Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2005, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2005, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 Fréttir DV Nektarmyndir á iPod-inn Playboy-tímaritið býður nú áhugasömum að hlaða niður Ijósmyndum afnöktum fyr- irsætum á Apple iPod-ana sína. Ákveðið var að bjóöa þjónustuna á vefsíðu fyrir- tækisins, playboy.com, og voru undirtekt- irnarsvo góðarað forsvarsmenn tima- ritsins hafa ákveðið að á næstu vikum verði boðið upp á fleiri myndir affá- klæddum konum og að tæknin verði þróuð svoað eigendur annarra iPod-a geti einnig sóttsér augnakonfekt. Þjónustan hefurfengið nafniö iBod og verða þar í boði bæði myndir af fáklæddum og nöktum fyrirsætum. • í Fjarðar- kaupum kost- ar tæpt klló af Cheeriosi á tilboði 495 kr í stað 539 kr. og pakki sem inniheldur 375 gr. af Axa musli kostar 179 kr. Kíló af Skólaosti kostar þar 798 kr. en kostaði áður 998 kr. og sama magn af bönunum kostar 99 kr. Always duo dömubindi kosta nú 489 kr. í stað 598 kr. • íverslunun Lyfju í Lágmúla og Smáratorgi er boðið upp á 20% afslátt af öllum vítamín- um, fæðubótar- efhum og bætiefnum til 8. janúar eða meðan birgðir endast. Og fyrir þá sem ætla sér að taka sig taki á nýju ári er boðið upp á 25% afslátt af blóðfitumæhngum en panta verður tíma í síma verslananna. • Heilsubrauð kostar nú 249 kr. í verslunum Hagkaupa en kostaði áður 299 kr. og bréf af Tyson kalkúnabringuáleggi kostar 599 kr. Kíló af ungnautahakki er á 699 kr. í stað 1.149 kr. og kílóverðið á fersk- um Holtakjúklingi er 487 kr. í stað 695 kr. Kjöt- borðs laxa- fiðrildi með kryddsmjöri og aspas kosta 999 kr. MP3-spilurum Tólftu ráöstefnunni um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum við HÍ lauk í Öskju í gær. Ríflega hundrað rannsóknir voru kynntar á veggspjöldum og á annað hundrað erindi flutt. Guðrún Kristjánsdóttir prófessor í barnahjúkrun kynnti niðurstöður landskönnunar um tengsl líkamsstærðar skólabarna við sjálfsmynd, depurð og líkamlega heilsu. S Börnin okknr nð nenninst minnislyklar eru vinsæl vara enda arftaki tölvu- disklinganna gömlu og góðu. Þeir taka margfalt meira magn og brúkast stundum einnig sem MP3- spilarar. DV framkvæmdi verðkönn- um i nokkrum verslunum á 256 megabæta einföldum minnislyklum annars vegar og sams konar lyklum sem einnig má nota sem MP3-spil- ara hins vegar. Þetta eru hentug og fyrirferðalítil tæki sem má jafnvel geyma á lyklakyppu. 256 MB USB minniskubbur Nýherji: 3.890 kr. EJS: 4.023 kr. Tæknival: 4.490 kr. Tölvulistinn: 4.990 kr. Heimilistæki: 4.900 kr. Ormsson: 4.990 kr. BT: 4.999 kr. Svar: 5.900 kr. Start: 6.990 kr. Elko: 6.995 kr. 256 MB USB minnislykill + MP3 spilari: BT: 9.999 kr. Heimilistæki: 10.990 kr. Tölvulistinn: 11.900 kr. Start: 12.900 kr. EJS: 13.410 kr. Nýherji: 16.900 kr. Ormsson: 21.900 kr. „Undanfarið hefur mikið verið rætt um aukna þyngd barna hér á landi,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir. „í raun blöskraði mér nokkuð þessi mikla umræða um ofþyngd barna, fannst hún nokkuð misvísandi. Við náðum ákveðnum toppi í þyngd barna fyrir áratug, þau hafa ekki þyngst meira og vonandi þýðir það að við erum vöknuð til meðvitundar um vandann. En í umræðunni und- anfarið hafa börnin fengið á sig vandamálastimpil, of þung börn skynja sig sem þjóðfélagsvandamál, vinir þeirra lfka, vandamenn og félagar." Samevrópsk gögn Tæplega 