á það, þar sem líkam- leg meiðsl eru minniháttar og um „Þegar kona ræðst á karlmann og meiðir hann er mjög algengt að kæran sé dregin til baka eða málið fuðri upp." er að ræða einkamál. Svo á konan oft auðvelt með að tala karlana til. Auk þess er þekkt að mörgum þykir það særa stoltið að kæra konu fýrir að ráðast á sig og líta svo á að mað- ur sé aumingi ef kona lemur mann.“ Þverneitar öllu Á vef lögreglunnar greinir frá hinni kærðu árás við Hafnarstræti nóttina eftir annan í jólum: „Þar réðst kona á að á aðra konu, að því er virðist að tilefnislausu. Svo virð- ist sem konan er árásina framdi, stundi slíkar árásir, þar sem nærri á hverri helgi er hún kærð fyrir slíkar árásir, misgrófar.“ Guðrún segist í samtali við DV vera borin röngum sökum. „Mis- grófar árásir my ass. Þetta voru bara orð sem fuku. Það var hvorug slegin. Hún hefur örugglega kært mig í hitanum, af því að hún var full,“ segir Guðrún, sem vandar lögreglunni ekki kveðjurnar fyrir ummælin. „Þeir eru með einhverja djöfulsins stæla. Ég hef aldrei hót- að þeim. Aldrei. Ekki fyrir neinn skapaðan hlut. Og aldrei set- ið inni.“ Guðrún vill koma þeirri skoðun sinni á fram- færi að lögreglan á fsafirði stígi ekki í vitið. Hún ofsæki ákveðið fólk og sé óvönduð. „Manni finnst það bara sorglegt að fólk geti ekki lifað með samborg- urum sínum í friði,“ segir Önundur yfirlögregluþjónn. jontrausti@dv.is - 'sams Guðrún Guðmannsdóttir Von ast er til þess að hún fari að lifa i friði með samborgurum sinum. Sextugasta oq sjötta gráða norðlægrar breiddar Nú velta menn og konur vöngum yfir nýjasta útspili kvikmynda- mógúlsins Sigurjóns Sighvatssonar. Kappinn hefur keypt hvorki meira né minna en hátískufyrirtæki í kuldagallabransanum. Hvað ætíar maðurinn eiginlega að gera? spyr fólk sig. Er hann kannski brjálaður, vesalings pilturinn. íslenskur fataiðnaður er sveipað- ur alveg sérstakri áru í huga Svart- höfða. Gefjunnarskómir og Ála- fossúlpumar gleymast seint. Og gær- umar. Þetta allt og fleira til hefur aldrei virkað sem eiginleg tískuvara á Svarthöfða - sem reyndar kallar ekki allt ömmu sína í þeim efrium. Þessu ætíar Sjonni gamli bassaleikari að breyta í eitt skipti fýrir öll. Boðskapurinn er sá að vörumerki kuldagallanna verður á lævísan en jafnframt snyrtilegan hátt laumað inn í Hollywood-myndir og amer- íska óraunveruleikaþætti í sjónvarpi. Allar myndirnar munu bera kuldaleg nöfn og inntakið í söguþræðinum verður kólnandi veðurfar. Niðurstaðan verði óumflýjanlega sú að íbúar okkar kúlulaga plánetu verði allir komnir í gærugalla áður en Hvernig hefur þú það „Bara fint, er hérna aö labba upp I Þjóöleikhús þar sem ég er aö fara aö sýna í kvöld. Vaknaði reyndar klukkan sjö og kvaddi pabba. Hann var að fara til Kanarí i viku- afslöppun, það er reyndar aldrei að vita nema hann veröi meö eina plötukynningu eöa svo. Ég ermest búinn aö vera að horfa á sjónvarpiö í dag,“ segir Þorvaldur Davið Kristjánsson, kynþokkafyllsti karlmaöur landsins þeir vita af - og væntanlega í síðasta lagi áður en ísöldin skellur á með sínum kuldabola. Það besta við þetta allt saman er að dæmið er gulltryggt og heilt trygg- ingarfélag og íssvalasti banki lands- ins hafa lagt í púkkið með athafna- manninum. Það er svona ámóta lík- legt að þetta klikki eins og að doninn af Díkót fari á hausinn með sitt gena- dæmi. Já, áður en við vitum af verður öll jörðinn á sömu bylgjulengd og sömu breiddargráðu - sextíu og sex gráður norður. Svaithöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.