Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2005, Blaðsíða 32
I—* S t t j i !j Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^nafnleyndar er gætt. ZJZJ DfjWU SKAFTAHLÍÐ24,10SREYKJAVÍK [STOFNAÐ 1910] SÍMISSOSOOO • Skáldkonan i * Didda er að eigin sögn ekki að flytjast búferlum tii Kúbu eins og margir hafa haldið heldur setur hún stefhuna á Jamaíka. Didda ætl- ar þó ekki að byggja sér einbýlis- hús á ströndinni þar heldur fer hún í öðrum erindagjörðum. Ástæðan fyrir förinni er nefni- lega sú að hún á dreng með manni frá Jamaíku og mun strákurinn heimsækja föðurfólk sitt sem býr þar í landi. Skáld- konan geðþekka hefur ekki ákveðið hvenær haldið verður til Jamarku og ætlar að dvelja þar eins lengi og hún þarf. Það er # aldrei að vita nema skáldið flengist á ströndinni í fantagóð- um reggíryþma og með rasta- fléttur í sólinni... Hafa þeir kannski vaxið frá þjóðinni? Tvein Glúmar í samajiorpinu Mýjum Glúmi fagnað a Reyðarfirði Reyðarfjörður er 700 manna bæj- arfélag á Austfjörðum sem getið hef- ur af sér margan góðan manninn. Þar er að flnna fólk með hin ýmsu nöfn og býr þar meðal annars einn Bóas, ein Ellen og einn Guttormur. Glúmur er hins vegar ekki ýkja algengt nafn á Reyðarfirði. Þó eru tveir Glúmar í bænum - sem er mjög hátt prósentuhlutfall miðað við svo sjaldgæft nafn. „Við erum eitthvað á milli fimm og tíu sem heitum þessu nafni en það búa ekki allir á landinu," segir Glúmur Kjartansson, sem býr að Mánagötu 2. Nýlega flutti Glúmur BaJdvinsson á Reyðarfjörð þar sem hann starfar nú sem upplýsingafulltrúi Bechtel, verktakafyrirtækisins sem hefur umsjón með byggingu Álversins á Reyðarfirði. Glúmur er eins og margir vita sonur Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram og er lfklega Glúmur Baldvinsson Er nýráðinn kynning- arfulltrúi Bechtel og býrnúá Reyðarfirði. þekktasti Glúmurinn á landinu. Glúmur Kjartansson - sem reyndar heitir Kjartan Glúmur Kjart- ansson - segist alltaf hafa verið sátt- ur við þetta fallega nafn. En er hann nefndur í höfuðið á einhverjum? „Já og nei. Ég er sko frá Glúmsstað þar sem landnámsmaður með þetta nafn bjó og ég er kannski nefndur í höfuðið á honum," svarar hann. Landnámsmaðurinn var þó ekki mikill víkingur og varð víst undir skriðu sem féll á bæinn að sögn Glúms. Kjartan Glúmur, sem er ís- lenskufræðingur, er að taka kennsluréttindi við Háskólann á Akureyri og kennir í grunnskólan- um. Hann fagnar komu hins nýja Glúms í þorpið: „Ég þekki Glúm Baldvins nú ekki neitt, hef bara séð hann í sjónvarp- inu og kannast við hann þaðan," segir okkar maður sem ekki hefur ákveðið hvort hann haldi uppi heiðri nafnsins ef hann sjálfur eignast lítinn króga. Kjartan Glúmur ætlar að nota nýja árið aðallega í að ná af sér Machintosh- inu og halda áfram að vera í góðu skapi. Kjartan Glúmur Segirnokkuð sérstakt að tveir Glúmar búi fsama þorpinu. Þingmenn fljótir að þroskast lililk- „Mér líður bara ákaflega vel," segir Helgi Bernódusson, nýráðinn skrifstofustjóri Alþingis. „Ég er búinn að vinna hérna á Alþingi í ein 22 ár. Svo maður hef- ur farið víða um húsið. Það er gleðileg og spennandi vinna að starfa með Álþingismönnum - þetta er sérstakur heimur og öðruvísi en margir hugsa sér,“ segir Helgi. „Manni kemur líka alltaf skemmtilega á óvart hvað menn þroskast fljótt í þessu starfi. Sérstaklega ungu þingmennirnir sem eru mjög lærdómsfús- ir.“ Helgi seg ir að þrátt fyrir uppá- komur eins og stóra dúkamálið, þar sem þingmenn minnihlutans gerðu uppreisn, sé starfið nokkuð friðsælt. „Þetta dúkamál var ekki einu sinni stormur í vatnsglasi. Það var meira eins og gárur í fingur- björg. Algjört „non-issue"," segir Helgi og hlær. Hann segir starf skrifstofustjóra snúast um að hlutirnir gangi rétt og eðlilega fyrir ji sig. „Alþingi er ekki bara menn að halda ræður í pontu," segir Helgi. „Það sem fer fram í þingsalnum er bara gluggi í stóru húsi." Helgi Bernódus- son skrifstofu- stjóri Hefurstarfað á Alþingi í 22 ár. Sjö þúsund heimsóttu Steingrím Frá því að grein birtist í DV um vefsíðu um Steingrím Njálsson hafa um sjö þúsund manns skoðað hana. Um fimm hundruð manns höfðu kíkt inn á síðuna áður en greinin var birt. Búið er að loka gestabók síðunn- ar en inni á henni voru Steingrími ekki vandaðar kveðjurnar og voru þar óhuggulegar lýsingar á hvað fólk hygðist gera ef það sæi hann. Einnig höfðu nokkrir netsíðu- gestir hópað sig saman og hugðust fara heim til hans en heimilisfang Steingríms er gefið upp á vefsíð- unni. Ekki er enn vitað hver stóð fyrir síðunni né hver lokaði henni. Steingrímur Njálsson Margirhafa heim- sótt vefslðu um Steingrim. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.