4000 íslensk skólaböm í 9. og 10. bekk tóku þátt í þessari landskönnun og var þyngd þeirra flokkuð í mikla undirþyngd, undir- þyngd, kjörþyngd, ofþyngd og ofur- þyngd. Við matið á sjálsmynd, dep- urð og líkamlegri heilsu var stuðst við þekkta erlenda kvarða. „Þessi gögn em í raun samevrópsk," heldur Guðrún áfram. „Sambærilegar mælingar eru gerðar reglulega í mörgum löndum og við ákváðum að nýta þessi gögn og hyggjumst halda áfram og fylgjast með hvort breyt- ingar verða á mynstrinu í framtíð- inni.“ Niðurstöður rannsóknarinnar hér em svipaðar og í útlöndum. „Of þung börn reynast hafa marktækt lakari sjálfsmynd, þau em daprari og hafa neikvæðari heilbrigðisupp- lifun en önnur börn. En sjálfmetin líkamleg heilsa þeirra var ekki mark- tækt lakari en annarra bama. Þyngdin tengist þannig andlegum þáttum heilsunnar, svo sem sjálfs- mynd og geðslagi, hvað svo sem síð- ar verður. Við teljum fulla ástæðu til að taka offitu skólabarna alvarlega, hún tengist sjálfsmynd þeirra og geðslagi á neikvæðan hátt og það getur verið andlega mótandi til framtíðar.“ Þunglynd börn á Vesturlönd- um Guðrún leggur áherslu á að orsakatengsbn liggja í báðar áttir. „Þunglyndi bama á Vesturlöndum er að aukast og því fylgir minni hreyfing og aukin þyngd. Sam- kvæmt helstu kenningum um þetta aukna þunglyndi barna hér á Vest- urlöndum verða þau fyrir mun meira áreiti en áður hefur þekkst, breytingar em örari og óvissan um framtíðina ekki síður mikil. Þau hafa úr ótrúlega mörgu að velja og standa frammi fyrir stórum ákvörðunum yngri en áður. Sjálfsábyrgð þeirra er meiri en áður hefur tíðkast en stuðningur ekki endilega samfara henni. Aðrir benda á almennt af- skiptaleysi og rofin fjölskyldutengsl. Meðferðin er í því fólgin að kenna þeim að takast á við væntingar um sjálf sig og framtíðina og hún hefur skilað töluverðum árangri. Eiríkur Örn Arnarson sálfræðiprófessor er einmitt með rannsókn í gangi þar sem hann prófar slíka meðferð og hún virðist vera að skila árangri," segir Guðrún Kristjánsdóttir, pró- fessor í bamahjúkmn við HÍ. Langar í rafknúna Yamaha-flygilinn aftur „Ég átti einu siniú ofboðslega fallegan Yamaha-rafmagnsflygú," segir Bjarki Sveinbjörnsson tón- J listarfræðingur og þáttagerðar- maður. „Flygilhnn var meðal j annars notaður um borð í Sm~- Akraborginni á sumardaginn fyrsta. Ilann var úti á dekki og jEH að á 7 hann fyrir þakkláta farþega. | Á endanum seldi ég flygúinn eftir að hafa fengið mörg tú- j boð frá áhugasömum lújóð- 1 færaleikurum. Seldi hann upp- tökustúdíói í Færeyjum. Ég sé alltaf eftir Yamaha-rafmagnsflygl- inum, enda átti hann stórt pláss í hjarta mínu og ég vúdi gjarnan eignast hann aftur." Hljómflutningstæki og sími í skíðagræjunum Fjarskiptafyrirtækið Motorola og bandaríski útivistarfatafram- leiðandinn Burton of Burlington hafa túkynnt að á árinu komi á markað útivistarfatnaður með innbyggðum farsíma og hljóm- flutningstækjum. Síminn og græjurnar verða í skíðajökkum, hjálmum og húfum og telja yfir- menn fyrirtækjanna að útbúnað- urinn verði afar vinsæll hjá fólki á tvítugs- og þrítugsaldri eða snjó- brettakynslóðinni. Ekki er enn ljóst hvað fatnaðurinn á að kosta en ódýrustu skíðaúlpur Burtons kosta frá 12.500 krónum upp í 50 þúsund. ____________________________ Snjóbrettakappi Bráttgetur hann spjallað við ömmu / slmann á leið niður Bláfjöll.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.